Tíminn - 16.07.1983, Qupperneq 5

Tíminn - 16.07.1983, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ 1983 5 fréttir Tryggvi Þor- móðsson fyrrum Ijósmyndari Tímans: Tók BA gráðu í Ijós- myndun frá Brooks ■ Tryggvi Þormóðsson sem var Ijós- myndari Tímans um rúmlega tveggja ára skeið hefur lokið námi í ljósmyndun við Brooks Institute, School of Photographic Art and Science en þar tók hann BA gráðu í faginu. Skóli þessi er staðsettur í Santa Barbara í Kaliforníu. Tryggvi er sonur Geirþrúðar Finn- bogadóttur og fékk hann inngöngu í skólann 1980 en skólinn er í fremstu röð sinnar tcgundar í heiminum. Aðalgrcin Tryggva var iðnaðar/vísinda ljósmyndun en aukagrein neðansjávarljósmyndun og ætlar hann sér að vinna á sviði iðnaðar, vídeós og neðansjávarljósmyndunar í framtíðinni. Kona hans Anna Sigurðardóttir lauk á sama tíma námi í atvinnuljósmyndun frá sama skóla. Aðalfag hennar var andlitsljósmyndun (portrait) og ætlar hún sér einnig að starfa áfram í Kaliforn- íu. Brooks Institute hefur áður haft nokkra íslenska ljósmyndara við nám hjá sér. - FRI ■ Tryggvi ■ Anna Þormóðsson. Sigurðardóttir. Lorcakvöld í Stúdenta- leikhúsi ■ Sunnudaginn 17. júlí verður frum- sýning á Lorcakvöldi Stúdentaleikhúss- ins. Þessi dagskrá ber heitið „Klárinn blakkur, tunglið rautt" og er hún byggð á verkum spænska rithöfundarins Feder- ico García Lorca. Lorca, sem myrtur var af fasistum 27. júlí 1936. lödögumeftiraðborgarastyrj- öldin braust út, nýtur enn mikilla vin- sælda á Spáni og hafa leikrit hans verið fastagestir á fjölum leikhúsa þar í landi eftir að Franco lést. Hópurinn sem stendur að Lorcakvöld- inu mun. undir stjórn Þórunnar Sigurð- ardóttur, flytja hluta úr tveimur þekkt- ustu verkum skáldsins, „Blóðbrullaup- inu" og „Yermu". Einnig verða flutt Ijóð eftir Lorca og spænsk alþýðutónlist í útsetningu hans. Sýningar verða einnig 18., 21. og 22. júlí og hefjast þær allar kl. 20.30. Tímamynd Árni Sæberg, ■ Áhöfnin á Hirta. Fremst situr Tom Cunliffe mcð dóttur sína sem verður 5 ára um það bil sem skipið nær landi í Ameríku. Ævintýraleg sjóferð á rúmlega sjötugum seglbáti: Slö ENGLENDINGAR SIGIA i KIÖLFAR LEIFS HEPPNA ■ Sérkennilegur seglbátur liggur í Reykjavíkurhöfn um þessar mundir. Hann heitir Hirta og var byggður árið 1911 í Cornwall á Englandi. Áhöfnin telur 7 manns þar á meðal skipstjórann Tom Cunliffe, konu Itans og 4ra ára gamla dóttur þeirra. Tom Cunliffe er siglingarkennari og skrifar greinar fyrir tímarit um siglingar ogheldurfyrirlestra. Cunliffe hefur áður farið í siglingar á Hirtu suður um höf en að þessu sinni er ferðinni heitið í kjölfar Leifs hcppna. - Við lögðum af stað frá Isle of Wight í byrjun maí og sigldum til Noregs, sagði Tom Cunliffe við blaðamann Tímans eftir að þeim síðarnefnda tókst að klöngrast út í Hirta. - í Noregi vorum við í 2 mánuði en komum svo hingað með viðkomu í Færeyjum. Héðan förum við síðan til Grænlands ef við getum vegna hafíssins og þaðan reynum við að komast til Nýfundnalands og Nova Scot- ia. Við ætlum síðan að fara suður þaðan og vera á Karabíska hafinu þegarvetrar. Ég reikna með að ferðin muni taka um 12-15 mánuði ef vel gengur. - Ég er að fara þessa ferð vegna þess að ég hef alltaf haft brennandi áhuga á víkingunum. Bretar hafa sinn skammt af víkingablóði í æðunum og ég held að við Cunliffe sagði að Hirta ætti að baki merkilcga sögu. Skipið var byggt árið 1911 og notaö sem hafnsögubátur í þrjú ár. Síðan var því lagt mcðan á fyrri heimsstyrjöld stóð cn 1922 var því breytt í skcmmtisnekkju. Skipinu hefur verið breytt mikið gcgnum tíðina: 1932 var fyrsta vélin sett í það en nú er ný vél um borð. Hirta hefur áður farið yfii Atlantshafið, árið 1931. værum varla sú þjóð scm við erum nú ef Bretlandseyjum. Ég hef lcsið nokkuð af víkingarnir hefðu ekki haft sín áhrif á Islendingasögum: Eiríkssögu rauða. Þorfinnssögu karlsefnis. Njálu og hluta af Landnámu ogég cr núna að lesa Gísla sögu Súrssonar. Þctta eru hörku- skcmmtilegar sögur, eitthvað annað en ruslið cftir Harold Robbins til dæmis, þó þessir fornmcnn ykkar hafi nú verið hálf „nasty characters" allir saman. ■ Breska snekkjan Hirta speglast í sjónum í Vcsturhöfninni fyrir neðan Kaffivagn- inn. Tímamynd Árni Sæberg Ég er stórhrifinn af þessu landi ykkar, sagði Cunliffe að lokum, þó veðrið hafi verið hálf myglulcgt undanfarið. Við skruppum með bíl vestur á land í gær og þaö var alveg ógleymanleg lífsreynsla að sjá Snæfellsjökul í fjarska. En mér finnst þó eitt undarlcgt hcrna og það er verðið á sumum vörunum. Hvernig stendur á því að hér er hægt að gera mjög góð kaup í léttvíni cn viskíið kostar tvöfalt meira en hcima? GSH veiðihornið umsjón: Fridrik Indriöason Góð byrjun í Brynjudalsá: ÞEGAR KOMNIR 34 LAXAR UPP Færeysk hljómsveit í Norræna húsinu ■ Brynjudalsá virðist ætla að gefa vel af sér í ár, þegar eru komnir á land úr henni 34 laxar en til samanburðar má geta þess að fyrsti laxinn úr henni í fyrra veiddist ekki fyrr en 12. júlí. „Þetta hefur gengið ljómandi vel hjá okkur, en við settum mikið af niðurgönguseiðum í ánna í fyrra og það virðist hafa borgað sig vel“ sagði Ólafur Guðlaugsson veiðinefndar- formaður árinnar í samtali við Veiði- hornið. „Við ætlum okkur að byggja ána upp og því setti ég núna í hana 2200 niðurgönguseiði í viðbót. Af þessurn 34 löxum sem komnir eru er helmingur vænir laxar. Sá þyngsti 15 pund.'“ sagði Ólafur. Hann sagði ennfremur að laxinn virtist vera um alla ána og mikið af honum. Veiðin í Brynjudalsá hófst 21. júní í ár, en hefur yfirleitt ekki hafist þar áður fyrr en í kringum 20. júlí. 124 laxar fengust úr ánni í fyrra. Veiðileyfi í ána munu að mestu uppseld utan síðustu dagana enda leyfin ódýr. - FRl ■ Yggdrasil, hljómsveit sem hefur að- setur sitt í Færeyjum, verður stödd á Islandi dagana 16.-19. júlí og leikur í Norræna húsinu sunnudaginn 17. júlí kl. 20:30. Hljómsveitin er skipuð tónlistar- mönnum frá Færeyjum, en auk þeirra leika með henni Danir og Svíar. Hljóm- sveitinni stjórnar Kristian Blak, sem jafnframt semur mest af tónlistinni sem Yggdrasill flytur. 1 Norræna húsinu flytur hljómsveitin verkið Ravnating (Hrafnaþing), og með tónlistinni verða sýndar litskyggnur, teknar í Færeyjum, þar sem hrafninn og umhverfi hans mynda karnann, en lit- skyggnurnar eru 100 talsins. Þær eru teknar árið 1982 og gerði það franski ljósmyndarinn Philippe Carré. Verkið Ravnating hefur nýlega verið flutt í Færeyjum, og það hefur einnig verið gefið út á hljómplötu. Aðgöngumiðar að tónleikunum verða seldir við innganginn, en forsala er í bókasafni hússins.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.