Tíminn - 16.07.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.07.1983, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 16. JULI1983 umsjón: B.St. og K.L. STJARNA FÆÐIST ENDURSYND STYTT: Er áhorfendum ekki treystandi til að sitja eins lengi í bíó og áður fyrr? ¦ Nýlega var tekin til eiulin - sýningar í New York myndin „Stjarnai: fæðist" (A Star Is Born) í þeirri útgáfu, þar sem .1 uily Garland og James Mason fóru með aðalhlutverkin. Við- stödd frumsýninguna voru James Mason og dætur Judy, þær Liza Minelli og Lorna Luft. Myiidin vakti mikla athygli á simim tíma og þó að hún væri í lengra lagi, létu aðdáendur Judy Garland og James Mason það ekki á sig fá, heldur flykkt- ust í stríðum straumum til að sjá myndina. En nú eru tímarn- ir breyttir og mennirnir með. Bandarískum kvikmyndahús- gestum er ekki álitið treystandi til að sitja í meira en tvo tíma í liio. Myndin hefur því verið stytt um 29 mínútur! ¦ Frumsýningargestír fögnuðu innilega leikaranum James Mason, sem fór með annað aðalhlutverk myndar- og þeim Lizu Minnelli og Lornu Luft, dætrum ínnar, ¦Iiuly Garland, en hún fór með hitt aðalhlutverkið. Hvað kom til að þið opnuðuð þetta gallerí Magnús? „Ástæðan er fyrst og fremst sú að það hefur vantað stað hér í Reykjavík þar sem listamenn geta bæði sýnt og selt það sem þeir eru að gera. Eins og þú sérð erum við hér sjö aðilar sem að þessu stöndum og höfum mjög mismunandi bakgrunn. Við ætl- um okkur að hafa hér til sýnis og sölu verk sem við erum að vinna að og einnig verk sem við höfum gert á ýmsum tímum. Það var hér fyrir nokkrum árum starf- andi áþekkur hópur er gekk undir heitinu Vetrarhópurinn. Við ætlum að taka upp merki hans og hafa þessa starfsemi með svipuðu sniði og hann hafði. Þú ert búinn að vera nokkuð lengi sem starfandi listamaður? „Jú, ég hef verið í þessu meira og minna frá unglingsárunum. Ég var nú einn þeirra sem gekkst fyrir stofnun Gallerí SÚM á sínum tíma en það fyrirtæki gekk í nokkur ár með góðum árangri. Þeir sem stóðu að því fyrirtæki fóru þó smám saman hver í sína áttina en ég var sá síðasti sem stóð uppi með fyrir- tækið. Það reyndist mér hins vegar ofviða fjárhagslega þegar fram liðu stundir og neyddist ég til að hætta. Aðrir þeir sem að fyrirtækinu stóðu hafa bara gert það nokkuð gott á listasviðinu. Það má t.d. benda á Sigurð Guðmundsson nýlistamann sem hefur gert garðinn mjög svo frægan úti í Hollandi á undan- förnum árum. Einnig mætti nefna Jón Gunnar Árnason sem margir hér þekkja sem meirihátt- ar listamann." Hvernig verður starfsemi gall- erísins háttað í framtíðinni? „Þetta er nú allt á byrjunarstigi enn og línurnar hafa ekki verið mótaðar til fullnustu. Til að byrja með munum við þó vera hér saman þó plássið sé lítið. Við höfum svo verið með hugmyndir uppi um að halda hér sýningar til skiptis hvert í sínu lagi og þá svona hálfan mánuð til þrjár vikur í einu. Það er um að gera fyrir ykkur á blöðunum að fylgj- ast með því eins og kostur er", sagði Magnús Tómasson mynd- listamaður að lokum. _ ÞB erlent yfirlit Mitterrand og Kohl geta átt erfiðan vetur fyrir höndum. Fer ef nahagsbatinn framhjá Vestur-Evrópu? Margir þar kvíða erfiðu hausti og vetri ¦ f UPPHAFI þessa árs bentu ýmsar hagfræðilegar spár til þess, að vænta mætti verulegs efnahagslegs bata í flestum löndum Vestur-Evrópu, þegar liði á árið, og sennilega gæti batinn orðið mun meiri á næsta ári. Spár þessar voru að nokkru leyti byggðar á því, að ýmis batamerki hefðu komið í Ijós í efnahagslífi Bandaríkjanna. Batinn í efnahagslífinu þar myndi brátt færast til annarra vestrænna landa og þaðan til þróunarlandanna. Meðal annars héldu talsmenn Bandaríkjastjórnar þessu fram á Belgrad-ráðstefnunni, sem í síðastliðnum mánuði fjallaði um alþjóðaviðskipti og efnahagsmál þróunarríkjanna. Ýms batamerki þóttu einnig koma í ljös eða vera að koma í Ijós í ýmsum löndum Vestur- Evrópu, þegar árið gekk í garð. I skýrslu, sem OECD hefur nýlega látið fara frá sér, er áfram haldið þeirri kenningu, að efna- hagsbatinn sé kominn eða sé að koma til sögunnar. Kreppan hafi náð í botn á síðasta ársfjórðungi síðastl. árs, en síðan hafi leiðin legið upp á við. Ferðin geti þó orðið hægfara fram eftir þessu ári, en síðan fari aðganga betur. Margir fyrirvarar eru þó hafðir á þessu og þó einkum sá, að nauðsynlegt sé að halda við bjartsýni og helzt auka hana. Bjartsýnin sé nauðsynleg til að örva bæði neyzlu og fjárfestingu, en batinn byggist ekki sízt á þessu tvennu. Það er áreiðanlega ekki að ástæðulausu, að hagfræðingar OECD.leggja slíka áherzlu á bjartsýnina. í Vestur-Evrópu virðist nú gæta vaxandi svartsýni og vantrúar á það, að mikill efnahagsbati sé eins nálægur og margir hafa haldið. í FJÓRUM stærstu ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu virð- ist orðið bera öllu meira á svartsýni en bjartsýni. A.m.k. er bjartsýnin ekki hin sama og fyrr á árinu. Þetta gildir t.d. um Vestur- Þýzkaland. Fyrsta ársfjórðung þessa árs jókst hagvöxturinn þar um 0.5% miðað við næstu þrjá mánuði á undan. Hann jókst enn í apríl og fóru hagfræðingar því að spá því að þjóðarframleiðslan myndi aukast um 2 1/2% á árinu. Síðan hefur dregið úr hagvextin- um og nú þykir helzt útlit fyrir að þjóðarframleiðslan muni standa Helmut Schmidt vantrúaður á efnahagsbatann. í stað, miðað við síðastl. ár. Það á mestan þátt í þessu, að dregið hefur úr útflutningi, aðal- lega til meginlandsríkjanna í Evrópu. Það veldur Vestur-Þjóðverj- um ekki minnst áhyggjum, að erlent fjármagn leitar þaðan til Bandaríkjanna vegna hinna háu vaxta þar. Jafnframt dregur úr erlendri fjárfestingu í Vestur- Þýzkalandi. Jafnvel vestur-þýzk stórfyrirtæki fjárfesta nú frekar í Bandaríkjunum en í Vestur- Þýzkalandi. Þetta veldur því, að margir Vestur-Þjóðverjar líta rekstrar- hallann á ríkissjóði Bandaríkj- anna, sem á sinn þátt í háu vóxtunum þar, illu auga. Meðal þeirra er Helmut Schmidt, fyrrverandi kanslari. Hann hefur nýlega látið svo ummælt, að efnahagsbatinn, sem menn hafi átt von á í Vestur- Þýzkalandi, muni verða minni og vara skemur en ætlað hafi verið, nema breyting verði á fjármálastefnunni í Bandaríkj- unum. Að henni óbreyttri muni batinn fjara út á næsta ári. í ræðum vestur-þýzkra stjórn- arsinna gætir nú ekki lengur sömu bjartsýni ogfyrirþingkosn- ingarnar í marz. Þá var sagt, að sigur stjórnarflokkanna myndi örva einkaframtakið og tryggja efnahagsbatann. Þessar spár hafa ekki rætzt. Stjórnin getur orðið tilneydd að grípa til rót- tækari efnahagsaðgerða en hún hefur ætlað sér. Það gæti aukið atvinnuleysið. í Frakklandi glímir ríkis- stjórnin við aukna efnahagserf- iðleika og eru ekki nein bata- merki sýnileg þar, nema síður sé. Þetta getur svo haft þau áhrif, að það dragi úr efnahags- bata í öðrum löndum, ef útflutn- ingurinn til Frakklands dregst saman. Á ítalíu hefur efnahagsbatans ekki gætt, heldur öfugt. Þar hefur framleiðslan dregizt saman eftir að hafa aukizt verulega undanfarin ár. Þar er nú talin þörf róttækra efnahagsaðgerða, bæði til að draga úr verðbólgu og auka atvinnu. Örðugt getur reynzt að samræma þetta hvort tveggja. Hjá Margaret Thatcher í Bretlandi eru heldur ekki talin Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar sjáanleg mikil batamerki. Spáð er auknu atvinnuleysi, en það lciðir til minni cftirspurnar og dregur úr framleiðslunni á þann hátt. Gcngi stcrlingspundsins er haldið háu og örvar það ekki útflutning. Það er hclzt í hinum minni ríkjum Vcstur-Evrópu, sem spáð cr nokkuð öruggum en hóflcgum bata. Þctta gildir t.d. um Danmörku og Holland. EINS OG hér hcfur vcrið rakið, ríkir nú ckki sama bjart- sýni um þróun efnahagsmála í Vcstur-Evrópu og fyrr á árinu. Margir eru farnir aö spá erfiðum vetri, ekki sízt fyrir stjórnmála- mcnn, sem bcra ábyrgð á efna- hagsþróuninni. Við þetta bætist svo, að víða er spáð óróasömu hausti vegna eldflaugamálsins, cf ekki takast samningar milli risaveldanna um takmörkun þcirra. Mótspyrnuhreyfingar hafa að vísu ckki látið mikið á sér bera að undanfórnu, heldur bíða færis, ef á þarf að halda. í Vestur-Þýzkalandi hefur helzt borið á því, að einstakar bæjarstjórnir eða héraðsstjórnir hafa lýst umdæmi sín kjarna- vopnalaus svæði. Þetta á að vísu ekki neina stoð í lögum, en er bersýnilega undirbúningur mót- spyrnu, ef skotpöllum fyrir eld- flaugar verður komið fyrir á viðkomandi landsvæði. Yfirleitt virðist búizt við bæði óvirkri og virkri mótspyrnu, ef til staðsetningar eldflauganna kemur. Vestur-Þýzkaland verð- ur þar í fremstu línu, því að þar verður byrjað á staðsetningu þeirra. Áhyggjur vestur-þýzku stjórn- arinnar má ráða af því, að nýleg heimsókn Genschers utanríkis- ráðherra til Washington hafði fyrst og fremst þann tilgang að fá Reagan forseta til að fallast á fund þeirra Andropovs, þar sem reynt yrði að leiða eldflaugar- málið til lykta. Andropov mun hafa gefið þeim Kohl og Genscher, þegar þeir heimsóttu Moskvu á dögun- um, undir fótinn mcð það, að ekki myndi standa á honum, ef Reagan féllist á slíkan fund. Ríkisstjórnir Hollands og Belg- íu munu reyna að fresta ákvörð- unartöku um staðsetningu eld- flauganna, sem þessum löndum eru ætlaðar, eins lengi og hægt er. Þær vilja fyrst sjá hvernig þessi mál ráðast í Vestur-Þýzka- landi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.