Tíminn - 16.07.1983, Side 8

Tíminn - 16.07.1983, Side 8
8 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgrelðslustjórl: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útiitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstof ur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð i lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Biaðaprent hf. Frelsi með skipulagi ■ Paö er einkenni talsmanna úreltra og misheppnaðra stjórnmálastefna, aö þeir velja þeim ný vörumerki og ný nöfn í von um, að þær verði útgengilegri á þann hátt. Nú heitir kapitalisminn ekki lengur kapitalismi á máli fylgis- manna hans, heldur frjálshyggja eða frjálst markaðskerfi. Á sama hátt kallast marxismi, kommúnismi og sósíalismi ekki lengur þessum nöfnum af fylgismönnum sínum, nema endrum og eins, heldur en notað orðið félagshyggja, þótt það hafi miklu víðtækari og oft aðra merkingu. Þetta undanhald segir sína sögu. Kapitalisminn beið fullkomið skipbrot í heimskreppunni miklu. Síðan hefur yfirleitt verið viðurkennt, að hann væri úrelt stefna og ætti ekki heima í þjóðfélagi, þar sem þegnarnir þurfa að hafa margvíslegt samstarf í stað blindrar samkeppni og þjóðfé- lagið er knúið til að hafa forustu á mörgum sviðum, ef nokkurt réttlæti á að vera í lífskjörunum og jafnvægi í efnahagsmálum. Pað er kjarni kapitalismans, eða frjálsa markaðskerfis- ins, sem hann kallast nú, að hinir svokölluðu sterku einstaklingar eigi að hafa sem takmarkaminnst frelsi og ríkið sem minnsta forustu og minnst afskipti. Afleiðing þessarar stefnu verður ranglát tekju- og eignaskipting, þar sem gróðasjónarmið augnabliksins móta uppbyggingu atvinnulífsins. Ofvöxtur hleypur í þær atvinnugreinar, sem bera sig bezt á hverjum tíma, en samdráttur í hinar, þótt þær séu sízt ónauðsynlegri. Kapitalismanum eða frjálsa markaðskerfinu hefur oft verið lýst þannig, að þar væri um að ræða frelsi, án skipulags. Þar sem lög og skipulag vantar, myndast fyrr en varir ranglæti og óstjórn. Marxisminn (kommúnisminn og sósíalisminn), sem nú er farið að spariklæða með nafngiftinni félagshyggja, hefur beðið svipað skipbrot ogkapitalisminn. Hann leggur megináherzlu á alveldi ríkisins og strangt skipulag. Honum má lýsa sem skipulagi án frelsis. Þar sem hann hefur verið reyndur, hefur skapazt hið mesta ófrelsi og lífskjör eru þar lakari en í löndum með frjálsari stjórnar- hætti. Sé dæmt af reynslu þjóðanna síðustu áratugina, verður niðurstaðan ótvírætt sú, að þeim þjóðum hefur farnazt bezt, sem hafa hafnað bæði kapitalismanum og marxism- anum, en valið sér eins konar meðalveg milli þessara öfga. Segja mætti, að stefna þeirra hafi verið frelsi með' skipulagi. Gleggst dæmi um þetta eru Norðurlönd, þar sem sósíaldemókratar og umbótasinnaðir miðflokkar hafa mótað stjórnarhættina. Þar hefur stefnu hinnar skefja- lausu samkeppni verið hafnað, en heldur ekki horfið til almáttugs ríkisvalds. Reynt hefur verið að tryggja frjálsu framtaki hæfilegt svigrúm, en ríkisvaldinu verið jafnframt beitt til að hafa forustu um jöfnuð og skipulegt stjórnarfar. Hvergi hefur náðst betri árangur, þótt margt standi enn til bóta. Utanríkisnefnd ■ Réttilega hefur verið bent á, að nýju flokkunum hafi ekki verið gefinn kostur á að fylgjast með störfum utanríkisnefndar. í því sambandi er ekki úr vegi að minna á, að á árunum 1974-1978 myndaðist sú venja, að flokkar, sem ekki áttu kjörna fulltrúa í utanríkisnefnd, hefðu þar áheyrnarfull- trúa með málfrelsi, en að sjálfsögðu ekki með atkvæðis- rétti. Pessa tilhögun ætti að taka upp aftur. Eðlilegt er að allir þingflokkar geti fylgzt með störfum utanríkisnefndar og þeim upplýsingum, sem þar eru veittar. Jafnframt geti þeir skýrt þar afstöðu sína. Þ.|». skrifad og skral Undirstaðan ■ í Sæfara, tímariti Sjómannasambands Islands, er viötal við Halldór Ásgrímsson sjá- varútvegsráðherra, sem tekur við embætti sínu á erfiðum tímum þegar mörg vandamál blasa við sjávarútvegi og þar með þjóðarbúskapnum. Hann var spurður hver væru erfiðustu vanda- málin sem við blasa. - Það má nú skipta þessu í marga þætti, sagði Halldór. - Ef við byrjum á byrjuninni þá eru það fiskimiðin, þau eru undirstaða alls hins. Ef ekki veiðist fiskur úr sjó er ekki aðeins öll útgerð og fiskvinnsla búin að vera heldur efna- hagslegt sjálfstæði okkar sem þjóðar. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, þá er það sjá- varútvegurinn sem held- ur þessari þjóð gangandi og það skyldu þeir hafa í huga, sem sífellt eru að -Þegar við færðum landhelgina út í 50 og síðan 200 mflur, þá voru menn bjartsýnir á að við gætum um aldur og ævi verndað okkar fískstofha og hagnýtt þá skynsam- lega, en samt hefur farið svona. Hver er skýring- in? - Það hefur enginn gefið fullnægjandi skýr- ingu á þessu, enda eru þær vafalaust margar. Ef við tökum þorskinn sem dæmi, þá bundu menn mjög miklar vonir við árganginn frá 1976. Fiskifræðingarnir höfðu aldrei séð annað eins af seiðum í sjónum, en það er eins og sá árgangur hafi hreinlega gufað upp að hluta. Hann er að vísu sterkur og sterkasti ár- gangurinn sem vitað er um, en hann er engu að síður miklu veikari en búist var við. Hvað þarna hefur gerst vitum við ekki. Lífsskilyrðin í sjón- um eru vafalítið þáttur í þeirri orsakakeðjú sem að þessu hefur stuðlað, það sést meðal annars á sjávarútvegsráðherra spurður hinnar sígildu spurningar um stærð flotans. -Já, ég held að það sé enginn vafi á að hann er of stór miðað við þær aðstæður sem skapast hafa og enginn gat í raun séð fyrir um. Þar munar langsamlega mestu um hrun loðnustofnsins. Á meðan við gátum mokað henni upp talaði enginn | um of stóran flota. Við það að deila þessum flota I niður á það magn sem ! veiða má af öðrum fisk- ! tegundum hafa skapast vandamál sem vonlaust er að leysa svo öllum líki. Miklar sveiflur í i endurnýjun fiskiskipa- ! stólsinserumjögóheppi- legar. Ekki aðeins vegna : þeirra gífurlegu fjár- i magnssveiflna sem þá verða, heldur einnig , vegna hins að veiðiað- ferðir verða gjarnan úr- eltar og óhagkvæmar með ákveðnu millibili vegna breyttra aðstæðna sjávaraflans sagði Halldór: - Vafalítið er það hægt, en við megum ekki búast við neinum kraftaverkum á því sviði. Fiskmarkaðir eru við- kvæmir og við stöndum þar í mjög harðri sam- keppni. Ég tel að við höfum að mörgu leyti staðið okkur þar vel, en þó hafa nokkrar blikur verið á lofti undanfarið. Þar á ég við þau „slys“ eða hvað menn vilj a kalla það, þegar í ljós hefur komið að framleiðsla okkar hefur verið gölluð. Slíkt má ekki koma fyrir og við verðum að beita öllum tiltækum ráðum til þess að koma í veg fyrir það. Til þess þarf vissu- lega bætt eftirlit en alveg fyrst og fremst að hver einasti maður sem við fiskveiðar og fiskverkun vinnur geri sér grein fyrir hvað í húfi er. Hver ein- asti skemmdur fiskur, sem frá okkur fer á tengdur sjó og sjómennsku. Þessi mynd var tekin er hann ■ Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra hefur ávallt verií var háseti á Frey frá Homafirði og var báturínn þá á reknetum. agnúast út í hann og þá sem hann stunda. Það er því miður greinilegt að fiskstofnar almennt eru í allmikilli lægð. Þorskstofninn, sem er okkur þýðingarmest- ur, er veikari en gert hafði verið ráð fyrir; karfastofninn er að vísu sæmilega sterkur, en hins vegar verður karfinn svo gamall fiskur, ef hann er ofveiddur þá tekur lang- an tíma að ná stofninum aftur upp. Loðnuveiði hefur engin verið undan- farið eins og menn vita, en ég vek athygli á því að þar er um að ræða að hvíla stofninn en ekki að honum hafi verið útrýmt. Það er sem betur fer loðna í sjónum og von- andi getum við senn haf- ið loðnuveiðar að nýju. Sumir fiskstofnar, eins og til dæmis ýsan eru í allgóðu ástandi, en engu að síður verður ástandið á fiskimiðunum að teljast slæmt og þar með afkom- an í sjávarútvegi. því hvað dregið hefur úr vaxtarhraða þorsksins. Ef okkur tekst að veiða um 300 þúsund tonn á þessu ári, eins og að er stefnt, þá hefði sá fjöldi fiska sem við öflum orðið 350-360 þúsund tonn árin 1977-1979 vegna þess hve stærri fiskurinn var þá. Það munar um minna en þetta, bæði fyrir sjávarút- veginn og þjóðarbúið í heild. Sjálfsagt vitum við of lítið um orsakasamband hinna fjölmörgu þátta sem hafa áhrif á lífið í sjónum, lífskeðjunnar þar, og ef til vill erum við of sein til þess að vega og meta aðstæður og bregð- ast rétt við þeim. Þetta eru áleitnar spurningar, sem ég get ekki svarað en vildi gjarna vita svör við. og tækninýjunga. Ég minni í þessu sambandi á skuttogarana. Aðrar þjóðir voru búnar að taka þessa veiðitækni upp langt á undan okkur, vegna þess að hér var stöðnun, svo var nær all- ur togaraflotinn endur- nýjaður á örfáum árum. Svigrúmið til endur- nýjunar flotans er hins vegar sáralítið. Það verð- um við að horfast í augu við, hvort sem okkur lík- ar betur eða verr. Hins vegar má það ekki verða til þess að við hættum að hugsa um framtíðina og hagkvæmustu endur- nýjun flotans. markað, er sprunga í undirstöðu sjávarútvegs og afkomu allrar þjóðar- innar. Ef við missum dýr- mæta markaði erum við að skerða lífsafkomu okkar og afkomenda okkar. Það verða því allir að vinna að veiðum og fiskverkun með því hugarfari, að þeir séu með verðmæti í höfnum, helsti hornsteinn bættra lífskjara. Mesta hagsmunamál okkar á þessu sviði er ef tækist að finna aðferð til þess að geyma fiskinn okkar ferskan og flytja hann þannig á markaði, líkt og til dæmis er gert við ávexti nú. Þá nytu gæði hans sín best. Við vitum að nú er unnið að tilraunum á þessu sviði og með þeim þurfum við að fylgjast mjög náið, og vera tilbúnir að hagnýta 1 okkur ef þær skila ár- — angri. Svigrúm til endurnýjun- ar lítið Síðar í viðtalinu var Helsti horn- steinn bættra lífs- kjara Um að auka verðmæti

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.