Tíminn - 16.07.1983, Blaðsíða 9
LÁÚGARDAGUR 16. JÚLÍ1983
mmm
byggt og búið í gamla daga
367
Þrammað milli þorpa
¦ Einn tveir, einn tveir; það er hart og
slétt undir fæti á dönskum þjóðvegum.
Granít er harðara en blágrýti og endist
betur. Ég er eini gönguskarfurinn, öll
umferð er á hjólum, bílar og hjól hafa
hrakið fótgangandi menn og riddara út
af vegunum. En það er stöðugur straum-
ur bíla, reiðhjóla og alls konar mótor-
hjóla, enda landið sem skapað fyrir
hjólin - flatlendi, aðeins lágar öldur hér
og hvar. Og allt er grænt, kornið bylgjast
í golunni og á túnum eru kýr á beit,
flestar svartskjöldóttar á Jótlandi, en
rauðskjöldóttar eða rauðar á Fjóni og
Sjálandi. Miklu meiri festa í litunum hér
en í íslenska kúastofninum (eða var)?
Það er heitt í veðri 17-25° og þurrt nær
allan júní hér á N.-Jótlandi, en skúra-
leiðingar meiri sunnar í landinu. En allt
á floti í maí og sér þess enn merki í
lægðum, kornið seint á ferðinni. Ein-
staka bóndi er að flytja kýr sínar á nýjan
grasblett rétt við veginn, eða færa til
rafgirðingar og gef ég mig stundum á tal
við hann. Það rymur kannski ólíklega í
honum fyrst, en brátt liðkast um mál-
beinið. Hann er forvitinn að vita hvaða
náungi með Alpafjalla-stráhatt á höfði
hafi tíma og nennu til að labba út á
þjóðvegi íhitasólskini. Af málhreimnum
heyrir hann að ég er ekki úr nágrenninu
og veit ekki hvaðan úr Danmörku.
Þegar ég segist vera frá íslandi, spyr
hann margs, vill vita hvað sé hægt að
rækta þar norður undir pól, hvað kýrnar
mjólki, hvort við etum aðallega fisk og
hvernig í ósköpunum við getum varist
atvinnuleysi í hinni gríðarlegu verð-
bólgu? Það er ofar mannlegum skilningi,
segir hann. Öfundar okkur af vatns-
aflinu og jarðhitanum. Segir tæknina
komna á hátt stig úr því við getum
hagnýtt glóandi hraun, sem grunnt sé á,
til að hita upp heilan kaupstað (Vest-
mannaeyjar). En varla sé nema fyrir
hörkutól að búa á íslandi!
Bóndi bauð mér inn og veitti öl. ÞaT
sat faðir hans, gamall garðyrkumaður,
og reykti pípu mikla, svo langa að
hausihn lá niðri á gólfi; hollensk, köld og
góð sagði hann. Myndir á veggjum
sýndu ættfeður, sama ætt búið hér í
fjóra liðu og sonur minn hef tekur
við, hann er búfræðingur. Ekki sá ég
margar bækur utan búfræðirit, en ýmsa
eigulega muni, m.a. vandaðan borðbún-
að. Mun allvíða til erfðasilfur.
Átthagaf jötur og
mállýskur
Áfram gekk ég 5 km til næsta þorps,
en þar gekk mér tregt að skilja fólkið því
að mállýskan var ónnur. Það er kynlegt
þetta í Danmörku hve mállýskur eru,
eða hafa verið, margar í jafngreiðfæru
landi og oft stutt á milli mállýskusvæð-
anna. Jafnvel munur á mæli manna á
Norðurbrú og Vesturbrú í Kaupmanna-
höfn. Þetta er skiljanlegra, þar sem land
er fjöllótt og ógreitt yfirferðar, t.d. í
Noregi, svo byggðir voru afskekktar.
Sagt er að dönsku þorpin og nágrenni
þeirra hafi öldum saman verið eins
konar „ríki í ríkinu" og búið að sínu út
af fyrir sig að verulegu leyti. Samtök
þurfi einnig gegn óaldarflokkum. Borgir
' lokuðu hliðum sínum á kvöldin á miðöld-
um. í hverju þorpi var prestur, smiður,
kaupmaður, malari, bakari o.s.frv.
Kunnáttumaður var þorpsbúum mikils
virði. Gömlu 600-800 þorpskirkjurnar
voru rammbyggðar, því nær sem virki,
enda standa margar enn. Þar var alloft
birgðageymsla á kirkjuloftinu og stund-
um varðgæsla í turninum. Iðnir ýmsar í
hávegum.
Fræg er sagan um smiðinn og bakar-
ann. Smiðurinn hafði drýgt glæp og
skyldi hengjast, gálgi þegar reistur. En
þá fór að fara um þorpsbúa, duglegan
smið máttu þeir ekki missa fyrir nokkurn
mun. Skotið var á fundi og málið rætt
fram og aftur. Einhvern varð að hengja
til að fullnægja dómnum. O, jæja,
mönnum kom saman um að bakarinn
væri lélegur, nógir gætu komið í hans
stað. Samþykkt að fórna honum, en
sleppa smiðnum! Sennilega er þetta
flökkusaga, óvíst hvaðan hún er komin,
en orðtakið að „hengja bakara fyrir
smið" lifir.
Átthagafjöturinn illræmdi jók mjög
einangrun þorpa og byggðarlaga og
studdi að þróun mállýskanna. Karlmenn
í bændastétt voru skyldaðir til að vera
heima á fæðingarstað sínum (eða fæð-
ingarsveit) og máttu ekki flytja bestu ár
ævi sinnar. Stóð svo til 1788 í Danmörku,
en þá var fjötrinum aflétt við mikinn
fögnuð bændanna.
Skjólbeltum hallar!
Eg gekk mikið úti á hinni stóru ey
Mors á Limafirði. Þar og víðar í Mið- og
Vestur-Jótlandi hallar mörgum skjól-
beltum til austurs undan ríkjandi vestan-
vindi, sem blæs innyfir flatt landið utan
af Norðursjó. Aður fyrr varekki hægt að
rækta hér korn vegna kaldra og rakra
þokudumbungsvinda af hafi. Loks hóf-
ust Danir handa með skjólbeltarækt í
stórum stíl og sjá! loftslagið batnaði
stórum. Mættum við Islendingar af þessu
læra. Ekki þurfa Danir að girða skjól-
beltin, sauðfé er örfátt, nema helst á
sjávaiílæðum, og því er haldið innan
girðinga.
Það andar illu frá
Bretum og Þjóðverjum
Langflest skjólbelti eru úr lauftrjám,
einkum silfurreyni. álmi og þyrni. Þyrni-
gerðin eru snjóhvít af blómum fyrri
hluta sumars.
Rauðgreni hefur einnig verið gróður-
sett í langar raðir til skjóls og í sandhól-
unum á vesturströndinni, einnig fjalla-
fura. Gekk þetta lengi vel. En hin síðari
ár ber á miklum vanþrifum víða í
barrtrjánum. Á Mors t.d. sá ég raðir af
greni, visnu að nokkru og veiklulegu.
Kennt er um brennisteinsmenguðu lofti,
sem vindar bera frá verksmiðjum Bret-
lands og Þýskalands. Vötn í Noregi og
Svíþjóð eru víða að verða súr af sömu
orsökum og fiskar drepast í þeim. Stór-
iðjan hefur sannarlega sínar skuggahlið-
ar.
Litið á bændabýlin
Þau eru allgömul mörg hver, flest
hlaðin úr rauðbrúnum eða gulum tígul-
steini (múrsteini) og eru hin þekkileg-
ustu að sjá, fara prýðilega við umhverfið.
Þökin eru brött og hellulögð oftast
(þakskífur). Jafnan standa býlin í
skógarlundum, enda veitir víða ekki af
skjóli fyrir vestanvindinum. Trén gefa
bæjjnum hlýjan svip. Ég settist oft í
jaðri lundanna eða við skjólbeltin og
virti fyrir mér gróðurinn.
Meðfram vegum er víða allt hvitt af
blómum skógarkerfils, hann hefurslæðst
hingað til lands. Mikið ber á axhnoða-
punti og smára. Víða vaxa nctla og þistill
ásamt kerflinum við vegjaðrana, sums
staðar allt tvinnað eða þrinnað saman af
umfeðmingi. Það er ekki gott „að gjóra
í netlurnar" eins og danskt orðtak segir,
en bast netlunnar er hæft til vefnaðar og
Svíar gera sér netlusúpu og verður gott
af.
Það er fagurt og
f riðsælt í gömlu
sveitakirkjunum
Þegar heitast var, þótti mér göngu-
manninum gott að leita inn í veggþykk-
ar, gluggasmáar og svatar gömlu „Sturl-
ungaaldarkirkjurnar". Þar eru líka lista-
verk að skoða, altaristöflur, prédikun-
í Fröslevkirkju á Mors. Fagur prédikunarstóll frá 1600.
arstólar o.fl. fagurt. Kirkjan hefur sann-
arlega gefið listamönnum fyrri alda mikil
tækifæri, heiður sé henni. Myndin sýnir
prédikunarstól í Fröslevkirkju á Mors.
Anno 1600 stendur á honum. Stóllinn er
með fögrum útskurði, súlum, myndum
og áletrunum. allt í hinum fegurstu
litum. Þeir kunnu handverk sitt í gamla
daga ekki síður en nú.
Bókaútsala í kirkju
í Kaupmannahöfn
í hliðarsölum kirkju heilagsanda við
umferðargötuna miklu Strikið var stór-
merk bókaútsala seint í júní. Þarna var
ógrynni gamalla bóka, arfleifð hcrrasct-
urs eða stofnunar, og allar falar fyrir
sama verð 30 krónur danskar. Þama
voru bækur af öllum stærðum og
gerðum, þykkir níðþungir doðrantar og
smárit, sumar bækur í fögru gömlu
bandi. Margir að sjá, skoða og kaupa.
Úti fyrir hinni miklu kirkju, úti á götunni
var ys og þys, austurlcnskt par lék listir
sínar og áhorfendur köstuðu smápening-
um í hatt á gangstéttinni. Maður stóð á
verði, lögreglan mátti ekki koma að
óvörum! Margt var selt í laumi.
Dönsk þorp eru
snyrtileg
Flcst mjög hreinleg og laus við rusl.
Garðar gróskulegir og vel hirtir, mörg
trc í þeim æði gömul, miklu cldri cn trc
f íslenskum görðum. Milu fleiri Danir
búa í gömlum húsum en íslendingar og
mörg eru þau illa einangruð og hcntuðu
lítt hér á landi, en falleg eru þau.
Stcinsteypuhúsin okkar eru mun kulda-
Íegri útlits. Ekki þarf að óttast jarðskjálfta
í Danmörku. I kirkjugörðum er urmull
legstcina en lág sléttkltppt, sígræn lim-
gerði og sléttklipptir toppar milda
svipinn. Eg kom í mörg þorp á Mors;
þau bera oft sérkennileg nöfn, sem hafa
breyst í tímanna rás og eru sum lítt
skiljanleg lengur. Læt fylgja nokkur
dæmi þorpsnafna á Mors:
Öster-Jölby, Elsö, Vils,
Erslcv, Tödsö, Karly.
Gamlar kirkjur, í cða við skógarlundi,
setja svip á þau öll. Kaupfélagið
(Brugsen) lætur hvarvetna til sín taka.
„Kaupmaðurinn á horninu" á víða í vök
að vcrjast, því að stórverslanir geta selt
ódýrara. Margir bændur eiga erfitt, hafa
sumir aukavinnu í þorpunum. Á Mors
lcita margir þorpsbúar atvinnu í höfuð-
stað cyjarinnar Nyköbing. Bændabýlum
fækkar hcldur og smájarðir er u samein-
aðar.
Geta má þess, að á sumum húsum eru
enn stráþök, hlý og snotur en eldfim.
Sumir láta sctja stráþök á ný sumarhús.
Við sjóinh voru á stöku stað þykk'
þangþök á húsum, t.d. á Hlcsey. Ekki
tíðkast það lengur. Á söku stað hvín í
vængjum vindmyllna, flestra gamalla.
En olían er dýr, svo nýjar vindmyllur
rísa af grunni hcr og hvar.
Ingólfur
Davidsson,
skrifar
Hrossa-
bað
við
Stokks-
ey ri
¦ Hestamanrtafélagið Sieipnir á
Selfossi efnir til svokallaðrar bað-
ferðar til Stokkseyrar og eru þá
hestar reknir eða þeim sundriðið í
sjó fram þeim til hressingar og
þrifnaðar. Sennilega má rekja
þennan sið langt aftur til þess að
óværa sótti í hrossin og tilvalið
þótti að skola hana af í söltum
sjónum. Þótt lúsin sé horfin af
sjónarsviðinu hefur þessi siður
haldist og taka þátt í flestir hesta-
menn á Selfossi og í nágrannasveit-
um.
Tímamynd Sigurður Sigurjónsson
.-¦iíiíS*--
JJJ^2JJL
. ¦; ¦''"'¦'¦ ¦'¦:¦ ¦.: ¦
t ..!¦/¦ ¦ :¦'¦
St^flKÍr U^i i::-r .,:.¦^¦^íiÉBBI^^S