Tíminn - 16.07.1983, Page 11

Tíminn - 16.07.1983, Page 11
10 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ1983 LAUGARDAGUR 16. JÚLÍ1983 11 SÆUIVIKA Stuð(ð(Má'83 16. JÚLÍ LAUGARDAGUR: FLUQDAQUR: Fjölbreytt dagskrá á flugvelli. KriATTSPYRnUKEPPni yngri flokka, bæjarkeppni: Siglufjörður og Sauðár- krókur/ Dalvík og Sauðárkrókur DAHSLEIKUR í Bifröst: flljómsveit Ingimars Eydal. • 17. JÚLÍ SUNNUDAGUR: FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓT—meistarakeppni FRÍ 3ja Deild. ÚTITÓnLEIKAR í Qrænuklauf, þar koma fram hljómsveitirnar: Medium — Tyról - Vonbrigði - Iss og Bubbi Mortens og EQÓ. 18. JÚLÍ MÁNUDAGUR: DAnSKIR ÞJÓÐDAnSAR. ÚTISKÁKMÓT. 19. JÚLÍ MUÐJUDAGUR: nÝR STÓRMARKAÐUR K.S. opnaður við Ártorg. 20. JÚLÍ MIÐVIKUDAGUR: BÓKMEnnTAKVÖLD í Bifröst: Leikfélag Sauðárkróks. 21. JÚLÍ FIMMTUDAGUR: JASSKVÖLD í Bifröst: Jassklúbbur Skagafjarðar. 22. JÚLÍ FÖSTUDAGUR: DAnSLEIKURí Bifröst: Hljómsveit Qeirmundar. 23. JÚLÍ LAUGARDAGUR: QÖnQUDAQUR fjölskyldunnar: ferð að Ingveldarstöðum. Gengið í Qlerhallarvík. BÆJARKEPPni í Sundlauginni: Sauðárkrókur/Borgarnes. QOLFMÓT. QÖTULEIKHÚS: Svart og sykurlaust úr Reykjavík. UnQLinQADAnSLEIKUR í Bifröst: Hljómsveitin TYROL. DAHSLEIKUR í Bifröst: Hljómsveitin Alfa — Beta. 24. JÚLÍ SUINNUDAGUR: UMSS: Unglingamót Skagafjarðar í sundi. FJÖLSKYLDUSÆLA í Grænuklauf. Fjölbreytt dagskrá. 4e ALLA DAGA; ÚTSÝNISFERÐIR um Skagafjarðar- hérað. MÁLVERKASÝNING Jónasar Quðmundssonar BÁTSFERÐIR til Drangeyjar með leiðsögumanni. Farið frá Sauðárkróki. SUMARSÆLUKVÖLD með uppákomum í Sælkerahúsinu ogá Hótel Mælifelli. STANGAVEIÐIMÓT í Sauðárkróksfjöru. MÁNUDAG TIL FÖSTUDAGS kl. 15 til 18 göngugata í Aðalgötu. FRAMLEIÐSLUFYRIRTÆKI til sýnis almenningi kl. 15 til 17. 375 fá frjálsa sölu í Englandi ■ Hvorki meira né minna en 375 knatt- spymumönnum i ensku deildunum hefur verið geRn frjáls sala. Það er u.þ.b. 409 menn á félag. Preslon hefur t.d. sett 18 á frjálsa sölu og Chesterfield „aðeins" 11. Þetta þvðir í raun og veru aðeins það að menn eru látnir fara frá félaginu, þar sem cfnahagsastandið gerir félögunum ekki klcift að hafa mikinn mannskap á launum. Það cr ekki langt síðan menn eins og Dcnis Tueart, Martin Ruehan eða John Uevine, hefðu kostað stórfé, en nú er sagan önnur, þeir hafa verið látnir fjuka. Nú er sem sagl hægt að fá þá úkeypis! Sumir þessara 375 lcikmanna hafa verið svo heppnir að önnur félög hafa tekið við þeim, t.d. George Wood, sem var hjá Arsenal, er kominn til Crystai Palace, John Devine fór til Norwich og John Hollins er aftur kominn til Chelsea. Lítum á nokkra þeirra sem eru ókeypis: Arsenal: John Devine, John Hawley, John Hollins, George Wood. Everton: Alan Ainsow, Trevor Ross, Billy Wriglit. Liverpool: David „Super-Sub“ Fairclough Man. UTD: Maritin Buchan. Norwich: Mike Channon. Tottenham: John Lacy, Richardo Villa. Watford: Ross Jenkins WBA: John Wile West Ham: Jimmy Ncighliour. Biharkeppni FRÍ í 1. og 2. deild. ■ Ómar Torfason og Sigurður Jónsson heyja skallaeinvígi í Laugardalnum í gærkvöldi. MIKH) BRENNT AF — þegar ÍA lagdi Víkinga ad velli 2:1 ■ Setur Kristján met? ■ Það verður nóg um að vera fyrir frjáls- íþróttaf ólk nú um helgina þvi að Bikarkeppni FRÍ bæði í 1. og 2. deiid fer fram um helgina, 16. ng 17. júlí. 2. dcildarkeppnin fer frain á Kópavogsvelli og hefst klukkan 14.00 báða dagana og lykur klukkan 16.00. Verður spennandi að fylgjast með baráttu liðanna um sæti í L.deild. Kemur hón sjálfsagt til að standa helst á milli UMSK, UMSB, HSH og Ármanns. Fjöldi góðra íþróttamanna keppir þarna og m.a. er norskur spjótkastari, Harald Lauritsen sem keppir sem gestur á mótinu. Hefur hann kastað tæpa 85 mctra þannig að um spennandi keppni ætti að geta orðið á milli hans, Einars Vilhjálmssonar og Sigurður Einarssonar. Nú er bara tima- spursmál hvenær Kristján Harðarson setur íslandsmel í langstökki. E.t.v. í Kúpavogin- um nú um helgina, hver veit? Það vcrður líka spennandi keppni í 1. deiidinni því þar eru lið eins og ÍR og KR með allar sínar skærustu stjörnur, og hin liðin náttúrulega líka. Keppnin í þcirri fyrstu hefst ekki fyrr en klukkan 16.30 liáða dagana, þannig að æstustu frjálsíþróttafrík ættu að geta farið á báðar keppnirnar. ÞOR VIÐ HUD KR Þór vann KR 2:0 á Akureyri ■ Klukkan 20 í gærkvöldi flautaði Þorvarður Björnsson til leiks jafn- tefliskónga 1. deildar, KR-inga, og heimavarnarliðs Þórs. Öll skilyrði voru hin ákjósanlegustu, 16 stiga hiti og grasið gott. Fjölmargir áhorfend- ur voru mættir til leiks - allir til að sjá góða kanttspyrnu og auðvitað flestir til að sjá Þór bæta við sig tveimur stigum og komast þannig upp við hlið KR-inga. í fyrri hálfleik brá oft fyrir skemmtilegum tilþrifum hjá báðum liðum sem sköpuðu sér færi á víxl og lengst af hálfleiksins var jafnræði með liðunum. Markverðirnir áttu þó tiltölulega auðvelt með þau skot sem á markið komu. Á 35. mín. dró til tíðinda, þegar dæmd var aukaspyrna á KR við vítateigslínu. Guðjón Guðmundsson gerði sér lítið fyrir og skrúfaði boltann beint í möskvana. KR-ingar komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og voru heldur frískari framan af, án þess þeim tækist að jafna metin. Þórsarar áttu fyrsta hættulega færið þegar Þorsteinn markvörður spyrnti langt fram og Halldór Áskelsson átti þrumuskot sem fór naumlega framhjá. Tveimur mínútum síðar, á 22. mín., braust Helgi Bentsson gegnum KR-vörnina og lék á markmanninn, en Sigurður Indriðason varði skot Helga með hendi. Guðjón Guðmundsson stillti boltanum upp á vítapunkti, hljóp að og skaut í hornið sem markmaðurinn fór ekki í. Annað mark Guðjóns og Þórs var staðreynd og eftir þetta settu KR-ingar meiri baráttu f leik- inn, þannig að hann einkenndist eftir þetta meira af stöðubaráttu á kostnað léttleikans. Eftir því sem veðrið batnaði minnkuðu gæði knattspyrnunnar og KR-ingar gerðu örvæntingarfullar til- raunir til að jafna metin. Mörkin létu á sér standa, en engu að síður bauð ’ leikurinn upp á mörg skemmtileg augnablik. Oft skall hurð nærri hæl- um beggja vegna en herslumuninn vantaði. Þórsarar gerðu sig greinilega ánægða með gang mála og KR-ingar geta huggað sig við það að þeir eru enn með í toppbaráttunni eins og reyndar öll önnur lið deildarinnar, svo jöfn er staðan nú sem fyrr. Segja má að Þórsarar hafi verð- skuldað þennan sigur, bæði ef litið er á gang þessa leiks og ekki síður þegar litið er til þess hvernig þeim hefur vegnað í mótinu, án þess að uppskera alltaf stig í samræmi við það. Lið Þórs var jafnt og e.t.v. ekki ástæða til að nefna einn öðrum fremur en þó ber að minnast góðrar frammistöðu Jónasar Róbertssonar, bakvarðar. Sæbjörn og Ottó voru bestir KR-inga og kom það á óvart að Sæbirni skyldi skipt útaf í seinni hálfleik. Tvö gul spjöld sáust. Sigurð- ur Indriðason var áminntur fyrir ítrekuð brot á Helga Bentssyni og Þorsteinn Ólafsson fékk hitt fyrir að segja dómaranum til. Hann vildi fá .betra næði fyrir sóknarmönnum til að taka útspörk. íþróttir Leikir helgarinnar Laugardagur 16. júlí: 1, deild Vestmannaeyjavöllur ÍBV-ÍBK kl. 14.00 2. deild Garðsröllur Víðir-Einherji kl. 14.00 2. dcild Siglóvöllur KS-Fram 14.00 Sunnudagur 15. júli: 1. deild Laugardalur Þrúttur-ÍBÍ kl. 14.00 1. deild Kópavogur Brciðabl-Valur kl. 20.00 2. deild Sandgerði Reynir-Njarðvík kl. 20.00 2. dcild Laugardalur Fylkir-KA kl. 20.00 Frægustu lið Afríkunnar ■ Já hvernig væri nú að kíkja á hin slórfrægu lið í a frísku knattspyrnunni. Tvö helstu knattspyrnuliðin ■ Zambíu og þau sem flesta titlana hafa unnið eru N'kana Red Devils og Power Dypamos, en í síðarnefnda liðinu eru tveir skemmtilegustu framherjar Zambíu, þeir Alex Chola og Pétur Kaumba. Tanzaníubúar hafa skemmtilegum liðum á að skipa eins og til dæmis Young Africans og Simba, en i Shnbaerafarleikinn tengiliður að nafni Ramadhani og senterinn Mogclla. Stetla er besta lið Fflabeinsstrandarinnar, mjög létt og hresst lið. Og þá er eftir aðalliðið, Vita, frá Zaire. Senterinn Mul- amba og miðvallarspilarinn Kibongc Mafu og vinur hans Ntumba Kulala eru allir fastir landsliösmenn i liöi Zaire-búa. Þá vitiði það! ■ Þau voru ótrúlega mörg dauðafærin sem fóru forgörðum í leik Víkings og ÍA, en þeim lcik lauk með sigri IA á meisturum Víkings 2-1. Strax á 9. mínútu opnuðu Skagamenn markareikning sinn með góðu marki Harðar Jóhannessonar. Hörður fékk boltann frá Sigþóri Ómarssyni inn í miðjan vítateig Víkinganna, Hörður lagði hann vel fyrir sig og skaut góðu skoti út í bláhornið, óverjandi fyrir Ögmund í marki Víkings. Skagamenn tóku nú leikinn í sínar hendur, voru mun ákveðnari og sóknar- Ieikur þeirra var beittari en sóknarleikur Víkinganna, sem ávallt endaði á sterkum varnarmúr Skagamanna. Sést þetta best á því að Víkingar áttu aðeins tvö umtals- verð skot á mark Skagamanna í fyrri hálfleik, bæði langskot. Á 18. mínútu áttu Skagamenn dauðafæri, en Hörður Jóhannesson stóð fyrir opnu marki eftir góða fyrirgjöf Guðjóns utan af hægri kanti, en brenndi af. Á 27. mínútu skoraði átrúnaðargoð þeirra Skagamanna, Sigurður Jónsson alveg sérstaklega glæsilegt mark. Sigurð- ur fékk boltann á vítateig og sneri þá baki í mark Víkinga, Sigurði tókst að snúa sér við og tók 2-3 „búkhreyfingar", lagði boltann fyrir sig og setti hann pent í hægra hornið, glæsilegt mark. Skagamenn héldu yfirburðum sínum áfram fyrstu mínútur síðari hálfleiks og á 5. mínútu fékk Sveinbjömlanganstungu- bolta frá Herði, sem skaut góðu skoti en Ögmundur varði vel. Á 12. mínútu var Ögmundur aftur vel á verði er hann varði gott skot Sveinbjarnar. Víkingar fóm nú að koma smátt og smátt meira inri í leikinn og á 15. mínútu fá Víkingar vítaspyrnu eftir að Óskar Tómasson var felldur innan vítateigs lA. Ómar Torfason var ekki í miklum vand- ræðum með að framkvæma hana á réttan hátt, og minnka muninn í 2-1. Þetta var greinilega það sem Víkingar þurftu, þeir sóttu nú látlaust og áttu hvert dauðafærið á fætur öðm, en það var eins og þeir ættu auðveldara með að hitta allt annað en á milli stanga Skagamanna. Síðustu 20 mínúturnar áttu Vtkingar í það minnsta fimm kjörin færi á að jafna, en allt kom fyrir ekki. Bestu menn Víkinga voru þeir Ög- mundur Kristinsson og Heimir Karlsson sem átti mjög góðan leik. Þeir Svein- björn, Sigurður J., og Guðbjörn Tryggvason vom sterkastir annars nokk- uð jafnra Skagamanna. Þ.S. RflUÐfl TORGH) EKTA HUNANG CRANBERRY SULTA GRÆNAR BAUNIR LINGONBERRY SULTA JARÐARBERJA SULTA RUSSNESKAR VÖRUR Sýning íbúða íbúðir í 3. byggingaráfanga Stjórnar verkamannabústaða við Eiðs- granda, verða til sýnis laugardaginn 16. og sunnudaginn 17. júlí 1983 frá kl. 14-22 báða dagana. Sýningaríbúðir eru að Öldugranda 1, 1. hœð.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.