Tíminn - 16.07.1983, Síða 12

Tíminn - 16.07.1983, Síða 12
o * I • * ‘ # heimilistíminn umsjón B.St. og K.L. ■ Hausinn er skorinn af og soðinn með laxinum í skúffunni. ■ Roðinu er iyft og flett varlega af, en hausstykkið sett á fatið til skrauts með fiskinum. Hálf ólífa sett yfir augað. ■ Laxinn skreyttur með örþunnum agúrkusneiðum og soðhlaupið sett yfir með skeið. ■ Hægt er að skera stykki handa hverjum af efri hluta laxins, og taka svo hryggbeinið úr, eins og sést á hinni myndinni, og skera síðan eins neðri flakið sem eftir er. Kaldur lax í ,rspariklæðum“ ■ „Lax, lax, lax, - og aftur lax“ hefur heyrst sungið, og nú eru veiði- menn enn að spreyta sig við árnar. Ef svo skyldi fara, að lax biti á, er alveg tilvalið að bjóða til veislu, og klæða laxinn líka í „sparigallann“. 4-5 punda lax er nægilegur til þess að sjóða í ofnskúffu og bcra fram í hcilu lagi. Það er haegt að framreiða hann heitan með nýjum góðum kartöflum og smjöri, en hér sjáum við hvcrnig laxinn er borinn fram kaldur og í „spariklæð- um“. Það er ekki svo mikill vandi að líkja eftir matrciðslumanninum, sem bar þcnnan lax fram skrcyttan á gheru fati, cf vel tekst til með suðuna, að hún vcrði ekki of mikil. Við skulum hér á eftir fara yfir hvernig farið var að því að matreiða þennan glæsilega lax! 1. Fyrst er auðvitað að hreinsa fiskinn. Ef ekki hefur verið farið innan í hann, er byrjað á því aö slægja laxinn og hreinsa. Salti cr nuddað inn með hryggnum, til þess að fjarlægja blóð sem eftir kann að vera. Skerið fyrir tálknun- um rétt aftan við hausinn, og náið þeini út annað hvort mcð fiskskærum, eða kippt þcim úr hausnum. Nú skuluð þið vigta fiskinn og reikna út suðutímann eftir vigtinni. 2. Áður en þið fóruð að gcra laxinn til var gott að útbúa löginn sem skal sjóða hann í. Það er gert á þessa leið: Afhýðið I lauk og skerið í 4 parta. Skerið sellerístöng í snciðar. Setjið í pott 1 lítra af vatni, 3 lárviðarlauf, 1 matskeið sítrónusafa og setjið þar út í sclleríið og laukinn. Þetta er látið krauma við lítinn hita í 30 mín. 3. Skerið hausinn af fiskinum (því annars kemst hann varla fyrir í skúff- unni) en sjóðið hánn með til að setja hann á fiskfatið. Gott er að brjóta saman ræmur af álpappír og setja undir laxinn, svo léttara verði að færa hann til á fatið á eftir. Setjið nú löginn yfir og lokið skúffunni nteð álpappír. Hitinn á ofnin- um á að vera 180 gr. C (hitið ofninn fyrir fram) og reiknið svo tæpar 10 mín. suöutíma á hvert pund. Fjögurra punda lax þarf því rúmlega hálftíma til 40 mín. suðu. 4. Reynið að ná roðinu af eins og sýnt er á myndinni. Lyftið roðinu og rífið það varlega frá. Ef fiskurinn er mjög feitur, þá er vanalcga brún fituskán undir roðinu, og fallegra er að skafa hana lauslega burt, svo laxinn verði fallegri á litinn. Snúið nú fiskinum við og náið roðinu eins hinum megin. 5. Búið tjl soðhlaup úr svosem hílfum pakka af Toro-fiskhlaupi (ljósu). Sneið- ið niður ágúrku í næfurþunnar sneiðar og raðið þeim á laxinn, eins og myndin sýnir. Þegar soðhlaupið er að verða kalt og þykkt á að ausa því með skeið yfir kaldann laxinn, svo það myndi glæra húð yfir hann. Látið nú fatið standa í kulda svo hlaupið verði vel stíft. Borið fram með grænmeti, svo sem tómötum og agúrkum o.fl. og majonesi. ■ Laxinn er glæsilegur, framborinn á kristalfati eða silfurbakka. ■ Nú á miðju sumri sendir Mjólkur- samsalan í Reykjavík frá sér nýjar teg- undir af köldum sósum. Sósurnar eru búnar til úr sýrðum rjóma og krydd- blöndu. Tvær tegundir verða á markaðn- um til að byrja nteð, „þúsund-eyjasósa" og „gúrkusósa". Báðar tegundirnar bragðast vcl með kjöti, fiski, kartöflum og hráu grænmcti. Einnig eru þær mjög góðar með öllum glóðarsteiktum réttum. Sósurnar innihalda fáar hitaeiningar eða 27 h.e. í einni matskeið. Þær eru seldar í plastdósum með smelltu loki og tekur hver dós 2 dl. Á lok hverrar dósar eru stimplaður pökkunardagur og síðasti söludagur. Vilji neytandinn nota sósuna í þynnra formi má hræra hana út með súrmjólk. Hér eru nokkrar tillögur varðandi notkun á þessum nýju sósum. Þúsund-eyjasósa er sérlega góð með grilluðum kjúklingum. frönskum kart- öflum og hrásalati. Einnig með steiktum fiski, rifnum gulrótum og hvítkáli og soðnum kartöflum. Með nautasteik, bökuðum kartöflum og soðnu grænmeti er gott að hafa þúsund-eyjasósuna. Gúrkusósan er góð með öllum fyrr- nefndum réttum líkt og þúsund-eyjasós- an, en á sérlega vel við glóðarsteiktan Tvær nýjar sós ur frá Mjólkur- samsölunni ■ Nýju sósurnar frá MR fisk með agúrkum, tómötum og soðnum kartöflum. Sömuleiðis glóðarsteikt lambarif, marineruð, bakaðar kartöflur,. grænmetissalat. Líka er gott að hafa SÉ* gúrkusósu með glóðuðum pylsum. Báðar sósurnar eru hið prýðilegasta „dipp" fyrir kartöfluflögur, saltstengur og annað slíkt snarl.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.