Tíminn - 19.07.1983, Side 1

Tíminn - 19.07.1983, Side 1
Allt um íþróttir helgarinnar — bls. 9 til 12 FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! Þriðjudagur 19. júlí 1983 164.tölublað-67. árgangur Stðumúla 15—Pósthólf 370Reykjavík-Ritstjórn86300—Augiýsingar 18300— Afgreiðsla og áskrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306 Gæðamat á togaraþorski gífurlega misjafnt síðustu vertlð: KARLSEFNI FÉKK AÐEINS 35% AFLA METK) í FYRSTA FLOKK — á meðan þeir bestu fengu 96% metið í fyrsta flokk ■ Gæðamat á togaraþorski reyndist gífurlega misjafnt á síð- ustu vetrarvertíð. Fengu þeir allt frá 96,1% metið í fyrsta flokk, niður í 35,2%, samkvæmt skýrslu sem afhent var á blaða- mannafundi hjá Fiskifélagi ís- lands í gær. Besta matið fékk Rauðinúpur frá Raufarhöfn, 96,1%, en það lakasta Reykjavíkurtogarinn Karlsefni, 35,2%. Aðeins sex togarar fá minna en 70% þorsk- aflans metið í fyrsta flokk: Arin- björn RE með 62,2%, Bjarni Benediktsson 59,4%, Haförn GK 57,8, Aðalvík KE_57%, Ögri RE 38,3% og Karlsefni, sem áður getur. 37 togarar fá yfir 90% þorskaflans í fyrsta flokk. Mat hjá botnvörpubátum var einnig mjög misjafnt, eða allt frá 99,6% í fyrsta flokk niður í 38,3. Sjö bátar fá undir 70% í fyrsta flokk: Sjávarborg GK,Lyngey SF, Júpiter RE, Haukafell SF, Sigurður Þorleifs- son GK, Hafnarey SF og Ingólf- ur GK, sem var lang lægstur, 12,2% fyrir neðan þann næsta. 21 bátur fékk yfir 90% í fyrsta flokk. Netabátar, sem að jafnaði fengu mun lélegra mat en bátar sem réru með önnur veiðafæri, fengu að meðaltali rúmlega 70% í fyrsta flokk, ef frá eru taldir þeir bátar sem leggja upp í vinnslustöðvum þar sem ekkert mat fer fram, en í þeim fer oftast allur aflinn í fyrsta flokk. Á blaðamannafundinum kom fram að minna af þorski fer nú í fyrsta flokk en fyrir nokkrum árum; hvort sem því valda, meiri kröfur eða lélegri fiskur. Þorskafli, annar en togaraþorsk- ur, fær mjög misjafnt mat eftir- verstöðvum. í mörgum verstöðv- um fór yfir 90% í fyrsta flokk, en í einum 8 fór minna en 60% í fyrsta flokk. í þeim hópi eru Grindavík, Keflavík, Reykjavík og Höfn í Hornafirði. Þorsteinn Gíslason, fiskimála- stjóri, telur líklegt að matskröfur séu misjafnar eftir verstöðvum. -Sjó ■ Slökkviliðið berst við eldinn í þurrkklefanum, en eigendur Rörsteypunnar töldu nokkuð Ijóst að leitt hefði út með rafmagnsblás- urum í þurrkklefanum, þar sem milliveggir voru þurrkaðir, og það orsakað eldsvoðann. Tímamyndir:Ari ■ Hilmar Guðjónsson fyrrverandi aðaleigandi Rörsteypunnar og núverandi hluthafi og aðaleigandi Rörsteypunnar Ólafúr Björnsson fylgjast með starfi slökkviliðsins í gærkveldi. ¥ íss ;■*: , i/S ixj' f #***»£* t jnl * * tvlli f !S” ELDSVOÐII RÖRSTEYPU I KOPAVOGI ■ „Það bendir allt til þess að sjálfvirku rafmagnsblásaramir, sem eiga að fara í gang kl. 20 á kvöldin hafi gefið sig, leitt hafi út, eða „átómatið“ hreinlega klikkað,“ sagði Ólafur Bjömsson, einn aðaleigandi Byggingarfélagsins Óss, sem á Rörsteypuna við Fífuhvamms- veg, í samtali við Tímann við Rörsteypuna í gærkveldi, en seint á tíunda tímanum í gær- kveldi var slökkviliðið í Reykja- vík kvatt að Rörsteypunni vegna elds sem kom upp í þurrkklefa fyrirtækisins. Þegar Tímamenn bar að garði, laust upp úr kl. 22 logaði eldur glatt í þurrkklefanum, sem er hliðarbygging við bygginguna. „Við reynum að halda eldinum frá aðalbyggingunni,11 sagði Rúnar Bjarnason slökkviliðs- stjóri sem stjórnaði aðgerðum slökkviliðsins á staðnum, „en mér virðist sem hann hafi eitt- hvað náð til þaksins á bygging- unni.“ Er Tíminn spurði Ólaf um hversu miklu tjóni hann teldi fyrirtækið hafa orðið fyrir, sagði hann: „Við sjáum ekki enn hve mikið tjónið er, enda er maður ekki í stuði til þess að áætla tölur, þegar maður horfir á fyrirtækið sitt brenna. Ef til vill verður stærsta tjónið það, að framleiðsla stöðvast, en það ger- ir hún ef þetta fer að einhverju ráði í aðalbygginguna. Hérvinna á milli 18 og 20 manns, og við gætum sjálfsagt komið upp svona húsi á 2 til 3 vikum, en ef rafmagnið, sem er reyndar ný- endurbætt, er allt í ólagi eftir þetta, þá tekur það mun lengri tíma að koma framleiðslunni í gang á nýjan leik. Hér fyrir innan er t.a.m. gufuþurrkklefi, þar sem mjög dýrmæt tæki eru, og ef þau laskast eitthvað eða alveg, þá er tjónið miklum mun meira en það verður ef eldurinn breiðist ekki meira út. Og ef hann kemst í aðalbygginguna þá förum við þar ekki inn aftur.“ Tíminn hitti einnig einn hlut- hafa Rörsteypunnar, Hilmar Guðjónsson að máli, en hann var einmitt aðaleigandi hennar 1964, þegar gífurlega mikill bruni varð í sama fyrirtæki. „Þetta er nú ekki mikið, miðað við brunann sem varð þá,“ sagði Hilmar, „sem betur fer, en nóg er það samt.“ Á tólfta tímanum í gærkveldi hafði slökkviliðinu tekist að ráða niðurlögum eldsins, en þó logaði enn í glæðum víðs vegar, svo áfram var unnið við slökkvistarf- ið og auk þess voru slökkviliðs- menn á vakt við Rörsteypuna í alla nótt. - AB

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.