Tíminn - 19.07.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.07.1983, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚLÍ1983 IN ÞEIRRA! Mickey Rooney: „Ég var 14 ára strákur — i 30 ár“. Katharine Hepburn: „Stundum velti ég þvi fyrir mér, hvort það yfirleitt sé rétt að kona og maður búi saman. Ef til vill væri það betra, að þau byggju bara i sömu götu og kæmu öðru hverju í heim- sókn“. Dolly Parton: „Ég hef aldrei troðið á öðrum tii þess að koma mér áfram. Frægðin er ekki þess virði“. Lee Marvin: „Ég er ákveðinn í því að reyna að eyða öllum minum peningum áður en ég dey, svo það verði þá ekkert eftir til að rífast um“. Angie Dickinson: „Þegar maður hefur komist yf ir það áfall að gera sér grein fyrir þvi að vera mið- aldra, — þá kemur annað „sjokkið", sem sagt, maður held- ur stöðugt áfram að eldast!" Stuðmanna og forvitnuðumst fyrst um bókina. Hún hefur verið lengi í deigl- unni hjá okkur en meginuppi- staðan er lög sem við höfum samið, bæði þau sem útgefin hafa verið og ekki. Þetta er því fyrst og fremst nótnabók sem fólk getur gripið í á gítarinn eða píanóið heima hjá sér“ sagði Egill. Hann sagði einnig að í bókinni yrðu mikið af myndum af þeim félögum enda fjöldi þeirra til víða, bæði Ijósmyndir og teikn- ingar auk þess sem matarupp- skriftir væri að finna í henni. Mataruppskriftir? „Já það eru að minnsta kosti þrír „gúrmeiar" í hljómsveitinni, Valgeir er einn, Tómas náttúr- lega alveg par exelance og svo Jakob sem mest hefur gert af því að prófa ýmsan exótískan mat. Tómas og Valgeir verða aftur á móti með ýmsar upp- skriftir frá sjálfum sér“ sagði Egill. Fyrir utan uppskriftirnar verða svo í bókinni smásögur frá hverjum og einum ...“ bæði úr bransanum og víðar“ ...svona litlir hlutirsem hafa komið uppá. Hvað kvikmyndina varðaði vildi Egill sem minnst tjá sig um innihald hennar. Verður þetta önnur dans- og söngvamynd? „Það er ekki gefið upp heldur, Þetta er bara önnur myndin sem við gerum og við komum til með að standa að henni allir eins og hinni, hinsvegar er ekki komið á hreint hver leikstýrir" sagði hann. Svona í lokin má geta þess að út er komin ný plata með Stuð- mönnum og kalla þeir hana Gráa fiðringinn. Er blaðamaður lét þau orð falla að þeir væru nú allir á „góðum" aldri fyrir nafnið vildi Egil ekki meina það .......ekki ennþá en vissulega líður að því“... - FRI erlent yfirlit ■ INNAN eins og hálfs árs eiga að fara fram þingkosningar í Indlandi. Andstæðingar Indiru Gandhi eru þegar farnir að undirbúa þær og hyggjast nú grípa til sama ráðs og fyrir þing- kosningarnar 1977, þegar þeir mynduðu eina allsherjarfylkingu og unnu glæsilegan sigur. Þeim helzt hins vegar illa á sigrinum. Innan eins og hálfs árs var stjórn þeirra sprungin vegna ósamkomulags. í janúar 1980 varð að efna til þingkosninga vegna ósamkomulags stjórnar- flokkanna. Þá vann hinn nýi Kongress flokkur Indiru mikinn sigur og fékk öflugan meirihluta á þingi. Þrátt fyrir þennan sigur fékk flokkur Indiru ekki nema 42.7% greiddra atkvæða. Sigur Indiru var, líkt og sigur Thatchers nú, byggður á því, að andstæðing- arnir voru sundraðir og kosn- ingafyrirkomulagið (einmenn- ingskjördæmi) var henni hagstætt. Þegar Indira vann mestan sigur sinn, en það var í þingkosn- ingunum 1971, fékk flokkur hennar ekki nema 43.7% greiddra atkvæða. Andstæðingar Indiru draga þá ályktun af þessum tölum, að þeir geti sigrað Indiru nú eins og 1977, ef þeir standa saman. Það ■ Chandra Shekhar leggur blómsveig á minnismerki Gandhis að lokinni gönguferðinni, en Gandhi fór eitt sinn í 200 mílna göngu til að mótmæla skattlagningu Breta. Andstæðingar Indiru eru að undirbúa samfylkingu Formaður Janataflokksins lýkur langri mótmælagöngu ■ Desai. er hins vegar auðveldara sagt en gert. í Indlandi skipta stjórnmála- flokkarnir mörgum tugum. Meiri hluti þeirra er staðbundinn við ákveðin fylki. Til viðbótar koma svo smáflokkar, sem hafa ýms sérsjónarmið, sem ekki eru stað- bundin. Aðeins örfáir flokkar geta talizt flokkar á landsvísu, þ.e. þeir hafa fylgi víðs vegar um landið. EINN þessara flokka er Jan- ataflokkurinn, en hann var aðal- kjarninn íkosningabandalaginu, sem sigraði Indiru í kosningun- um 1977. Flokkurinn var laus í reipunum og forustu hans mis- tókst bæði að halda ríkisstjórn- inni saman og flokknum sjálfum vegna ólíkra sjónarmiða innan hans. Hann beið því stórfelldan ósigur í kosningunum 1980. Foringjar hans eru samt ekki af baki dottnir og búa sig undir það að reyna að sameina and- stæðinga Indiru. Til þess að vekja athygli á flokknum, hefur formaður hans Chandra Shekhar, nýlega lokið mikilli gönguferð, sem hefur reynzt honum veruleg auglýsing. Hinn 6. janúar síðastliðinn hóf hann göngu frá syðsta odda Indlands og var ferðinni heitið um nær endilangt Indland eða til Nýju Delhi. Þangað kom hann nokkru fyrir síðustu mánaðamót og var þá búinn að ganga um 2700 mílna vegalengd. Shekhar kom víða við á leið- inni og hélt fundi bæði í borgum og þorpum. Oftast var honum vel tekið og margir urðu til þess að fylgja honum á leið eða að koma á móti honum. Áreiðan- lega er Shekhar þekktari eftir þessa göngu en áður. í ræðum þeim, sem Shekhar flutti í ferðalaginu, deildi hann hart á Indiru og stjórn hennar. Hann lýsti sjálfum sér sem hæg- fara sósíalista, sem setti lýðræði og jöfnun lífskjara í öndvegi. Jafnframt hvatti hann til meira framtaks, menntunar og vinnu. Enn er ekki talið ljóst, hvort Shekhar muni hafa árangur sem erfiði. Hann er ekki mikill ræðu- garpur. Það sópar ekki af honum sem miklum foringja, en hann er talinn seigur og traustur. Shekhar hefur verið foringi Janataflokksins síðan -1977. Áður hafði hann verið fylgismað- ur Indiru, en vegir þeirra skildu 1969, þegar Indira klauf Kon- gress flokkinn í fyrra sinn. Shekhar var 56 ára og hefur átt sæti á þingi í 21 ár. Annar foringi Janataflokksins hefur vakið nokkra athygli ný- lega. Það er hinn 87 ára gamli öldungur, Morarji R. Desai, sem var forsætisráðherra Indlands á árunum 1977-1979, þegar Jan- atabandalagið fór með völd. í bók (The Price of Power), sem nýlega kom út í Bandaríkj- unum eftir einn af fyrrverandi blaðamönnum New York Times, Seymour Heersh, er því haldið fram, að margir erlendir stjórn- málaleiðtogar hafi þegið mútur af bandarísku leyniþjónustunni CIA. Allmargir menn eru nafn- greindir í þessu sambandi og er Desai einn þeirra. Desai hefur brugðizt hart við þessari ásökun og látið höfða mál gegn bókarhöfundinum og krafizt 5 milljóna dollara skaða- bóta. Desai er enn sæmilega hraust- ur, þrátt fyrir aldurinn. Hann fer venjulega á fætur klukkan fjögur á morgnana og byrjar þá að spinna á rokk að hætti Gandhis. Hann neytir eingöngu ávaxta, grænmetis og mjólkur, og fastar hálfsmánaðarlega. Hann hyggst taka þátt í kosningabaráttunni, sem er framundan, ef heilsa og líf endist. Margir eru þeir Ind- verjar, sem líta á Desai sem einn helzta leiðtogann í sjálfstæðis- baráttunni. Desai lauk háskólaprófi 1918 og gekk þá í þjónustu Breta. Hann hætti störfum hjá þeim að tólf árum liðnum og helgaði sig alveg sjálfstæðisbaráttunni. Fimm sinnum settu Bretar hann í fangelsi og var hann samtals sjö ár í fangelsi. Þegar Bretar slök- uðu á klónni, hófst Desai fljótt til valda og var um skeið forsætis- ráðherra í Bombay-fylkinu. Hann hlaut sæti í ríkisstjórn Nehrus eftir að Indland varð I sjálfstætt og var varaforsætisráð- herra í fyrstu ríkisstjóm Indiru. Leiðir þeirra skildu, þegar Kongressflokkurinn klofnaði 1969. EINS OG áður segir, er það nú draumur foringja Janata- flokksins að sameina andstæð- inga Indiru fyrir næstu kosning- ar, sem verða í síðasta lagi í janúar 1985. Fleiri stjórnmálaleiðtogar Ind- lands stefna að þessu sama.. Meðal þeirra er kvikmyndastjór- inn Rama Roa, en flokkur hans sigraði glæsilega í fylkiskosning- unum í Andhra Pradesh á síðastl. vetri, og þótti það mikið áfall fyrir Indiru. Rama Roa boðaði nýlega til ráðstefnu fjór- tán flokka og munu þeir ræða áfram um samstarf. Leiðtogi sósíaldemókrata, Nandan Bahugana, boðaði ný- lega til ráðstefnu sautján flokka til þess að ræða um samstarf. Það virðist ekki skorta áhuga á því að flokkarnir sameinist gegn Indiru. Þeir eru sammála að deila á stjórn hennar fyrir spillingu, en þegar að því kemur að sameinast um stefnuskrá, eykst vandinn. Þórarinn LJj Þórarinsson, ritstjóri, skrifar mi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.