Tíminn - 19.07.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.07.1983, Blaðsíða 9
Séra Kolbeinn Þorleifsson: Lúther og glíma hans við Horna-Móises ■ f helgri bók er einu sinni frá því sagt, að maður að nafni Móses hafi lagt leið sína upp á fjall nokkurt suður í löndum til að tala við guð sinn. Pað hefur síðan farið ólíkum sögum af því, hvaða áhrif þetta samtal hafði á sköpulag mannsins. Mikill lærimeistari kristninnar á fyrri tíð fann það út, að Móses hafði verið hyrndur, þegar hann kom niður af hinu helga fjalli. Auðvitað hefði þessi ágæti lærdómsmaður mátt eiga þessa skoðun fyrir sig, og hann hefði verið látinn í friði með það í nútímanum, eins og hver annar sérvitringur, og það hefði farið betur, að svo hefði farið fyrr á tímum. En það var nú ekki svo vel. Þessi undarlega sérviska varð að hinum viður- kennda biblíutexta rómversk- kaþólsku kirkjunnar og svo langt gekk þessi sérviska að mesti höggmyndari allra alda, Michelangelo, skreytti gröf páfa síns í Péturskirkjunni í Róm með sjálf- um „Horna-Móisesi“ og er sú mynd fræg um allan hinn kristna heim og skreytti meðal annars þá mannkynssögu - kennslubók, sem ég lærði sem krakki. Tíminn leið, og upp rann árið 1682. Þá var reistur prédikunarstóll í einu afskekktasta prestakalli í Guðskristn- inni. Það var á Hólmum í Reyðarfirði. Prédikunarstóllinn var smíðaður af ein- hverjum ónefndum snikkara úti í Kaup- mannahöfn, sem líka var fenginn til að mála stólinn af miklum listrænum van- efnum. Myndefnin voru Marteinn Lúther, Móses, Frelsari heimsins og Jóhannes postuli. En þrátt fyrir sín listrænu vanefni, þá málaði þessi danski snikkari Móse hornalausan. Að hugsa sér. Sóknarbörnin í þessari afskekktu byggð kristninnar fengu næstu 230 árin að hafa hornlausan Móse fyrir augunum, málaðan af snikkara með takmarkaðan listasmekk, meðan rómversk-kaþólskir menn gátu horft á sinn Horna-Móise gerðan af meistarahöndum á sjálfu höf- uðbóli kristindómsins. Hvaða voðamaður hafði unnið það andstyggilega verk, að taka hornin af sjálfum Móse? Hvaða ruddi, ofbeldis- maður og gyðingahatari hafði framið slíkt ódæði á forfeðrum sóknarbarna minna austur á Reyðarfirði að gefa þeim slíka steina fyrir brauð? Hornalausan Móse fyrir Horna - Móises. Þessar og þvílíkar hugsanir sóttu á mig, þegar ég las „Skrifað og skrafað" í Tímanum miðvikudaginn 11. júlí síðast- liðinn, þar sem birtar voru tilvitnanir í grein eftir séra Gunnar Kristjánsson í Kirkjuritinu og í greinar Henriks Frehens, biskups kaþólskra manna í „Merki krossins“. í greinum þeirra beggja virðist gæta þeirrar tilhneigingar, að gera Lúther að blórabarni fyrir þau ósköp sem dundu yfir heiminn í gyðinga- ofsóknum nasista. Hinn kaþól'ski biskup rifjar upp nokkurra ára gamla forsíðu- mynd á íslensku blaði, þar sem Lúther var settur í skugga Khomenis hins írans- ka. Og þjóðkirkjupresturinn segir: „Hvaða lútherskur maður blygðast sín ekki fyrir ummæli hans um Gyðinga og Tyrki eða óþvegin orð hans um páfann?“ Hinn kaþólski biskup talar einnig um alvarlegasta brot Lúthers gegn páfadóm- inum, sem er óhlýðni hans við valda- stofnanir kirkjunnar, og um „göturæsa- mál“ hans. Reyndar er það svo, að þegar talað er um Lúther við íslendinga árið 1983, þá er það næstum því eins og að skvetta vatni á gæs. íslendingar vita nær ekkert um starf þessa manns, nema það sem þeir lesa í útlendum bókum. Hingað til lands hefur aldrei náð nein Lúthers- vakning, fyrr en þá kannske núna. Þeir ungu menn, sem hafa viljað lesa rit Lúthers hafa orðið að leita til útlendra rita. Ég get aðeins tekið dæmi af sjálfum mér. Ég lærði undir fermingu spurninga- kver eftir íslenskan biskupsson, Friðrik Hallgrímsson dómkirkjuprest. Þar voru engin „Fræði Lúthers". Allt sem ég síðan hefi lesið um Lúther eða eftir hann, hefur verið á erlendum tungumál- um. Það hrafl, sem hefur komið út á íslensku, um þetta efni hingað til, er svo óttalega lítið að vöxtum, að það er varla teljandi. Kirkjuhöfðingjar sáu um það, að engin bylgingarkennd rit kæmu fyrir augu þjóðarinnar. Rit Lúthers um skipu- lag hins kristna þjóðfélags heyrðu undir þetta efni og voru því óheilsusamlegt lestrarefni fyrir alþýðu manna. Þetta ástand veldur því, að þegar einhverjir menn taka upp á því að tína til skuggalegustu ummæli Lúthers og leggja síðan út af þeim Lúther til lasts, þá fá menn þá mynd af manninum, að hann hafi verið ómannúðlegt skrímsli, sem hafi verið heiminum til óþurftar. Þetta gerist t.d. þegar fræðimenn fletta upp í verkum Lúthers eftir prentuðum orðalista og leita að svívirðingum Lút- hers um Gyðinga. Þeir safna þeim saman og finna það út, að Lúther hafi verið Gyðinga- hatari, eins konar fyrirrennari nasistanna, og Himmler og Heydrich hafi verið að framkvæma vilja Lúthers á heimsstyrjaldarárunum. Ég er hér ekki að fleipra neitt. Þetta er aðferðin, sem William Shirer notaði í bók sinni „Upp- gangur og fall Þriðja Ríkisins“, sem út kom á ensku árið 1960 og hefur síðan verið ein af mest lesnu bókum í heimin- um um nasista- tímabilið. Myndin, sem dregin er upp af Marteini Lúther í þessari bók, er vægast sagt ósönn. Hún er ósönn vegna margra hluta. {fyrsta lagi: Gyðingahatur hefur verið dogma í rómverskkaþólsku kirkjunni, allt til ársins 1966, 21 ári eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Gyðingum var af rómversku kirkjunni kennt um kross- festingu Krists, og við þekkjum mörg dæmi um Gyðingaofsóknir rómversk-ka- þólskra manna, bæði á tímum Lúthers og áður. Ofsóknir þessar áttu margar hverj- ar upphaf sitt hjá páfanum sjálfum. Minnumst bara þrekvirkis rannsóknar- dómarans Torquemada á Spáni. Þeir atburðir gerðust á fyrstu æviárum Lúthers, að Torquemanda fékk af páfan- um umboð til að leiða 2000 Gyðinga á bálkostinn, bara fyrir það. að þeir væru Gyðingar. Aldrei hefi ég séð á þetta minnst, þegar hin hörðu orð Lúthers um Gyðinga eru dregin fram í dagsljósið. Hann talar þó um, að flytja Gyðinga til Palestínu, um að kenna þeim búskap í stað verslunar, en af því að hann talar um að brenna samkunduhús þeirra, er það talið verra en öll morð spánska rannsóknarréttarins og jafngildi Gyðingaofsókna nasista. í öðru lagi: Lúther var prófessor, og sérgrein hans var kennsla í Gamla testa- mentinu. Það leiddi til þess, að Lúther fór að lesa hebresku. Smátt og smátt uppgötvaði hann það, að allur skilningur rómversku kirkjunnar á Gamla testa- mentinu var kolrangur. Hann las m.a. snemma prentuð rit Nikulásar frá Lýru, sem á þrettándu öld hafði talað við Gyðingarabbía um Gamla testamentið, og skrifað skýringarrit sín á grundvelli þeirra samræðna. Þarna hafði orðið harður árekstur milli hinnar viðurkenn- du þýðingar, og nýrrar túlkunar Lýru, og neyddist páfastóllinn til að brjóta hann til hlýðni, svo að rit hans og fyrirlestrar lágu í þagnargildi allt til byrjunar 16. aldar. Svo var kveðið: „Lýra sló sína lýrustrengi/og Lúther steig við fót“. Það lukust margir hlutir upp fyrir Lúther við þennan lestur, m.a. duttu hornin af Móse, en geislar komu í staðinn. Þarna er komin skýringin á Hólma - Móse, sem áður er nefndur og var hornalaus. Lúther uppgötvaði það líka, sem var nýtt fyrir katólskum manni, að Jesú hefði eftir allt saman verið Gyðingur, og um það skrifaði hann eitt sinn fegursta rit árið 1523. Um það er aldrei talað nú í seinni tíð. Lúther vildi gjarnan tala við rabbía Gyðinga, fræðast af þeim, en jafnframt gera þá að krist- num mönnum. En þar rakst hann á þraut, sem var jafn erfið viðureignar og glíman við viðurkennda ritskýringu páf- astóls. Gyðingar áttu sjálfir sína „and- legu spekt“, sem var byggð á platón- isma. Allt valdakerfi katólsku kirkjunnar var byggt á þeim sama platónisma, og Lúther sá rautt í hvert skipti, sem hann sá bóla á þessari skýringaraðferð. Gyð- ingar höfðu sína aðferð við að vísa þeim mönnum á bug, sem ekki viðurkenndu þessa hugsun. Slíkt sjónarspil átti sér stað, þegar Baruch Spinoza gerði upp- reisn gegn þessu kerfi. Hann var bann- færður. Lúther hafði í fræðistörfum sínum séð, að þessar skýringaraðferðir stóðust ekki. Hann varð brautryðjandi á því sviði, að útskýra biblínuna bókstaf- lega. Það er sögulegt kraftaverk, að hann var látinn komast upp með það. Þar naut hann Friðriks kjörfursta hins þriðja, sem virðist hafa haft áhrif meðal þýskra höfðingja, sem jafngiltu keisara- dómi. Það var ekki öllum hebresku- fræðingum hlíft jafnmikið og Lúther á dögum hans, en þeir höfðu heldur ekki jafn sterkan verndara. Ég ber mikla virðingu fyrir Lúther sem hebresku-fræðingi, bíblíuþýðanda og bókstafsstúlkanda, enda þótt ég hafi oft rekið mig á það í mínum eigin miðaldarannsóknum, að þýðingar Lút- hers og latneski textinn í Vúlgötu eru svo ólíkir, að enginn maður getur látið sér detta það í hug á grundvelli Lúthers- textans, að íslenskar miðaldabókmennt- ir séu fullar af setningum, sem byggðar eru á latneska textanum. Það rýrir ekki Lúther og hans verk. Það stendur heldur að rísa gegn sjálfum platónismanum í kirkjunni, eins og Lúther gerði. Honum tókst ekki að útrýma platónismanum úr þjóðfélaginu, en með tíð og tíma hafa hinar verstu hliðar platónskrar stéttar- skiptingar horfið í þeim löndum þar sem menn hafa tileinkað sér boðskap hans best. Því var nú miður, að sjálft Þýska- land varð með seinni skipunum í þessu efni. Ég og mínir jafnaldrar fylgdumst með fjörbrotunum úr fjarska í barnæsku okkar. Ég skrifa þessi orð, sem einstaklingur og er enginn fulltrúi þeirra manna, sem skipuleggja Lúthersár hér á íslandi. Samt sem áður ætla ég sem einstaklingur að lýsa því yfir, að ég tel Iútherska menn ekki ábyrga fyrir þeirri rómversk-katól- sku kenningu, sem um aldir sagði mönnum, að Gyðingar væru sem þjóð ábyrgir fyrir krossfestingu Krists. Hvort Lúther hafi í elli sinni haft óviðurkvæmi- leg orð um Gyðinga, af því að hann lifði og starfaði í rómversk-katólsku um- hverfi, læt ég mér í léttu rúmi liggja. Orð Lúthers eru mér engin ófrávíkjanleg lög, allra síst allt það, sem gefið hefur verið út frá hans hendi í heimildarútgáf- unni, sem kennd er við Weimar. Ég er hræddur um, að ýmsum yrði alvarlega bumbult við að lesa sambærilegar heim- ildir um æviskeið manna, sem voru hlýðnari og kurteisari en Lúther, en frömdu þó þau grimmdarverk, sem nú- tímamönnum hrís hugur við. Nei, ég kýs heldur að minnast þeirra ■ Myndir á prédikunarstólnum í Hólmakirkju. Til vinstri er Marteinn Lúther og i hinni myndinni er Móses, án horna. ekki í vegi fyrir því, að ég kunni að meta tilraunir hans til að vingast við Gyðinga, sem því miður voru dæmdar til að mistakast. Ummæli Lúthersum Gyðinga undir ævilokin, þar sem hann fer um þá hörðum orðum stafa af tilraunum Gyð- inga á Mæri (Máhren) til að vinna sér trúskiptinga úr hópi mótmælenda þar um slóðir. Mér er kunnugt um það af öðrum rannsóknum mínum, að sam- kunduskólar þeirra þar um slóðir höfðu lengi sterkt aðdráttarafl fyrir biblíu- þyrsta menn. Ég hefði hér dregið fram tvö atriði, sem ættu að sýna, að menn ættu að fara varlega í að fordæma Lúther fyrir orð og gerðir, sem voru óhjákvæmilegar fyrir mann, sem alist hafði upp í katólsku samfélagi og var að auki einn af braut- ryðjendunum í rannsóknum hebreskra fræða. Égafsakaóhlýðni hans við kirkju- leg yfirvöld, því að hún byggðist á sannleiksást. Aðrir menn, sem gefin var meiri kurteisi, höfðu aldrei þann kjark ■ Móses eftir Michelangelo, með horn. ■ Séra Kolbeinn Þorleifsson. manna, sem um aldirnar hafa reynt að feta í fótspor Lúthers, þegar hann vildi vera vinur og bróðir Gyðinga. Slíkir menn eru nær okkur íslendingum en við höldum. Slíkir menn hafa jafnvel haft íslenskt blóð í æðum, enda þótt þeir hafi verið fæddir og uppaldir í öðru landi. íslendingar mega gjarnan minnast Norð- mannsins Gisle Johnsons, sem á árum heimsstyrjaldarinnar síðari var búsettur í Buda Pest í Ungverjalandi, þar sem hann af kristnum mannkærleika reyndi að hjálpa Gyðingum í neyð þeirra. Þessi maður var íslenskrar ættar í föðurætt (Espólíns-ættin). Minningargrein um hann birtist í Kirkjuritinu árið 1973, og önnur árið 1978. Ævistarf þessa manns sýnir betur en allt annað, hvaða augum fylgjendur Lúthers á Norðurlöndum líta á ummæli Lúthers um Gyðinga. Þeir taka mark á ritinu, sem Lúther skrifaði um Jesúm sem Gyðing og heilagt hlut- verk Gyðingaþjóðarinnar. Er það ekki rökrétt? Sú þjóð, sem gaf okkur Frelsar- ann, hlýtur að eiga sér sérstakt hlutverk. í þessari grein hefi ég leyft mér að fjalla um ummæli, sem upphaflega birt- ust í tímaritum, sem fáir lesa, en voru síðan endurprentuð í dagblaði, sem berst til margra manna um allt land. Ástæðan til þess að ég svara þessum ummælum í dagblaðinu er sú, að ég hefi átt tal við menn, sem tekið hafa mark á ummælum áðurnefnds Shirers um Lúther. Þessir menn eiga heima víða um land. Þeir eiga heimtingu á því að vita það, að Lúther var ekki einber Gyðinga- hatari, heldur áratugum saman prófessor í hebreskum fræðum. Slíkir menn hafa löngum haft samúð með þeim þjóðum, sem þeir fjalla um. Þessi fræði áttu eftir að vaxa næstu aldirnar, og íslendingar voru á 17. öld svo gæfusamir að eiga sérfræðinga í þeim fræðum, þá séra Odd Oddsson á Reynivöllum og séra Pál Björnsson í Selárdal, cn þeir báðir þýddu biblíurit úr frummálinu, he- bresku. - Og svo verð ég að játa, að mér ofbauð að sjá fulltrúa stofnunar, sem fyrir aðeins 17 árum nam úr gildi stefnu sína gagnvart Gyðingum, sem er frum- orsök allra þeirra vandræða, sem yfir þessa vesalings þjóð hefur gengið í nábýli við kristnarþjóðir, að sjá þennan fulltrúa biðja yfirmenn íslensku kirkj- unnar um að „lýsa því yfir skýrt og skorinort ....að þeir væru ósammála hinum ábyrgðarlausu og ókristilegu full- yrðingum Lúters í garð gyðinga.“ það þurfa áreiðanlega einhverjir aðrir af- sökunar að biðja fyrir verk sinnar eigin stofnunar. Ókurteisleg orð Lúthers eru áreiðanleg léttvægari en ægileg glæpa- verk katólskra samtímamanna hans gegn Gyðingum. { upphafi spurði ég, hvaða voðamenn hefðu unnið það andstyggilega verk, að taka hornin af sjálfum Móse. Ég hefi hér reynt að benda lesendum Tímans á það, að það var lærdómsmaður í hebreskum fræðum, sem nefndist Marteinn Lúther. Lesendur verða að gera það upp við sig, hvort þeir sætta sig við slíkar aðgerðir af hálfu lærdómsmannsins. Horna-Móises er enn í Péturskirkjunni, en Móses hinn hornalausi er lokaður inni á Þjóðminja- safni, ásamt Marteini Lúther. Hvort þetta sé táknrænt um áhugaleysi íslend- inga á lútherskum fræðum, læt ég ósagt. Sjálfur hefi ég hrifist af þeim hugmynd- um Lúthers, sem í rás aldanna hafa orðið að grundvallarhugsjónum lýð- ræðisþjóða. En það er önnur saga, sem ekki verður sögð hér. Reykjavík 18. júlí 1983 Kolbeinn Þorleifsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.