Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 1
íslendingaþættir fyigja foiadinu i da *4 O FJOLBREYTTARA ÖG BETRA BLAÐ! Miðvikudagur 20. júlí 1983 165. tölublað - 67. árgangur v Síðumúia 15-Pósthólf 370Reykjavik-Ritstjorn86300-Augiýsingar 18300- Afgreiðsla og askrift 86300 - Kvöldsímar 86387 og 86306 Tillögur Sedlabankans um breytingar á lánskjaravísifölu: NV vísiiala FYRIR HÚS- BYGGJENDUR? ¦ lííkisstjórnin fjallaði í gær um tillögur Seðlabankans um breytingar á lánskjaravísitölu . þeirri sem nú gildir. Hugmyndir munu vera um að tekin verði upp sérstökhúsnæðislánavísitala til verðtryggingar á lánum til íbúðabygginga/kaupa, sem taka mundi verulegt tillit til þróunar kaupmáttar. Oljóst mun þó enn hve mikið af þeim íbúðalánum sem þegar hafa verið veitt yrði hægt að tengja inn á þessa nýju vísitölu. Lánskjaravísitala mundi hins vegar áfram gilda um önnur lán, en hugmyndir eru jafnframt um að taka upp útreikning á grunn- vísitölum hennar mánaðarlega, þannig að breytingar á verðlagi hefðu fyrr og oftar áhrif á grunn lánskjaravísitölunnar. Láns- kjaravísitala miðast nú sem kunnugt er að 2/3 við framfærslu- vísitölu og 1/3 við byggingarvísi- tölu, sem koma inn í grunn hennar á víxl tvo mánuði af hverjum þrem, en þriðja mánuð- inn er svo miðað við vísitöluspá. Ekki er vafamál að væntanleg húsnæðislánavísitala mundi hækka töluvert minna næstu mánuðina en lánskjaravísitalan. Hver þróunin yrði þegar til lengri tíma er litið munu hins vegar skiptar skoðanir um, þar sem a.m.k. bjartsýnismenn vilja ekki trúa því að verðlag haldi enda- laust áfram að hækka meira en kaupgjaldið. Ef samið yrði um verulegar kauphækkanir mundu þær hækkanir koma fyrr inn í grunn hugsanlegrar húsnæðis- lánavísitölu heldur en lánskjara- vísitölunnar. Samkvæmt heimildum Tímans munu lögfræðingar Seðlabank- ans hafa komist að þeirri niður- stöðu að ekki væri lagalegur grundvöllur til að breyta þeim grundvelli sem gilt hefur fyrir útreikning lánskjaravísitölu á mörgum þegar gerðum samning- um, m.a. á ríkistryggðum skuldabréfum. Mun gert ráð fyr- ir að lánskjaravísitala haldi á- fram að gilda sem verðtrygging á innlánum í bankakerfinu. -AB/HEI ¦ Sirkus Arena frá Danmörku sem sýnir nú á hverju kvöldi á flötinni við TBR húsið í Heimunum. Þessi lék listir sínar með eld í gærkveldi. Tímamynd - Ámi Sæberg w Hrossum f jölgad um 20 þúsund á 13 árum en heildaraf urðir af þeim ekkert: FÆKKUN HROSSA UM ÞRHM- UNG EÐA HELMING TIMABÆR . 11 —Málið til athugunar hjá Búnaðarfélagi og Landgræðslu ríkisins ¦ Hrossastofn hér á landi tekur nú um þriðjung allrar úthagabeitar, eða helming á við sauðfé. Frá 1970 hefur hrossum fjölgað um tuttugu þúsund, úr 34 í 54 þúsund, en á sama tíma hafa heildarafurðir af þeim í raun ekkert aukist. Þessar upplýsingar fékk Tím- inn hjá Ólafi Dýrmundssyni landnýtingarráðunauti Búnaðar- félagsins, en hann telur að þær veki upp þá spurningu hvort hross í landinu séu ekki orðin alltof mörg. „Flestir sem hugsa málið í alvöru telja að fækkun um þriðj- ung eða jafnvel helming sé orðin tímabær," sagði Ólafur. Kvað hann beitarerfiðleika víða um land vegna lélegrar grassprettu í úthögum gera fækkun hrossa brýnni en áður. Að sögn Ólafs er hin gífurlega fjölgun hrossa í engu samræmi við markaðsþarfir. Markaður fyrir íslensk hross erlendis er orðinn mjög lítill, og innan við 200 hross eru seld utan árlega. Veldur því einkum þrennt, versnandi efnahagsástand, mikið er ræktað af íslenskum hrossum erlendis og svokallaður sumar- kláði hrjáir útfluttu hestana. Besti markaður fyrir reiðhesta hefur verið í þéttbýli hér innan- lands, en þar örlar á tregðu. Mikil sala hefur verið á hrossum undanfarinn áratug svo vera kann að sá markaður sé að mettast, og eins setur efnahags- ástandið og eigin hrossarækt þéttbýiisbúa strik í reikninginn. Loks er útflutningsmarkaður fyr- ir hrossakjöt orðinn lítill,miklar birgðir kjöts eru til í landinu og ekki útlit fyrir breytingu í bráð. „Þegar á heildina er litið hlýtur niðurstaðan að verða sú að hrossastofninn sé of stór og fækkun verði að koma til. Sjálfur treysti ég mér ekki til að dæma um hve mikil fækkun er nauðsyn- leg, en þriðjungur virðist nær lagi," sagði Ólafur Dýrmunds- son. Taldi hann rétt að í hrossa- búskap yrði farið inn á sömu brautir og í sauðfjár- og naut- griparækt, leggja meiri áherslu á gæði, en minni á fjölda. Ólafur benti á að frá landnýt- ingarsjónarmiði væri fjöldi og fjölgun hrossa áhyggjuefni. Þau eru beitarfrek, en af þeim er lítill arður. í þessum efnum væri ástandið sérstaklega slæmt í af- réttum á Norðurlandi vestra, þ.e. Húnavatnssýslu og Skaga- firði. Þar er talið að um fjórðung- ur allrar beitar fari í hross, en á sama tíma er mikið grasleysi vegna kulda undanfarin sumur. „Kjarni málsins er sá að við þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti í hrossarækt, ekkert síður en í öðrum búskapargrein- um, og fækkun hrossa nú er öllum til hagsbóta, ekki síst eig- endum," sagði Ólafur Dýr- mundsson ráðunautur að lokum. Þessi mál eru nú til frekari athugunar á vettvangi Búnaðar- félagsins, og hjá Landgræðslu ríkisins sem fer með gróðureftir- lit í landinu. -GM Fargjöld Fluglelda á Evrópulefðum: ERU 30% LÆGRI EN HIÁ ÖDRUM! ¦ „,,í sainaiiburoi við ömiur Evrópuflugfélög stöndum við mjög vel að vígi hvað verð snerlir, því í Ijós hel'ur komið að Flugleiðir eru með fargjöld á Evrópuleiðum sem eru að meðaltali um 30% lægri en önnnr Evrópuflugféiög setja upp," sagði Sigurður Helgason forsijóri Flugleiða m.a. á fundi nieo fréttamönnum í gær, í tilefni þess að í dag eru 10 ár liðin frá því að Flugfélag ís- lands hf. Og Loftleiðir sumein- uðust í eimi flugféiagi Flug- leiðum'. Förstjórinn sagði jafnframt að hann teldi að heldur væru ¦bjarfari horfur framundan í flugheiminum en vedð hefur undanfarin ár. Taldi hann að m.a mætti rekja það til þess að efnahagsástand Bandaríkj- anna fasrðist- nú hægfara til betrivegar. Pá kom fram í máli forstjór- ans að Flugleiðir eru með launagreiðslur á ári hverju sem nema um 370 milljónum króna á núgildandi verðlagi. Há- marksfjöldi farþega á sóiar- hring getur náð tölunni 3500, veruleg aukning hefur orðið á Atlantshafsfluginu á þessu ári, eða um 24%, en talsverður samdráttur hefur orðið t' flugi á Evrópuleiðum. Sjá iiánar bls. 16 og 17

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.