Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 2
•- 2 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983 fréttir Landsbyggðin stórtapar á búferlaflutningum íslendinga innanlands: FÖLKSSTRAUMURINN UGGUR NU TIL HÖFUDBORGARSVÆÐISINS! ■ Búferlaflutningar íslendinga innan- lands hafa aftur sótt í gamla faríð síðustu þrjú árín, þ.e. að flestra leiðir liggja „suður" á höfuðborgarsvæðið, að því er fram kemur í niðurstööum könnunar sem unnin var af landafræðinemum í liáskólanum nú í vor, um búferlaflutn- inga innanlands á árunum 1977 til 1982. „Árin 1977 og 1978 voru flutningar frá höfuðborgarsvæðinu mest áberandi en 1979 snérist dæmið við og flutningar til höfuðborgarsvæðisins frá öðrum landshlutum tóku að aukast. Seinustu þrjú árin, 1980-1982, einkenna flutning- ar frá landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins búferlamynstrið, og eykst þessi aðflutningur til höfuðborgarsvæðisins ár frá ári“, segir í niðœrstöðunum. Árið 1975 gerðist það í fyrsta skipti að fleiri fluttu frá höfuðborgarsvæðinu til landsbyggðarinnar en öfugt, og stóðu þeir flutningar til ársins 1978. Jafnframt var töluvert um flutninga milli byggðar- laga á landsbyggðinni. Árin 1977 til 1979 tapaði höfuðborgarvæðið þannig 355 manns. Síðustsu þrjú árin, þ.e. 1980 til 1982 áskotnaðist höfuðborgarsvæðinu hins vegar 1.254 einstaklingar. Allir landshlutar utan Suðurnesja og höfuð- borgarsvæðisins töpuðu þá fólki. Stærstu straumarnir „suður“ á þessum árum komu frá Suðurlandi 382 einstaklingar, frá Vestfjörðum 274 og Norðurlandi- eystra 250 manns. Jafnframt auknum flutningum til höfuðborgarsvæðisins hefur dregið töluvert úr flutningi fólks milli landshluta utan suðvesturhornsins. Að áliti Bjarna Reynarssonar, land- fræðings er ekki gott að segja um þróun þessara búferlaflutninga á næstunni, en flutningar til höfuðborgarsvæðisins frá landsbyggðinni aukist yfirleitt þegar afturkippur hafi komið í þjóðarbúskap- inn. -HEl ■ Búferlaflutningar landsmanna árin 1977, 1978 og 1979 sjást á þessu korti. Sem sjá má flutti fólk þá í allar áttir ef svo'má segja og fleiri frá höfuðborgarsvæöinu en þangað. ■ Á árunum 1980 til 1982 snérist dæmið heldur betur við - nú liggja flestra leiðir á sama punktinn, þ.e. til höfuðborgarsvæðisins, en engar þaðan og út á landsbyggðina. Þessi sömu ár hefur síðan þurft að flytja inn útlendinga í sjávarplássin úti á landi til að vinna við höfuð útflutningsgrein okkar, flskvinnsluna. (Línurnar tákna frá 50-350 manns, eftir breidd þeirra.) „Raunir grasekkjunnar” — sjónvarpsþáttur laganema: LEIGUSALINN KREFST ÚTBURÐAR LEIGJANDA á þremur útburðardómum sem hann hefur kveðið upp. Nánari útfærsla hvíldi að mestu á herðum okkar Marteins Mássonar, en hvorugur hafði komið nálægt handritsgerð fyrr - enda var textanum breytt af leikurunum sjálfum á æfingum og í stúdíói, „sagði Guðmundur. -Hvað koma margir fram í þáttunum? „Við erum sextán - öll laganemar og sum frábærir leikarar. Til dæmis fer Aldís Baldvinsdóttir, sem fer með hlut- verk grasekkjunnar, oft á kostum - sérstaklega í átökum við leigusalann, Lárus, sem leikinn er af Lárusi Bjarna- syni. Aðrir í stórum hlutverkum eru Davíð Björgvinsson, Þórólfur Halldórs- son, Friðjón Ö. Friðjónsson og ég sjálfur," -Hvar fer upptakan fram? „Hún fer annars vegar fram í stúdíói sjónvarpsins og hins vegar á heimili eins leikarans. Þetta var allt gert á ótrúlega skömmum tíma í fyrrahaust, við vorum til dæmis ekki nema þrjá daga í stúdíói sjónvarpsins, enda skilst mér að þetta sé með ódýrara efni sem sjónvarpið getur fengið. Fyrir utan kvikmyndun og aðra tæknivinnu þurfti það aðeins að borga 25.000 krónur, til Orators sem ekki einu sinni eru mánaðarlaun leikara,“ sagði Guðmundur. -Sjó $ ö Símar 13630 ,19514 (VIÐ EIGUM SAMLEIÐ ■ „Ég held að þcssi þáttur falli vel í kramið. Á köflum er hann spaugilegur, en fjallar þó um mál sem marga varðar og hefur verið mjög í deiglunni undan- farin ár, það er að segja kröfu leigusala um útburð lcigjanda," sagði Guðmund- ur Ágústsson, laganemi og einn af höf- undum handrits sjónvarpsþáttarins „Raunir grasekkjunnar", sem er úr þáttaröðinni „Réttur er settur“, sem lagancmar í Háskóla íslands hafa séð um annað slagið allt frá stofnun sjónvarps- ins, og verður sýndur á sunnudagskvöld. í stuttu máli fjallar þátturinn um ung hjón, Davíð og Aldísi, sem eru svo lánsöm að fá íbúð á leigu. Davíð er í millilandasiglingum og er þá stundum gestkvæmt hjá grasekkjunni í fjarveru hans og glatt á hjalla í leiguíbúðinni. Þetta veldur sundrungu með þeim hjón- um og til að bæta gráu ofan á svart krefst húseigandi riftunar á leigusamningi. Það mál kemur til kasta borgarfógetans í Reykjavík. -Styðst handritið við raunverulega at- burði? „Þorsteinn Thorarensen, borgar- fógeti, var okkur mjög hjálplegur við gerð handritins og byggir það að mestu ■ Oft var glatt á hjalla í leiguíbúðinni og þótti leigusalanum nóg um... RUSSNESKAR VÖRUR Tll .RORSVRRf)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.