Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983 fréttir Misjafnt gæda- mat á togara- þorski EKKI IMM ðGN HÆGTAÐUH- AÐ MKHfiVERM PERSÓNUBUNMB” — segir Jóhann Guðmundsson forstjóri Framleidslueftirlitsins Humar- þjófnadurinn í Grindavfk: Grunadir yfirheyrdir ■ Humarþjáfnaðurmn í Grindavík hefur nú vcrið sendur til Rannsóknar- lögreglu ríkisins. Lögreglan í Grinda- vík hefur yfirheyrt menn sem eru grunaðir um stuldinn en játning þeirra liggur ekki fyrir og því hefur RLR fengið málið í hendur. í frétt Tímans í gær, þar sem sagt var frá humarstuldinum, misfórst oafn staðarins í fyrirsögn og á einum stað í fréttinni og er beðist velvirðingar á því. ■ „Það er geysilega margt sem veldur því að matið er jafn misjafnt og raun ber vitni. Ég nefni útivist, togtíma, meðferð aflans um borð og flottroll, sem stundum fæst svo mikið í, að ekki hefst undan að vinna aflann,“ sagði Jóhann Guðmunds- son, forstjóri Framleiðslueftirlits sjáv- arafurða, þegar hann var inntur skýringa á misjöfnu mati á togaraþorski, sem fram kemur í skýrslu Fiskifélagsins, sem greint var frá í blaðinu í gær. „Við getum litið á Vestfjarðatogar- ana, sem yfirleitt koma mjög vel út, einfaldlega vegna þess að þeir eru stutt úti. Ef það kemur bræla fara þeir oft og tíðum til heimahafnar og landa.“ - Því er haldið fram að misræmi sé í matinu frá einni verstöð til annarrar? „Það er náttúrlega ljóst að ef allur fiskur væri eins þá þyrfti engan matsmann. Varðandi gæðin, þá er ekki til neinn algjör mælikvarði, vigt eða annað, á þau. Þannig er ekki hægt að útiloka að matið verði ögn persónubund- ið. Þó gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að samræma það. Við köllum matsmenn saman einu sinni til tvisvar á ári og förum yfir allar reglur. Síðan eru yfirmatsmenn sem nokkrum sinnum í mánuði koma í hverja verstöð til að fylgjast með og leiðbeina. Ef við snúum okkur að netafiskinum þá kemur í Ijós að ekki er um mikinn mismun að ræða milli verstöðva á Suður- og Suð-vesturlandi, þar sem megnið af netafiskinum berst á land. En þegar farið er út á land, til dæmis norður, er um allt aðrar aðstæður að ræða. Oft smábáta, sem sækja fiskinn á grunnslóð rétt við heimahöfnina, og landa þess vegna mjög góðum fiski.“ ■ Þessir kappar sýndu íslendingum enga miskunn á Evrópumótinu í Wiesbaden enda báðir í hópi bestu spilara Evrópu. Frakkinn Henri Szvarc er margfaldur Evrópumeistari og heimsmeistari en hann er nú sá einii sem er eftir af gullaldarliði Frakka. Þjóðverjinn Dirk Shroeder hefur spilað í þýska landsliðinu í áratugi og hann sá um undirbúning mótsins sem nú stendur yfir. ISLAND AÐ HJARNA VIÐ? VANN ÍRLAND í 6. UMFERÐ ■ íslendingar eru nú vonandi að rétta úr kútnum á Evrópumótinu í bridge þvi í 6. umferð vann liðið Ira 14-6. í 4.. umferð tapaði liðið fyrir Frökkum, 3-17, og varð síðan að þola stórtap á móti Þjóðverjum, 20-2. Islendingamir era nú með 22 stig og era enn í neðsta sæti. í 4. umferðinni bar það helst til tíðinda að Norðmenn unnu Breta, 20-3, í 5. umferð vann Noregur Tyrkland, 20-2. Ítalía tapaði þá fyrir ísraels- mönnum, 6-14, en Frakkar héldu áfram sigurgöngu sinni þegar þeir unnu Spán- verja, 20-3. { 6. umferðinni urðu helstu úrslit þau að Ítalía vann Noreg, 12.-8, Frakkar unnu ísraelsmenn, 15.-5, Belgar unnu Austurríkismenn, 17-3. Staðan erftir 6 umferðir er sú að Frakkar eru efstir með 104 stig, Pólverj- ar eru í öðru sæti með 89,5 stig, Belgía er í þriðja sæti með 86,5 stig og Norð- menn í fjórða sæti með 86 stig. Frakkar hafa því náð nokkru forskoti en staðan er enn mjög jöfn og spennandi. Ekki náðist samband við meðlimi íslenska liðsins í gær og því er ekki hægt að segja neinar innanhúsfréttir. Aftur á: móti sögðu starfsmenn blaðamanna- herbergisins í Wiesbaden að heldur hefði dregið úr hitabylgjunni sem alla var að drepa eftir regnskúr í gær.-GSH Gæðamat Karlsefnis ekki eins slæmt og á horfðist ■ „Þessar prósentutölur segja nánast ekkert um gæði þess afla sem við skilum á land. Á þvi tímabili sem skýrslan nær yfir, janúar til mars, lönduðum við aðeins einu tonni af þorski - skipið var allan tímann á karfaveiðum," sagði Ragnar Thorstcinsson, útgerðarmaður bv. Karlsefnis, þegar Tíminn átti við hann tal vegna fréttar, sem birtist á forsíðu blaðsins í gær, um gæðamat á þorski á síðust vetrarvertíð. Fréttin er unnin upp úr skýrslu Fiski- félags íslands og samkvæmt henni var hlutfall þorskafla Karlsefnis í 1. flokki aðeinst rúm 35%, minnst allra togara. Blaðamanni varð hins vegar á að athuga ekki hve mörgum tonnum togarinn hafði landað, sem auðvitað skiptir höfuðmáíi í þessu sambandi. Að sögn Ragnars fékkst þetta eina tonn fyrst í veiðiferð. Fór tæpur helming- ur í kassa, og þar af yfir 70% í fyrsta flokk, en um 600 kíló voru sett í stíur, og gæðamatið á þeim fiski var slæmt. Þess ber að geta að Karlsefni hefur nokkra sérstöðu hvað varðar löndun á þorski á umræddu tímabili, því enginn togari annar landaði jafn litlu. Útgerð og áhöfn Karlsefnis er beðin afsökunar á þessari yfirsjón. ' -Sjó. - Nú kemur netafiskur mjög illa út? „Það segir ekki alla söguna. Ef til dæmis er borinn saman netafiskur og togarafiskur verður að taka með í reikninginn að netafiskurinn er oftast unninn strax, en togarafiskur aftur á móti í mörgum tilfellum geymdur tals- verðan tíma í vinnslustöðinni áður en hann er verkaður. Þannig gefur matið upp úr bátunum ekki alveg rétta mynd. “ - Er ekki ástæða til að breyta reglu- gerð um netaveiðar - til dæmis banna þær á miklu dýpi? „Það hefur verið rætt um ýmislegt í þessu sambandi - til dæmis að skylda sjómenn til að koma með netin í land úr hverjum róðri. Hvort sem það er rétt eða rangt þá hefur af öryggisástæðum verið talið ómögulegt að krefjast þess. Menn telja að litlir bátar með netatross- ur í dekki geti verið í stórri hættu ef mikið er að veðri. Varðandi hvort banna ætti netaveiðar á miklu dýpi tel ég að það gæti orðið nokkuð erfitt í framkvæmd," sagði Jóhann. - Sjó. - GSH Hardur árekst- ur r Eyjum ■ Harður árekstur varð í Vest- mannaeyjum t gær. Tveir bílar rákust á á gatnamótum Strandvegar og Garðavegar þegar ökumaður annars þeirra virti ekki biðskyldu. Kona, sem ók þeim bíl sem átti réttinn, slasaðist lítillega en hinn ökumaðurinn, sem var utanbæjarmaður, slapp óskaddaður. - GSH SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRU SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033 o RAWLPLUG Allar skrúfur, múrfestingar draghnoð og skotnaglar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.