Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 4
4 Sigurðsson hf. Hafnarffrói, símar 50538 og 54535. GLUGGAR OG HURÐIR Vönduð vinna á hagstœðu verði. Leitið tilboða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. Blialeiga Carrental STCv Dugguvogi23. Sími82770 Opið 10.00-22.00. Sunnud. 10.00 - 20.00 Sími eftir lokun: 84274 - 53628 Leigjum út ýmsar gerðir fólksbíla. Sækjum og sendum Þvoið, bónið og gerið við bílana ykkar í björtu og rúmgóðu húsnæði. OPIÐ ALLAN SOLARHRINGINN samfelld fyrir málm Er vatnsheld. • Inniheldur cinkromat og hindrar ryðmyndun. • Ódýr iausn fyrir vapdamálaþök. LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA Ifí Útboð Tilboð óskast í skyggnimagnara fyrir Borgarspítalann í Reykjavík. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 15. september 1983 kl. 11.f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Sími 44566 RAFLAGNIR Hesta- manna- mót á Kaldár- melum ■ Um næstu hulgi verður haldið hestamannamót að Kaldármelum í Kolbeinsstaðarhreppi. Haldin verður gæðingakeppni hesta af Snæfellsnesi auk hinna hefð- bundnu kappreiða, og er öllum hcstamönnum af landinu frjálst að taka þátt í þeirri keppni. Einnig verður afkvæmasýning á stóðhestin- um Ófeigi 818 og Sörla 276. Á föstudags- og laugardagskvöld verð- ur svo dansleikur í Lindartungu og má gera ráð fyrir miklu fjöri eins og gjarnan ér þegar slík mót eru haldin. - ÞB Norrænir áhugaleikarar: Vilja skapa betri aðstöðu fyrir aldraða og fatlaða ■ Á reglulegum fundi Norræna áhuga- leiklistarráðsins sem haldinn var á Húsavík 4.-5. júní s.l. voru m.a. tekin til meðferðar menntunarmál áhuga- leikara, leiklistarstarf eldri borgara og fatlaðra auk þess sem rætt var um samstarf við Alþjóða áhugaleiklistar- sambandið. Sú nýjung var nú samþykkt á fundin- um að koma skyldi á allsherjar sam- ræmingu menntunar áhugaleiklistar- fólks. Hér er um að ræða áætlun til lengri tíma þar sem landssamböndin taki að sér undirstöðunámskeið hvert í sínu landi, en framhaldið og loka- námskeiðin verði sameiginleg á vegum NAR. Töldu fundarmenn að slíkt' fyrirkomulag myndi gera menntun áhugaleikara markvissari og opnaði frekar möguleika fyrir frekari fjárveit- ingum til Ieikara. Norræna á hugaleiklistarráðið telur einnig að skapa beri starfsvettvang fyrir eldri borgara og fatlaða. Þess vegna vill NAR hvetja öll leikfélög innan sinna vébanda og aðra sem áhugaleiklist sinni, til að laða að eldra fólk og fatlaða. Ráðið telur eðlilegt að leitað verði samstarfs við þau samtök er sinni málum þessa fólks. - ÞB Fundur norrænna áhugaleikara: Vestfirðinga- fjórðungur: Afli minni en í fyrra „Höf um vakið upp margar nýjungar í leikritagerð" Vestnrðingafjórðungur: Heildaratl- inn í júnímánuði s.l. var 7472 lestir, en var á sama tíma í fyrra 7967 lestir. Ársaflinn er þá orðinn 40.311 lestir, en var á santa tíma t fyrra 44.932 lestir. Aíli togaranna var almennt góður í júní en liðlega helmingur aflans var þorskur, og hinn hlutinn grálúða. ; Einn bátur er byrjaður grálúðuveiðar með línu og aflaði vel, og einn var á dragnót. Mun aflinn hafa glæðst nokkuð er líða tók á mánuðinn. Úthafsrækjuveiði hefur aukist mikið frá því í fyrra og voru 32 bátar byrjaðir veiðar í lok mánaðarins og öfluðu nokkuð vel. Mánaðar aflinn var orðinn 783 lestir, en var á sama tíma í fyrra 223 iestir. Þrír bátar frá Bíldudal voru á skelfiskvciðum og öfluðu 113 lestir. - ÞB ■ Ráðstefna Norræna áhugaleiklist- arráðsins var haldin á Húsavík 1.-3. júní sl. undir yfirskriftinni „Norrænn menningararfur sem örvun í nútíma leikhúsi". Þátttakendur ráðstefnunar frá Norðurlöndunum ásamt Færeyjum og Álandseyjum fjölluðu þar m.a. um norræna goðafræði sem efnivið í leikrit, í samstarfi við sagnfræðing og rithöfunda. Töldu fundarmenn að efni ráðstefnunnar ætti að hafa áhrif á áhuga- mannaleikhús á Norðurlöndum í fram- tíðinni og að það kæmi að líkindum í ljós á leiklistarhátíð sem áformað er að halda hér á landi árið 1986. Þátttakendur ráðstefnunar ályktuðu um nauðsyn þess að Nordisk Amatör- teaterrád (NAR), haldi áfram því brautryðjendastarfi, að benda á ný viðfangsefni sem í túlkun leikhússins örvi og auðgi norræna menningu. Telja ráðstefnumeðlimir einnig að betur mætti bæta úr vanda norrænna áhuga- leikhúsa, ef ýmsir norrænir sjóðir greiddu götu áhugaleikhúsanna með ríflegum fjárframlögum. Þá segir í ályktun ráðstefnunnar að NAR hafi um árabil vakið upp nýjungar í leikrit- un og leikritagerð með starfi þúsunda áhugaleikara, enda hafi þetta haft víðtæk áhrif á samnorrænt menningar- líf - ÞB Alþýðusamband Suðurlands ályktar: „Mótmæl- um afnámi samnings- réttar“ ■ Frá Húsavíkurhöfn. Húsavík: Miklar framkvæmdir við höfnina í sumar ■ „Framkvæmdastjórn Alþýðu- sambands Suðurlands mótmælir harðlega afnámi samningsréttar og skerðingu umsaminna vcrðbóta á laun með bráðabirgðalögum", segir í ályktun framkvæmdastjórnar Al- þýðusambands Suðurlands, en fund- ur þess var haldinn þann 25. júní s.l. „Á sama tíma og verkalýðshreyf- ingin er svipt samningsrétti er stefnt að þvílíkri rýrnun kaupmáttar að næstu samningar þyrftu að fcla í sér um 40% kaupmáttaraukningu ef vinna ætti upp það sem tapast hcfur frá meðaltali síðasta árs", segir enn- fremur í áiyktuninni. Fundurinn minnir síðan á að boð- aðar hafi verið mildandi aðgerðir með þessari kjaraskerðingu, en ekk- ert bóli á þeim og verðlag hækki hröðum skrefum. Framkvæmda- stjórnin skorar þvi á aðildarfélög sín að segja upp gildandi kjarasamning-, um eigi síðar en íyrir 1. ágúst n.k. Að lokum beinir sambandið þeirri áskorun til stjórnvaldá og stjórn- málaflokka að ná sem víðtækastri samstöðu um stcfnu sem taki mið af ástandi þjóðmála hverju sinni, og þá í samráði við Verkalýðshreyfinguna. - ÞB Húsavík: Bæjarstjórn Húsavíkurhefur samþykkt að ráðist verði í framkvæmd- ir við Húsavíkurhöfn í sumar. Á fundi sem haldinn var þ. 30. júní s.l. lagði bæjarstjóri fram endurskoð- aða eignahreyfingaáætlun hafnarsjóðs fyrir árið 1983, en samkvæmt þeim lækka niðurstöðutölur gjalda úr kr. 7.231.152 íkr. 6. 298.559. Undir þessum lið var rætrum fram- kvæmdir við höfnina í sumar, en hafnarmálastofnun hefur samþykkt að keyrður verði grjótgarður fyrir sunnan Suðurgarð í samræmi við ályktun Hafnarnefndar. Þá leggur stofnunin til að Dæluskipið HÁKUR verði látinn dæla sandi úr höfninni bak við þessa grjótfyllingu. Gert er ráð fyrir að til þessa verks verði til ráðstöfunar kr. 3.000.000 og af því fari um 2.000.000 í dælingu/dýpkun. - ÞB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.