Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 5
Kaupfélag Skagfirdinga opnar glæsilegt vöruhús á Sauðárkróki: „SAMQNIIM NÚ SEX VERSLAN- IR i ÞESSU NVJA VðRUHÚSI” — segir Ólafur Friðriksson kaupfélagsstjóri ■ „Með þessu nýja vöruhúsi sameinum við 6 verslanir, sem verið hafa á ýmsum stöðum í bænum, og með tilkomu þess teljum við að við getum veitt bæði félagsmönnum og öðrum í kaupstaðnum mun betri þjónustu en áður var,“ sagði Ólafur Friðriksson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga í samtali við Tímann, en Kaupfélagið hefur nú opnað nýtt og stórglæsilegt vöruhús á Sauðár- króki og hefur það hlotið nafnið Skag- firðingabúð. Skagfirðingabúð er um 3500 fermetrar ■ „íslensku vegirnir eru alveg hræði- legir og sumir í hópnum sögðu að þeir væru verri en í Afriku,“ sagði Benny Berdino, stjórnandi Arenasirkusins danska sem nú sýnir við Glæsibæ í Reykjavík. Sirkusinn lenti í mildum hrakningum á leið sinni frá Seyðisfirði til Reykjavíkur og vagnalestin var 3 daga á leiðinn norður fyrir landið. „Þaö er ekki víst ofsögum sagt að þeir hafi lent í hrakningum á leiðinni," sagði Jörundur Guðmundsson umboðsmaður sirkusins hér á landi. „Fyrstu nóttina hafðist hópurinn fyrir á Möðrudals- öræfum og þar var svo eyðilegt að þeir héldu að þeir væru á tunglinu. Sem betur fer var þetta t' námunda við eina bónda- bæinn þarna og það var hálf skrítið, upplitið á bóndanum, þegar hann vakn- aði daginn eftir og sá tjaldbúðirpar í túninu hjá sér. Hann var síðan mjög hjálplegur og aðstoðaði við að lagfæra eitt hjólhýsið sem brotnaði." Jörundur sagði síðan að á leiðinni til Mývatns fór hjólbarði á einum vagninum og ekki var hægt að fá gert við hann. Á að grunnfleti og er hluti hússins á þremur hæðum, en efri hæðirnar eru um 800 fermetrar að grunnfleti. Þær verslan- ir sem inn í hið nýja hús flytja með starfsemi sína eru Lagersalan á Eyri, Grána, ritfangadeild, vefnaðardeild, byggingardeild og kjörbúðin Smára- grund. Ólafur sagði ennframur að með til- komu hins nýja húss breyttust allar aðstæður K.S. en allar verslanir þess hefðu um árabil verið reknar í gömlu og ófullnægjandi húsnæði. Vörustjóri hins nýja vöruhúss Skag- firðingabúðar er Magnús Sigurjónsson. Hann sagði í samtali við Tímann að nú væru komnar undir eitt þak, flestar, ef ekki allar helstu nauðsynjavörur sem fólk þyrfti á að halda. „Við höfum reynt að haga uppsetn- ingu innréttinga hjá okkur þannig, að sem flest væri „séð“, fólkinu fyndist að það væri t' sérverslun hverju sinni, þannig að hveiti væri ekki í næstu hillu við raftæki, svo dæmi sé tekið", sagði hann. Það var árið 1976 sem framkvæmdir hófust við byggingu hins nýja húss. Byggingameistari er Pétur Pétursson, og þykir einstakt hve vel hefur verið haldið á spöðunum með byggingu hússins, en framreiknað kostnaðarverð við það er nú 54-55 milljónir króna og eru þar inni í dæminu innréttingar að upphæð 10 milljónir kr. Arkítektar hússins eru Gunnar Gunn- arsson og Hákon Hergervig, múrara- meistari Haraldur Hróbjartsson og véla- verkstæði K.S. sá um raflagnir, pípu- lagnir, hitalagnir og alla vélavinnu. - FRI Forsetinn á faraldsfæti ■ Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, dvelur í Danmörku næstu viku X cinkaerindum, en hún fer utan í dag. Þaðan heldur forseti til Noregs þar sem hún verður heiðuisgestur á Stikla- staðahátfð dagana 29.-30. júlí og á Ólafsdögum í Þrándheimi 31. júlí til 3. ágúst. Forseti fslands kemur aftur heim 4. ágúst. Úthlutad á Ártúnsholti ■ Borgarráð samþykkti úthlutun á 10 einbýlishúsalóðum, umsóknir voru alls 83, í Ártúnsholti á fundi sínum í gær. Gatnageröargjald var ákveðið 561.33 krónur á rúmmetra og áætlast 364.865, sem jafnframt er lágmarks-, gjald. Þeir sem lóðimar fá eru: Ámi Þor- valdsson, Matthías D. Sigurðsson, Ólafur Gunnarsson Flóvens, Hreinn Haraldsson, Pálmi Friðriksson, Ist- leifur Gíslason, Gunnar Jóhannesson, Hanna Garðarsdóttir, Jón Kr. Gunn- arsson og Steingrímur Kristjánsson. -Sjó, „Búid að setja launin f umslög” — segir Jens Valdimars- son stjórnar- formaður Hradfrysti- húss Patreks- fjarðar ■ „Við höfum fengið nóg til að borga launin og það er búið að setja þau í umslög sem sturfsfólkið fær um leið og það kemur til vinnu í fyrramálið,“ sagði Jens Valdimarsson, stjórnarfor- maður Hraðfrystihússins á Patreks- firði, í samtali við Tímann í gær. t Hraðfrystihúsið fékk 8 til 900 þús- und króna lán gegnum Landsbankann, sem er viðskiptabanki fyrirtækisins. Jens var spurður hversu lengi þessi upphæð myndi duga. Hann svaraði því til að hún hrykki skammt. Verið er að skoða rekstrardæmi Hraðfrystihússins hjá Framkvæmda- stofnun ríkisins. -Sjó. Benny Berdino, stjómandi Arenasirkusins. Tímamynd Ámi Sæberg íslensku vegirnir eru alveg hræðilegir” segir Benny Berdino stjórnandi Arena-sirkusins við Glæsibæ þessum slóðum gáfust ein hjónin í hópnum upp og snéru við. Á Öxnadaln- um brotnaði stykki í eldhúsvagni og það tók 3 klukkutíma að fá gert við það. En aðalhrellingin var brekkurnar og það tók oft sinn tíma að telja kjark í fólk áður en það lagði í að fara niður þær. En nú er Arenasirkusinn búinn að koma sér fyrir og sýnir 2ja tíma dagskrá á hverju kvöldi til 7.ágúst kl. 20. Einnig eru sýningar um miðjan dag. Á dag- skránni sýna listamenn frá Rúmeníu, Tékkóslóvakíu og Danmörku loftfim- leika og trúðleika. Hingað kom sirkusinn frá Færeyjum en annars ferðast hann aðallega um Danmörku. Benny sagði að hann hefði verið að undirbúa það í ár að koma hingað til lands og sagðist vona að byrjunarörðugleikarnir hér sönnuðu gamla máltækið að fall sé fararheill. Frá Reykjavík fer sirkusinn til Akur- eyrar og sýnir þar frá 10.-14. ágúst. Hópurinn mun ætla að reyna að komast sjóleiðina þangað. - GSH VELJUM ÍSLENSKT! VELJUM ÍSLEIMSKT! VELJUM ISLENSKT! Maður eyðir 1/3 af ævinni í svefn og hvíld. Forsenda þess að vakna hress og endurnærður að morgni er að sofa á góðri og hæfilega stífri dýnu. Vaknir þú þreyttur og lerkaður skaltu aðgæta dýnuna þína. Ef hún er orðin slakleg hringir þú í okkur og við munum sækja hana að morgni. Sama kvöld færðu hana sem nýja og næsta morgun vaknar þú sem nýr og hressari maður! Ef dýnan er lúin og áklæðið Ijótt þá lát okkur vita í síma. Listavel skulum við lag'ana og fljótt, — þú lagast á örskömmum tíma! Framleiðum einnig nýjar dýnur eftir máli. DÝNU- OG BÓLSTURGERÐIN Smiðjuvegi 28 202 Kópavogi, sími 79233..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.