Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983 umsjón: B.St. og K.L. ■ Dolly Dollar trcystir ekki á brjóstastærðina eingöngu. DOLIY ÆTU\R AÐ LÆRA AD BAKA PI2ZUR -HLVONAROGVARA ■ Dolly Dollar er ekki nema tvítug, en hefur þegar getið sér orð sem lcikkona. Reyndar þykir hennar stærsti kostur vera ógnvekjandi brjósta- stærð, en málið þar yfir er 115 cm. En þó aö þessi líkamsvöxt- ur hafí orðið henni til fram- dráttar á leiklistarsviðinu, get- ur hann líka haft ókosti í för með sér. Jafnvægispunkturinn hlýtur nefnilega að vera á talsvert öðrum slóðum en hjá öðrum léttvægari konum. Kannski er þetta ástæðan til þeirrar yfirlýsingar Dolly, að: - Maður getur ekki staðið á öðrum fæti. Reyndar hafði hún annað í huga. Dolly virðist ekki vera neitt flón og hún gerir sér grein fyrir því, að leiklistarframinn getur verið fallvaltur. Hún hefur því í huga að koma sér upp annarri at- vinnu meðfram. Hún hefur nú hafíð leit í Múnchen að hent- ugu húsnæði til að opna pi/.zu- stað, ásamt sambýlismanni sínum, ítalanum Angelo Car- boni. Þau hafa nokkuð á- kveðnar hugmyndir um hvem- ig hann eigi að vera, notalegur og hlýlegur og ekki of stór. Þau hafa sem sé hugsað sér að reka hann sem fjölskyldufyrir- tæki og sjá sjálf um matreiðslu og framreiðslu. Angelo er sjálfur útlærður pizzumeistri, en Dolly á eftir að tileinka sér sitthvað í kúnst- inni. En hún er áhugasamur nemandi og undir handleiðslu góðs kennara ætti hún fljótlega að vera búin að ná tökum á pizzugerðinni. tökum áhugamanna um kvik- myndagerð," sagði Guðbjörn. „Við höfum tekið þátt í árlegri kvikmyndahátíð þessara sam- taka, og unnið þar til verðlauna. Hátíðin hefur hins vegar ekki verið haldin fyrr hér á landi.“ Að sögn Guðbjörns eru mynd- irnar sem sýndar eru á hátíðinni gerðar af áhugamönnum, og eru þær allar leiknar. Þær skiptast í tvo flokka, yngri og eldri, eftir því hvort kvikmyndagerðar- menn eru yngri en 25 ára eða eldri. Hvert aðildarland hefur til umráða 76 mín. í hverjum flokki. Tveir dagar eru teknir í að sýna myndirnar og eru þær dæmdar jafnóðum af dómnefnd sem í eiga sæti tveir fulltrúar frá hverju Norðurlanda. Þegar allar myndir hafa verið sýndar úthlut- ar dómnefndin verðlaunum og viðurkenningum. í fyrsta lagi er valin besta mynd í báðum flokkum; í öðru lagi eru veitt sérstök gull-, silfur- eða brons- verðlaun ef ástæða þykir til; í þriðja lagi er veitt viðurkenning fyrir tiltekin atriði sem góð rækt þykir hafa verið lögð við í einstökum myndum, s.s. hljóð og lýsingu. Það aðildarland sem flest verðlaun fær í efsta flokki hreppir flest stig og sigrar. Samhliða hátíðinni er efnt til námskeiðs um kvikmyndagerð fyrir áhugamenn. Það fyrra er haldið fimmtudaginn 21. júlí og hefur Karl Jeppesen umsjón með því. Það síðara sem haldið er föstudaginn 22. júlí nefnist „Kvikmyndir um og af börnurn" og hefur Tomas Knutsson frá Svíþjóð umsjón með því. Guðbjörn Guðbjörnsson sagði að þátttaka í þessum nám- skeiðum og aðgangur að kvik- myndasýningunum væri ókeypis og væru allir velkomnir. „Margar þær myndir sem þarna eru sýnd- ar eru síst lakari en þær sem gerðar eru af atvinnumönnum í kvikmyndagerð,“ sagði Guðbjörn. Þeir sem afla vilja frekari upp- lýsinga um hátíðina, námskeiðin og Samtök áhugamanna um kvikmyndagerð geta haft sam- band við Svein Aridra Sveinsson forseta samtakanna í síma 31164. GM ■ Þinghúsið í Washington að næturlagi. Tveir amerískir þingmenn víttir fyrir siðferðisbrot Framhjáhald mælist verr fyrir en kynvilla ■ Gerry E. Studds og Daniel B. Crane ■ SIÐAN uppvíst varð, að að- stoðarmenn Reagans hefðu náð í minnisblöð Carters fyrir sjón- varpseinvígi þeirra haustið 1980, hefur annað mál ekki verið nteira á dagskrá hjá bandarískum fjöl- miðlum. Þó dró nokkuð úr þessu um helgina, því að á föstudaginn birtu blöðin frásagnir af því, að siðanefnd fulltrúadeildarinnar hefði vítt tvo þingmenn fyrir siðferðisbrot. Samkvæmt venju mun það síðar borið undir full- trúadeildina, hvort hún villstað- festa víturnar eða ekki. Siðanefndin hefur mælt með því, að deildin staðfesti víturnar. Það er hlutverk siðanefndar- innar að fylgjast með hegðun þingmanna og rannsaka kærur eða orðróm, sem kann að berast henni um brot þingmanna á velsæmisreglum. Þetta gildir um hin margvíslegustu efni, eins og fjármálalegt misferli, mútur, hjúskaparbrot, kynvillu o.s.frv. Nefndin fær allmörg slík mál til athugunar, en oftast eru þau afgreidd í kyrrþey eða lognast út af. Það er yfirleitt ekki fyrr en málin verða opinber, að nefndin lætur hendur standa fram úr ermum ogsamþykkir vítur, þeg- ar ekki verður undan því vikizt. Þessar vítur eru það sjaldgæfar eða af svo litlu tilefni, að þeirra er yfirleitt að litlu getið. Víturnar, sem hafa verið sam- þykktar nú, eru hins vegar sprottnar af atvikum, sem fjöl- miðlum þykir álitlegt fréttaefni. Þess vegna hafa þær í bili sett minnisblaðamálið í skuggann. Ólíklegt er þó að það verði lengi, því að minnisblaðamálið getur átt eftir að fá söguleg endalok. Að vísu er ekki reiknað með, að Reagan dragist sjálfur inn í það á annan hátt en þann að hann verði að víkja einum eða fleiri aðstoðarmönnum sín- um úr starfi. ÁVÍTUR þær, sem siðanefnd- in hefur samþykkt, eru í báðum tilvikum sprottnar af ákærum, sem henni hafa borizt um að tveir þingmenn hafi átt mök við 17 ára gamla sendla, sem störf- uðu í þinginu, annar við 17 ára gamla stúlku, en hinn við 17 ára gamlan pilt. Það þykir nokkuð eftirsóknar- verð staða að vera sendill í þinginu og keppast þingmenn við að koma skjólstæðingum sín- um í slíkar stöður. Venjulega starfa þeir ekki lengur en í 1-2 ár. Meðan þeir gegna störfum í þinghúsinu, ganga þeir í sérstak- an skóla, sem þingið kostar, og þykja það meðmæli að hafa stundað nám þar. Sérstakt eftirlit er haft með sendlunum, því að það hefur ekki þótt óvenjulegt að þeir eða a.m.k. sumir þeirra væru litnir hýru auga. Þau brot, sem vítt var fyrir að þessu sinni, voru orðin 3 ára og 10 ára gömul. Sennilega hafa þau verið um hríð til meðferðar hjá nefndinni, en hún talið sig tilknúna að draga afgreiðslu þeirra ekki lengur. Það hefur vakið aukna athygli á þessum vítum, að þær varða þingmenn, sem hafa verið í góðu áliti. Mjög er nú rætt um, hvort ávíturnar verða til þess, að þeir láti af þingmennsku eða bjóði sig ekki fram aftur, en kosið verður til fulltrúadeildarinnar haustið 1984. ANNAR þeirra þingmanna, sem hlaut vítur, var Daniel B. Crane, sem hefur verið þingmað- ur fyrir kjördæmi í lllinois síð- an 1978. Hann er 47 ára, tann- læknir að menntun. Þegar Daniel Crane tók sæti í fulltrúadeildinni, var bróðir hans, Philip M. Crane, búinn að eiga þarsæti í nokkurárogvinna sér svo mikið álit, að hann gaf kost á sér til framboðs fyrir repúblikana við forsetakosning- arnar 1980. Bróðir hans studdi hann eindregið, en það nægði þó ekki. Þeir bræður báðir eru íhaldssamir repúblikanar og íhaldssamir repúblikanar fylktu sér um Ronald Reagan. Framboð Cranes reyndist því vonlaust. Hann fékk ekki nema fimm atkvæði á flokksþinginu. þegar forsetaefnið var valið. Daniel Crane sagði síðan í spaugi, að hvert atkvæði hefði kostað eina milljón dollara, en Philip Crane eyddi 5 milljónum dollara í prófkjörsbaráttuna. Það bendir til að hann hafi átt efnaða stuðningsmenn. í fulltrúadeildinni hefur Dani- el Crane skipað sér í raðir íhalds- samari og siðvandari repúblik- ana. Hann hefur beitt sér gegn fóstureyðingum, stutt bænahald í skólum og stutt allar tillögur um aukin útgjöld til hermála. Hjónaband hans og heimilislíf hefur verið talið gott, en þau hjón eiga sex börn. Daniel Crane er borinn þeirri sök, sem hann hefur viðurkennt, að hafa fyrir þremur árum átt mök við 17 ára stúlku, sem þá var sendill í þinghúsinu. Hún hefur ekki verið nafngreind, en frá henni hefur borizt sú játning, að þetta hafi ekki verið minna sér að kenna. HINN þingmaðurinn, sem var víttur, var Gerry E. Studds, sem hefur átt sæti í fulltrúadeildinni fyrir kjördæmi í Massachusetts síðan 1972. Studds, sent er 46 ára gamall, er lögfræðingur að menntun, út- skrifaðurfrá Yale háskóla. Hann var starfsmaður í Hvíta húsinu, þegar Kennedy var forseti, en hóf síðan kennslustörf við merk- ar skólastofnanir og kenndi eink- um ameríska sögu og stjórnmál. Kennslustörfum gegndi hann þangað til hann var kosinn á þing. í fulltrúadeildini hefur Studds skipað sér í vinstri arm demó- krata. Hann hcfur unnið sér gott álit í deildinni. Studds var víttur fyrir það, að hann hefði fyrir 10 árum haft mök við 17 ára gamlan pilt, sem þá var sendill í þinginu. Studds, sem aldrei hefur kvænzt, viður- kennir að hann sé haldinn kyn- villu. Þetta komst á dagskrá fyrir kosningarnar 1978, þegar hann sótti umendurkjör. Hannsigraði samt með yfirburðum. Studds er sagður mjög vinsæll í kjördæmi sínu, enda sinnir hann því vel. Þegar hann bauð sig fyrst fram þar, hafði demó- krati ekki náð kosningu þar síð- ustu 50 árin. Hann vann allgóðan sigur og hefur jafnan verið endurkosinn. Blaðamenn hafa heimsótt kjördæmi þeirra Cranes og Studds síðan þeir hlutu ávíturni- ar. Niðurstaða þeirra virðist sú, að þungt geti orðið undir fæti hjá Crane, ef hann sækir um endurkjör, en Studds sé líklegri til að halda velli, ef hann gefur aftur kost á sér. Svo virðist þvt', sem kjósendur dæmi framhjá- hald stærra brot en kynvillu. Crane segist samt viss um, að kona sín og börn muni fyrirgefa sér. Fjölskyldan tók líka á móti honum, þegar hann heimsótti kjördæmi sitt eftir að hafa verið víttur. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.