Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ1983 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Slgurisson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiislustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Síml: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Verðbólgukröfur opinberra fyrirtækja ■ Morgunblaðið hefur réttilega vakið athygli á því, hvort ekki sé gengið of langt með þeirri hækkun benzínskattsins, sem nýlega hefur verið ákveðin. Það er vitanlega mikil þörf fyrir aukið fé til vegaframkvæmda, en mestu skiptir þó fyrir vegaframkvæmdirnar til frambúðar, að það takist að draga úr verðbólgunni. Hækkun benzín- skattsins nú stuðlar ekki að því. Hækkun benzínskattsins hefur þó ekki veruleg áhrif á verðbólguhraðann í samanburði við þær miklu hækkunar- beiðnir, sem nú liggja fyrir frá ýmsum opinberum fyrirtækjum, eins og Landsvirkjun, Hitaveitu Reykjavík- ur, Landssímanum og ýmsum fleirum. Ef allar þessar hækkunarkröfur næðu fram að ganga, myndi árið 1983 verða mesta skattahækkunarár í þjóðarsögunni. Allt viðnám gegn verðbólgunni væri þá fokið út í veður og vind. Hún næst aldrei niður með því móti, að aðeins sé þrengt að einstaklingunum, en opinber fyrirtæki geti farið sínu fram að vild. Lessar miklu hækkunarkröfur opinberra fyrirtækja, sem hafa einokunarstöðu í sinni grein, hljóta að draga athygli að því, hvernig rekstri þeirra hefur verið og er háttað. Flest eða öll hafa þau getað fært út kvíarnar aðhaldslítið og eftirlitslítið, að ekki sé hreinlega sagt aðhaldslaust og eftirlitslaust af hálfu stjórnvalda. Það má vel vera, að þrátt fyrir þetta hafi rekstur þeirra verið í sæmilegu lagi, en það hefur aldrei verið kannað til hlítar. Er ekki kominn tími til þess? Það hljóta flestir eða allir að geta séð, hver afleiðingin yrði, ef fallizt yrði á framangreindar kröfur. Það má nefna það, sem dæmi, að þegar stjórnarformað- ur Landsvirkjunar væri búinn að fá fram sínar kröfur og önnur opinber fyrirtæki hliðstætt, yrði það fyrsta verkefni aðalbankastjóra Seðlabankans að grípa til tölvunnar og reikna út hversu mikil gengislækkun þyrfti að vera vegna þeirrar verðbólgu, sem hlytist af uínræddum hækkunum. Þegar búið væri að framfylgja niðurstöðum Seðlabanka stjórans, yrði það fyrsta verkefni stjórnarformanns Lands- virkjunar að reikna út hvað mikið orkuverð þyrfti að hækka til að vega á móti þeirri hækkun afborgana og vaxta, sem gengisfellingin hefði í för með sér. Gamla víxlhækkanavitleysan væri aftur komin til sög- unnar. Afleiðingum þarf ekki að lýsa. Fað skal viðurkennt, að umrædd opinber fyrirtæki kunna að geta fært rök að því, að þau safni einhverjum skuldum, ef þau fá ekki umræddar hækkanir. En það eru þúsundir fyrirtækja, sem kunna að þurfa að safna einhverjum skuldum, meðan verið er að komast út úr mesta verðbólguöngþveitinu. Hér er einkum átt við heimilin í landinu. Fað er ekki með neinu réttlæti hægt að seilast lengra ofan í vasa þeirra, eins og óbeint er stefnt að með umræddum hækkunarbeiðnum. Það verða allir að taka á sig nokkrar byrðar meðan verið er að vinna að niðurlögum verðbólgunnar. Þessar hækkunarbeiðnir minna svo á það, að það er tími til kominn að athuga gaumgæfilega opinberan rekstur á íslandi. Hér er ekki átt við kákið hjá Albert Guðmunds- syni að reyna að selja ýmis smáfyrirtæki, sem helzt bera sig. Hér er átt við hin stóru fyrirtæki, sem hafa einokunar- aðstöðu, hvort heldur þau eru eign ríkis eða bæjarfélaga. Þar getur falizt sú hætta, að þau vaxi þj óðinni yfir höfuð. - Þ.Þ. Mimm skrifað og skrafad Erfðasjúk- dómar ■ Sjúkdómar og bar- áttan við þá er eitt af eftirlætisefni fjölmiðla. Oft er slegið upp roku- fréttum um þessi efni, þegar faraldur geysar, óþekktir sjúkdómar skjóta upp kolíinum, en þó miklu fremur þegar tilkynnt er um ný lyf, eða aðra læknisdóma sem eiga að lækna eða útrýma þessum eða hinum sjúk- dómnum. Oft eiga þessar frásagnir við einhver rök að styðjast en eru iðulega matreiddar á þann hátt að þær geta vakið falskar vonir, eru yfirborðs- kenndar og jafnvel byggðar á misskilningi. En framfarir í læknis- fræði hafa verið svo mikl- ar að fólk á auðvelt með að trúa að vísindunum sé ekkert ofaukið og séu þess fullfær að bæta öll mannanna mein. Heil- brigði skiptir okkur öll miklu máli og því ofur- eðlilegt að menn vilji fylgjast með því sem er að gerast á þeim vett- vangi og fræðsla um heil- brigðismál er áreiðan- lega einhver besta heilsu- vernd sem völ er á. Krabbameinsfélag ís- lands gefur út vandað tímarit, Heilbrigðismál, þar sem hinir færustu menn fjalla um hina ýmsu þætti sjúkdóma og heilsugæslu á auðskilinn hátt. Þarna er margan fróðleik að finna sem ekki er síður lærdómsrík- ur og gagnlegur þeim seni vernda vilja heilsu sína en langlokur um kvöldvorrósarolíu og drottningarhunang og fleira af því tagi. Dr. Ólafur Bjarnason próf- essor skrifar forystugrein í síðasta tölublað Heil- brigðismála og segir: „Orsakir felstra sjúk- d#ma má ýmist rekja til umhverfisáhrifa eða erfða, nema hvort tveggja sé. Frá síðari hluta umlið- innar aldar hafa orðið gífurlega framfarir varð- andi þekkingu manna á umhverfisorsökum sjúk- dóma. Á grundvelli þess- ara framfara hefur ýmist tekist að fyrirbyggja eða lækna fjöída sjúkdóma sem áður reyndust illvið- ráðanlegir, og í fjölda tilfella banvænir. Einn stærsti flokkur sjúkdóma af þessu tagi eru hinar ýmsu farsóttir og smit- andi sjúkdómar alls konar. Hin mikla hækk- un meðalaldurs, sem orðið hefur á þessum tíma hér á landi, er ekki síst að þakka því að sigr- ast hefur verið á ýmsum smitandi sjúkdómum til fulls og aðrir orðið við- ráðanlegri. Á fyrri helm- ing þessarar aldar kom þetta fyrst og fremst fram í mikilli lækkun ungbarnadauðans. Aðr- ar orsakir, sem meðal annars hafa stuðlað að hækkun meðalaldurs hér á landi á ofangreindu tímabili, eru útrýming holdsveikinnar og sulla- veikinnar. Ekki má held- ur gleyma sigrunum yfir berklaveikinni, sem unn- ust á fjórða til sjötta áratugnum. Þau dæmi sem hér hafa verið rakin undirstrika enn þau sannindi að eftir því sem við þekkjum betur hinar raunverulegu orsakir sjúkdómanna, þeim mun auðveldara verður að ráða niðurlögum þeirra. í dag eru það ekki lengur hinar næmu sóttir sem skipa efstu sætin á dánarmeinaskránni hér- lendis. Þar sitja nú í öndvegi annars vegar hjarta- og æðasjúkdómar og hins vegar krabba- mein og önnur illkynja æxli. Enn eru það um- hverfisorsakir sem eru álitnar vera hinir áhrifa- mestu áhættuþættir varð- andi orsakir þessara sjúkdóma. Áframhald- andi leit að slíkum áhættuþáttum og ýtar- legri rannsóknir á verk- un þeirra í mannlegum líkama gefur góðar vonir um að innan tiðar verði þessir sjúkdómaflokkar einnig viðráðanlegri en þeir eru í dag. Einn er sá flokkur sjúkdóma sem menn hafa fram á þennan dag verið svartsýnir á að tak- ast mætti að fyrirbyggja eða lækna, en það eru þeir sjúkdómar, sem bundnir eru við erfðir. í athyglisverðri grein í þessu hefti Heilbrigðis- mála fjallar Jóhann Heiðar Jóhannsson læknir um eitt svið þess- ara sjúkdóma, það er greiningu meðfæddra gaila og sjúkdóma á fóst- urskeiði. Eins og fram kemur í grein Jóhanns Heiðars hafa orðið mikl- ar framfarir varðandi greiningu þessara sjúk- dóma. Það hefur leitt til þess að unnt er að koma í veg fyrir að börn með slíka galla, sem greindir verða, fæðist. Þegar taka þarf ákvörðun um það hvort eyða skuli fóstri með meðfæddan galla koma oft upp ýmis vandamál trúarlegs, sið- ræns eða félagslegs eðlis, sem finna verður lausn á. Til að auðvelda aðilum að taka slíka ákvörðun hefur fyrir nokkru verið sett á stofn erfðaráðgjöf við Kvennadeild Land- spítalans. í niðurlagsorð- um sínum segir Jóhann Heiðar að fóstureyðing hafi til þessa tíma verið eina aðgerðin sem mögu- leg sé til að koma í veg fyrir þá galla eða van- sköpun sem greind er á fósturskeiði, en hann gerir einnig ráð fyrir því að þeir tímar kunni að vera í nánd „að hægt verði að beita efnafræði- legum aðgerðum til að draga úr eða jafnvel lækna efnaskiptasjúk- dóma sem nú eru óvið- ráðanlegir,“ en greinan- legir á fósturskeiði. Þær framfarir sem orð- ið hafa á sviði svonefndr- ar erfðatækni („genetic engineering“) á undan- förnum árum styrkja þær vonir að unnt verði í náinni framtíð að ráða við efnaskiptasjúkdóma af því tagi sem að ofan getur.“ Siðræn og líffræðileg vandamál Eins og dr. Ólafur vík- ur að, standa læknar stundum frammi fyrir siðrænum vandamálum sem taka verður afstöðu til. Með nútíma greining- araðferðum er hægt að beita fóstureyðingu til að koma í veg fyrir að börn fæðist með erfðasjúk- dóma, en er það fullnað- arlausn? í grein sinni segir Jó- hann Heiðar Jóhannsson læknir, m.a.: „Ákvörðun um fóstur- eyðingu getur verið mjög erfið þeim sem hana þurfa að taka. Ýmis siðræn, trúarleg og fé- Iagsleg viðhorf skipta máli og hafa áhrif á tilfinningar þeirra sem málið varðar. Það er að sjálfsögðu á færi foreldr- anna einna að taka slíka ákvörðun, en það er hlut- verk heilbrigðisstarfs- manna að vera þeim til aðstoðar og stuðnings. Pá er komið að mikil- vægu atriði í allri um- ræðu um sjúkdómsgrein- ingu á fósturskeiði, en það er erfðaráðgjöfin. Erfðaráðgjöf (genetic counselling) er nauðsyn- legur þáttur í greiningu, meðferð og fyrirbygg- ingu meðfæddra sjúk- dóma. í erfðaráðgjöf felst það að viðkomandi einstaklingum eru gefnar upplýsingar um þá sjúk- dóma sem um ræðir, eðli þeirra, arfgengi, áhættur og aðgerðir til greining- ar, meðferðar og fyrir- byggingar. Tilgangurinn er sá að veita viðkomandi aðilum nægar upplýsing- ar til að geta byggt á mikilvægar ákvarðanir, til dæmis um barneignir, rannsóknir, aðgerðir, fóstureyðingar og jafnvel makaval. Nú hafa verið greindar á fósturskeiði yfir tvö hundruð msimunandi tegundir af meðfæddum göllum og sjúkdómum. Það á þó enn langt í land að greina megi alla þá margvíslegu meðfæddu galla sem þekktir eru. Þetta er ýmist vegna þess að greiningaraðgerðir eru ekki tiltækar, ekki nógu nákvæmar eða of áhættusamar til að þeim megi beita í meðgöngu.“ Pá gerir hann grein fyrir helstu aðferðum sem beitt er við sjúk- dómsgreiningu, en loka orð hans eru: „Fóstureyðing hefur hingað til verið eina að- gerðin, sem möguleg er til að koma í veg fyrir þá fósturgalla og vanskapn- aði sem greindir eru með ofannefndum rannsókn- um. Fóstureyðing verður þó aldrei takmark sjúk- dómsgreiningar á fóstur- skeiði, því að hún er ekki í samræmi við megin- markmið læknisfræðinn- ar, það að bæta heilsu og líf einstaklinganna. Hið raunverulega markmið fósturgreininganna hlýtur að vera það að stuðla að meðferð og síð- an lækningu meðfæddra sjúkdóma."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.