Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 20. JULI 1983 ■ Fjögur úr íslandsnefnd Alþjóöasambands myndlistarmanna, f.v. Torfi Jónsson, skólastjórí Myndlista- og handíðaskól- ans, Valgerður Bergsdóttir, Sigríður Bjömsdóttir og Stehen Fairbarn ásamt Sigrúnu Guðjónsdóttur formanni Sambands íslenskra myndlistarfélaga. Á myndina vantar einn nefndarmannanna, Richard Valtingojer Jóhannesson. Tímamynd Ámi Sæberg 10. þing Alþjóðasambands myndlistarmanna: F riður og afvopnun aðalefni þingsins Skóla- slit Stýri- manna- skólans ■ Stýrimannaskólanum í Reykjavík hefur verið slitið. Alls luku 90 nemendur prófi frá skólanum í vetur, þar af 4 bæði 1. og 2. stigi í hraðdeild skólans. Skip- stjórnarprófi 1. stigs luku 36 nemendur, þar af 5 í samvinnu við Framhaldsskól- ann í Dalvík; skipstjórnarstigi 2. stigs, sem veitir ótakmörkuð réttindi á fiski- skipum og undirstýrimannsréttindi á far- skipum, luku 43 nemendur, og skip- stjórnarprófi 3. stigs farmannaprófi luku 15 nemendur. Hæstu einkunn á 1. stigi hlaut Páll J. Pálsson Grindavík, 9,16, en hann sat í hraðdeild og lauk prófinu á haustönn. Á vorönn varð efstur Jóhannes Antonsson við Dalvíkurskóla með 8,75. Á 2. stigi varð efstur Hjalti Elíasson Vestmannaeyjum með 9,36 og hann fékk Öldubikarinn í verðlaun, farand- grip sem Sjómannafélag Reykjavtkur gaf í tilefni af 70 ára afmæli Öldunnar. Hæstu einkunn á 3. stigi hlaut Ari Arason Blönduósi, 8,85, hann fékk Farmannabikar Eimskipafélagsins í verðlaun. Einnig voru veitt verðlaun úr Verð- launasjóði Páls Halldórssonar fyrrver- andi skólastjóra og danska sendiráðið veitti verðlaun fyrir góða frammistöðu í dönsku. Við skólaslit töluðu fulltrúar gamalla nemenda, meðal annars talaði Eiríkur Kristófersson fyrir hönd 65 ára nem- enda. Einnig tóku til máls fulltrúar 60 ára, 50 ára, 25 ára, 20 ára og 10 ára nemenda og færðu skólanum gjafir. Skólastjóri Stýrimannaskólans, Guð- jón Ármann Eyjólfsson, rakti síðan starf skólans á síðasta vetri og gat um nokkrar nýjungar í skólastarfinu. Meðal annars var tekin upp kennsla í sundköfun, kennsla á tölvur á 3. stigi og komið upp sérstakri tölvustofu í Sjómannaskólan- um í samvinnu við Vélskólann. Á 1. stigi var nú tekin upp regluleg kennsla í fiskmeðferð í samvinnu við Fiskvinnslu- skólann. Að lokum gagnrýndi skólastjóri þann mikla fjölda undanþága sem Samgöng- uráðuneytið hefði veitt en frá 1. jan. 1981 til 10. nóv. 1982 gaf ráðuneytið út 229 undanþágur til 141 manns á 139 skipum og voru 100 skipanna stærri en 50 brl. Á síðastliðnu ári voru því talsvert fleiri sjómenn með undanþágur en sett- ust bæði í Stýrimannaskólann í Reykja- vík og Vestmannaeyjum, en þeir voru um 118. ■ „Sú hugmynd fæddist meðal nor- rænu fulltrúanna á 9. heimsþingi mynd- listarmanna í Stuttgart að öll Norður- löndin yrðu gestgjafar 10. þingsins. Því þingi er nú lokið og var það haldið í Hanaholmen í Finnlandi, en þar er menningarmiðstöð Finnlands og Svíþjóð- ar. Finnarnir stóðu með afbrigðum vel að móttöku þingfulltrúa en undirbúning- urinn var sameiginlegur af hálfu allra Norðurlandanna og þau voru öll kynnt sem gestgjafar af hálfu Finnanna,“ sagði Sigríður Björnsdóttir, formaður íslands- nefndar Alþjóðasambands myndlistar- manna á blaðamannafundi, þar sem störf og ályktanir 10. þings samtakanna voru kynntar. Krafan um frið og afnám kjarnorku- vopna var eitt höfuðtema þingsins ogvar samþykkt að koma á samstarfi myndlist- armanna og gagnrýnenda um alþjóðlega myndlistarsýningu á vegum UNESCO í þágu friðar. Það kom fram að í ýmsum löndum hafa samtök myndlistarmanna myndað samtök til að berjast gegn kjarnorkuvopnum og fyrir þinginu lá undirskriftasöfnun 2000 japanskra myndlistarmanna í þágu friðar. „Það var áhrifaríkt að heyra mál eins bandaríska fulltrúans sem hafði tekið þátt í stríðinu við Japani, og það er kannske táknrænt fyrir þann anda sem ríkti á þinginu að bandarísku ogjapönsku fulltrúarnirsátu hlið við hlið á þinginu," sagði Valgerður Bergsdóttir, einn íslensku fulltrúanna. „Mesta athygli okkar vakti framlag norska friðarrannsóknamannsins Johans Galtungs, sem flutti erindi um lista- manninn og þýðingu starfs hans í barátt- unni fyrir friði og afvopnun. Myndlistar- maðurinn bar þá ábyrgð í krafti sköpun- ar sinnar að segja til um hið ókomna. Hlutverk hans er að tengja fortíð við nútíð og framtíð sagði Galtung. íslensku fulltrúarnir lögðu fram ályktun sem samþykkt var þess efnis að til að byggja upp nýtt heimsskipulag og tryggja frið á jörð þurfi að leysa úr læðingi sköpunar- mátt mannsins og að UNESCO haldi námsstefnur og fundi í samvinnu við bandalagið í hinum ýmsu menningar- svæðum undir yfirskriftinni „Skapandi afl mannsins og friður á jörð“.“ - JGK. Slysavarnafélag íslands: Handbók um lyf og efni í heima- húsum væntanleg ■ Frá blaðamannafundi stjórnar Slysavamafélags íslands. Fyrir miðju situr Haraldur Henrysson, forseti félagsins. Við hlið hans situr iandlæknir, Ólafur Ólafsson, en einnig sjást á myndinni Eggert Vigfússon gjaldkerí félagsins, Örlygur Hálfdánarson, rítari, Hannes Þ. Hafstein framkvæmdastjóri og Guðmundur R. Jóhannsson fjármálastjórí. (Mynd Ámi Sæberg). ■ Slysavarnafélag íslands hefur í hyggju að gefa út, í samvinnu við landlækni, sérstaka handbók um lyf og efni í heimahúsum sem þurfa að geymast þar sem börn ná ekki til og um hvað skuli gera ef slys ber að höndum. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem stjórn Slysavarnafélags íslands og landlæknir héldu í tilefni af aðalfundi félagsins. Það kom fram í máli Ólafs Ólafssonar landlæknis að um 1/3 hluti allra barna á aldrinum eins til þriggja ára koma á slysavarðstofur á Reykjavíkursvæðinu árlega vegna heimaslysa, aðallega vegna neyslu ýmissa eiturefna. Því væri mjög brýnt að auka fræðslu um hvernig eigi að bregðast við ef slys af þessu tagi verða. Á aðalfundi Slysavarnafélagsins kom fram að félagsstjórn hefur ntikinn áhuga á að efla hvers kyns fyrirbyggjandi starf vegna aukinna tómstunda landsmanna, einkum vegna fjallaferða, veiðiferða og skemmtisiglinga, en slys í þessum ferð- um hafa aukist mjög undanfarið. Einnig var sérstaklega ályktað um umferðarmál. Fundurinn benti á að Umferðarráð væri ekki nægjanlega virk stofnun vegna fjárskorts og manneklu sem væri bagalegt því stórauka þurfi umferðarfræðslu og aðrar fyrirbyggjandi ___________________9 menningarmál Oft er það gott sem gamlir kveða ■ Aftanskin. Ritgerðir og minningar manna með sjötíu ára lífsreynslu eða meira að baki. : Utgefandi: Sjómannadagsráð 1981. Höfundar þessara ritgerða eru 24 og þar kennir margra grasa. Mönnum hefur ekki verið markaður bás, sumir minnast yngri ára sinna, aðrir dvelja einkum við öldrunarmá! samtíðar og komandi ára. Þetta gerir bókina líflegri og léttari til lestrar. Fjölbreytnin verður svo mikil. Auk þess sem áður er nefnt dvelja sumir við þætti úr lífsstarfi sínu svo sem Jón Jónsson jarðfræðingur og Jón Sigurðs- son borgarlæknir. „Seinni tíma rannsóknir í Japan, sem prófessor Hörður Kristinsson fléttu- fræðingur segir frá í Tímaritinu Flóru 1978, sýna að í fjallagrösum er efni sem í tilraunaglösum á rannsóknarstofum drepur eða veikir mjög hinar annars sterkbyggðu berklabakteríur." Út frá þessu ályktar Baldur að senni- lega megi skilja það að berklaveikin breiddist mjög út á íslandi þegar fjallagrös hættu að vera veigamikill þáttur í fæði íslendinga. En lengi hef ég trúað því að fjallagrös væru verðmæt til varnar og bóta brjóstveiki og magaveiki. Og þá er gott að vera minnugur þess að Bjarni Pálsson landlæknir taldi þau lyf gegn tæringu. Og gaman er að sjá það hjá Baldri lækni að „bóndinn ogembættismaðurinn í Búðardal á Skarðsströnd, Magnús Ketilsson, kom fyrstur manna í Norður- álfu fram með þá hugmynd að ósýnilegar sntáverur, sem við nú köllum sýkla, yllu júgurbólgunni." Segja má að Zophónías Pálsson sé nokkuð til hliðar við aðra höfunda bókarinnar þar sem hann ræðir um bænina og sömuleiðis Bragi Sigurjóns- son þar sem hann gerir grein fyrir lífsskoðun sinni og trú í Sendibréfi á sumardaginn fyrsta 1981. Þetta ernánast nefnt til að minna á fjölbreytni bókarefn- isins. Sjómannadagsráð hefur hér skilað bók sem er bæði fróðleg og skemmtileg aflestrar og líkleg til að vekja til umhugs- unar. Óhætt mun að segja að vandi sé að velja bók fyrir þann sem ekki hefur yndi af neinu sem þar birtist. Hann væri þá sennilega á svipuðu stigi og pilturinn sem kom á bæ með stjúpa sínum vestra. Talað var um að fá honum bók til að una við meðan hinir eldri ræddust við en þá sagði stjúpinn: „Sýndu honum ekki bók, nema þú viljir kvelja hann.“ Prentviilur eru óþarflega miklar í þessari bók en flest eru það einfaldar stafvillur svo að menn lesa auðveldlega í málið. Það er einn af kostum þessarar bókar að ástæða er til að ræða nánar og stundum rækilega um ýmislegt sem þar er sagt. Höfundarnir eru flestir þjóð- kunnir menn og með mjög fjölþætta lífsreynslu þegar allt kemur saman. Því þökkum við sjómannadagsráði fyrir að hafa boðið okkur í þann félagsskap. H.Kr. aðgerðir vegna fjölgunar umferðarslysa. Einnig taldi fundurinn að breyta þurfi umferðarlögum, t.d. að ökumönnum verði gert skylt að aka með ökuljósum allt árið; að sekta þurfi ökumenn sem ekki nota bílbelti og auka eftirlit með þeim sem hafa nýlega fengið ökuréttindi. Margar aðrar ályktanir voru gerðar á aðalfundinum, m.a. um að lögð verði áhersla á að Landhelgisgæsla og Sigl- ingamálastofnun geti sinnt öryggishlut- verkum sínum; um að stjómvöld vinni að því að auka þyrlukost landsmanna; átak verði gert í að bæta neyðarbúnað skipa, og fræðsla um froskköfun verði aukin. Félagar í Slysavamafélaginu em nú um 30.000. -GSH.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.