Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 12
■ DC-8-63 þota og Boeing 727-200 þota Flugleiða á Findelflugvelli í Luxemborg. þessari fækkun starfsmanna hefði átt sér stað á erfiðleikatímabilinu árin 1979 til 1980. Sagðist forstjórinn telja að félag- inu hefði tekist að komast yfir þetta erfiðleikatímabil, þótt það hefði síður en svo verið sársaukalaust að sjá á baki þessa mikla fjölda starfsmanna, en til allrar blessunar hefði ástandið í landinu á þessum tíma verið gott, þannig að fyrrum starfsmenn fyrirtækisins hafi ekki setið uppi atvinnulausir. Forstjórinn sagði er hann ræddi flug- vélakost félagsins: „Félagið tók í notkun nýja DC 10 flugvél, á árinu 1979, en vegna þeirrar þróunar sem þá varð, þá var sú vél seld á kaupleigusamning, og útaf fyrir sig voru það mjög farsæl endalok, því vélin var keypt á þáverandi markaðsverði, um 43 milljónir dollara, en nú eru slíkar vélar fáanlegar fyrir u.þ.b. helming þeirrar upphæðar, vegna offramboðs á slíkum vélum. Árið 1980 var keypt ný vél frá Boeing verksmiðjun- um, 727-200, sem kostaði um 500 mill- jónir króna og hefur hún reynst mjög vel.“ Er Sigurður fjallaði um hlut Flugleiða í Arnarflugi sagði hann m.a.: „Árið 1978 var meirihluti í Arnarflugi keyptur, en síðan var félaginu gert að selja hann á árinu 1981.“ Sigurður sagði að pílagrímaflug hefði mjög aukist, og hefði aukningin verið mest sl. þrjú ár, og að Flugleiðir hefðu nú gert stóran samning við Alsír um pílagrímaflug. Forstjórinn sagði er hann fjallaði um flugleyfi: „Á sl. ári vorum við sviptir ■ Skyldi 'einn 10 ára strákur verða arftaki þessara tveggja sem tákn Flugleiða? ■ Hvaða íslendingur þekkir ekki myndina af litlu strákunum, með flugstjórahúfur Flugfélags íslands hf. og Loftleiða hf., sem varð tákn sameiningar félaganna tveggja í félagið Flugleiðir fyrir nákvæm- lega 10 árum? Það má segja sem svo að Flugleiðir séu sem slíkar vaxnar uppúr þeirri mynd, því barnsbragurinn hverfur óðum af fyrirtækinu, enda er það að komast á gelgjuskeiðið. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða hélt í gær fund með fréttamönnum, ásamt Erling Aspelund framkvæmda- stjóra stjórnunarsviðs, Sveini Sæmunds- syni blaðafulltrúa og Sæmundi Guðvins- syni fréttafulltrúa félagsins. Forstjórinn rakti þar sögu félagsins í grófum dráttum, og sagði m.a. að oft hefði verið gerð tilraun til að sameina félögin tvö, áður en sameiningin varð að raunveruleika. Fyrst hefði verið reynt árið 1944, þá 1951, aftur 1959 og 1964, en í alvöru hefðu tilraunir til sameiningar hafist 1971, og 20. júlí 1973 hefðu þær tilraunir borið árangur, og félögin tvö orðið að einu félagi. Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða gerði þessu næst að máli sínu þá spurn- ingu hvort ávinningur hefði náðst á þessu 10 ára tímabili, og sagði þá m.a: ■ Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða og Erling Aspelund framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Flugleiða á milli þeirra Sveins Sæmundssonar blaðafulltrúa Flugleiða . og Sæmundar Guðvinssonar fréttafulltrúa Flugleiða. -Tímamynd - G.E. Flugleidir hf. 10 ára í dag: LTTLU STRAKARNR ADKOMASTÁ TÁNMGAAUIURMN FJÖLBREYTT AFMÆLISHÁTÍÐ RAÐGERÐ í HAUST „Ávinningur á þessu tímabili hefur orðið verulegur, um það er engin spurning. Hinsvegar gátu menn að sjálfsögðu ekki séð fyrir, þá þróun sem framundan var. Pað má tala um áttunda áratuginn sem áratug lítils hagvaxtar í heiminum, og hann er einnig áratugur mjög mikilla erfiðleika í öllum flugrekstri. Nú, það hefur náðst meiri hagræðing í rekstri þessa félags. Við teljum að markaðurinn hér sé það smár, að hann þoli í reynd ekki mörg flugfélög. Við teljum það hvorki farsælt né hagkvæmt að skipta þessum markaði.“ Pessu næst fjallaði Sigurður Helgason um eldsneytishækkanir á síðasta áratug, og greindi frá því að á árunum 1973 til 1981 hefði eldsneyti tí- eða ellefufaldast í verði. Þar að auki hefðu breyttar reglur um flug í Bandaríkjunum árið 1979 gert það að verkum að staða Atlantshafs- flugsins hefði versnað verulega, og síðan hefði verið halli á Atlantshafsfluginu, þar sem offramboð og undirboð far- gjalda á þessari leið hefðu orðið allsráð- andi eftir reglugerðarbreytinguna. „Á síðastliðnu ári var hallinn á Atlantshafs- fluginu um 500 milljónir dollara," sagði Sigurður. Sigurður nefndi sem dæmi um það á hvern hátt Flugleiðir hefðu dregið saman seglin við þessa versnandi stöðu að starfsmönnum hefði verið fækkað veru- lega en þegar starfsmannafjöldinn var mestur hjá fyrirtækinu, þ.e. eftir sam- eininguna, þá störfuðu hjá fyrirtækinu um 1700 manns, en í dag eru 1200 manns starfandi hjá fyrirtækinu, og megnið af leyfum til að fljúga á ákveðna staði og við töldum þá og teljum enn að hér sé um ranga stefnu að ræða. Við teljum rétt að hafa eitt stórt flugfélag, sem byggir á tæknilegri þekkingu og traustum grunni.“ 1 máli forstjórans kom fram að launa- greiðslur Flugleiða í ár nema um 370 milljónum króna, sem samsvarar rúmri milljón á dag. Um háannatímann segir hann að félagið flytji um 3500 farþega á sólarhring, farþegafjöldi félagsins á þessu ári til 9. júlí sl. hafi verið 279 þúsund manns og farþegafjöldi í Atlants- hafsfluginu verið 107 þúsund manns, sem sé 24% aukning frá sama tíma í fyrra. Evrópuflugið hafi hinsvegar dreg- ist saman það sem af er árinu um 4% og þar ráði verulega um hversu ferðum ■ Þetta getur örugglega kallast söguleg mynd, því hún er nákvæmlega 10 ára í dag, og er tekin af stjóm Flugleiða eftir sameiningu félaganna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.