Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ1983 17 ffréttir ■ Flugfrevjur Flugleiða hafa ávallt haft á sér orð fyrir lipra og góða þjónustu, og verður svo eflaust áfram. íslendinga hefur fækkað, en Sigurður sagði það liggja í augum uppi að sam- dráttur í ferðum íslendinga til annarra landa væri bein afleiðing af því efnahags- ástandi sem nú ríkti í landinu. Sigurður sagði að í samanburði við önnur Evrópuflugfélög, þá stæðu Flug- leiðir mjög vel hvað verð snerti, því í ljós hefði komið að fargjöld Flugleiða á Evrópuleiðum væru um 30% lægri en meðalfargjöld Evrópuflugfélaga. Forstjórinn sagði félagið mjöggjarnan vilja bæta aðstæður innanlandsflugsins, og benti á að Flugleiðir væru sjálfsagt einsdæmi í heiminum hvað snertir far- þegafjölda á innanlandsleiðum, því fjöldinn samsvaraði því að hver íslend- ingur ferðaðist einu sinni með innan- landsflugi Flugleiða á ári hverju, þar sem fjöldi farþega í innanlandsfluginu væri um 230 þúsund manns á ári. í lokaorðum sínum fjallaði Sigurður lítillega um framtíðarhorfur félagsins og sagði þá að sér virtist sem eitthvað bjartara væri framundan, og þar réði ekki hvað síst batnandi efnahagshorfur í Bandaríkjunum. „Pað sem vantar hér,“ sagði forstjór- inn, „er fastmótuð stefna í flugmálum, og það vantar einnig fastmótaða stefnu í ferðamálum, því stefnan í dag er allt of handahófskennd." í tilefni afmælis Flugleiða gerði Erling Aspelund, framkvæmdastjóri stjómun- arsviðs, sem jafnframt er formaður af- mælishátíðarnefndar félagsins, grein fyr- ir því helsta sem Flugleiðir hyggjast gera í tilefni afmælisins. Hann sagði að aðal- hátíðahöldin yrðu helgina 17. til 18. september í haust, því þá væri líf landsmanna nokkurn veginn komið í fastar skorður á nýjan leik, eftir frí og annað nú í sumar. „Við viljum kynna almenningi starfsemi okkar þessa helgi," sagði Erling, „og þá miklu þýðingu sem það hefur fyrir þjóðarbúið að starfsemin gangi vel. Sem dæmi um þá þýðingu, nefni ég að Flugleiðir kaupa mat af matvöruframleiðendum fyrir um 40 mill- jónir á ári. Flugleiðir útvega ferðaskrif- stofunum viðskiptavini, hótelunum, bt'laleigunum, o.fl. o.fl. þannig að það eru óhemju margir sem hafa hag af því að reksturinn gangi vel.“ í máli Erlings kom fram að Hótel Loftleiðir verður beinlínis undirlagt und- ir kynningarstarfsemina þessa helgi. Kvikmyndasýningar, hverskonar kynn- ingar hinna mismunandi deilda fýrir- tækisins, verða í gangi þessa helgi. Kaffitería hótelsins verður með flugvéla- mat á boðstólum, boðið verður upp á sérstakt matar-, gisti- og flugverð, þann- ig að sem flestir landsmenn sem á annað borð vilja taka þátt í afmælishátíðinni, eigi þess kost. Pá eru ráðgerð ákveðin prógrömm fyrir skólaböm á þessari hátíð, auk þess sem í bígerð eru hinar ólíklegustu uppákomur, sem Erling vildi þó ekki greina frá hverjar yrðu, enda yrði þá vart um uppákomur að ræða, ef þær væru kynntar í blöðum með nær tveggja mánaða fyrirvara. -AB ■ Fokker Friendship vél félagsins í flugtaki á Reykjavíkurvelli, en Ijórar slíkar vélar annast eins og kunnugt er megnið af innanlandsflugi Flugieiða og flytja á ári hverju um 230 þúsund farþega. o INGVAR HELGASON sim 3356o SÝNINGARS ALURINN/RAUÐAGERÐI ARU Hér sérðu hvernig SUB ARU lítur út að framan Þeirhjá Subaru vorufyrstirmeð hugmyndina að fjórhjóladrifnum fjöl- skyldubíl og þeir eru ennþá öruggir ífyrsta sœti. Fyrst var Subaru með 1400cc vél. Hún varoflítil. Þá kom 1600cc vélin. Ekki var krafturinn ennþá nœgilegur fyrir fjórhjóladrifið. Núna er Subaru GLF 4WD með geysi kraftmikilli en sparneytinni 1800cc vél. Það er rétta stærðin. En það er svo ótal margt annað sem þróast hefur í áranna rás í Subaru. Núna er Subaru: ★ Upphækkanlegur með einu handtaki (og er nú Subaru hár fyrir), þegar þú vilt fara miklar veg- leysur eða í snjó með vel hlaðinn bíl. ★ Með elektróniskri kveikju til að nýta bensínið enn betur, sem sagt kraftmeiri og sparneytnari. ★ Með algera nýjung sem slær í gegn: „Hill holder". Subaru heldur sjálfur við í brekkum, ef þú stoppar. Þú þarft hvorki að stíga á bremsuna né nota handbremsuna. , ★ Sjálfskiptur. Engan bíl í heiminum er jafn auðvelt að setja í fjórhjóladrif og sjálfskiptan Subaru. ★ Ekki bara með einn lágan gír, heldur EKTA lágt drif sem virkar á alla gíra. ★ Með vökvastýri, ef þú vilt. ★ Með rafmagnsrúðum, ef þú vilt. ★ Að sjálfsögðu með alla þá aukahluti sem aðrir gorta sig af en eru sjálfsagðir í Subaru. Subaru 1800 4WD, vinsœlasti bíllinn á Íslandi (samkvœmtsíðustutölum Hagstofuíslands). -AfhverjuheldurÞÚ aðsvosé? Munið bílasýningar okkar um helgar kl. 2-5. Tökum allargerðir eldri bifreiða upp ínýjar. 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.