Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 20

Tíminn - 20.07.1983, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19 Laugardaga 10-16 H HEDD Skemmuveg' 20 Kopavogi Simar (91)775 51 & 7 80 30 Varahlutir Mikið úrval Sendum um land allt Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs SAMVINNU TRYGGINGAR &ANDVAKA ARMULA3 SIMI 81411 % 4! abriel HÖGGDEYFAR \j (QJvarah I uti r, SSSS'1 ITttUÍint Ritstjom86300-Augtysingar 18300— Afgreidsla og askrift 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1983 Álviðrædunum haldið áfram á morgun: TVEIR GERÐARDÓMAR EIALU UM AGREININGSMAL DEILUAÐILANNA ■ „Það hafa auðvitað verið haldnir margir undirbúnings- fundir fyrir næsta álviðræðu- fund, nú á fiinmtudag, og von- andi verður hægt að ganga frá deilumálunum í gerðardóm á þessum fundi, eins og gert hefur verið ráð fyrir, og eins vona ég að takist að semja um fyrstu hækkun á raforkuverði, og að hún fáist fram nú eða mjög f]jótlega,“ sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra í samtali við Tímann í gær, er hann var spurður með hvaða hætti undirbúningur fyrir næstu viðræður við fulltrúa Alusuisse hefði verið, en næsti fundur aðila er hér í Reykjavík á morgun. Samkvæmt heimildum Tímans þá ríkir ekki of mikil bjartsýni varðandi árangur af þessum fundi á morgun. Er meiningin að reyna að einfalda gerðardóminn sem rætt hefur verið um, og koma á fót tveimur gerðardóm- um, - annars vegar alíslenskur gerðardómur sem myndi fjalla um skattatæknileg atriði og hinn gerðardómurinn yrði þannig samsettur að íslensk stjórnvöld myndu tilnefna einn aðila, Alus- uisse einn og einn yrði tilnefndur af báðum aðilum sameiginlega. Síðari gerðardómurinn myndi fjalla um hvernig túlka beri ákvæði aðalsamningsins um við- skipti milli óskyldra aðila, með tilliti til ákvæða aðstoðarsamn- ingsins um að Alusuisse skuli sjá ÍSAL fyrir aðföngum á bestu fáanlegu kjörum. Þessi gerðar- dómur myndi jafnframt fjalla um rétt ríkisstjórnarinnar til þess að leggja skatt á ÍSAL aftur í tímann. Eins og kunnugt er, þá snúast viðræðurnar á milli Alusuisse og álviðræðunefndarinnar jafn- framt um endurskoðun orku- samningsins, hugsanlega aðild nýs hluthafa, hugsanlega stækk- un álversins, hugsanlega eignar- aðild íslendinga sjálfra að álver- inu og breytingar á skattareglun- um þannig að þær verði óháðar tekjuafkomu, sem myndi koma í veg fyrir sambærilegar deilur í framtíðinni. Það er Ijóst af þessari miklu upptalningu að mikið verk er framundan, og þeir sem Tíminn ræddi við í gær, um álviðræðurn- ar töldu að ekki væri of mikil ástæða til bjartsýni, einkum ekki hvað varðar að ná fram hækkun raforkuverðsins, en töldu þó að ekki væri öll von úti á meðan að menn gætu ræðst við, og reynt að semja. -AB Ríkisstjórnin hyggst setja á laggirnar nefnd til endurskoð- unar á Framkvæmdastofnun: TÚMAS ARNASON FOR- MAÐUR NEFNDARINNAR ■ Samkvæmt ákvæðum í mál- efnasamningi ríkisstjórnarinnar er nú í undirbúningi að setja á laggirnar nefnd sem endurskoð- ar starfsemi og fyrirkomulag í Framkvæmdastofnun og fjár- festingalánasjóðunum. Munu stjórnarflokkarnir tveir skipa þrjá fulltrúa í þessa nefnd, hvor um sig, og hefur Framsóknar- flokkurinn þegar tilnefnt sína fulltrúa, en Sjálfstæðisflokkur- inn ekki. Fulltrúar Framsóknarflokks- ins verða, samkvæmt heimildum Tímans þeir Tómas Árnason, sem verður formaður nefndar- innar, Helgi Bergs, bankastjóri og Ólafur Þ. Þórðarson alþing- ismaður. Búist er við að nefndin taki til starfa fyrir alvöru með haustinu. -AB Ný olíuvidlega vid Örfirisey í haust ■ „Þessar framkvæmdir eru hluti af verki sem staðið hefur yfír undanfarin tvö ár. Þama á að vera komin viðlega fyrir strandferðaskip t olíuflutning- um í haust,“ sagði Hannes, Valdimarsson, yfirverkfræð- ingur hjá Reykjavíkurhöfn, í samtali við Tímann í gær þegar forvitnast var um vinnu þá sem hafin er við nýja hafnargarðinn í Örfirisey í Reykjavík. Hannes sagði að þegar væri lokið við gerð skjólgarðar, og innan við hann ætti nú að reisa bryggju fyrir olíuflutningaskip þau sem fara mcð olíu um- hverfis landið. Olíubryggja hcfur verið innan hafnar f Örfirisey um nokkurt árabil en verið er að stækka Olíustöðina og þar á að taka á móti fleiri tegundum eldsneytis, þ.á. m. bensíni, og afgreiðsla utan hafnar er talin skapa aukið öryggi. Auk framkvæmda við nýju viðleguna er verið að undirbúa lagningu oiíuleiðsina frá Olíustöðinni, og jafnframt er verið að skapa aðstöðu til að byggja fleiri olíugeyma. -GM Tímamynd: Ámi Sæberg. Steinullarverksmidja á Sauðárkróki: „EKKI BYGGD NÉR AN SAMBANDSINS” — segir Ölafur Fridriksson stjórnarmaður í fyrirtækinu ■ „Stjórn Steinullarverksmiðj- unnar hefur lagt á það mikla áherslu að fá Sambandið með inn í dæmið, ef það gengur ekki verður engin steinullarverk- smiðja byggð hér“, sagði Ólafur Friðriksson, einn af stjórnar- mönnum Steinullarverksmiðj- unnar á Sauðárkróki í samtali við Tímann, en fram hefur kom- ið gagnrýni á það að Sambandið gæti hugsanlega fengið einka- umboð á allri dreifingu afurða verksmiðjunnar í framtíðinni. „Það sem við höfum í huga í þessu sambandi er að nota það dreifingarkerfi sem Sambandið hefur þegar byggt upp um land allt og kæmi dæmið þá þannig út fyrir okkur að í stað þess að þurfa að senda sjálfir framleiðsl- una til smásöluverslana, um 5- 600 talsins, myndu 4-5 aðilar sjá um það og spara okkur stórfé.“ „Inn í þessu dæmi er einnig það að Sambandið myndi skuld- binda sig til að dreifa einungis okkar framleiðslu en það er nú stærsti innflytjandi á þessum afurðum hérlendis“,sagði Ólafur. Ólafur sagði einnig að hann teldi að nokkurs misskilnings hefði gætt í fréttunum af þessu máli hingað tií. „Það væri augljóst mál að ef Sambandið kæmi ekki þarna inní myndina þyrftum við sjálfir að byggja upp okkar eigið dreifingarkerfi og slíkt yrði bæði kostnaðarsamt og tímafrekt". FRI/GSH dropar Deilt um götur og ekki „götur“ ■ Einhverjar deilur virðast upphafnar i Nýjum miðbæ um hvort „götur“ skuli vera götur, eins og meðfylgjandi erindi sem barst borgarráði nýlega ber með sér: „Lokaorð í mót- mælum borgarlögmanns gegn því að gera Akraland að „götu“ voru þessi: „Sam- kvæmt upplýsingum gatna- málastjóra verður Akraland merkt á götukortum.“ Þetta litla loforð var ekki framkvæmt á nýútkomnu götu- korti í símaskránni 1983“, segir bréfritari. „Vegna þessa gefna tilefnis fer ég fram á það við hæstvirt borgarráð, fyrir hönd þeirra öldnu borgara, sem koma til með að eiga þarna heima, að „gatan“ Akraland verði lengd úr 50 cm í ca. 15-20 metra, eða að beygju á skipu- lagsteikningu, - þá kemst nafn- ið a.m.k. stytt í Akral. á götukortið“. „Setti heims- met í hástökki“ ■ Flestir hafa tekið eftir því að eldsvoði varð í Rörsteyp- unni í Kópavogi í fyrrakvöld. Dropar heyrðu að Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri hefði stjórnað slökkvistarfinu af myndarbrag, og heyrðu þeir jafnframt að Maðamaður einn hefði komið að máli við slökkviliðsstjórann á staðnum í fyrrakvöld og spurt hann hvort hann myndi eftir brun- anum í Rörsteypunni 1964, en sama fyrirtæki brann þá sem næst til kaldra kola. Herma heimildir Dropa að Rúnar hafi svarað eitthvað á þessa leið: „Ég man að sjálfsögðu eftir brunanum, en þegar hann varð þá var ég að vinna í Áburðar- verksmiðjunni (Rúnar er efna- verkfræðingur að mennl) og þeir hjá Slökkviliðinu hringdu til mín og spurðu mig hvernig þeir ættu að meðhöndla acet- onkúta sem voru á staðnum. Nú, þrátt fyrir leiðbeiningar mínar, þá fóru þeir nú með einn kútinn út í læk, og þar sprakk hann í loft upp!“ Blaða- maður spurði þá Rúnar hvort enginn hefði meiðst við ósköp- in og svaráði hann þá um leið og hann glotti stórum: „Ekki var það nú, en einn af aðal- varðstjórunum mínum heldur því fram að þá hafi hann sett hcimsmet í hástökki!“ Krummi ... væri ekki nær að selja „Midnight cowboys“ í Árbæn- um hrossin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.