Tíminn - 21.07.1983, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.07.1983, Blaðsíða 1
Siðumula 15-Postholf 370 Reykjavik - Rrtstiorn 86300 - Augiysingar 18300- Atgreiðsla og askrrft 86300 - Kvoldsimar 86387 og 86306 Ný skýrsla Borgarskipulags um íbúa og húsnæðismál í Reykjavlk: HJONAFOLK BYRIAÐEINS HELM- ING ALLRA ÍBIlÐA BORGAMNNAR — Einstaklingar og einstæðir foreldrar nær orðnir jafn margir ■ í Reykjavík búa hjón nú orðið í færri en helmingi allra íbúða borgarinnar. Ibúðir þar sem einhleypingar (bamlausir, ógiftir eða fráskildir) eru aðeins orðnar um fjórðungi færri en þær íbúðir sem byggðar eru hjónafólki. í innan við þriðjungi íbúða borgarinnar búa nú 3 eða fleiri, þó rösklega hebningur allra íbúða borgarinnar séu 4ra- herbergja eða þaðan af stærri. Þetta kemur m.a. fram í nýrri skýrslu Borgarskipulags Reykja- víkur um íbúa og húsnæðismál. Á síðasta ári bjuggu hjón aðeins í rösklega 16 þús. af þeim 132.374 íbúðum sem þá voru taldar í borginni, eða 49,9% í- búðanna, nánar til tekið. Þetta hlutfall hafði lækkað úr 72,6% á síðustu 18 árum. í rösklega 12 þús. íbúðanna búa nú orðið einstaklingar, eða 37,4% allra íbúða borgarinnar, en það hlut- fall var aðeins 14,9% árið 1964. í 2.860 íbúðum búa nú einstæðir foreldrar, eða 8,8% íbúðanna og hefur það hlutfall heldur lækkað á fyrrgreindum tíma og í 1.236 íbúðum býr fólk í óvígðri sambúð, sem er aðeins fjölgun hlutfallslega á þessu 18 ára tíma- bili. í skýrslunni segir að hlutfall einhleypinga sé stöðugt að vaxa og jafnframt spáð að hlutfall minni heimila (l-3ja manna) muni halda áfram að aukast á höfuðborgarsvæðinu. Þótt fólk á aldrinum 20-29 ára hafi aldrei verið fleira en nú hefur hjóna- vígslum t.d. fækkað úr 1.891 árið 1974 (er þær voru flestar) og niður í 1.357 árið 1981, en það ár bjuggu nær 21 þús. ein- hleypingar 20 ára og eldri í Reykjavík. Jafnframt þessu hef- ur tíðni lögskilnaða aukist um 125% á árunum 1961 til 1981, eða úr 164 ár hvert að meðaltali 1961-65 og upp í 463 árið 1981. Það ár voru skilnaðir 11,2% miðað við fjölda hjóna í borg- inni. -HEI Niðurstaða í ritstjórnargrein Morguns, tímarits Sálarrann- sóknarfélagsins: ?fSPÍRmSMI RUNNID SKEK) SITT Á ENDA“ — Almenningur getur ekki stund- að sálarrannsóknir ■ Stuðmenn eru nú lagðirafstað með ms. EDDU en þeir munu spila þar um borð næstu vikuna. Þeir efndu til kveðjuhófs um borð áður en lagt var af stað og er myndin tekin þar. Tímamynd Ami Sæberg. fAlxaorban vEin 4881 FRA STOFNUN — Útlendingum oftar veitt en Islendingum ■ Frá því að hin íslenska fálka- orða var stofnuð árið 1921 hefur 4881 orðuveiting átt sér stað og hefur skiptingin verið þannig að orðuveitingar til Islendinga hafa verið 1869 og 2985 til útlendinga. Tímanum telst til að af þeim 1869 íslendingum sem sæmdir hafa verið orðunni frá upphafi, séu nú á lífi um 600 manns. t júní 1978 tóku nýjar reglur gildi um veitingu fálkaorðunnar, en fram til þess tfma hafði sú regla gilt um veitingu orðunnar til íslendinga, að veita mætti 25 orður á ári hverju og 15 stigs- hækkanir, þannig að orður á ári hverju til íslendinga gátu samtals orðið 40. Reglumar voru hins- vegar rýmkaðar, þannig að á ári hverju frá því 1979 hafa orðu- veitingar til íslendinga verið á bilinu 50-60. Þessar og fleiri upplýsingar fékk Tíminn í gær hjá Halldóri Reynissyni, forseta- ritara, en hann er jafnframt ritari orðunefndar, sem gerir tillögur til forseta íslands um það hverjir skuli sæmdir orðunni. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands hefur í forsetatíð sinni veitt á ári hverju 52 til 58 orður til íslendinga og á árinu 1981 veitti hún útlendingum 200orður 'og sl. ár veitti hún útlendingum 35 orður. Það verður þó að hafa hugfast, þegar orðufjöldinn til útlendinga á árinu 1981 er skoð- aður, 200 orður samtals, að for- setinn fór í þrjár opinberar heim- sóknir, þ.e. til Danmerkur, Sví- þjóðar og Noregs, og slíkum opinberum heimsóknum, þ.e. þjóðhöfðingjaheimsóknum, fylgja að jafnaði miklarorðuveit- ingar. -AB Sjá nánar bls. 2 landi. í greininni er bent á að vís- indalegar sálarrannsóknir sé ekki unnt að stunda án flókinna og haldgóðra varúðarráðstafana. Sjaldan séu einhlítar skýringar á því sem virðist gerast. Það þurfi vant fólk, réttar aðstæður og stundum fágæt og dýr tæki til að gera athuganir. Þar við bætist þörf á sérþekkingu sálfræðinga, eðlisfræðinga og annarra lærðra inni. Forvitið fólk hafi enn verk að vinna og margt að leysa. Tilver- an sé enn dularfull og heillandi. Að lokum segir að skilningur mannkynsins á hinni miklu gátu um lífið og eðli alheimsins, heim- kynna okkar, aukist smátt og smátt. Verkfærið í þekkingar- leitinni sé hin vísindalega aðferð, og farsælast sé að halda traustu taki í það verkfæri. - (JM ■ „Deiluefnin í upphafi sálar- rannsókna fyrir 100 áram eru ekki lengur fyrir hendi. Alþjóð- leg andahyggja, öðru nafni spíri- tismi, mun ekki bera frekari árangur. Hún hefur runnið skeið sitt á enda.“ Þessi ummæli er að finna í ritstjórnargrein Þórs Jakobsson- ar í nýjasta hefti Morguns, tíma- rits Sálarrannsóknafélags íslands. Morgunn hefur í 64 ár verið höfuðrit íslenskra spírit- ista, og orðin sem látin eru falla í ritstjórnargreininni kunna því að marka þáttaskil í sögu sálar- rannsókna hreyfingarinnar á ís- manna til að skera úr um niður- stöður rannsóknanna. Afleiðing þessa sé sú að almenningur geti ekki stundað sálarrannsóknir frekar en jarðfræði án þess að læra tiltekin fræði. „Fúsk leysir engar gátur,“ seg- ir ritstjórinn og bætir við: „Nátt- úran er flókin, tilveran er flókin - og miklu flóknari en for- sprakka sálarrannsóknamanna og samtímamenn þeirra, efnis- hyggjumenn 19. aldar, óraði fyrir.“ Ritstjóri Morguns telur þó að ekki sé ástæða til að harma að nýr kafli sé hafinn í sannleiksleit- i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.