Tíminn - 21.07.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.07.1983, Blaðsíða 2
 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983 ■ Velflestir vita hvað um er rætt, þegar talað er um orðuveitingu íslenska ríkisins, þ.e. Fálkaorðuna, en sjálfsagt er ekki öllum kunnugt um að heiðursstig þessarar orðu eru Qögur talsins. Það lægsta, eða scgjum fyrsta orðustigið er Riddarakross, æðra því er Stórriddara- kross, enn æðra því er Stórriddarakross með stjömu og æðsta heiðursmerkið er síðan Stórkrossinn eða Stórkrossstjama, eftir því hvað menn vilja kalla herleg- heitin. Enn er eitt heiðursmerki ofar þessu, en það er Keðjan, en hana getur aðeins einn íslendingur borið hverju sinni, Stórmeistari orðunnar sem er forseti Islands. Þessar og fleiri upplýs- ingar fékk Tíminn í gær, er hann sótti Halldór Reynisson forsctaritara heim á skrifstofu hans í stjómarráðinu, en Hall- dór er jafnframt ritari orðunefndar. Orðan var stofnuð árið 1921 og fram til dagsins í dag hefur hún verið veitt 4881 sinnum, 1896 sinnum til íslendinga og 2985 til útlendinga. Ekki er þar með sagt að 4881 einstaklingar hafi fengið hana, því það gerist í mörgum tilvikum Keðjan, en hana má aðeins einn íslendingur bera hverju sinni, þ.e. Stórmeistari orðunnar, forseti íslands. Hin íslenska fálkaorda búin að vera við lýði í rúm sextíu ár: Við andlát sé orðunni skilað Halldór var spurður hvað yrði um orður þegar orðuhafi létist? „Við andlát er ætlast til að orðunni sé skilað. Það er farið ákaflega rólega í þessi mál, en þess samt sem áður er vænst að orðunni sé skilað. Eftir svo og svo langan tíma er þess farið á leit við erfingja að þeir skili orðunni. Það verður að hafa það í huga, í þessu sambandi, að orðan er ekki veitt til eignar, heldur til æviloka. Hún er viðurkenning fyrir vel unnin störf, og slík viðurkenning er ekki veitt með neinum gjöfum, heldur er veitt orða, til þess að sýna þeim sem unnið hefur til hennar opinberan virðingarvott, og orð- an sem virðingartákn getur því aldrei gengið kaupum og sölum." „Orðunefnd heldur f jóra fundi á ári“ - Eins og kemur fram hér að framan, þá eru orðudagarnir fjórir á ári hverju, en hvað sem fundi Orðunefndarinnar, spyr ég ritara nefndarinnar, Halldór: „Fundir nefndarinnar eru fjórum sinnum á ári, þar sem rædd eru bréf og tillögur EINI MAHNN TIL AD NÆGT $E AD VEITA OPINBERA VHKIRKENNINGU” — segir Halldór Reynissori, ritari orðunefndar að sami einstaklingurinn fær eftir nokkur ár æðra orðustigen hann fékk í upphafi, og skilar hann þá því heiðursmerki sem hann hafði áður fengrð. Frá upphafi skiptist fjöldinn þannig á milli heiðursmerkjanna: 16 hafa hlotið Keðjuna, þar af 4 íslendingar, en ein- ungis þjóðhöföingjar geta borið keðj- una. Stórkrossinn hefur verið veittur 391 sinni, þar af 46 sinnum íslendingum. Stórriddarakross með stjörnu hefur ver- ið veittur 601 sinni, þar af 116 sinnum íslendingum og Riddarakrossinn hefur verið veittur 2659 sinnum, þar af 1374 sinnum íslendingum. Halldór Reynisson upplýsti Tímann um að þegar uin opinberar heimsóknir væri að ræða, þá væru það erlendu aðilarnir sem gerðu tillögur um hverjir skyldu hljóta orðuna. Þá sagði hann að útlendingar sem ekki hlytu orðuna í tengslum við opinberar heimsóknir,' fengju yfirleitt orðu vegna fræði- mennsku í íslenskum fræðum, vegna þess að þeir hefðu gengt ræðismanns- störfum ólaunuðum, unnið að menning- artengslum á milli fslands og annarra landa og þess háttar. Þessi orða væri viðurkenning í garð þeirra sem hefðu unnið gott starf í þágu íslands og ís- lenskrar menningar. Fjórir orðudagar á ári Halldór upplýsti Tímann um að orðu- dagar á ári hverju, (þá varðandi veitingar á orðunni til íslendinga) væru fjórir talsins. Þeir eru nýársdagur, einn dagur að vori, ekki dagsettur, 17. júní og einn dagur að hausti, ekki heldur dagsettur. Fram til ársins 1978 giltu þær reglur um veitingu Fálkaorðunnar, að heimilt var að veita 25 Islendingum á ári hverju orðuna, og öðrum 15 stigahækkun, þannig að heimilt var að veita 40 orður talsins á árinu. Það ár var þessi regla felld úr gildi, þannig að nú eru veittar heldur fleiri orður á ári hverju, eða á bilinu 50 til 60. Árið 1981 veitti Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands að til- inælum orðuncfndar til að mynda 58 íslendingum hin ýmsu stig Fálkaorðunn- ar, en sama ár veitti hún 200 útlending- um orðuna, sem ræðst af því að þetta ár heimsótti hún opinberlega Danmörku, Svíþjóð og Noreg, og þegar um opinber- ar heimsóknir til annarra þjóðhöfðingja er að ræða, þá er jafnan mikið um orðuveitingar. „í sambandi við opinberar heimsóknir gilda alþjóðlegar venjur, varðandi orðu- veitingar, sem við ísiendingar höfum talið rétt að fylgja hingað til,“ segir Halldór Reynisson er við ræðum þetta mál. ■ Hin fjögur mismunandi virðingarstig Fálkaorðunnar; Frá vinstri Riddarakross, sem er fyrsta stig orðunnar, þá Stórriddarakross, Stórriddarakross með stjömu, og að lokum æðsta merkið, Stórkrossstjarnan, en hún er borin í barmi, og fylgir þá borði sem borinn er um vinstri öxl og niður á hægri mjöðm og hangir í honum Stórriddarakrossinn. Tímamynd Árni Sæberg sem nefndarmönnum hafa borist. Það eru engar ákveðnar reglur um meðmæli eða fjölda meðmælenda, þegartilmæliberast til orðunefndar, en venjulega er ekki farið út í að veita ákveðnum manni orðu, nema um það sé samstaða í nefndinni.“ Störf nefnarmanna í Orðunefnd eru ólaunuð virðingarstörf. Orðunefnd skipa nú Friðjón Skarphéðinsson for- maður, Guðrún P. Helgadóttir, Óttar Möller, Hallgrímur Fr. Hallgrímsson og Halldór Reynisson, en varamaður nefndarinnar er Lúðvík Hjálmtýsson. Blaðamaður Tímans spyr ritara Orðu- nefndar að lokum hvort hann telji að Fálkaorðan njóti almennt virðingar landsmanna: „Ég held að meirihluti landsmanna beri virðingu fyrir orðunni og sjái að þetta er eini mátinn til þess að hægt sé að veita einhverja opinbera viðurkenningu. Svar mitt hlýtur fyrst og fremst að mótast af þeim viðbrögðum sem ég tel mig hafa orðið varan við, en þau hafa verið á þessa lund. Öðruvísi gæti ég ekki svarað, nema fyrir lægi skoðanakönnun.“ AB Orðuveitingar frá stofnun orðunnar 1921 til 18.07. 1983. Fjöldi orðuveitinga 1979-1982 Keðja Stórkross Slórriddurakross með stjörnu Stórriddarakross Riddarakross 16 391 601 1214 2659 Samlals 4881 Orðuveitingar skiptast þannig milli innlendra og erlendra: íslcndingar 4 Útlendingar 12 Samtals 16 Stórkross Islendingar 46 Útlendingar 345 Samtals 391 Stórriddarakross með stjörnu Islcndingar 116 Útlcndingar 485 Samtals 601 Stórriddarakross íslendingar 356 Útlendi.igar , 858 Samtals 1214 Riddarakross - Islendingar 1374 Útlendingar 1285 Samtais 2659 SAMTALS 4881 1222; íiL Útl. Qpinb.heims. Samfals Riddarakrossar 49 13 3 65 Stórriddarakrossar 7 14 25 46 Stjörnurstórriddara 5 4 13 22 Stórkrossar 2 10 12 Keðja 1 1 61 33 52 146 1980: ísL JLilL Opinh.heims. Samtals Riddarakrossar 40 19 59 Stórriddarakrossar 7 15 22 Stjörnurstórriddara 5 9 14 Stórkrossur 10 2 3 53 45 98 1981: ísL ÍIIL Opinh.heims. SamtaLs Riddarakrossar 43 20 79 142 Stórriddarakrossar 12 5 40 57 Stjömurstórriddara 3 3 29 35 Stórkrossar 3 21 24 58 31 169 258 1282; ísL JLiiL Qpinb.heims. Samtals Riddarakrossar 46 4 9 59 Stórriddarakrossar 2 1 7 10 Stjörnurstórriddara 4 5 9 Stórkrossar 2 6 1 Keðja 1 1 52 7 28 87

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.