Tíminn - 21.07.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.07.1983, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 1983 Framljós: FIAT127 FIAT128 FIAT131 FIAT132 FIAT ARGENTA FIAT PANDA FIATRITMO AUTOBIANCHI A 112 ESCORT FIESTA VWGOLFH4 Afturljós: FIAT127 FIAT132 FIAT PANDA FIATRITMO AUTOBIANCHI LANCIA A 112 ALFASUD CORTINA BENZ VÖRUBÍLA VW — Transporter Aurhlífar mikiö úrval. Loftnet kr. 240.— Kertaþráða sett, 4 cyl. verö aöeins kr. 158,— Tjakkar & búkkar. Allar vörur á mjög hagstæðu verði. Póstsendum. MÓDELBÚÐIN SUÐURLANDSBRAUT 12. SÍMI 32210 — REYKJAVÍK. Sími 44566 RAFLAGNIR Nýlagnir — Breytingar — Viðhald MKKKM' Mjf samvirki áv Skemmuvegi 30 — 200 Kópavogur. IB Bflaleiga ^AÞJÓ* PD Carrental Dugguvogi 23. Sími 82770 Opið 10.00-22.00. Sunnud. 10.00 - 20.00 Sími eftir lokun: 84274 - 53628 Leigjum út ýmsar Þvoið, bónið og gerðir fólksbíla. gerið við bílana Sækjum og sendum ykkar í björtu og rúmgóðu húsnæði. OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN GLUGGAR 0G HURÐIR Vönduð vinna ú hagstœðu verði. Leitið tilboða. ÚTIKURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. f réttir I „Man varla eftir ad sláttur hafi byrjad svo seint og nú — sagdi Theódóra í Skarði á Landi Landsveit: „Ég held að ég muni varla eftir því að sláttur hafi byrjað svo seint hér í sveit - þeir fyrstu byrjuðu að slá núna um helgina.“, sagði Sigríður Theódóra húsfreyja í Skarði á Landi í samtali við okkur á mánudaginn. í Skarði var sláttur ekki hafinn. Theó- dóra kvað það þó m.a. vera vegna anna við að rýja féð og koma því á fjall. Þar eru um 800 fjár og sagði Theódóra það 10-12 daga vinnu að rýja og koma fénu á fjall. Eftir síðasta Heklugos hefur ekki verið hægt að reka féð á afrétt heldur verður að aka því. Theódóra kvað gróðurinn hafa tekið nokkuð vel við sér að undanförnu þannig að sæmilega líti út með sprettu. Komi þurkur ætti heyskapur því að ganga nokkuð vel. Við spurðum Theódóru hvort alltaf væri jafn eftirsótt af borgarbörnum að komast í sveit þar um slóðir og hvort sveitaheimili tækju alltaf jafn marga. Það er að minnka mikið held ég. Að vísu eru alltaf margir hjá okkur - vinnuaflið hjá okkur er unglingarnir. En almennt held ég að það fari fækk- andi. Sveitavistin er þó alltaf jafn eftirsótt - gætu verið margir í hverju plássi samkvæmt minni reynslu. En kannski fer þörfin minnkandi. Það er t.d. orðið stórhættulegt að vera með yngri börn við heyvinnu og þær vélar sem við það eru notaðar. Það þurfa að vera eldri unglingar og þá þarf orðið að borga þeim svo mikið kaup auk frís uppihalds. Maturinn er orðinn svo dýr, að það kostar mikið að hafa mörg börn í sveit. Auk þess væri skólatími nú orðinn svo langur að krakkarnir ná jafnvel ekki að vera allan heyskapar- tímann hvað þá meira, sagði Sigríður Theódóra. - HEI Fyrsta fólks í heilum kaupstað á fslandi Borgarfjörður: Sögufélag Borgarfjarð- ar hefur sent frá sér annað bindi af Æviskrám Akurnesinga og tekur það yfir æviskrár þeirra, sem bera nöfn með upphafsstöfunum G-í. Bókin er alls 534 bls. að stærð. Þar af eru 757 myndir á 120 blaðsíðum. Bókin er prentuð í Prentverki Akraness. Fyrsta bindi þessa mikla ritverks kom út nokkru fyrir síðustu jól og hefur verið vel tekið. Vert er að vekja á því athygli, að með Æviskrám Akurnesinga er í fyrsta sinn hafizt handa um ritun og útgáfu æviskráa fólks í heilum kaupstað á íslandi. Með þessu verki er því brotið blað í útgáfu ættfræðirita hér á landi. - Ritun æviskránna hefur annazt Ari Gíslason ættfræðingur á Akranesi. - Auk Æviskráa Akurnesinga hefur Sögufélag Borgarfjarðar gefið út á undan förnum árum sex stór bindi af Borgfirzkum æviskrám og sjöunda bindi þess mikla ættfræðirits kemur út seint á þessu ári. Fjórum sinnum hefur Sögufélagið gefið út íbúatal fyrir héraðið og Akra- nes. Hið síðasta kom út árið 1981 og er byggt á alisherjarmanntalinu, sem fram fór það ár. fbúatalið nýtur mikilla vinsælda og þykir ómissandi uppslátta- rit á flestum heimilum í héraði. - Árið 1981 hóf Sögufélag Borgar- fjarðar útgáfu á sérstöku ársriti, er nefnist Borgfirðingabók, og hefur séra Brynjólfur Gíslason í Stafholti annazt um ritstjórn þess. Þegar hafa komið út tveir árgangar af ritinu. Borgfirðinga- bók flytur annála úr byggðum Borgar- fjarðar, fréttir frá félögum og félaga- samtökum í héraðinu, vísnaþætti, frá- sagnir af atvinnulífi, félags- og menn- ingarlífi, merkum atburðum o.fl. Ritið gegnir m.a. varðveizluhlutverki. Það á að varðveita frá gleymsku og leggja í lófa framtíðar ýmislegt af því, sem er að gerast í héraðinu á líðandi stund hverju sinni og getur haft gildi fyrir þær kynslóðir, sem á eftir koma og byggja Borgarfjörð. Þannig gegnir rit- ið margþættu menningarhlutverki. -Bækur og rit Sögufélags Borgar- fjarðar fást hjá umboðsmönnum og í bókaverzlunum. (Fréttatilkynning) Kennsla í Húsmædraskólanum Ósk áfram meö svipuðum hætti Gefur hótelfólki kost á námskeiði ísafjörður: Um 140 nemendur stund- uðu nám í Húsmæðraskólanum Ósk á ísafirði s.l. vetur. Kennsla í skólanum var þannig háttað að námskeið voru haldin til áramóta, en þá byrjaði 5 mánaða hússtjórnarnámskeið með heimavist, þar sem kennd voru öll venjuleg hússtjórnarfög svo sem mat- reiðsla, fatasaumur, vefnaður, þvottur og ræsting. Námskeiði þessu lauk með prófi þar sem Ingibjörg Júlía Þorbergs- dóttir Gerði í Suðursveit hlaut hæstu einkun og verðlaun úr Camillusjóði. Næsta vetur er fyrirhugað að skólinn starfi með svipuðum hætti, þ.e. stutt námskeið til áramóta, sem auglýst verða í byrjun sept., og 5 mán. hús- stjórnarnámskeið með heimavist eftir áramót. Skólastjóri, Þorbjörg Bjarna- dóttir bendir á að samhliða hússtjórn- arnámskeiðinu sé möguleiki á að sækja kvöldnámskeið í tungumálum í kvöld- skóla ísafjarðar. Þá kom fram að um miðjan síðasta vetur var tekinn í notkun leirbrennsluofn í skólanum og hafin kennsla í leirmunagerð. Kennari var Kolbrún Björgólfsdóttir frá Búðar- dal. Fólki á ísafirði og nemendum skólans verður framvegis gefinn kostur á námskeiðum í keramik og postulíns- málningu. Þá er og í athugun að halda námskeið fyrir verðandi þjónustufólk á hótelum og mötuneytum ef næg þátttaka fæst. Húsmæðraskólinn Ósk hefur yfir að ráða minningarsjóði um Gyðu Marías- dóttur f.v. skólastjóra, sem veittir eru úr styrkir til framhaldsnáms í heimilis- fræðum. Nokkrum nemendum úr Kennaraháskóla íslands og fleirum hefur verið veittur styrkur úr sjóðnum á undanförnum árum. Umsækjendur þurfa að vera af Vestfjörðum og helst að hafa stundað nám í Húsmæðraskól- anum Ósk. - HEI Um 4 gráðu nætur- frost á Norðurlandi Norðurland: Aðfaranótt 15. júlí s.I. fór hitastig niður í 3,9 gráðu frost við jörð, samkvæmt hitamælingum á Möðruvöllum í Hörgárdal, en víða hefur verið mikill næturkuldi að undanförnu miðað við árstíma. Guðmundur Gunnarsson ráðunaut- ur hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar sagði hitastigið eflaust víða hafa farið svo neðarlega þar nyrðra undanfarnar nætur, enda geti slíkt gerst hvenær sem er við viss veðurskilyrði, þó menn verði sjaldan varir við það. Sé norðan- átt og 3-4 stiga hiti og síðan skíni upp og komi logn yfir nóttina þá verði oftast frost við jörð. Guðmundur kvað aðeins hafa séð á kartöflugrösum í görðum, en vissi ekki til að þau hafi neins staðar fallið þannig að draga muni úr sprettu og valda þannig tjóni. Frostið hafi staðið svo stuttan tíma um nóttina - meira þurfi til, til þess að grös falli. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.