Tíminn - 21.07.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.07.1983, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ1983 umsjón: B.St. og K.L. ■ Pierre Trudeau brá á leik, þegar hann hrinti nýju rannsókna- verkefni af stað. ■ Margaret Trudeau kennir kanadískum húsmæðrum leik- fimi í sjónvarpinu. Nú vill Magga skiln- að ■ Loks virðist Margaret Tru- deau vera komin að þeirri niðurstöðu, að ekki verði um áframhald að ræða á hjóna- bandi hennar og Pierres Tru- deau, forsætisráðherra Kan- ada. Hún hefur nú farið fram á skilnað, sem að vísu eru ýms vandkvæði á, þar sem þau hjón játa kaþólska trú. Margaret hefur gefið sér góðan umhugsunartíma, því að nú eru u.þ.b. 6 ár síðan hún hljópst að heiman og slóst fyrst í fylgd með Rolling Stones, en skellti sér síðan af fullum krafti út í hið Ijúfa líf. En smám saman hljóp hún af sér hornin og nú virðist hún vera reiðubú- in til að taka upp rólegri lifnað- arhætti, enda orðin 34 ára gömul. Auk ritstarfa, sem hún hefur stundað af kappi, þrátt fyrir misjafnar undirtektir, hef- ur hún nú tekið að sér að segja kanadískum húsmæðrum til í leikfimi í sjónvarpi tvisvar í viku. Forsætisráðherraembættinu fylgja ýms skyldustörf, sum Ijúf en önnur síðri. Vafalaust hefur Pierre Trudeau verið mikil ánægja að því að hleypa af stokkunum nýju rannsókn- arverkefni, en vísindamenn hafa nú verið fengnir til að kanna á bökkum Ottawa- fljóts, hvort ekki finnist þar verkfæri eða aðrar vísbending- ar um upphaflega íbúa landsins. I tilefni þess að rann- sóknin var hafin, klæddist Tru- deau leðurgalla, veiðimanna- búningi, og vatt sér út í kajak og reri þvert yfir fljótið. Hann fór létt með það, þó að 64 ára gamall sé, enda gamall ævin- týramaður og vaskur ferða- maður. (Tímamynd Róbert) vakna margar spurningar, t.d. hvernig öldur brjóta hafísinn upp, hvernig loftöldur ná inn í hafísjaðarinn, hvernig sprungur myndast í ísinno.fl. Annað verk- efni og ekki síður mikilvægt kvað f>ór vera að rannsaka þátt hafíss í árferði og skammtíma- sveiflum í veðurfari á norður- hveli jarðar. Þór Jakobsson var spurður að því hver skýringin væri á því að hafís ryðst upp að strönd íslands eitt ár frekar en annað. Sem kunnugt var hér síðast ís við Iandið vorið 1979. „Hafa verður í huga,“ sagði Þór, „að það er í rauninni alltaf hafís við Grænland og það er sá ís sem berst hingað til lands. Það sem hreyfir ísjaðarinn eru af- brigðilegir vindar í háloftunum, og afbrigðilegir straumar í sjónum. Þegar þetta tvennt fer saman þá verður hafís við strend- ur íslands. Við vitum ekkihvers vegna þessir vindar, sem ýta lægðum í eina átt frekar en aðra, verða og það er eitt markmið hafísrannsóknanna að komast að því.“ -GM erlent yfirlit ■ ENDANLEGT samkomu- lag virðist nú hafa náðst á Mad- ridráðstefnunni og því ekki ann- að eftir en að undirrita sam- komulagið, en ætlazt er til að það verði gert af utanríkisráð- herrum þátttökuríkjanna, sem eru 33 Evrópuríki (þar á meðal Vatikanið eða páfaríkið), Bandaríkin og Kanada. Reiknað er með því, að þeir Shultz utanríkisráðherra Banda- ríkjanna og Gromyko utanríkis- ráðherra muni hittast við það tækifæri og muni þá ræða um hugsanlegan fund Reagans og Andropovs. Stefnt hefur verið að því, að undirritunin fari fram fyrir júlí- lok, en ekki er víst, að það takist. Ástæðan er sú, að eftir er að jafna ágreining við Möltu, sem krefst þess að sérstök ráð- stefna verði haldin um málefni, sem snerta Miðjarðarhafið. Mintoff forsætisráðherra Möltu hcfur hér reynzt erfiður ■ Agatoli Kovaliov, aðalfulltrúi Svoétríkjanna á Madridfundinum, og Max M. Kampelman, aðalfulltrúi Bandaríkjanna. Fundarborðið vekur betri vonir en vígvöllurinn Vestræn blöð ræða um samkomulagið í Madrid viðfangs, eins og oft áður. Takist ekki að Ijúka undirrit- uninni fyrir júlílok, mun hún vart fara fram fyrr en í septem- ber. Ástæðan er sú, að flestir starfsmenn ráðstefnunnar og margir fulltrúanna taka sér sumarleyfi í ágúst. SAMKOMULAGIÐ, sem náðst hefur á Madridráðstefn- unni, hefur enn ekki verið birt orðrétt, en svo mikið hefur verið sagt frá því, að aðalatriði þess munu kunn. Af því má ráða, að ríkin, sem eru í Atlantshafs- bandalaginu, hafa fengið tals- verðu af þeim málum framgengt, sem þau lögðu áherzlu á og aðallega snertu mannréttindi. Þetta gildir einnig um ríkin í Varsjárbandalaginu, en þau beittu sér einkum fyrir ráð- stefnu, sem fjallaði um örygg- ismál Evrópu. Samkomulagið byggist þannig á málamiðlun. Tvennt virðist hafa ráðið mestu um, að þessi málámiðlun náðist. Annað var milliganga óháðu ríkjanna eða þeirra, sem standa utan hernaðarbandalaganna, og svo að lokum milliganga Gonza- les forsætisráðherra Spánar. Hitt var það, að nokkurrar þíðu eða slökunar virðist nú gæta í sambúð risaveldanna. M argir vænta þess, að það reynist undirbúningur að jákvæðum fundi þeirra Reagans og Andro- povs. Það má skipta þeim málum, sem einkum voru rædd á Madrid- fundinum, í tvo aðalflokka. Annar snérist um hvers konar mannréttindamál. Hinn snérist um öryggis- og afvopnunarmál. Samkomulag varð um að halda þessum tveim flokkum að- skildum um sinn, eða þannig, að öryggis- og afvopnunarmálin verða rædd á sérstakri ráðstefnu, sem kemur saman í Stokkhólmi eftir næstu áramót, en mannrétt- indamálin verða rædd á ráð- stefnu, sem kemur saman í Bern í apríl 1986, en áður verður þó haldin eins konar undirbúnings- ráðstefna í Ottawa, sem kemur saman í maí 1985. Að loknum þessum ráðstefn- um kemur svo saman ný ráð- stefna í líkingu við Madridfund- inn. Hún kemur saman í Vínar- borg haustið 1986. Mörgum kann að þykja það lítilvægt að áfram sé haldið við- ræðum um þessi mál, þar sem lítill eða jafnvel enginn árangur náist hverju sinni. Oftast þokast þó nokkuð áleiðis. Þetta gerðist ■ Juri V. Andropov og Anatoli Kovaliov. Juri V. Andropov, sem er sonur Andropovs flokksleiðtoga, var einn af fulltrúum Rússa á Madridfundinum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar einnig á fundinum í Madrid. Meðal hins jákvæða árangurs, sem náðist, var viðurkenning á rétti verkafólks til að stofna stéttarfélög. Af einhverjum á- stæðum hafði þessa ekki verið sérstaklega getið í Helsinkisátt- málanum eða a.m.k. ekki nógu greinilega. Vestrænu ríkin tóku þetta mál sérstaklega upp á Madridfundinum eftir að herlög voru sett í Póllandi. í samkomu- laginu nú eru allskýr ákvæði um þetta efni og er það talinn stuðn- ingur við verkalýðssamtök í Pól- landi og raunar víðar, m.a. í Tyrklandi. Jafnvel þótt ekki verði mikið eftir þessu farið sökum þeirra ákvæða Helsinkisáttmálans, að innanríkisöryggið hafi forgangs- rétt, mun það þó reynast ávinn- ingur að geta vitnað í þetta ákvæði. Þá eru ákvæði í Madridsam- komulaginu, sem styrkja rétt manna til trúfrelsis og samtaka á þeim grundvelli. Einna mikilvægust eru þó talin ákvæði um að auðvelda fjöl- skyldum að ná saman, en full- trúar vestrænu ríkjanna lögðu mikla áherzlu á það málefni. Ef farið verður eftir orðalagi sam- komulagsins, hefur verið rutt úr vegi ýmsum hömlum, sem hafa staðið í vegi þess, að fjölskyldur gætu náð saman. Mörg fleiri atriði mætti nefna, sem sum kunna að þykja smá- vægileg, en geta þó skipt vissa einstaklinga miklu máli. Að sjálfsögðu fór mikill tími fundarins í það að ræða öryggis- og afvopnunarmálin. Eftir mikið þóf náðist samkomulag um, að lögð yrði aðaláherzlan á aðgerðir til að draga úr tortryggni milli ríkja og eyða stríðsótta. Þetta væri frumskilyrði þess, að ríkin þyrðu að draga úr vígbúnaði. Það var talið mikilvægt í þessu sambandi, að ríkin skiptust á gagnkvæmum upplýsingum um heræfingar sínar og herflutninga. Samkvæmt Helsinkisamkomu- laginu ber þeim að skýra frá öllum slíkum herflutningum á svæði, sem nær 250 km frá landamærum. Rússar féllust nú á, að þetta svæði skyldi hjá þeim ná alla leið til Úralfjalla. Tilhögun Stokkhólmsfundar- ins verður þannig háttað, að fyrst verður rætt um þessar og aðrar ráðstafanir, sem miða að því að eyða tortryggni og stríðs- I ótta, en síðar verður hafizt handa um að ræða gagnkvæma afvopnun. í VESTRÆNUM blöðum hef- ur verið talsvert rætt í forustu- greinum um niðurstöður þær, sem náðst hafa á Madridfundin- um. Dómarnir eru yfirleitt þeir, að árangurinn hefði mátt verða meiri, en samt sé hann vissulega meira en enginn. Sennilega hittir Sunday Times í London naglann á höfuðið, þegar það kemst að þeirri niðurstöðu, að það lofi meiru að hittast við samninga- borð en á vígvelli. Friðsamleg lausn þeirra deilu- mála, sem nú eru á milli risaveld- anna og fylgiríkja þeirra, næst ekki, nema talazt sé við. Annars blasir ekki annað framundan en vígvöllurinn. Viðræður um viðkvæm deilu- mál og metnaðarmál hljóta að taka sinn tíma. Árangurinn byggist á úthaldi og þolinmæði. Þótt viðræðurnar á Madrid- fundinum væru oft langdregnar og þófkenndar, eru þær taldar hafa verið gagnlegar á ýmsan hátt. Éftir innrás Rússa í Afgan- istan og setningu herlaga í Pól- landi gátu vestrænu ríkin auð- veldlegast komið gagnrýni sinni á framfæri þar. Amerísk blöð ljúka yfirleitt lofsorði á framgöngu aðalfull- trúa Bandaríkjanna þar, Max E. Kampelman.Hann var tilnefndur af Carter, en Reagan er nú talið það til lofs að hafa látið hann halda áfram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.