Tíminn - 21.07.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.07.1983, Blaðsíða 8
81 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gfsli Slgurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indrlðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttlr), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttlr. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Siml: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskritt á ménuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Flugstöðin ■ Það hefur jafnan verið stefnumál Framsóknarflokksins, að meðan varnarlið dveldist hér sökum ótryggs ástands í alþjóðamál- um, yrði reynt eftir megni að aðskilja það og þjóðina. { samræmi við þetta sjónarmið var mjög ötullega unnið að slíkum aðskilnaði, þegar Framsóknarflokkurinn fór með utanrík- ismálin á árunum 1953-1956. Þá voru settar reglur, sem takmörku- ðu svo ferðalög varnarliðsmanna utan varnarsvæðisins, að þessar reglur voru þá og eru enn einsdæmi. Hvergi þar sem varnarlið dvelur, munu samskipti þess vera eins lítil við landsmenn og hérlendis. í samræmi við þessa stefnu hófu framsóknarmenn baráttu fyrir því, þegar þeir fóru með utanríkismálin á árunum 1971-1978, að reist yrði ný flugstöð utan varnarsvæðisins, svo íslendingar þyrftu ekki að notast við úrelta og hættulega flugstöð inni á varnarsvæð- inu, en því hljóta að fylgja miklu meiri samskipti við varnarliðið en ef flugstöðin væri utan þess. Eðlilegt þótti, að varnarliðið, eða nánar tiltekið Bandaríkin, tækju þátt í þeim kostnaði, sem af því leiddi að byggja nýja flugstöð, þar sem það er einnig í þágu þess, að sambúðin við landsmenn sé þolanleg, en frumskilyrði þess er sem mestur aðskilnaður. Eftir allmikið þóf náðist samkomulag um það við Bandaríkin, að þau tækju á sig kostnað vegna breytinga á flugbrautum, aðflutningsleiðum að þeim, olíuleiðslum og fleira utanhúss, sem fylgdi byggingu nýrrar flugstöðvar. Kostnaður við þetta er áætlaður milli 25-30 miiljónir dollara. Til viðbótar greiddu þau svo 20 milljónir dollara, sem væri hluti af byggingarkostnaði nýrrar flugstöðvar. Fjárveiting sú, sem Bandaríkjaþing veitti til fyrirhugaðrar flugstöðvarbyggingar á Keflavíkurflugvelli, átti að falla úr gildi 1. október 1982, en fyrir milligöngu Ólafs Jóhannessonar þáv. utanríkisráðherra fékkst hún framlengd í eitt ár. Framkvæmdir hafa ekki hafizt og valda því einkum tvær ástæður. Önnur var neitunarvald varðandi flugstöðvarbyggingu, sem Alþýðubanda- lagið fékk tekið inn í stjórnarsamninginn, þegar ríkisstjórn Gunnars. Thoroddsen var mynduð. Hin var sú, að Ólafur Jóhannesson taldi rétt að láta endurskoða teikningu af flugstöðinni með það fyrir augum, að hún yrði ódýrari og hægt yrði að byggja hana í áföngum. Báðir þessir þröskuldar eru nú úr veginum og hefur Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra því gengið frá samningi við Bandaríkin um áðurnefnd fjárframlög. Gert er ráð fyrir, að framkvæmdir hefjist bráðlega, og verður m.a. notuð heimild um 10 millj. króna framlag ríkisins til by^gingarinnar, en hún var samþykkt í tíð fyrrverandi stjórnar. Áróður sá, sem Alþýðubandalagið hefur haldið uppi gegn flugstöðvarbyggingunni er furðulegur. Það viðurkennir þó, að þörf sé fyrir umrædda flugstöð. Aðalmótbáran er sú, að ekki eigi að þiggja amerískt fjármagn til byggingarinnar. Stærsta samgöngu- mannvirki, sem íslendingar nota, Keflavíkurflugvöllur, er þó eingöngu byggður fyrir amerískt fé. Meðan Alþýðubandalagið átti aðild að ríkisstjórn, var unnið að stækkun hans og endurbótum fyrir mikið fjármagn. Önnur röksemdin er sú, að byggja eigi minni flugstöð og íslendingar að kosta hana einir. Augljóst er, að þetta yrði þó íslendingum miklu dýrara en sá hluti byggingar kostnaðarins, sem þeir þurfa að greiða, ef hafizt yrði handa um byggingu þeirrar flugstöðvar, sem hefur verið hönnuð nú. Minni flugstöð yrði jafnframt miklu minni framtíðareign. Ef íslendingar kostuðu flugstöðina einir, hefðu þeir miklu minna fjármagn aflögu til að stækka og bæta aðra flugvelli á landinu. Framlag Bandaríkjanna greiðir þannig fyrir öðrum framkvæmdum á sviði flugmálanna. Athyglisvert er, að Alþýðubandalagið óskaði ekki eftir neitun- arvaldi gegn hernaðarmannvirkjum á Keflavíkurflugvelii, heldur gegn einu framkvæmdinni, flugstöðinni, sem er fyrst og fremst í þágu íslendinga. Af þessu mætti ætla, að Alþýðubandalaginu væri annað ijúfara en að draga úr samskiþtmn við varnarliðið. - Þ.Þ. FIMMTUDAGUR 21. JULÍ1983 skrifað og skrafad Nú komst upp um karlinn Sverri ■ Heimildamenn Morgunblaðsins standa víða fótum. Meðal þess sem blaðið hefur haft spurnir af er samtal Sverris Hermannssonar viðskiptaráðherra við ambassador Sovétríkj- anna í Reykjavík. Sam- kvæmt heimildum Morg- unblaðsins lét Sverrir þá skoðun sína uppi við ambassadorinn að æski- legt væri að auka við- skipti landanna og að Morgunblaðið mótaði ekki stefnu ríkisstjórnar- innar í þessum efnum. fyrir þessar afurðir nema í Sovétríkjunum. Og ekki veitir af að jafna viðskiptahallann eins og kostur er og það er því andstætt öllum markaðs- lögmálum að vera að fjandskapast út í þá aðila sem hlynntir eru við- skiptum við Sovétríkin. Þá má benda Morgun- blaðinu á að krefja utan- ríkisráðherra um afstöðu hans til þessara mikil- vægu viðskiptahags- muna. Hálendið að þjóðgarði Böðvar Bragason sýslumaður í Rangár- vallasýslu skrifar forystu- grein Þjóðólfs: við það og styrkjum jöfnum höndum þær stofnanir er gæta hags okkar til landsins og sjá- varins. Hugmyndin um grið- land eða þjóðgarða varð til í Vesturheimi fyrir liðlega hundrað árum. Þar hefur stórum lands- svæðum að mestu leyti verið lokað fyrir öðrum notum en þeim að gera almenningi kleift að njóta á skipulegan hátt fegurðar landsins og dvelja úti í óspilltri nátt- úrunni. í þjóðgarði er landið sett undir stjórn landvarða sem síðan koma aðeins upp þeirri aðstöðu og þjónustu sem nauðsynleg er til þess að tengsl manns og lands „Morgunblaðið mótar ekki stjórnarstefnunaa — seflir Sverrir Hermannsson um viðskiptin við Spvétríkin Þetta var nægilegt til- efni til að taka Sverri Hermannsson á beinið og láta hann játa að orða- skiptin hafi átt sér stað. Haft var samband við ráðherrann og eftirfar- andi viðtal birt í frétta- formi: „NEI, það er ekki, en hins vegar sagði ég það að ég væri áhugamaður um og fylgjandi við- skiptum við allar þjóðir, þar sem þau væru íslandi hagkvæm. Það kom fram í framhaldi af þessu, líklega hjá sendi- herra Sovétríkjanna, sem vísaði á skrif Morg- unblaðsins að undan- förnu, og ég sagði það að Morgunblaðið mótaði ekki stefnu íslensku ríkisstjórnarinnar," sagði Sverrir Hermanns- son iðnaðarráðherra í samtali vð Morgunblaðið í gær, en Sverrir var spurður hvort rétt væri að hann hefði sagt í viðræðum við sjávarút- vegsráðherra Sovétríkj- anna, að hann væri and- snúinn stefnu Morgun- blaðsins varðandi við- skipti við Sovétríkin, en slíkt hefði blaðið fregnað. „Ég sagðist vera áhug- amaður um öll viðskipti við hvaða þjóðir sem væri, ef þau væru okkur hagkvæm og svo kom þetta fram, að Morgun- blaðið mótaði ekki ríkis- stjórnarstefnu í þessum sökum. Þetta finnst mér ekkert athugavert við, því Morgunblaðið vill ekki vera stjórnarblað núna, er það?“ sagði Sverrir. „Auðvitað eigum við ekki að binda okkur að einu eða neinu leyti, nema við höfum bundist menningarsamböndum og Alþingi stundar gagn- kvæmar heimsóknir, sem ég hefi staðið fyrir sem einn af forsetum og þannig er að við viljum stunda vináttu við alla menn,“ sagði Sverrir, þegar hann var spurður hvort eðlilegt væri að binda saman hagsmuni ríkjanna utan viðskipta- sviðs. Sverrir var spurður um óhagstæðan viðskipta- jöfnuð við Sovétríkin og hann sagði: „Það er hann og þess vegna þurfum við að selja þeim meira. Við þurfum að selja salt- síld og það verður áreið- anlega erfitt um vik í haust við sölu saltsíldar og við þurfum að selja meira af karfaflökum og svo framvegis. Þetta er þýðingarmikill markað- ur, og okkar flokkur var sá sem fyrstur gerði alvar- legan viðskiptasamning við Sovétríkin, árið 1953,“ sagði Sverrir Her- mannsson." Morgunblaðið hefur þráfaldlega veist harð- lega að þeim sem á einn hátt eða annan mæla bót viðskipta- og menningar- samningnum sem ísland gerði við Sovétríkin á s.l. sumri og talið það jaðra við föðurlandssvik að haldið skuli uppi eðli- legum samskiptum milli landanna. Tíminn hefur fengið yfir sig marga gus- una, frá morgunblaðs- mönnum fyrir að mæla samningi þessum bót. Ráðherrar Sjálfstæðis- flokksins í síðustu ríkis- stjórn, sem stóð að samn- ingnum fengu sömuleiðis marga eyrnafíkjuna fyrir að verða ekki við skipun- um Morgunblaðsins um að gera ekki þennan samning og nú er röðin komin að núverandi ráð- herrum flokksins. Sverrir bendir réttilega á að við eigum að stunda vináttu við alla menn og að stunda viðskipti við þær þjóðir sem eru reiðu- búnar að kaupa okkar útflutningsvörur á hag- kvæmu verði. Það er ekkert leynd- armál að illa horfir um sölu á karfa og saltsíld á þessu ári og varla um mikla markaði að ræða „Sumarkomunni fylgir endurnýjun margra vandamála sem legið hafa f vetrardvala. Eitt þeirra er nýting landsins utan hefðbundinnar byggðar en æ fleiri sækj- ast nú eftir því að ferðast og dveljast í óbyggðum. Þessar ferðir hófust ekki að marki fyrr en um 1950 og voru þá farnar undir leiðsögn þeirra manna innlendra er best þekktu óbyggðirnar. Síðan komu þeir sem eignast höfðu kraftmikil farar- tæki og komust nánast hvert sem var á hálend- inu og síðast bættust svo erlendir menn í þennan hóp eftir að bílferjur hófu ferðir milli íslands og annarra landa. Þannig hefur fjöldi fólks ferðast að vild um hálendið árum saman og valið sér leiðir að geðþótta ef svo hefur borið undir. Öllum er ljóst að gróð- urfar á hálendinu hefur illa þolað þessa umferð og ber landið þess nú víða merki. Stjórnvöld hafa ekki verið sérlega skilningsrík á nauðsyn þess að skipulagningar er ekki síður þörf á há- lendinu en í byggð. Nátt- úruverndarráð hefur þó komist á legg en mikið vantar á að það fái sinnt þeim lágmarksaðgerðum sem nauðsynlegar eru bæði til verndar náttúru landsins og svo til þess að leiðbeina, vernda og stýra ferðum þeirra sein um hálendið fara. Að nafninu til viðurkenna flestir gagnsemi ráðsins en láta sér það í léttu rúmi liggja að geta þess til framkvæmda er nú skert nær því ár hvert með því að skera niður fjárframlög til starfsem- innar. Við íslendingar þurf- um að gera okkur ljóst að hálendið er auðlind ekkert síður en fiskurinn í sjónum og því nauðsyn- legt að við högum um- gengni okkar í samræmi verði sem eðlilegust. Það er nauðsyn á því að ís- lendingar gerti stórt átak í þessum efnum og geri stóran hluta hálendisins að slíkum þjóðgarði þar sem fólk geti umgengist náttúru landsins af þeirri varfærni sem nauðsynleg er. Náttúruverndarráð hefði síðan það hlutverk að sjá til þess með starfs- Iiði sínu og aðstöðu að allir sem um svæði færu fengju notið þess án þess að vinna tjón á sjálfum sér eða landinu. Stað- setja þyrfti landverði á öllum þekktum áningar- stöðum, merkj a þær öku- leiðir sem leyfðar væru, gefa út ítarleg fræðslurit um hálendið og þau fyrir- bæri er verða á leið ferða- mannsins og sjá til þess að starfslið haldi kvöld- vökur í áningarstöðum þar sem blandað væri saman fræðslu og skemmtun. Ljóst er að ef vel á til að takast þá verður hér um fjölmenn- an hóp sumarstarfs- manna að ræða. Ekki er vafi á því að margir þeir sem kennslu sinna á vetr- um myndu vilja stunda þessa vinnu auk þeirra mörgu nemenda úr fram- haldsskólum landsins sem mjög væru hæfir til þessa verkefnis. Kostnaður er tölu- verður af rekstri þjóð- garðs og svo myndi einn- ig vera í þessu tilfelli. Erlendis tíðkast það að gestir greiða nefskatt þá er þeir heimsækja lands- svæði þjóðgarða og væri slíkt einnig eðlilegt hér. Gegn vægu gjaldi fengi ferðamaðurinn að njóta einnar mestu auðlindar landsins ásamt því að móttaka margvíslega fræðslu og aðhlynningu á ferð sinni. Víst er að skipulag með þessum hætti hefur gefist mjög vel erlendis og engin ástæða til að ætla annað en að svo yrði einnig hér á landi.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.