Tíminn - 21.07.1983, Page 11

Tíminn - 21.07.1983, Page 11
Uimm FIMMTUDAGUR 21. JULÍ 1983 FIMMTUDAGUR 21. JULÍ 1983 11 umsjón: Samúel Örn Erlingsson ■ Það er mikið um að vera hjá íslandsmeisturum Breiðabliks í knatt- spyrnu kvenna í kvöld og um helgina. Stúlkurnar fá í heimsókn bandarískt kvennalið í knattspyrnu í dag, sem leika á við Breiðablik á morgun, og síðan Skagastúlkur á laugardag. Auk þessa leika Breiðabliksstúlkur við Val í kvöld í fyrstu deild kvenna, en Valur eins og KR og IA eru helstu keppinautar Breiðabliks um íslandsmeistaratitilinn. Bandaríska liðið sem kemur hingað til lands er kvennalið frá Miami. f hópnum eru 19 stúlkur, og mun liðið hafa viðdvöl hér fram á sunnudag. Liðið leikur við Breiðablik á morgun klukkan 17.30 á Kópavogsvelli og á laugardag við ÍA. Skipuleggjandi þessarar ferðar banda- rísku stúlknanna er stofnun sem kallast International Sports Exchanges. Aðal- forsprakki þeirrar stofnunar heitir Dan- iel Frercks, og hafa hann og stofnunin mikinn áhuga á að fá íslenskt íþróttafólk til aukinnar þátttöku á alþjóðavettvangi, og gagnkvæmar heimsóknir verði tíðari. Á meðan á heimsókn stúlknanna um helgina stendur, munu fara fram við- ræður millum Frercks og Flugleiða hf. um hvernig efla megi þátt íslendinga í slíkum alþjóðlegum samskiptum á íþróttasviðinu. Bandaríska liðið heitit Miami Lakes Optimist Waves. Liðið var stofnað árið 1980, og varð í öðru sæti í meistarakepp- ni Florida 19 ára og yngri árið 1981 og 1982. Liðið sigraði í deildarkeppninni í Florida sl keppnistímabil, ósigrað, og í miklu unglingamóti þar. Þá sigraði liðið í Floridakeppninni 19áraogyngri. Liðið lék 26 leiki á síðasta keppnistímabili í Flórída, vann 24 leiki og gerði tvö jafntefli. Þá tók liðið þátt í Helsinki Cup í Finnlandi 1981 og varð í 9. sæti af 36 liðum, í flokki 19 ára og yngri. f>á tók liðið þátt í Gothia Cup í Gautaborg sman ár og varð í 5. sæti af 32 liðum í sama flokki 16 ára og yngri. Skagamenn sigrudu 3-1 og eru nú nær því ad verja titilinn ■ Sigþór Ómarsson skoraði tvö mörk fyrir Skagamenn í gærkvöld í Keflavík og hafði því æma ástæðu til að fagna. Á myndinni sést hann fagna einu marka sinna á ferlinum. Mikið að gera h]á Breiðabliki: B AN DARÍSKT — leikur gegn UBK á föstudag og ÍA á laugardag ■ -Frá Þórði Pálssyni tíðindamanni Tímans í Keflavík: Þrátt fyrir að Keflvíkingar hafi fcngið óskabyrjun í leik sínum við Skagamenn í Keflavík í átta liða úrslitum bikarkepp- ninnar í gær, tókst þeim ekki að halda sínu né bæta við. Skagamönnum tókst hins vegar að laga fyrir sig stöðuna Sigurður Lárusson jafnaði fyrst með skalla og Sigþór Ómarsson skoraði síðan tvö mörk í síðari hálfleik. Skagamenn sigla því áfram í Bikarkeppni KSÍ en Keflvíkingar, sem léku til úrslita gegn Skagamönnum í fyrra, eru úr leik. Það var strax á fyrstu mínútu leiksins sem Keflvíkingar skoruðu. Óli Þór Magnússon, sem mikið kom við sögu í þessum leik, snaraði sér vel fram á völlinn, og gaf fallegan háan snúnings- bolta inn yfir vörnina beint á koll Björgvin Björgvinssonar sem skallaði örugglega í netið yfir Bjarna markvörð Sigurðsson. Óli Þór var aftur á ferð á 9. mínútu, komst inn í sendingu frá varnar- manni til Bjarna, en var lengi að koma boltanum fyrir sig og Skagamenn náðu að bjarga á línu. Boltinn barst út og þaðan kom þrumuskot frá Ragnari Margeirssyni, sem Skagamenn vörðu aftur á h'nu. Skagamenn jöfnuðu á 31. mínútu. Árni Sveinsson gaf vel fyrir markið og þeir stukku upp saman Rúnar Georgsson ÍBK og Sigurður Lárusson ÍA. Af þeim fór boltinn í netið, 1-1 í hálfleik. Skagamenn komu brunandi í síðari hálfleikinn staðráðnir í að bæta stöðuna. Það var hinn skemmtilegi leikmaður Sigurður Jónsson sem dró að sér alla athygli á 48. mínútu, ekki bara áhorf- enda heldur líka varnarmanna Keflavík- inga. Við það varð Sigþór hættulega frír, enda sendi Sigurður boltann beint á hann. Sigþór fór létt með að skora, enda í dauðafæri. 2-1, og nú fór að draga af Keflvíkingum, sem höfðu verið atkvæðamiklir fram að þessu og pressað stíft í fyrri hálfleiknum. Skagamenn gerðust atkvæðameiri. Á 70. mínútu dró enn til tíðinda. Guðbjörn Tryggvason komst einn inn- fyrir, og Þorsteinn markvörður Bjarna- son notaði tækifærið og fór í skógarferð. Þorsteinn kom langt út á móti, náði að pota í boltann, til varnarmanns ÍBK sem hreinsaði fram. Það tókst þó ekki betur Páll í bann Fjórir 1. deildarleikmenn fengu leikbann ■ Páll Ólafsson sem hefur verið einn aðalburðarás Þróttarliðsins í knatt- spymu í sumar fékk eins leiks bann er aganefnd KSÍ hélt fund sinn í fyrradag. Páll leikur því ekki gegn Keflavík með Þrótti næstkomandi þriðjudag, og mun- ar Þróttara áreiðanlega mikið um það í fallbaráttunni. Þrír aðrir fyrstudeildarleikmenn fengu leikbann á fundi aganefndar. Úlfar Hró- arsson Valsmaður fékk tveggja leikja bann, og leikur því ekki með gegn Vestmannaeyingum og Akurnesingum, nokkuð sem Valsmenn mega illa við þar sem meiðsli hrjá liðið svo mjög. Ekki er ein báran stök hjá Valsmönnum, því Magni Pétursson fékk eins leiks bann á sama fundi. Þá fékk Sveinbjöm Hákon- arson Akranesi eins leiks bann. Úlfar fékk tveggja leikja bannið vegna brott- reksturs, en hinir þrír vegna þess að þeir > höfðu fengið tíu refsistig. Slatti af leik- mönnum úr neðri deildum fékk líka bann. Ragnheiðursetti tvö íslandsmet ■ Ragnheiður Runólfsdóttir sundkona frá Akranesi setti á dögunum tvö ís- landsmet í baksundi á móti í Svíþjóð. Ragnheiður synti 100 m baksund á 1:13,5 mín, gamla metið átti Salome Þórisdóttir Ægi, 1:13,7, sett 1971, og 200 m baksund á 2:37,48, gamla metið átti Þórunn Alfreðsdóttir Ægi, 2:38,30 mín, sett 1977. Ragnheiður æfir sund í Svíþjóð. til en svo að Sigþór náði þar boltanum, og sendi öruggt og létt skot á markið þar sem enginn var og inn sveif boltinn, 3-1. Skagamenn drógu sig heldur aftur við þetta, en áttu hættulegar skyndisóknir. Skagamenn voru þó heldur nær því að bæta við, en Keflvíkingar að laga stöð- una. Keflvíkingar áttu þó eitt færi á 78. mín., Björgvin komst innfyrir, en Skaga- menn björguðu á línu. Sigurður Lárusson var besti maður Skagamanna, lék mjög vel. Það gerði einnig Bjarni markvörður, og Sigþór var skæður. Óli Þór Magnússon var lang- bestur Keflvíkinga, og reyndar bestur á vellinum. Hann átti stórleik. Þá var Óskar Færseth góður. Leikinn, sem var skemmtilegur á að horfa, dæmdi Kjartan Ólafsson og leyfði hann alltof mikið af ljótum brotum á báða bóga. Mikil r, stemmning var á vellinum, um 1200 áhorfendur, mikið af Skagamönnum og lét hátt í þeim og öðrum áhorfendum. - TÓP/SÖE Tveir í 1. deild kvenna í kvöld. ■ Eins og minnst er á hér á undan, leika í kvöld Valur og Breiðablik í fyrstu deild kvenna í knattspyrnu. Leikurinn er á Kópavogsvelli. Þá leika einnig Víðir Garði og í A í Garðinum. Báðir leikirnir hefjast klukkan 20.00. Á morgun leika KR og Víkingur. -Öll liðin í 1. deild kvenna hafa nú leikið 5 leiki, Breiðablik er efst með 10 stig, KR, ÍA og Valur hafa 6 stig, Víkingur hefur 2 stig og Víðir ekkert. ■ Hættulegt færi Víkings í leiknum ■ gærkvöld gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Jón Gunnar Bergs er sekúndubroti á undan Gunnari Gunnarssyni og hreinsar frá. Jón hreinsaði boltann útaf. Guðmundur Asgeirsson markvörður er að standa upp, Ólafur Björnsson og Jóhann Grétarsson fylgjast með. Víkingar áttu fá önnur færi en þettú í leiknum, og notuðu þau ekki, Blikamir notuðu eitt sinna og komast því áfram í Bikarnum. Tímamynd Arni Hverjir keppa á HM í Helsinki? Sjö hafa náð lágmarki! Tveir eiga enn möguleika ■ 7 íslendingar hafa náð tilskildum lágmörkum í Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem haldið verður í Helsinki í Finnlandi 7.-14 ágúst næstkomandi. Þar af hafa þrír náð svokölluðum A-iágmörkum, og fjórir B-lágmörkum. Gróf skýring á A- og B- lágmörkum er þessi: A-lágmark er miðað við að menn eigi möguleika á að keppa um verðlaun, en B-lágmörk eru miðuð við ð menn ættu að geta náð um miðju í keppninni, og ofar ef heppnin er með. Tveir Islendingar til viðbótar eiga möguleika á að n á B-lágmörkum í sinni grein. Það er því á hreinu að minnst 7 Islendingar fara til keppni á HM. Þrír íslendingar hafa náð A-lág- Nafn Óskar Einar Vésteinn Þráinn Oddur Þórdís Ágúst SigurðurT Jón Diðriks Ná Sigurður og Jón á HM? ■ Síðasti dagur til að ná lágmarki fyrir HM er 29. júlí. Það fer því hver að verða síðastur að ná lágmarkinu, og tíminn orðinn naumur hjá þeim Sigurði T. og Jóni Diðrikssyni. Sig- urður verður að ná að stökkva 5,30 á mótum hérlendis, því sjö landa keppnin í Edinborg er 30.-31. júlí. Spurningin er bara hvort rétta augnablikið næst í tíma. Það er víst að Sigurður „á heilmikið inni“, eins og sagt er á frjálsíþróttamáli, og vitað að hann hefur farið yfir B-lág- | markshæðina á æfingum í ár. Eins marki í sinni grein, og eiga þar með raunhæfa möguleika á að komast í . úrslit. Allt eru þetta kastarar, Ösk- ar Jakobsson í kúluvarpi, Einar Vilhjálmsson í spjótkasti og Vé- steinn Hafsteinsson í kringlukasti. Þeir fjórir sem náð hafa B-lág- mörkum eru Oddur Sigurðsson í 400 metra hlaupi, Þráinn Hafsteins- son í tugþraut, Þórdís Gísladóttir í hástökki og Ágúst Þorsteinsson í maraþonhlaupi. Þeir tveir íslend- ingar sem eru mjög nálægt B-lág- markinu eru Sigurður T. Sigurðsson stangastökkvari og Jón Diðriksson 1500 m. hlaupari. Hér er tafla yfir A- og B- lágmörk og besta árangur þessara fyrrnefndu íþróttamanna á árinu: ■ Óskar íslandsmeistarar Víkings heillum horfnir — Blikar léku til sigurs ■ Vésteinn Einar grein A-lágmark B-lágmark árangur kúluvarp 20,20 m 19.00 m 20.39 m spjótkast 86,00 m 80,00 m 89,98 m kringlukast 64,50 m 60,00 m 65,60 m tugþraut 7900 st 7700 st 7724 st 400 m 45,85 sek 46,65 sek 46,49 sek hástökk 1,90 m 1,83 m 1,87 m maraþon 2,14 mín 2,30 mín 2,29 mín stangarstökk 5,50 m 5,30 m 5,25 m 1500 m 3:41,20 mín 3:41,68mín ■ Sigurður Grétarsson skaut Blikun- um í fjögurra liða úrslit Bikarkeppni Knattspymusambands íslands í gærkvöld. Sérlega glæsilegt mark Sigurðar vár hápunktur mikils baráttuleiks. Blikarnir áttu sigurinn skilinn, áttu betri færi og sóttu meira. Ef heppnin hefði verið með og Sigurjón Kristjánsson á skotskónum hefðu Blikar átt að vinna leikinn 3-0. Breiðabliksliðið virkaði sannfærandi í leiknum, og lék góða knattspyrnu. Það gerðu Víkingar reyndar oft líka, en allan brodd vatnar þó í sókn liðsins. Strax á fjórðu mínútu fengu Víkingar færi, Guðmundur Ásgeirsson markvörður Breiðabliks missti frá sér bolta eftir saklaust skot, og Jón Gunnar Bergs náði að pota knettinum burt frá þeim Heimi Karlssyni og Gunnari Gunnarssyni. Eftir þetta tók Breiðablik völdin, Ómar Rafnsson átti gott langskot á 5. mín. rétt framhjá og Siggi Grétars annað á 9. mínútu af sömu tegund. 5 mínútum síðar komst Hákon Gunnarsson inn í sendingu Víkinga og eftir fallegan þrí- hyrningaleik með Sigurði átti Hákon hörkuskot á Víkingsmarkið sem Ög- mundur varði mjög vel í horn. Blautur Kópavogsvöllurinn var háll í gærkvöld, og bar leikurinn mikinn keim af því. Menn voru til að byrja með óöruggir með boltann, og tvisvar þurfti Ögmundur að verja vel sendingar félaga sinna á markið, þar eð knötturinn skaust oft óútreiknanlega af vellinum, og urðu þá saklausustu sendingarstórhættulegar. Þráinn ■ Þórdis munar mjög litlu hjá Jóni, og þar er einnig spurning um rétt augnablik. Gífuriega stórt mót ■ Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum í Helsinkiverðursennilega mesta frjálsíþróttamót allra tíma til þessa tíma. Þar er búist við þátttöku 152 þjóða, og 142 þjóðir hafa þegar staðfest þátttökuskráningar sínar. Allar þjóðir fara eftir A- og B- lágmörkunum, en þó er þjóðum sem ekki eiga í. frjálsíþrótta- heiminum hafa takmarkað mjög fjölda þátttakenda, og Ijóst að frá stærstu þjóðunum verður líklega Hver verdur markakóngur? Agúst Oddur Jón Diðriks Sigurður T. um eingöngu A-lágmarksfólk að ræða. Þetta gerir það að verkum, að mótið ætti að ganga vel fyrir sig, og þangað fer helst enginn sem ekki á erindi. ■ Hver verður markakóngur fyrstu deildar í sumar? Þetta er spurning sem margir knattspymuáhugamenn gæla við að geta í svör við, og heldur em línurnar farnar að skýrast í því efni. Að sjálfsögðu getur aHt gerst enn, en líklegt verður að teljast að einn þeirra 6 sem markahæstir em nú, hreppi hnossið. Að vísu em nokkrir þar aftar sem gætu blandað sér í baráttuna, en sex efstu em þessir: Ingi Björn Albertsson Val........8 Hlynur Stefánsson ÍBV............7 Guðjón Guðmundsson Þór..........6 Kári Þorleifsson ÍBV.............5 Sigurður Grétarsson UBK..........5 Sigþór Omarsson IA ..............5 Vestmannaeyingar hafa skorað flest mörk í fyrstu deild, 20. Þeir eiga líka tvo menn á listanum, þeir hafa skorað samtals 12 mörk, og þegar mörk Ómars Jóhannssonar bætast við er lítið eftir. Hlynur og Kári eru því til alls líklegir. Ingi Björn er líklegur til að verða markakóngur, hann er markahæstur nú, og hefur skorað helming marka Vals í deildinni. í Valsliðinu er heldur enginn annar stórskorari í augnablikinu. Guð- jón Guðmundsson hefur einnig skorað helming marka síns liðs, og við Sigurð Grétarsson aðalmarkaskorara Breiða- bliks keppir enginn þar. Aftur á móti skora auk Sigþórs bæði Hörður Jóhann- esson og Sveinbjörn Hákonarson í Skagaliðinu. - Út frá þessu, og reyndar ýmsu öðru er spá umsjónarmanns þess- arar síðu að baráttan muni standa milli Inga Bjarnar, Guðjóns og Sigurðar, þó að sjálfsögðu hinir séu líklegir til að blanda sér í baráttuna. En Blikar sóttu áfram og Sigurður skaut beint á Ögmund úr góðu færi á 35. mínútu. Fjórum mínútum síðar átti Sigurjón Kristjánsson að skora, fékk góða fyrirgjöf frá Hákoni alfrír, en Ögmundi tókst að koma fótum fyrir skot Sigurjóns. f lok hálfleiksins kom mikil syrpa hjá dómara leiksins Þorvarði Björnssyni sem sýndi þremur leik- mönnum Breiðabliks gula spjaldið á sömu mínútunni. Fyrst Benedikt Guðm- undssyni fyrir brot, þá Sigurði Grétars- syni fyrir að dangla í Stefán mið- vörð Halldórsson, og að lokum Sigurj óni Kristjánssyni, en þá vissi enginn fyrir hvað. -Hvorugu liðinu tókst að skora í fyrri hálfleik, en strax í byrjun síðari hálfleiks bætti Siggi Grétars úr. Sigurður fékk boltann fram eftir aukaspyrnu, rauk af stað og sendi mikið þrumuskot á Vík- ingsmarkið sem Ögmundur varði meist- aralega í stöng og út. Þar hélt maður að Stefán Halldórsson hefði boltann, en Sigurður var eldsnöggur smeygði sér innfyrir Stefán og þrumaði knettinum viðstöðulaust í netið. Glæsilegt mark. Eftir þetta rann á bikarstemming með helst engum færum en mikilli baráttu. Víkingar voru heldur meira með boltann, og átti Jóhann Þorvarðarson gott skot af löngu færi sem Guðmundur varði, og Andri Marteinsson átti skalla á markið eftir að Guðmundur hafði misst fyrirgjöf Heimis frá sér. Það varði Benedikt á línu. f lok leiksins komst Sigurjón Kristjánsson einn inn fyrir vörn Víkinga, en fór illa með, lék sig í þröngt færi og skaut allt of snemma, framhjá. Sigurður Grétarsson var bestur Blik- anna, aðrir sprækir, en Guðmundur markvörður ósannfærandi. Ögmundur bestur Víkinga, og eini maðurinn sem lék þar af klassa. Gunnar Gunnarsson var þó góður á köflum. Þorvarður Björnsson dæmdi, ekki mjög illa, en hefur örugglega dæmt einhvern tíma betur. Framdagurínn 1983 ■ Næstkomandi sunnudag, 24. júh' verð- ur haldinn Framdagur 1983. Framdagur- inn er árlegur viðburður þeirra Frammara og verður haldinn á félagsvæðinu við Safamýri. Dagskrá dagsins er með hefð- bundnu spiði, en þó er þessi Framdagur svolítið sérstakur. Fram á nefnilega, eins og áður hefur komið fram 75 ára afmæli, á þessu ári, og því verður meira um dýrðir en venjulega. Dagskrá Framdagsins er í stuttu máli sú, að leikin verður knattspyrna frá klukkan 12.30 til klukkan 19.20 á Fram- svæðinu. Þar verður m.a. hraðmót 5. og 6. flokks með 7 manna lið, leikur í flokki 40 ára og eldri, öðlingaflokki, leikur í 2. deild kvenna á íslandsmótinu, og svo sjálfur vígsluleikur nýja grasvallarins á Framsvæðinu, Fram gegn Bröndby IF frá Danmörku í þriðja aldursflokki. Bröndby er mikið stórveldi í Danmörku og fóstrar mikið af efnilegum knattspyrnumönnum, t.d. er hinn ungi Michael Laudrup úr því félagi. Þá verða einnig leiknir leikir í meistaraflokki karla í körfuknattleik og handknattleik í íþróttahúsi Álftamýrar- skóla, sýning í sama skóla á ýmsum munurn og minjum úr sögu Fram í 75 ár og rúsína í kökuendanum, kaffiveitingar Framkvenna klukkan 14.00 í Framheimil- inu. 5 Vestfjarðamet í sundi ■ 5 Vestfjarðamet í sundi voru sett á Vestfjarðameistaramótinu í sundi sem haldið var á ísafirði fyrir og um síðustu helgi. Þar voru eingöngu keppendur frá fþróttafélaginu Vestra á ísafirði, en kepp- cndur komu ekki frá Bolungarvík, en þar er einnig öflugt sundstarf. Helsta metið sem sett var á mótinu var 800' metra skriðsund Ingólfs Arnarsonar, hann sigr- aði og synti á 9:56,75 mín sem er þrefalt met, þ.e.a.s. met í karlaflokki, piltáflokki og drengjaflokki. Þá synti Egill Kr. Björnsson 100 m skriðsund á 59,73 sek sem er Vestfjarðamet karla eins og 50 m skriðsund hans á 27,05 sek. Sigurrós E. Helgadóttir setti þrjú Vestfjarðamet telpna, sigraði í 200 m fjórsundi kvenna á 2:52,09 mín, í 100 m skriðsundi kvenna á 1:06,55 og í 50 m skriðsunditelpna á 30,40 sek. Afreksbikara mótsins, sem Volvo gaf, og nefndir eru Volvobikaramir, hlutu Egill Kr. Bjömsson sem auk áðurnefndra mcta sigraði í 200 m fjórsundi karla á 2:44,18, og Þuríður Pétursdótlir sem sigr- aði í 50 m bringusundi telpna á 38,81 sek og 100 m bringusundi kvenna á 1:24,27 mín. Mikill kraftur er nú í sundstarfinu á ísafirði, og mun fara þaðan 50 manna hópur til Vestmannaeyja á aldursflokka- meistaramót íslands, þaraf20 keppendur. Sundþjálfari á Isafirði er Ingólfur Gissur- arson, sá margfrægi sundkappi frá Akra- nesi. Vestraliðið hcfur sett yfir 50 Vest- fjarðamet á árinu. Leikir settir á að nýju ■ Leikir þeir sem-orðið hefur að fresta í annarri og þriðju deild í knattspymunni vegna votviðris og yfir höfuð slæms árferð- is hafa nú verið „negldir niður“ að nýju. Leikirnir em óvenju margir, enda hefur sums staðar um landið staðið yfir leitsað knattsþyrnuveili staðarins fram undir þetta. Hafa þeir annað tveggja verið undir snjó eða aur, nema hvorttveggja hafi verið. Þá hefur orðið að fresta vegna samgönguerfiðleika. Þcssir leikir hafa ver- ið settir á að nýju: 2. deild: Vopnafj...Einhcrji-Víðir .... 3/8 kl 20 Garður...Víðir-Fram .....4/8 kl 19 Vopnafj...Einherji-Fram .... 7/8 kl 14 Laugard...Fram-KA..... 15/8 kl 19 3. deild Stykkish...SnæfelI-Ármann .. 9/8 kl 19 Grenivík...Magni-Valur .... 9/8 kl 19

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.