Tíminn - 21.07.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.07.1983, Blaðsíða 12
12 VERKANNA VEGNA (jJiHAMAR HF véladeild Simi 22125 Postholf 1444 Tryqgvnqotu Rcyki.ivik FIMMTUDAGIJR 21. JÚLÍ1983 Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐAFERÐ! Æ ttlUMFEROAR menningarmál r KLARINN BLAKKUR, TUNGLIÐ RAUTT — Stúdentaleikhúsið kynnir García Lorca ■ Stúdentaleikhúsið sýnir: Klárinn blakkur, tunglið rautt Dagskrá úr verkum Federíco García Lorca Leikstjórn og samantekt Þórunn Sigurðardóttir. Ekki ætla ég að látást vera sérfræðingur í García Lorca, það er nú eitthvað annað. En samt sem áður þykist ég vera þess umkominn að fullýrða að dagskrá sú sem nú er til sýnis í Stúdentaleikhús- inu sé öldungis trú anda þessa Spánverja, þessa Andalúsíumanns, og gefi merki- lega hnotskurnsmynd af verkum hans. García Lorca er býsna þekktur hér á íslandi því nokkur Ieikrita hans hafa verið sýnd hér og fjölmörg ljóða hans þýdd á íslensku og ýmis þeirra af fremstu þýðendum okkar. Við þekkjum því sósíalíska vitund hans sem blöskraði kúgun, ranglæti og fátækt á Spáni, og við þekkjum líka ofursterka og ljóðræna skynjun hans fyrir lífinu og náttúrunni og dauðanum, fyrir þeim dýpstu tilfinn- ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIÐJAN élclÁa hf. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI45000 RUSSNESKAR r VÖRUR TILBOÐSVERÐ ingum sem hræra mannssálina. García Lorca var, eins og allir vita, myrtur af fasistum í upphafi spánska borgara- stríðsins árið 1936 vegna þess að hann var tákn alls þess sem fasistarnir stóðu ekki fyrir, og þvílíkur harmdauði var hann öllum - enda ekki nema þrjátíu og átta ára gamall - að ekki er að vita nema það skemmi fyrir raunverulegu mati á list hans. Núorðið erum við líkiega betur í stakk búin til að meta hann að verð- leikum verkanna. Dagskrá Stúdentaleikhússins sem ber það rómantíska heiti Klárinn blakkur, tunglið rautt, tekst mæta vel, virðist mér, að sýna fram á þá ólíku þætti sem mynduðu heildina sem var García Lorca og ég tæpti á hér að ofan. Fyrir hlé fáum við kafla úr Óbyrjunni - í svipmikilli þýðingu Karls Guðmundssonar - þar sem áherslan er lögð á aðstæður mann- félagsins, aldagamla fordóma og þær hömlur sem þeir setja vexti og viðgangi einstaklingsins, ekki síst kvenna. Stétta- skipting, kúgun á konum sem ekki geta farið þá leið sem þær vilja - þetta kemur við sögu. í síðari hlutanum er farið á hundavaði yfir Blóðbrullaup, þýtt af Haraldi Sigfussyni og er það besti hluti sýningarinnar, að mínum dómi - fjarska vel sýnt hvað er á ferðinni allt þar til Máninn og Dauðinn stíga holdgerðir á sviðið. Þarna kemur hinn ljóðræni, óhemju tilfinningaríki partur ferils Gar- cía Lorca. Ekki fann ég betur en áhorf- endur hefðu fílað túlkun Þórunnar Sig- urðardótturá þessu í botn - hún virðist hafa valið og sett upp bæði af smekkvísi og krafti. „Lifandi,, tónlist Leikarar í þessari dagskrá eru sjö - Aldís Baldvinsdóttir, Andrés Sigurvins- son, Hans Gústafsson, Harpa Arnar- dóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Kristján Franklín Magnús og Ragnheiður Elfa Arnardóttir. Eins og oftast endranær hjá Stúdentaleikhúsinu myndast sterkur og samstíga hópur en - úr því dagskráin leggur hvort eð er áherslu á umfjöllun Lorca um konur - hlýt ég að minnast sérstaklega á frammistöðu þeirra Krist- ínar Ólafsdóttur og Aldísar Baldvins- dóttur í Blóðbrullaupskaflanum - svo ég haldi mig við hann. Kristín var rétt eins og opið sár í hlutverki hrjáðrar eigin- konu Leonardos og Aldís fór af furðan- legu öryggi og næmi með giska erfiðan og ljóðrænan texta sinn. Örlagavaldinn í lífi þeirra beggja lék Kristján Franklín Magnús á kraftmikinn hátt, Ragnheiður Arnardóttir var mjög fín í hlutverki tengdamóðurinnar og þeir Andrés og Hans reglulega ógnandi í hlutverkum Mánans og Dauðans. Hlutverk Hörpu, þjónustustúlkunnar, var veigaminna en ágætlega af hendi leyst. Fyrir hvorn leikritsbút eru flutt ljóð, “ sungnir söngvar. Þetta er allt saman fært í leikrænan búning og verður á endanum ekki minnsti þátturinn í vel heppnaðri dagskrá - sterkastur varð reyndar gamli baráttusöngurinn Hanarnir tveir sem Kristín Á. Ólafsdóttir og Valgeir Skag- j fjörð fluttu af innlifun og list.Má ég geta þess að eitt af því mörgu sem Stúdenta- leikhúsinu hefur lukkast er að nota „lifandi" tónlist á mjög skemmtilegan hátt í dagskrám sínum - en slík tiltæki hafa ekki alltaf heppnast nægjanlegavel í íslenskum leikhúsum, þá sjaldan það hefur verið reynt. Hér er það fyrrnefnd- ur Valgeir Skagfjörð sem hefur haft umsjón með tónlistinni og tekur sjálfur þátt í sýningunni með gítarinn sinn - Arnaldur Arnarson sömuleiðis og Gunn- þóra Halldórsdóttir fiðlar svolítið. Stúdentaleikhúsið ætlar að halda sín- um dampi... Illugi Jökulsson. Illugi Jökulsson skrifar um leikhús Hestaþing Loga veröur haldiö sunnudaginn 31. júlí viö Hrísholt og hefst kl. 2 með helgistund. Keppnisgreinar: Góöhestakeppni A og B Unglingakeppni Skeið 250 m. og 150 m. Stökk 300 m. og 250 m. folahlaup 300 m.brokk Gæðingar mæti til dóms kl. 10 árdegis. Látiö þátttökutilkynningar berast í síma 99-6918, 99-6826 og 99-6816 fyrir fimmtudagskvöld. ÁRMÚLA11 SÍMIB1500 ISSKAPA- OG FRYSTIKISTÖ VIÐGERÐIR 7~* T Breytum gömlum ísskápum i frystiskápá. Góð þjónusta. REYKJAVÍKURVBGJ 25 Hálnarfirði sími 50473 útibú að Mjölnishplti 14 Rpykj-ayík. - -

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.