Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 2
Margaret Mitchell — höfundur metsölubókarinnar Á hverfanda hveli: RFUm TORGIÐ EKTA HUNANG Magðin var eins konar dauði The Road to Tara: The Life of Margaret Mitchell. Höfundur: Anne Edwards. Útgefandi: Hodder. ■ Margaret Mitchell var orðin 11 ára gömul þegar hún komst að því að Suðurríkin unnu ekki bandarísku borgarastyrjöldina.Móðir hennar, kvenréttindakonan Maybelle, og Sis og Mamie, ógiftar frænkur hennar, höfðu sagt henni frá ferð Shermans herforingja um héraðið þeirra, hernámi Jonesboro árið 1864, og frá ömmu hennar sem kom bómullarbúgarðinum þeirra aftur í fyrra horf eftir að Norðurríkjahermennirnir höfðu rænt hann öllu. Bardaginn um Atlanta var hluti af fortíð föðurættarinnar. Afi hennar gekk næstum 50 mílna leið heim til sín með tvö skotsár í höfðinu. Barn að aldri sat Peggy Mitchell á hnjám gamalla Suðurríkjahermanna, lærði hergöngulögin þeirra og hlýddi á sögur um bardaga sem ekki voru svo löngu liðnir. Hún minntist þess síðar að „riddarahné voru verst af öllum hnjám... (þau) höfðu tilhneigingu til að ■ Margaret Mitchell var orðin 11 ára þegar hún komst að því að Suðurríkin unnu ekki bandarisku borgarastyrjöldina. Enda sá hún borgarastn'ðið í dýrðarljóma en mest dáðist hún að skynsemi og dugnaði Suðurríkjakenna. hossast og brokka og skokka þegar rifjaðir voru upp liðnir atburðir og héldu þannig fyrir mér vöku.“ „Á hverfanda hveli“ éreina skáldsagan sem Margaret Mitchell gaf út, og hún er einnig, merkilegt nokk, nær eina tilraun- in sem hún gerði til þess að fást við skáldskap. Margaret lét ekkert frá sér fara eftir að hún sló í gegn, en enn þann dag í dag hefur engin bók hlotið jafn miklar vinsældir og „Á hverfanda hveli. “ Bókin er enn söluhæsta bók í heim að RUSSNESKAR VÖRUR TILBOÐSVERÐ CRANBERRY SULTA lingonberry SULTA JARÐARBERJA SULTA GRÆNAR BAUNIR Biblíunni einni undanskilinni. En höfundur hennar hafði ekki áhuga á neinu öðru en borgarastríðinu og viðhorf hennar til þess var mjög bundið við Atlanta og hún skoðaði það frá sjónarhóli kvenna: Eina hugmyndafræðilega áhugamál hennar var skynsemi og dugnaður Suðurríkjakvenna. Þó að Margaret Mitchell hafi ekki farið sérstaklega fram á það í erfðaskrá sinni að pappírar sínir yrðu eyðilagðir bað John Marsh, maður hennar, Bessie, eldabuskuna þeirra, um að brenna þá að konu sinni látinni. Ástæður hans til verknaðarins eru enn á huldu og Anne Edwards, höfundur nýútkominnar ævisögu Margaret Mitchell, hefur því orðið að endurskapa líf hennar út frá bréfum sem hún skrifaði vinum sínum og á samtölum við eftirlifandi kunningja hennar. Anne Edwards tekst að draga upp furðu líflega mynd af ungum, litlum Suðurríkja ribbalda sem leit á sjálfa sig sem „eina af þessum stuttklipptu, harðsoðnu ungu konum sem predikararnir sögðu að færu til helvítis eða yrðu hengdar áður en þær yrðu þrítugar," en breyttist fljótlega í kærulausa og jafnvel drykkfellda konu sem þráði gamla dýrðardaga. Anne Edwards segir söguna á hreinskilinn hátt, er laus við alla tilfinningasemi og forðast að nota söguþráð eða persónur úr hinni frægu bók söguhetjunnar til að gæða höfund þeirra rómantískum ævintýraljóma. En ævisöguna á enda bergmálar rödd Scarlett O’Hara og samspil raunverulegs lífs og skáldsögunnar afhjúpa oft hvernig ímyndunaraflið vinnur og notkun og tilgang skáldskaparins. Margaret Mitchell var hressileg stelpa, sem hafði meiri áhuga á slagboltaleik en námi. Hún barðist gegn þeirri skipun Maybelle móður sinnar að hún skyldi verða sér úti um menntun og eftir lát móður sinnar hætti hún háskólanámi, fór heim og varð við þeirri ósk föður síns, hins virðulega lögfræðings, að taka þátt í kurteislegu samkvæmislífi borgaranna í Atlanta. Ekki tókst það betur til en svo að hún móðgaði heldri konurnar svo gróflega að þær kærðu sig ekki um félagsskap hennar. Móðgunin fólst í því að hún dansaði Apache dans með málaðar varir og viðeigandi stríðsöskrum íklædd rifnum pilsgopa á virðulegum grímudansleik í Atlanta. Slúðurdálkahöfundur í borginni sagði að Peggy Mitchell hafði fórnað sér „á altari ölmusunnar". Peggy Mitchell var hrifm af drykkju, bílum og strákum og hún var fremur ógæfusöm... Þegar hún var barn brenndist hún slysalega á fótum og skaddaðist enn frekar er hún datt af hestbaki. Síðan lenti hún í bílslysi og varð eftir það að ganga á sérsmíðuðum skóm en Ápache dansinn er til vitnis um það að hún neitaði að gefast upp. Þegar hún hitti „Red“ Upshaw, fótboltahetju frá Georgíu sem fjármagnaði tilveru sína með lítilsháttar brennivínssmygli, fann hún sér félaga, fyrir hluta af, en ekki alla sál sína. Hún giftist honum í óþökk hinnar kaþólsku fjölskyldu sinnar, í stuttum kjól ogekki í kirkju, árið 1922. Redvar atvinnulaus og þau fluttu til föður brúðarinnar. Ungu hjónin urðu fljótlega ósátt og rifust mikið, oft ofsalega og jafnvel opinberlega. Skyndilega yfirgaf Red hana. Þegar hann kom aftur, jafn skyndilega, virðist hann hafa nauðgað henni og fyrra afskiptaleysi hans og síðan árás í kjölfar þess - mynstur sem er þungamiðja í sambandi Rhett og Scarlett - markar endalok villts lífernis Peggyar, daðursins og ævintýramennskunnar. Hún sneri sér að manni sem var vinur Reds og andstæða hans, hinum allsgáða, rólynda, hálf-fatlaða John Marsh. Frú Marsh vann um tíma við dagblað í Atlanta og skrifaði þá greinar sem einkennast af fjörlegum stíl hennar. En þau hjónin höfðu samið um að þegar tekjur Johns yrðu nógu háar til að duga þeim báðum myndi hún hætta að vinna utan heimilisins. Þau voru einnig sammála um að eignast engin börn. Þegar Margaret Mitchell var orðin 26 ára, árið 1926, virðist því marki hafa verið náð því að upp frá því eyddi hún kröftum sínum í að vera veik. Eftir að hún fór að dunda sér við veikindin í Ruslahaugnum, eins oghún kallaði litlu íbúðina sem þau bjuggu í, hafði hún nógan tíma og byrjaði á að skrifa „Á hverfanda hveli,“ „sem nokkurs konar meðferð á fætinum á mér.“ Árið 1935 kom erindreki útgáfufyrirtækisins Macmillans til Atlanta í leit að nýjum efnilegum Suðurríkja höfundi. Hann var kynntur fyrirPeggy Mitchell. í fyrstu neitaði hún að sýna honum bókina sína en skipti svo skyndilega um skoðun og afhenti honum hina 400.000 orða bók sína í nokkrum ómerktum umslögum, án titils eða byrjunar, sumir kaflarnir voru endurskrifaðir í ólíkum uppköstum og stundum vantaði tengingar milli kafla. Þetta hlýtur að hafa verið ruglingslegasta handrit sem nokkru sinni hefur verið gefið út. Hugsanlegt er að höfundurinn hafi ekki einu sinni verið búinn að lesa það einu sinni í gegn. Þó að Margaret Mitchell væri aldamóta barn virtist hún miklu eldri. Hún þjáðist af tímabundnu sjónleysi sem gerði vart við sig annað slagið auk hinna gömlu eymsla í fótum. Hún hóf yfirmáta langorð og leiðinleg bréfaskipti við þúsundir lesenda sinna, þar sem hún lýsti raunum frægs rithöfundar í smáatriðum og sagði aðdáendum sínum nýjustu fréttir af sjúkdómunum sem hún þjáðist af. Viðburðasnautt líf hennar varð að líta út sem hetjuleg barátta við nær óyfirstíganlegar raunir. En öðru hvoru bregður þó fyrir gömlu bardagakonunni sem eitt sinn gekk með bjöllur í sokkaböndunum til þess að ganga fram af fólki. Árin eftir að „Á hverfanda hveli" kom út virðast ekki hafa orðið henni til mikillar gleði. Hún var alltaf á verði gagnvart „þjófum og svikahröppum" og reifst við Macmillan og Hollywood um alls konar réttindi. Tilviljunin markaði allt hennar líf og hún var að hjálpa manni sínum yfir götu þegar hún varð fyrir bíl. Það var árið 1949,13 árum eftir að „Á hverfanda hveli" kom út og Anne Edwards virðist hafa rétt fyrir sér þegar hún segir að frægðin hafi alltaf verið henni eins konar dauði. Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐA FERÐ! aUMFERÐAR RÁO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.