Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 5 ¦ Hér er ég í öðru stúdíóherbergi, þar sem ég hlusta á fyrirlestur af kassettu og fylgist síðan með myndskýringum í þar til gerðri bók. Kennslan í þessu fór fram á ensku. Sung, þar sem hann horfir tíl himins. Pað er vel viö hæfi að leiðtoginn sé eins háleitur og raun ber vitni, því þegar maður fylgir augnaráði hans og lítur til lofts, sjálfsagt eina sex átta metra upp, þá blasir ein stórkostlegasta ljósakróna við augum sem hugsast getur, og mér er tjáð að hún sé tákn sólarinnar og þeirrar lýsandi visku sem leiðtoginn, Kim II Sung hafi fært þjóð sinni. Ljósakrónan, glitrandi krystall og gull er 10 metrar í þvermál, að því er mér er sagt. í kringum allt anddyrið eru risavaxnar marmarasúlur, sem ná allt til lofts á annarri hæð, þannig að þær eru ekki minna en 12 metrar á hæð, því gífurlega hátt er til lofts í höllinni. Leiðsögumaður minn fylgir mér upp á aðra hæð hallarinnar, þar sem er af- greiðsluborð, fyrir þá sem óska eftir að fá bækur að láni. Mér er sýnd tölvuvæð- ingin sem að baki bókaskráningunni er, því viðskiptavinurinn segir aðeins númer eða titil bókarinnar, og afgreiðslumaður- inn pikkar upplýsingarnar á skerm og eftir örskamma stund er bókin komin á færibandi. Hreint ótrúlegt, því þarna eru hundruð þúsunda bókatitla, senni- lega milljónir. Þessu næst eru mér sýndir námssalirnir, sem eru 13 talsins, og rúmar hver þeirra um sig 230 manns. Þangað kemur fólk Pyonyangborgar með bækur sínar, eða fær bækur að láni í Lærdómshöllinni, og sest niður við lestur, yfirleitt er þar um að ræða stúdíur á hugmyndafræði leiðtogans mikla Kim II Sung, en hugmyndafræði hans hefur hlotið nafnið Hugmyndafræðin um Juche, og byggir leiðtoginn grundvallar- hugmyndir sínar á því að til þess að það þjóðfélagsform verði að raunveruleika, sem hann telur vera hið rétta, þá þurfi hver þjóð að ganga í gegnum þrenns konar byltingu: hugsjónalega byltingu, tæknilega byltingu og menningarlega byltingu. Nánari útfærslu eða útskýring- ar á hugmyndafræði Juche læt ég hér liggja á milli hluta, en get aðeins upplýst að Norður-Kóreubúar virðast trúa svo staðfastlega á þennan boðskap, og hafa kynnt sér hann svo ýtarlega að við trúarbrögð má fremur líkja skoðunum þeirra en þjóðfélagslegar skoðanir. Á þetta þó einkum við um afstöðu þeirra til leiðtoga þeirra, sem þeir í daglegu tali nefna ávallt, Leiðtogann mikla Kim II Sung, en mér virtist sem hann sameinaði það tvennt í augum íbúa landsins að vera guðiegur bjargvættur landsins og þjóð- félagslegur leiðtogi. Var persónudýrk- unin sem tengdist nafni hans mér mjög framandleg, enda lögðu Kóreanirnir sig í líma við að sannfæra mig um ágæti og fullkomleika leiðtoga síns. Eftir að hafa litast um í sölunum sem þeir kalla lærdómsherbergi, leit ég í nokkur smærri herbergi, þar sem var hægt að þjálfa sig í alls konar sérgrein- um. Einn minni salurinn hafði til að mynda allmörg vídeótæki, ásamt upp- töku, og sendibúnaði. Þar gátu þeir sem vildu annað hvort útbúið vfdeópró- grömm, kallað fram efni, hvort sem var til fróðleiks eða skemmtunar eða gert yfir höfuð það sem þeir vildu. Meðan ég stoppaði í vídeóherberginu, voru nokkr- ir læknanemar þar að skoða hjartaskurð í vídeótækinu, og einn vildi fá að sjá einn hluta aðgerðarinnar aftur og þá var tölvan bara mötuð og hún svissaði yfir á prógrammið eins og fímm mínútum áður, og þetta tók enga stund. Úr þessum sal hélt ég í tónlistarstúdíó, þar sem fullkomnar græjur voru á hverju borði, þar sem hægt var að hlusta á tónlist á fjórum mismunandi rásum, og var tónlistin valin á hverja rás með því að segja þeim sem stjórnuðu stjórnborð- inu til um óskir hlustenda. Einnig var þetta herbergi notað til fyrirlestrarhalds, þannig að nemendur sem misst höfðu af fyrirlestri t.d. í háskólanum eða í ein- hverju lærdómsherbergjanna gátu ein- faldlega komið og pantað ákveðinn fyrir- lestur á eina rásina, auk þess sem þeir fengu þá um leið allt myndefni sem fyrirlesarinn hafði notað á myndbandi fyrir framan sig, í réttri tímaröð, eftir því hvað fyrírlesarinn sagði hverju sinni. Ekki var við annað komandi en ég prófaði alla þessa tækni og þessar nýj- ungar sem þeir bjóða upp á í People's Study Hall, enda eru Pyonyangbúar geysi stoltir af þessu mikla mannvirki sínu. Ég spurði leiðsögumann minn hvort þessi mikla höll væri vel nýtt af íbúum borgarinnar og kvað hún svo vera. Hún sagði að hundruð þúsunda kæmu í höllina á ári, og að fylgst væri með því að þeir sem kæmu, væru sér þar til menntunar og gagns, því mjóg margir leiðbeinendur á hinum ýmsu sviðum lista, hugvísinda og raunvísinda væru í höllinni og hefðu gestir ávallt aðgang að þeim. Nefndi hún sem dæmi að þeir sem fá lánaðar bækur í geysistóru bókasafni hallarinnar, yrðu að skrifa smásaman- tekt úr bókinni og skila um leið og þeir skiluðu bókinni. Þetta sagði hún að væri til áréttingar um að maður ætti ekki aðeins að lesa sér til ánægju, heldur til þess að læra og þroskast af lestrinum. Sagði hún þennan sið mælast vel fyrir hjá fólkinu. Satt best að segja var ég orðin þreytt- ari en tárum taki þegar ég var komin upp á sjöundu hæðina í Lærdómshöllinni og hafði ég þó ekki heimsótt nema svo sem 100 herbergi af þeim sexhundruð sem í höllinni eru. Það var því ánægjulegur endir á annars mjög svo fróðlegri heim- sókn að fara út á risastórar svalir sjöundu hæðarinnar og njóta útsýnisins yfir borg- ina sem er einkar falleg, en það vonast ég til þess að geta sýnt ykkur í máli og myndum síðar lesendur góðir, þ.e.a.s. ef ég verð svo heppin að f á aftur í hendur ferðatösku mína, sem á heimleið glatað- ist einhvers staðar á leiðinni frá Prag til íslands. Þar í eru allar filmurnar úr þessari ævintýraför, utan tvær. En við verðum bara að bíða og vona, eða það geri ég a.m.k. ¦ Ljosakrónan glæsta sem ég greindi frá i textanum, trónar yfir anddyri Lsrdómshaliarinnar. Hún er 10 metrar i þvermál og er tákn sólarinnar og hinnar lýsandi visku sem leiðtogi þjóðarinnar Kim II Sung hefur fært þjód sinni. Ægigiæst Ijósakrona það. Framljós: FIAT127 FIAT128 FIAT131 FIAT132 FIATARGENTA FIATPANDA FIATRITMO AUTOBIANCHIA112 ESCORT » FIESTA VWGOLFH4 Afturljós: FIAT127 FIAT132 FIATPANDA FIATRITMO AUTOBIANCHI LANCIAA112 ALFASUD CORTINA BENZVÖRUBÍLA VVV — Transporter Aurhlífar mikiö úrval. Loftnet kr. 240.— Kertaþráða sett, 4 cyl. verö aöeins kr. 158.- Tjakkar& búkkar. Allar vörur á mjög hagstæðu verði. Póstsendum. MÓDELBÚÐIN SUÐURLANDSBRAUT12. SÍMI32210 -REYKJAVÍK. T«i*e$fone hjólbarðar undir heyvinnuvélar traklora og aðrar vínnuvélar * Sumarhjólbarðar * Jeppahjölbardar * Vórubilahjólbarðar Allar almennar viðgerðir Tir*$ton* umboðið FLATEYRI Sigurður Sigurdórsson sími 94-7630 og 94-7703

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.