Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 6
SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 61 Imww ■ Suzanne Bcrdinu leikur listir sínar. ■ Trúðnum Gaston er ýmislegt til lista lagt og ekki skortir hann húmorinn. ■ Miss Sonja sýnir loftfimleika. ■ Þó að sirkusinn sé ævagamalt fyrirbæri sem rekja má allt til Rómverja hinna fornu höfum við íslendingar haft fremur lítil kynni af þeim listum sem þar eru leiknar, nema náttúr- lega í sjónvarpinu á gamlárskvöld en það er nú allt annað en að sjá þetta allt saman Ijóslifandi. Þessa dagana hafa Reykvíkingar og næstu nágrannar einmitt gullið tækifæri til að berja dýrðina augum því hinn danski Arenasirkus hefur nú slegið upp tjöldum sínum á flötinni vestan við Glæsibæ. ■ Brynjari fundust spaghetti trúðarnir skemmtilegastir og sagði hetjulega um loftfimleikana hennar Sonju: „Ég mundi þora þessu aleinn heima hjá mér!“ Blaðakona Helgar-Tímans brá sér í Arenasirkusinn um daginn og sá þá sitt af hverju skemmtilegt og listavel gerð atriði. Þarna var jafnvægislistafólk frá Tékkóslóvakíu, Gaston trúður sem brá sér í líki blöðrutrúðs og bjó til lang- hunda úr blöðrum af mikilli snilld og við mikinn fögnuð barnanna - og þá held ég hann hafi nú ekki skort „humör“! Loft- fimleikamennirnir eru komnir alla leið frá Rúmeníu. Þeir eru heiðurslistamenn Arenasirkusins nú í sumar, en halda svo aftur til Rúmeníu í haust, þar sem þeir eru starfandi listamenn hjá Ríkisfjölleika- húsi Rúmeníu í Búkarest. Spaghettis og co. sýndu nýja hlið á trúðunum, hin danska Miss Sonja sýndi loftfimleika, Suzanne Berdino „gekk“ upp „brekkur" á risastórum bolta og kastaði bolta, keilum og logandi kyndlum. Og ekki má gleyma að minnast á töframanninn Terg- ovas sem galdraði kanínur, gæs og marga metra af slæðum úr ótrúlegustu áttum og ýmislegt fleira. Við hittum Suzanne, Jackie og loftfim- leikamennina Oswald og Doru að sýn- ingu lokinni og spjölluðum við þau sundarkorn. Afi Suzanne og Jackies stofnaði Arenasirkusinn en nú hefur pabbi þeirra, Benny Berdino, tekið við stjórninni. Þau systkinin hafa því alist upp í sirkus og byrjuðu ung að árum að ■ Blöðruhundarnir hans Gastons trúðs áttu miklum vinsældum að fagna meðal yngri kynslóðarinnar. æfa og sýna listir sínar. Suzanne, sem nú er 18 ára, byrjaði sinn feril á hestunum fimm ára gömul en þegar hún var tíu ára byrjaði hún á kastfiminni, eða „jonglör" eins og það heitir á útlenskunni. Þá stóð hún og kastaði á hestbaki á meðan hesturinn hljóp í hringi. Síðast liðin tvö ár hefur hún svo æft og sýnt atriðið sem hún sýrir hér og er alveg frábært! Jackie, sem er 14 ára er með hestana í Arenasirkusnum en þar sem dýrin fengu ekki að koma með sinnir hann ýmsum öðrum störfum núna, því það er margt sem þarf að gera annað en að sýna atriðin. Suzanne sagði að það ynnu jafnmargir á bak við og þeir eru sem sýna. En í Danmörku sýnir Jackie sem sagt listir sínar á hestum og þar vinnur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.