Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ1983 17' J> Arena-sirkusinn sóttur heim: Gaman að sýna góðum 99 áhorfendum — segir listafólkið og gefur íslenskum áhorfendum góða einkunn \ Doru tilbúinn í stökkið. hann meira að segja með Zebrahest, en sú dýrategund er afar sjaldgæf í sirkusum heimsins. Doru er alls óhræddur Doru frá Rúmeníu er líka 14 ára. Hann tilheyrir ekki sirkusfjölskyldu eins og Suzanne og Jackie en hefur verið 3 ár í rúmenska sirkusnum. Doru var áður í ¦ Ásta var með litlu systur sinni henni Ingibjörgu í sirkusnum. Þær fóru í sirkus í Kaupmannahöfn í fyrrasumar og sáu þá einnig sirkusdýr. Ásta saknaði dýranna þó ekkert: „Þetta stendur alveg fyrir sínu." Aftastur á myndinni er Jackie sem vinnur með hestana þ.á.m. zebrahest. fimleikum en þegar Oswald, stjórnandi loftfimleikahópsins, sá hann í fimleikun- um fékk hann Doru til þess að koma í sirkusinn. Þannig hefur Oswald einnig „fundið" hina strákana í hópnum í fim- leikunum og fengið þá til þess að ganga til liðs við rúmenska sirkusinn. Þegar Doru var spurður að því hvort hann væri ekkert hræddur þegar hann sveiflast í marga hringi um háloftin sagði hann: „nei, nei, þetta er bara vinnan mín." Honum finnst gaman í sirkus og ætlar að halda áfram. En þegar hann kemur heim til Búkarest í september tekur hann próf upp úr 8. bekk. Hann fær frí í skólanum til að starfa með sirkusnum en verður að lesa utanskóla það sem hann missir úr. Oswald sagði að það gæti stundum verið erfitt en gengi þó. Oswald hefur sýnt loftfimleika út um allan heim, að Ástralíu einni undanskil- inni. Atriðin sem flokkur hans sýnir eru alveg ný því að þau hafa einungis unnið saman í sjö mánuði. Þegar spurt var hvort þetta væri ekki ægilega „tauga- strekkjandi" starf yppti Oswald öxlum og sagði „kannski dálítið", en þetta væri þeim eins og hver önnur vinna. Suzanne bætti því við að þau hafi þjálfað með sér meiri einbeitingu en almennt gerist kannski, vegna þess hve nauðsynleg hún er í þeirra starfi. Oswald sagði að sér væri það mjög mikilvægt að áhorfendun- um líkaði atriðið hverju sinni en Suzanne sagði að það sem hún sýndi áhorfendum yrði henni sjálfri að finnast gott. Og þau voru sammála um að þegar áhorfendur væru góðir væri gaman að vinna - vinnugleðin ykist eftir því sem'áhorfend- urnir væru betri. Og í framhaldi af þvi: hvernig eru íslenskir áhorfendur? „Góðir", segir Suzanne og Oswald einum rómi og af miklum sannfæringar- krafti. Já, góðu áhorfendur, listin verður víst ekki bara til hjá listafólkinu heldur einnig þeim sem njóta hennar. Arena- sirkusinn heldur áfram til sjöunda ágúst og nú þarf ekki að láta veðrið aftra sér því tjaldað er yfir herlegheitin. En gott er að hafa góða peysu með í förinni svona til öryggis, og góða skapið náttúr- lega en ég lofa góðri skemmtun! -sbj. Tergovas töfrar fram kanínu. ¦ Jónas Einar var að halda upp á 5 ára afmælið sitt í sirkusnum. Mömmu hans, Guðnýju Thorlacíus, fannst tilvalið að fara í sirkusinn ¦ tilefhi dagsins. Guðrún Tinna, systir Jónasar, var með í förinni og þau voru öll á einu máli um að þetta væri hið skemmtilegasta afmæU!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.