Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 8
SUNNUDAGUR 24. JULI1983 wnmii Útgeiandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gfsli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stelngrfmur Gfslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ftltstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristlnn Hallgrfmsson. Umsjónarmaður Helgar-Tfmans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guomundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristfn Leifsdóttir, Samúei Örn Erlingsson (fþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstof ur og auglýsingar: Sfðumúla 15, Reykjavlk. Sfml: 86300. Auglýsingasfmi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306: Verð f lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrlft á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknidelld Tímans. Prentun: Blaðaprent hf.' Arfleif ðin ¦ Sú kynslóð sem nú er að ljúka starfsdegi sínum á íslandi hefur færst mikið í fang. Athafnasemin síðasta mannsaldurinn hefur verið slík að engin dæmi eru um aðra eins uppbyggingu í sögu landsins. Borg og bæir hafa risið, hafnir byggðar, stór orkuver sjá fyrir þörfum einstaklinga og atvinnuvega, hitaveitur mala gull, brýr byggðar og vegir teygja sig um alla landsbyggðina. Þessari upptalningu má halda lengi áfram, miklu fé hefur verið varið til skólabygginga og menntunar, sjúkrahús og heilsugæslu- stöðvar rísa, byggt er yfir atvinnustarfsemi margs konar og mikið land brotið til ræktunar. Kynslóðin sem nú er að taka við tekur því við miklum höfuðstóli og mun njóta góðs af um langa framtíð. Því lætur það heldur ankannalega í eyrum, sem hver tyggur upp eftir öðrum, að verið sé að kasta óhóflegum byrðum á herðar þeirra sem ríkið erfa með lántökum og skulda- söfnun, sem að mestu leyti fer til uppbyggingar mannvirkja og atvinnuvega. Sannleikurinn er sá að sú framkvæmdasama kynslóð sem byggði upp hefur að miklu leyti sjálf staðið undir óhóflega miklu af kostnaðinum. Þjóðarframleiðsla og útflutningur íslendinga hefur um langt skeið verið með því mesta sem nokkur þjóð hefur státað af og arðinum að miklu leyti verið varið til að gjörbreyta öllum þjóðfélags- háttum og búa í haginn fyrir framtíðina. Það má sýna fram á með gildum rökum að eftirstríðs kynslóðinni hafa verið mislagðar hendur með margt, en sé á heildina litið hefur hún unnið þrekvirki og skilar gríðarmiklum verðmætum í hendur þeirra sem á eftir koma. Fyrir utan sýnileg mannvirki hefur hún staðið undir menntun arftakanna, barist með kjafti og klóm til að ná viðurkenndu eignarhaldi á víðáttumikilli og ómetanlegri efnahagslögsögu og búið á margan hátt að fegurra og betra mannlífi þeim til handa er við taka. Mikii og vaxandi skuldasöfnun erlendis er vissulega áhyggjuefni og tími til kominn að sporna við fótum, en að halda því fram að komandi kynslóð eða kynslóðir eigi að fá allt upp í hendurnar fyrir ekki neitt er út í hött. Það er ekkert nema sjálfsagt og eðlilegt að einhverju af byrðunum af uppbyggingunni sé dreift á fleiri kynslóðir. Hitt er annað mál að það er kannski kominn tími til að staldra við og athuga sinn gang. Framkvæmdir og framfarir hafa verið einkunnarorð og lífsstíll þeirra sem unnið hafa óhóflega langan vinnudag við að byggja upp nútímaþjóðfélag. En hér verður að finna mælikvarða hins mátulega, eins og í fleiri efnum. Það er ljóst að í sumum atvinnuvegum hefur verið fjárfest meira en þeir rísa undir. Þegar svo er staðið að verki minnkar arðsemin og fyrirtækin eru rekin á barmi gjaldþrots um lengri eða skemmri tíma. Stórhuga orku- framkvæmdir verða þjóðarbúinu fjötur um fót nema mikill og hagkvæmur markaður sé fyrir orkuna. Óhóflegar skrifstofuhallir og illa nýtt íbúðarhúsnæði eru fjárfestingar sem engum arði skila, en eru aðeins byrði á fyrirtækjum og einstaklingum. Uppbyggingarkappinu verður að fylgja forsjá. Dæmi um það hve ósanngjarnt er að þeir sem byggja upp verða sjálfir að standa undir öllum kostnaði, eru íbúðabyggingar. Reist eru hús sem standa munu í hundruð ára, en eru greidd upp að fullu á örfáum árum. Hefur mörg fjölskyldan orðið að ganga gegnum miklar raunir um skeið vegna þessa fáránlega fyrirkomulags. Næstu kynslóðir sem njóta munu góðs af húsunum þurfa ekki að sjá um nema óverulegt viðhald sem ekki íþyngir fjárhag þeirra að marki. Sama gildir um þær miklu býggingar sem reistar eru fyrir opinbert fé og greiddar úr vösum allra lands- manna, og raunar um flestöll mannvirki. Enda ættu menn að f ara að huga að því hvort ekki sé óhætt að fara að slaka á og láta eftirkomendunum einhver óleyst verkefni eftir. OÓ horft í strauminnL Er „þarf asti þjónninn" að verda að landeyðingarplagu? ¦ Síðustu dagana hefur skotið upp umræðuefni sem líklegt er til þeSs að sækja á hin næstu misseri og ár, leiða í ljós stórfellt og vaxandi vandamál, valda illvígum deilum og verða torsótt úrlausnarefni. Það vekur þegar eina áleitna spurningu: Er „þarfasti þjónninn" í sögu íslensku þjóðarinnar - hesturinn - í þann veginn að verða mikil og orðlaus landeyðingarplága, og hverning getum við „gripið í taumana" áður en stórfelldur skaði er skeður? „Skaparans meistaramynd". í kvæði sínu Fákar kallar Einar Benediktsson íslenska hestinn „skaparans meistaramynd". Það dylst fáum, að hann er fögur náttúrusmið og göfug skepna og hefur lengi verið ímynd hreysti, fegurðar, afls og reisnar í íslenskum augum. Á örðugum öldum var hann líka sæmdur heitinu „þarfasti þjónninn" og hann var það í fullum skilningi. Hann bar þjóðina í þúsund ár yfir fljót og firnindi landshorna milli, stiklaði með hana hraun og aðrar vegleysur, færði henni lífsbjörgina á sterku baki heim í hlað. Það er örðugt að hugsa sér hvernig þjóðin hefði lifað af án hans allar aldir. En hann var meira en „þarfur", hann var yndi og eftirlæti, ljós daganna, og í senn þræll, félagi og konungur í lífi íslensku bændaþjóð- arinnar. Það er ekki fráleitt að segja, að hann hafi í raun bórið hana upp á sigurbakkann sem hún stendur nú á, skilað henni í áfanga nýrrar tæknialdar sem um Ieið vék honum úr sessi þarfasta þjónsins. En félagi og konungur hefur hann haldið áfram að vera þjóðinni, og þar með orðið nýtt og geigvænlegt vandamál neyslu- og frístundaþjóðfélagsins, sem fyrirsjáanleg Iandeyðingarhætta stafar af. fslenski hesturinn er frábær gangvari og stórfagurt og tignarlegt dýr. Hann er sérstætt og kostum búið hestakyn sem við verðum að rækta og vernda. Hestaræktun er auðvitað vísindagrein og hestamennska mikil og góð íþrótt, gleði- og heilsugjafi þeim sem vel stunda. Þar birtist sveitadraumur og náttúrudýrkun þéttbýlismanna sem ættaðir eru eða vaxnir úr íslenskri víðáttu endurborinn. Enginn vafi er á því, að mikilvægt er að íslenskir „þorparar" og borgarbúar fái þessarí náttúrudýrkun sinni fullnægt. En hóf skal haft á öllu. Þegar að því kemur að hestamennskan í nýjum sið fer að verða gróðri landsins hættuleg verða aðrir en hestamenn að taka í tauma. Nýtt sport fyrir afglapa? Sú var tíðin að orðsterkir bæjamenn kölluðu íslenskan landbúnað sport fyrir afglapa - og höfðu agnarögn til sins máls. Landbúnaðurinn var með nokkrum óskapnaði á mestu vaxtarárum á fyrri helmingi aldarinnar. Ræktunin var mikil, búin stækkuðu, gott skipulag komst á um sölumálin, en framleiðslustjórnin var í molum og langt frá því að vera nokkur áætlunarbúskapur, bæði í sauðfjár og kúarækt. Bændur stórjuku heyfenginn með ræktun og vélvæðingu og fjölguðu búpening gegndarlítið svo að sauðfé flagnagaði viðkvæm gróðurlönd heiða og afrétta. ítala komst.. ekki á, dilkakjötið seldist ekki allt, mjólkin varð of mikil. Þjóðin tók að greiða stórfé beint og óbeint fyrir þann munað að eyða gróðri á landi sínu. Þetta mátti auðvitað kalla sport fyrir afglapa ef menn vildu taka mikið upp í sig. En þá urðu straumhvorf sem vonandi verða mikils vísir og upphaf nýrrar blómaaldar í gróðurríki landsins. Bændur tóku sjálfir í þá tauma með félagslegum þroska og ábyrgðarkennd sem verður vonandi ævarandi ágætiseinkunn um þá stétt. Þeir tóku sjálfviljugir upp áætlunarbúskap án lagaþvingunar. Þeir minnkuðu mjólkina til markaðshæfis, fækkuðu sauðfénu stórlega til léttis á landinu og stefna að því að hætt verði að greiða stórfé fyrir skemmdarstarfsemi á landinu. Þeir rufu með stéttarlegum sjálfsaga vítahringinn: Ræktun - offram- leiðsla - landeyðing - fjárfrek landgræðsla, og stefna markvisst að samræmi í búskap manns og náttúru. Þjóðin á mikið undir því að þessi fyrirætlun takist, og bændum landsins verður seint fullþakkað ef þessi nýja sókn til landverndar heppnast. Og í von um það er það skylda allrar þjóðarinnar að vera vel á verði um það að nýir vágestir drepi henni ekki á dreif eða stofni gróðri landsins í nýja hættu. Þess vegna vaknar spurningin við umræðu um offjölgun hrossa á síðustu árum: Er þarna á ferðinni nýtt sport fyrir afglapa? Þúsundir arðlausra hrossa Hrossaeign íslenskra bænda hefur öldum saman verið hálfgert feimnismál og á seinni árum skattsvikaleið. Það er opinbert leyndarmál, að hross hafa lengi verið mjög vantalin, svo að líklega hafa menn aldrei vitað með fullri vissu hve hrossafjöldi í landinu var mikill. Svo mun enn í dag í vaxandi mæli. Með dreifingu hrossaeignar um alla landsbyggðina - líka meðal landleysingja - er þetta talnadæmi orðið enn óreiknanlegra í öllu eftirlitsleysinu. Engin ítala hrossa á sér stað í beitarlönd. Landríkir bændur eiga legíó ótaminna eða taminna sjálfræktaðra hrossa í heimalöndum og á heiðum. Þúsundir þéttbýlisfólks eiga hross, í hestamannafélögum og utan, og heyja nú harða baráttu við að koma þeim einhvers- staðar á grös. Víða má líta rótnagaðar og flageyddar hestagirðingar en skepnurnar í hálfgerðu svelti. Skráningar- skylda hrossa er engin í þéttbýli að minnsta kosti. Eftirlit með hundaeign er miklu meiri. Hvað skyldu Islendingar annars eiga mörg hross á því herrans ári 1983? Það er óræð gáta. Hitt fer ekki milli mála að hrossin eru allt of mörg. Á landinu ganga þúsundir arðlausra ónytjuhrossa og eyða viðkvæmum og naumum gróðri landsins. Hrossarækt hefur farið fram, en hún er enn allt of mikið fálm eða alls engin. Gæðingum fjöigar, en markaðurinn er takmarkaður, sá erlendi til að mynda sífellt að skreppa saman vegna ræktunar stofnsins erlendis. Þá þróun hefði auðvitað verið hægt að tefja en alls ekki hindra, svo að varla er um að sakast. Það hefði verið óðs manns æði að byggja íslenska hrossarækt á honum. Það hefði aðeins leitt til enn meira áfalls síðar. fslenski góðhestamarkaðurinn er líka takmarkaður, því að hesta- mennska er dýrt sport í þéttbýli. Hrossakjötsmarkaður, hvorki innlendur né erlendur, stendur ekki undir neinni hrossarækt. Hér verða ný úrræði að koma til. Ákjósanlegast væri að þarna tækju hrossaeigendur sjálfir upp félagslegar aðgerðir sem hefðu í senn í för með sér skipulega góðhestarækt í samræmi við hið nýja hlutverk íslenska hestsins og nauðsyn- lega hlífð við landið. Ræktunarbúskapur er að komast á hér á landi, en hrossabúskapurinn er að verða eina greinin sem fer aðrar leiðir að verulegu leyti. Bændastéttin hefur sýnt nægilegan þroska til þess að búast megi við því af henni, að hún taki á málinu innan sinna vébanda á sama hátt og í öðrum búgreinum að undanförnu, og fækki nú ónytjuhrossum sem eru skemmdarvargar í gróðri landsins, en færi hrossabúskapinn í harðhent ræktunarskipu- lag. Málið verður líklega miklu erfiðara viðfangs í þéttbýlinu, þar sem eigendur hrossa eru svo margir. Þar verður vafalaust að leggja úrbótalínur með lagareglum og eftirliti. Auðvitað verða hross að vera skráningarskyld, og lágmarkskrafa er að fulL og haldgóð vitneskja sé fyrir hendi um fjölda hrossa í landinu. Við því er ef til vill ekki að búast, að hestaeigendur í þéttbýli beri eins mikla ábyrgðarkennd til lands, sem þeir hvorki eiga eða hafa í umsjá, og réttmætt er að ætlast til af svokölluðum landeigendum. En hvað sem spjalla má fram og aftur um þennan vanda, er -augljóst að svo má ekki halda sem horfir út í fullkomna ófæru., Gróðurlendi landsins er í nýrri og stórvaxandi hættu af' hömlulausri og hraðvaxandi hrossaeign, sem gefur hverfandi lítinn fjárhagsarð ( þjóðarbúið. Hér verður að taka til hendi ef ekki á illa að fara. Andrés Kristjánsson skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.