Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ1983 9 menn og málefni Framfarírnar eiga að miða að því að bæta mamdnn sjálfan Skrefin sjö ■ Ef upphaf íslenzkrar samvinnu- hreyfingar í núverandi mynd sinni er miðað við stofnun Kaupfélags Þingey- inga, er nú komið nokkuð á annað ár nýrrar aldar samvinnustarfsins á Is- landi. Saga fyrstu aldarinnar er kunn og lofar góðu um hina nýbyrjuðu öld. Fortíðin verður þó aldrei meira en leiðarvísir eða áttaviti. All veltur á starfinu í nútíð og framtíð og hugsjón- inni, sem að baki býr. í hátíðarræðu, sem Erlendur Einars- son, forstjóri SÍS, flutti á Laugum, þegar minnst var 100 ára afmælis samvinnuhreyfingarinnar á íslandi fyr- ir rúmu ári (20. júní 1982), minnti hann m.a. á stærstu skrefin í þessari sögu, sem hann taldi sjö. Honum fórust svo orð: „Ekki eru hér tök á að rekja 100 ára sögu samvinnuhreyfingarinnar. Þó þykir mér rétt að minnast á nokkur stór skref sem skilað hafa mjög drjúg- um árangri í samvinnustarfinu á aldar- langri vegferð. Segja má að slík afdrifa- rík skref séu einkum sjö; skref sem öðrum fremur hafa markað leiðina á þessari framabraut þjóðarinnar. Fyrsta stórskrefið er stigið þegar Þingeyginar hefja samvinnumerkið á loft og stofna Kf. Þingeyinga. Hið annað þegar félögin þrjú í Þingeyjarsýslu stofna Samband ísl. samvinnufélaga 1902. Stofnun Sam- bandsins skipti sköpum fyrir þróun samvinnustarfsins, er fram liðu stundir. Hið þriðja, þegar Hallgrímur Krist- insson innleiðir Rochdale-fyrirkomu- lagið í Kaupfélag Eyfirðinga 1906. Hið fjórða, þegar Hallgrímur Krist- insson setur á stofn heildsölu Sam- bandsins í Reykjavík 1917 og tekur síðan upp deildaskiptingu innan þess. Hið fimmta, þegar Samvinnuskólinn er stofnaður árið 1918 og útbreiðslu- starf undir forystu Jónasar Jónssonar frá Hriflu er stóraukið. Hið sjötta, er varnarbaráttan á kreppuárunum, þegar Sambandinu, undir farsælli stjórn Sigurðar Kristins- sonar, tókst að koma hreyfingunni stórslysalaust í gegnum miklar þreng- ingar kreppuáranna. Og sjöunda stórskrefið steig Vil- hjálmur Þór með nýsköpun í Sam- bandinu að lokinni seinni heimsstyrj- öldinni þegar stofnað var til nýrra starfsgreina og samstarfsfyrirtækja en með því færði samvinnuhreyfingin starfsemi sína yfir á ný svið viðskipta- lífsins. Sjö voru þessi skref talin, sjö heilla- rík framfaraspor í íslenzku samvinnu- starfi. Nýir og nýir áfangar hafa stöðugt náðst í samvinnustarfinu í kaupfélögu- num, hjá Sambandinu og samstarfsfyrir- tækjum þess. Á aldarafmælinu er sam- vinnuhreyfingin ein gildasta stoðin í okkar velferðarríki. Með samvinnu- starfinu hefur verið lyft Grettistökum á liðnum árum og það er trú okkar samvinnumanna, að hinn lýðræðislegi grunnur, sem hreyfingin hvílir á, hafi styrkt lýðræði með þjóðinni." Áttunda skrefið Það sýnir yfirlætisleysi Erlendar Ein- arssonar, að hann getur að engu um áttunda skrefið, sem er þó ekki síður merkilegt en hin fyrri. Áttunda skrefið var stigið, þegar Vilhjálmur Þór beitti sér fyrir því með góðum stuðningi Sigurðar Kristinsson- ar, að Erlendur Einarsson tæki við forstjórastörfum af Vilhjálmi Þór, þeg- ar hann varð bankastjóri Landsbank- ans. Erlendur Einarsson var þá ekki nema rúmlega þrítugur að aldri, en hafði sýnt góða stjórnsemi og skipu- lagshæfileika sem fyrsti framkvæmda- stjóri Samvinnutrygginga. Nær þrjátíu ár eru nú liðin síðan Erlendur Einarsson varð forstjóri Sambands íslenzkra samvinnufélaga og helzti leiðtogi og forsvarsmaður samvinnuhreyfingarinnar í land- inu.Það var ekki vandalaust verk að taka við forustunni af Vilhjálmi Þór. Vilhjalmur hafði fært út starfssvið samvinnuhreyfingarinnar í margar ' áttir. Grundvöllurinn var lagður, þegar hann fór frá, en mikið var samt óunnið og óvíst hvernig til tækist, ef ekki nyti við öruggrar leiðsagnar. Slíka leiðsögn hefur Erlendur Einarsson vissulega veitt, og raunar miklu meira. Það, sem var fyrir, hefur ekki aðeins verið treyst og aukið, heldur starfsemin færð út á nýjum sviðum. í stjórnartíð Erlendar Einarssonar hefur aukizt mjög þátttaka samvinnu- hreyfingarinnar í atvinnulífi byggð- anna, einkum þó í sambandi við útgerð og fiskvinnslu. Samvinnufélögin hafa orðið enn meiri lyftistöng byggðanna að þessu leyti en áður. Þau eiga mikinn þátt í hinum miklu framförum, sem þar hafa orðið síðustu áratugina, - framförum, sem víða hafa breytt niðurníddum útgerðarstöðum í mynd- arlegustu bæi. í stjórnartíð Erlendar Einarssonar hefur það gerzt, að verzlunin í dreifbýl- inu hefur átt í vaxandi mæli undir högg að sækja. Bættar samgöngur hafa auk- ið verzlun við hina stærri verzlunar- staði. Markaðurinn í dreifbýlinu hefur dregizt saman. Verzlunin hefur af þeim ástæðum og fleiri orðið óhag- stæðari. Einstaklingar hafa ekki lengur talið borga sig að reka verziun þar. Þjónustan hefur í vaxandi mæli færzt yfir á samvinnufélögin. Heildarsam- tökin hafa oft orðið að koma til hjálpar. Hér hefur samvinnuhreyfingin unnið mikið og aukið þjónustustarf í þágu hinna dreifðu byggða. Sennilega hefur enginn einn maður í landinu þurft að fylgjast með á eins mörgum sviðum og Erlendur Einars- son í þá þrjá áratugi, sem hann hefur verið forstjóri SÍS. Svo mikil, marg- þætt og víðtæk eru umsvif samvinnu- hreyfingarinnar orðin. Það er ekki ofsagt, þó fullyrt sé, að leiðsögn Erlend- ar Einarssonar hafi verið jafnt sam- vinnuhreyfingunni og þjóðinni allri giftudrjúg. Stefnuskráin Sá merki atburður gerðist á 100 ára afmæli samvinnuhreyfingarinnar, að á aðalfundi SÍS var samþykkt sérstök stefnuskrá fyrir samvinnuhreyfinguna, sem hafði verið mjög vandlega undir- búin. Á þann hátt vildu forustu- mennirnir vinna að því, að hugsjónir yrðu jafnan leiðarljós samvinnuhreyf- ingarinnar. Um þetta fórust Erlendi Einarssyni svo orð í áðurnefndri hátíð- arræðu: „Á nýloknum aðalfundi Sambands- ins var samþykkt sérstök stefnuskrá samvinnuhreyfingarinnar. Þótt einhverjar efasemdir hafi kom- ið fram um samningu slíkrar stefnu- skrár fyrir samvinnuhreyfinguna, þá er ég ekki í neinum vafa um, hún styrkir grundvöll samvinnustarfs á íslandi. Ekki vegna þess að hún flytji einhver ný sannindi eða nýjan boðskap, heldur fyrst og fremst vegna þess að hún skerpir og dregur saman í hnitmiðuðu en skýru máli kjarnann í lífsviðhorfi og markmiðum samvinnumanna. Þar að auki tekur hún afstöðu til ýmissa mála, sem fyrst á síðustu árum hafa færzt í brennidepil þjóðfélagsumræðu á ís- landi eða eru í þann veginn að gera það. Stefnuskrá samvinnuhreyfingarinn- ar á að vera hvatning til frekari afreka íslenzkra samvinnumanna í uppbygg- ingu heilbrigðs atvinnulífs, til bættra lífskjara og betra mannlífs í þeirra orðá fyllstu merkingu." Jafnræði ríki milli eignarforma í hátíðarræðunni vék Erlendur Ein- arsson að hinum mismunandi eignar og rekstrarformum, sem nú eru tals- vert á dagskrá vegna umræðnanna um sölu á vissum ríkisfyrirtækjum. Hon- um fórust svo orð: „f umræðu um málefni samvinnuhreyf- ingarinnar hefur komið fram af hálfu okkar samvinnumanna að ákveðið jafnræði hafi ríkt um nokkurra áratuga skeið á milli eignarforma í atvinnulíf- inu, milli samvinnurekstrar, einka- rekstrar og ríkisrekstrar. Við höfum jafnframt haldið því fram, að þetta jafnræði hafi þegar á heildina er litið reynzt þjóðfélaginu til góðs, dregið úr andstæðum og árekstr- um, skapað virkari samkeppni og auk- inn jöfnuð og komið í veg fyrir óhófleg- an ríkisrekstur. Við höfum látið í Ijós þá skoðun að umrætt jafnræði hafi fyrst og fremst þróazt fyrir tilverknað og áhrif sam- vinnuhreyfingarinnar sem við höfum kallað þriðja aflið í íslenzku efnahags- lífi og hefur með starfi sínu virkað sem stuðpúði milli óvæginnar einstaklings- og gróðahyggju og ágengra ríkisrekstr- arsjónarmiða. Ýmsar blikur eru nú á lofti sem sýnast geta ógnað þessu jafnvægi. Kemur þar fyrst og fremst til aukin og sívaxandi þátttaka ríkisins í atvinnu- rekstri sem fjármögnuð er með skatt- tekjum á sama tíma sem fjármagns- uppspretta í öðrum atvinnurekstri er ófullnægjandi til að takast á við meiri- háttar verkefni í nýjum greinum. Hinum skammsýnu ríkisrekstrará- formum sem nú eru uppi verður að breyta. Það jafnræði sem ríkt hefur í íslenzku atvinnulífi um áratugaskeið verður að varðveita." Erlendur Einarsson minntist einnig í hátíðarræðunni á þátttöku samvinnu- hreyfingarinnar í atvinnurekstri. Hann sagði: „Það er framtíðarstefna samvinnu- hreyfingarinnar að taka þátt í atvinnu- uppbyggingu þjóðarinnar eftir því sem aðstæður og fjárhagsgeta leyfa. í vax- andi mæli er nú litið til samvinnuhreyf- ingarinnar til þátttöku í atvinnurekstri. Samvinnuhreyfing er opin fyrir sam- starfi við aðra aðila við uppbyggingu atvinnufyrirtækja, hvort sem um er að ræða sveitarfélag, einstaklinga eða ríki. f flestum héruðum landsins eru sam- vinnufélögin burðarásar atvinnulífs- ins. Framtíðarstefna samvinnuhreyf- ingarinnar er og hlýtur að verða að styrkja þessa burðarása. Samvinnu- menn líta svo á að unnt sé að virkja miklu meir en orðið er, það afl sem í fólkinu sjálfu býr í byggðum landsins. Það verður framtíðarstefna samvinnu- hreyfingarinnar. Á nýloknum aðalfundi Sambandsins var samþykkt að koma á fót sérstökum sjóði innan samvinnuhreyfingarinnar til að auka möguleika hennar til þátt- töku í atvinnulífi þjóðarinnar. Sjóður þessi skal heita Samvinnusjóður ís- lands og er stofnun hans aldarafmælis- gjöf til samvinnuhreyfingarinnar. Við væntum mikils af þessum sjóði. Vonandi verður Samvinnusjóður ís- lands kraftmikil lyftistöng í uppbygg- ingu samvinnustarfs á komandi árum, í samvinnufyrirtækjunum sjálfum og einnig með þátttöku samvinnuhreyf- ingarinnar í atvinnurekstri með öðrum aðilum. Stefnuskrá samvinnuhreyfingarinn- ar og Samvinnusjóður íslands eru merk mál er miða að því að samvinnu- menn geti að sínum hluta staðið við skyldur nútímans við framtíðina, með því að leggja sífellt í ný og ný átök á sviði skipulags, rekstrar og fram- kvæmda. Við höfum tekið við arfi frá eldri kynslóðum, jafnt í áþreifanlegum verðmætum eins og eignum og fyrir- tækjum, sem hugsjónum og hugmynd- um er hafa mótazt og þroskazt við íslenzk skilyrði. Og á okkur hvílir sú ótvíræða skylda á komandi árum að ávaxta þennan arf. • En við skulum hafa hugfast, að hvorki andleg né veraldleg verðmæti verða ávöxtuð með aðferð ormsins, sem liggur á gullinu. Fjármagnið verð- ur að vera í þjónustu fólksins, það verður að vera í veltunni hjá fyrirtækj- um fólksins til þess að knýja áfram samvinnustarfið með stöðugt nýrri uppbyggingu. Á sama hátt verða hug- sjónirnar að vera lifandi og hugmynd- irnar að baki þeim að þróast með breyttum aðstæðum." Markmiðið að bæta manninn sjálfan Erlendur Einarsson vék síðar í hátíðarræðunni að þeim miklu breyt- ingum, sem orðið hefðu í þjóðfélaginu: „{slenzka þjóðin hefur notið óvenju- legrar hagsældar á undanförnum árum og áratugum. Hagsæld hennar hefur verið slík, að lífskjör þjóðarinnar hafa verið með því bezta sem þekkist meðal þjóða heimsins. Þessi velmegun hefur haft í för með sér stórfellda breytingu á þjóðlífi öllu, svo ekki verður líkt við annað en byltingu. Sú bylting kemur m.a. fram í nýjum siðum og venjum en því miður hafa margar gamlar dyggðir glatazt í umrótinu. Við skulum jafnan hafa hugfast að markmið samvinnuhreyfingarinnar um efnahagslegar framfarir hlýtur ávallt að miða að því að bæta manninn sjálfan, að efla mannrækt og manngildi og að auka skilning og jöfnuð milli manna og þjóða. Forsenda þess hlýtur að vera sú meginregla að ágreinings- mál séu leyst með friðsamlegum hætti. Nú á þessum síðustu tímum þegar hættur kjarnorkuvígbúnaðarins eru orðnar hverjum manni Ijósar, ogóttinn við gjöreyðingu allrar siðmenningar á jörðinni hvílir eins og mara yfir löndum og lýðum þá hlýtur krafan um frið að vera ofar öllu öðru. Að leggja sitt af mörkum til varðveizlu friðar í heiminum, ætti að vera verðugt verk- efni íslenzku þjóðarinnar á komandi árum.“ Ný öld Undir ræðulokin fórust Erlendi Ein- arssyni þannig orð: „I hönd fer ný öld í íslenzku sam- - vinnustarfi. Sem fyrr mun samvinnu- hreyfmgin setja markið hátt í uppbygg- ingu íslénzks atvinnulífs með þátttöku fjöldans sem kjölfestu og manninn í öndvegi. Það er boðorð nýrrar aldar. Til að ná settu marki þarf margt að haldast í hendur. Ef til vill lýsir vísa 1 Stefáns G. Stefanssonar betur en flest annað hvers samvinnuhreyfingin þarf til að skila ætlunarverki sínu. Þitt er menntað afl og önd eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd hjartað sanna og góða. Hreyfingin þarf á öllum tímum að eiga menntað afl og önd til þess að geta tekizt á við ný og ný verkefni. Hreyf- ingin þarf skarpan skilning, hagleik handa og hugar til þess að vinna verkin og gera hugsjónirnar að veruleika. Hreyfingin þarf að geta virkjað afl og önd félagsmanna, þá skapast máttur hinna mörgu. Og hjartað sanna og góða verður að slá undir í samvinnu- starfinu. Takist okkur þetta mun sam- vinnuhugsjónin bera ríkulega ávexti á nýrri samvinnuöld." Hátíðarræða Erlendar Einarssonar á afmælishátíðinni að Laugum í fyrra felur sannarlega í sér margt, sem vert er að rifja upp og hafa hugfast. Því er það gert hér. Þórarinn Þorarinsson, ritstjóri skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.