Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 HANDAN — Tvö hundruð ár f rá hingaðkomu f ranska rithöf undarins Stendahl ¦ „Með ánægju myndi ég ganga með grímu. Með gleði myndi ég skipta um nafn." Og það gerði Henri Marie Beyle, fransmaður, skammlaust og hvað eftir annað: mislas til að mynda nafnið á þýsku þorpi sem hann átti leið um á hestbaki og kallaði sig Stendahl í stað Stendal. Hann skrifaði skáldsögur sem á sinni tíð - fyrra parti nítjándu aldar - náðu litlum vinsældum þó segja megi Baízaco til hróss að hann bar kennsl á snilligáfu þegar hann rakst á hana.' Raunar jós Stendahl sig ekki ösku þótt hann hlyti ekki þá viðurkenningu sem hann vissi ósköp vel að hann átti inni - yppti bara öxlum því svona er lífið. „Minn tími kemur," fullyrti hann, „seinna. Kannski 1880. Kannski 1935." Auðvitað rættist þessi spá hans. Tími rithöfundar sem boðaði komu Nútíma- mannsins á greinilegri hátt en kollegar hans hlaut að koma. Stendahl er samtíð- armaður okkar þó svo hann hafi tekið þátt: í herleiðangri Napóleons til Moskvu og nú séu liðin rétt tvö hundruð ár frá fæðingu hans. Stendahl er niðrí í Austur- stræti. Tvö hundruð ár - það merkir að hann hafi í heiminn borist það herrans ár 1783 og átti atburðurinn sér stað í Grenoble í suðurhluta Frakklands. Faðir hans var ágætlega stæður lögfræðingur en þeir feðgar áttu ekki skap saman - „Skíthæll- inn", eða eitthvað í þá veru, var það nafn sem Stendahl brúkaði alla jafna yfir föður sinn. Móðir sína dáði hann hins vegar ævina á enda og hafði hana til fyrirmyndar Madame de Renal - Freud- istar, hafið hægt um ykkur! En móður sinnar naut Stendahl þó ekki lengi því hún lést er hann var sjö ára. Ári fyrr hafði frönsk borgarastétt marsérað gegn Bastillunni og franska byltingin brotist út. Ojá, þetta voru róstusamir tímar og það var kannski einmitt um þær mundir sem óróleg, eirðarlaus vitund Nútíma- mannsins tók að mótast. Er Stendahl var tíu ára fagnaði hann nýtilkomnu haus- leysi Loðvíksins 16da - tæplega tvítugur fylgdist hann með dökkbrýndum Kors- íkubófa hrifsa öll völd í Frakklandi. Napóleon var ávallt hans maður og helsti - ef ekki eini - dýrgripur hins ógæfusama Julien Sorel var dálítil mynd af þessum mesta stríðsherra þeirra tíma. Herför Napóleons til Moskvu Strax í æsku ákvað Henri Beyle - sem síðar varð Stendahl - að öðlast mikla þekkingu á mannshjartanu og þá átti hann vel að merkja ekki við blóðiþrútinp vöðva í brjóstholinu. Hann var líka ráðinn í að helga sig hamingjunni og fyrirfram sannfærður um að einhvers staðar mýndi hans sneið af mikilfengleik- anum að finna - gallinn var sá að lengst af hafði hann ekki hugmynd um hvar vænlegast væri að leita. Ekki var hann vísindamaður að upplagi þó svo honum gengi afbragðs vel við lærdómsstagl og hafði stærðfræðigáfur umfram flesta menn. Herinn? Já, hvernig væri það. Stríðsgæfa Korsíkumannsins bauð ung- um og metnaðargjörnum borgarasonum upp á áður ókunn ævintýri. Árið 1799 komst hann gegnum klíku í vinnu hjá stríðsmálaráðuneytinu (í þá daga var sú Oceaníska hræsni sem felst í orðinu „ varnarmálaráðuneyti" ekki enn komin til sögunnar), og það átti fyrir honum að liggja að taka sinn þátt í flestöllum herleiðöngrum Napóleons. Þegar hann lagði sig fram þjónaði hann af atorku - um það er engum blöðum að fletta - en tók þó ekki þátt í bardögum. Hann mun aðeins hafa verið vitni að einni slíkri slátrarahátíð og skildi hvorki upp né niður í gangi orustunnar en þessi reynsla varð kveikjan að hinni ógleymanlegu Waterloo-lýsingu í skáldsögunni La Chartreuse de Parme. í stað þess að höggva mann og annan fékkst Stendahl við ýmis skipulagsstörf að baki víglín- unnar og þótti einkum og sér í lagi standa sig með prýði meðan stóð á hinu erfiða undanhaldi franska hersins frá Moskvuborg árið 1812. Síðar gortaði hann af því við kunninga sinn - sjálfsagt yfir glasi og ekki í ósmáum stíl - að Napóleon hefði haft á horium mikið uppáhald en hvort Byron lávarður trúði honum er ekki allsendis víst - seinni tíma menn gera það altcnt ekki. Enginn efast aftur á móti um dálæti Stendahls á keisara sínum og eftir ósigur þess síðar- nefnda við Leipzig árið 1814 og eftirfar- andi Elbuför, þá þótti Stendahl hart orðið í heimi hér og kominn tími til að taka pokann sinn. Hann sagði skilið við herinn enda hafði hann, þegar allt kom til alls, ekki verið neitt óþarflega sam- viskusamursvonahvunndags. Hinirnýju yfirmenn konungsríkisins gerðu akkúrat ekkert til að halda í hann. Stendahl settist að á ftalíu en það land var honum einhverra hluta vegna hug- leikið. Hann hafði frá blautu barnsbeini haft áhuga á bókmenntum og ritstörfum og nú hóf hann sjálfur að skrifa af dugnaði. Eitt sinn fékk hann þá hugljóm- un að skrifa leikrit og endaði á að skrifa þau mörg, öllsömul í bundnu máli. Þeim fáu sem leggja á sig að lesa þau núorðið ber saman um að þau séu ótrúlega, óleyfilega vond. En Stendahl sýslaði einna mest við ýmiss konar blaða- mennsku og á þeim fronti gekk honum betur - ávann sér aðdáun margra svo- kallaðra andans manna fyrir kjarkmikla gagnrýni sína á menn og málefni en varð sér einnig úti um taumlausa andúð stjómvalda ífleiri en einu ríki. Lögreglu- njósnarar fylgdu honum hvert fótmál og árið 1821 var hann útlægur gerður frá sinni elskuðu ítalíu - sakaður um það til málamynda að vera spíón. Hann hafði, eins og Ijóst má vera af bókum hans, óslökkvandi áhuga á stjórnmálum en eins og jafn Ijóst er af bókunum þá var hann í rauninni alltof mikill einstaklings- hyggjumaður til að geta lagt sál sína í pólitík. Þar er þörf hópsálar, hóphyggju og Stendahl umgekkst hugsjónir með ýtrustu gát. Ef hann var eitthvað í pólitík var hann alla tíð Bónapartisti hvað svo sem það stóð fyrir. Að komast yf ir konur Fyrstu útgefnar bækur Stendahls fjöll- uðu um ýmsa hluta ítalska. Hann skrif- aði um ítalska málarameistara, borgríki og tónlistarmenn en þessar bækur þykja Henrí Beyle/Stendahl: skrífaði, elskaði, lifði. ft Sk&pmynd frá 1828. langt í frá sígildar nú enda kom í ljó's að hann var ósmeykur við að taka það traustataki sem aðrir höfðu ritað og birta sem kafla af eigin bókum. Fyrsta bók hans sem þykir athygli verð kom á þrykk árið 1822 og hana taldi Stendahl til dauðadags vera sína bestu. Þetta var eins konar fræðslurit um ástina og bar því sæmdarheitið De l'Amour. Þau voru þrjú helst, markmiðin sem Stendahl setti sér ungur og stefndi að upp frá því. í fyrsta falli hafði hann síður en svo nokkuð á móti því að komast ögn áfram í mannfélaginu. Hann var ekkert yfirmáta hrifinn af uppruna sínum í millistétt og eins og Balzac gerði hann dálítið af því að bæta titlinum de framan við nafn sitt í algeru heimildarleysi. En þessu göfuga markmiði náði Stendahl varla. Faðir hans fór til guðs eftir að hafa sólundað mest öllu fé sínu í vonlausar tilraunir í landbúnaði og Stendahl þótti það eftir Skíthælnum að skilja vesalings son sinn eftir arflausan. Það voru sem sé til í Frakklandi auðugri menn en Henri Marie Beyle. Markmið númer tvö gekk út á dýrðina, hamingjuna - víkjum nánar að því nokkrum línum neðar. Þriðja takmarkið var ofureinfalt: Sten- dahl hafði fullan hug á því að komast yfir eins margar konur og hann frekast gæti. Orðið ást var á þessum tíma sem hér um ræðir nokkuð kryddað merkingu kynlífs en það var hlutur sem Stendahl neitaði sér ekki um ef færi var á að njóta þess. Engu að síður er sú ást s;m hann ritaði um í fræðslubók sinni - og þá ekki síður í skáldsögunum - fyrst og fremst hin huglæga ást en henni var Stendahl þaulkunnugur. Hann var einlægt ást- fanginn en svo illa vildi til að þær konur sem hann festi ást á hneigðust til að láta sér fátt um finnast - þótti hann ýmist fyrir neðan sína stéttskiptu virðingu ellegar hreint og beint skoplegur. (Ástin spyr ekki um útlit en hér má skjóta því að Stendahl hafði ekki til að bera fegurð Appollós - hann var til dæmis fitubolla.) En Stendahl gafst ekki upp, hann rýndi í hjarta sitt, skilgreindi tilfinningar sínar og setti þær á blað. De l'Amour þykir eftirtektarverð fyrir það af hversu miklu öryggi og vissu Stendahl ritar um ólg- andi, blæðandi ástríður - það svipti hann þó síst þeim hæfileika , þeirri bölvun að finna til. Sjálfsvitund hans - persóna hans - var nýmæíi í bókmenntum og á ekki minnstan þátt í að hann er ekki gleymdur nú þótt jafnaldrar hans hafi tekið honum fálega. Á tuttugu árum seldust ekki nema tuttugu eintök af De l'Amour. Um miðnætti á krám þar sem allar konur eiga sér elskhuga Þegar hér var komið hafði Stendahl, eins og hann var farinn að kalla sig, sett fram kenningar um hvernig maðurinn - eða í það minnsta hann sjálfur - skyldi haga lífi sínu. Á því nafni sem var svo til eini arfur hans eftir Skíthælinn byggði hann fyrirbærið Beylisme. Þungamiðjan í öllu saman er eftirsóknin eftir hamingj- unni. Sá frægi frasi la chasse en bonheur. Beylisminn var ekki, skal vandlega tekið fram, lífsnautnastefna þó Stendahl þætti ekki verra að hafa það svolítið huggulegt - hann elskaði, kvót, að sötra púns um miðnætti á krám þar sem allar konur áttu sér elskhuga. En sem sé, heila málið snerist öllu heldur um að eignast djúpa þekkingu á sínu eigin hjarta - eða sjálfi eins og sagt yrði nútildags - og taka ^þannig virkan þátt í að skapa það. Það er margt mótsagnakennt í Beylismanum eins og hann birtist í ritum Stendahls - þar berjast hreinskilnin og hræsnin, sjálfsstjórnin og taumleysið, einlægnin og efahyggjan - og hér verður þetta „kerfi" ekki rakið mikið nánar en í öllum sínum þversögnum benti það langt fram á við - til fyrrnefnds Nútíma- manns. Sumir hafa séð í Stendahl óljós- an fyrirrennara existentíalismans; aðrir þykjast þekkja í honum og persónum hans, sem af örvæntingarfullum ákafa freista þess að vera sjálfum sér nægar, rótina að Ofurmenni Nietzsches, og má geta þess að spámaðurinn níðski mun hafa rit Stendahls í hávegum. Hvort tveggja er raunar í meira lagi vafasamt- fyrst og síðast var Stendahl næstum ofsalegur einstaklingshyggjumaður og gilti einu hvert einstaklingshyggjan bar hann - hann var skarpskyggn draumóra- maður, tilfinninganæmur efahyggju- postuli, hann var ástríðufullur og kald- hæðinn í senn. í bókum sínum átti hann til að lýsa djúpum og flóknum tilfinning- um af ógnvekjandi nákvæmni - að öðrum kosti sagði hann iðulega: „Þetta var of dásamlegt til að því verði með orðum lýst" - og þar við sat. Hvort er skárra að segja of mikið eða of lítið? Vangaveltur Stendahls um notagildi, nothæfni orða voru einnig nýmæli. Hvort mun hann hafa vísað veginn að þögn- inni? Ævi hans á ný. Eftir að hann kom nauðugur frá ítalíu gerðist Stendahl menningarviti í París og ritaði ýmsar bækur um kúltúr og bókmenntir- meðal annars eina um Racine og Shakespeare en þann síðartalda dáði Stendahl um- fram aðra rithöfunda. Annars vissi hann varla hvernig hann átti að snúa sér í sífelldum þrætum rómantíkera og klass- íkista - hann hafði drukkið í sig Rouss- eau í æsku og vissi fullvel að undan honum kæmist hann aldrei en gerði þó sitt besta; las ýmsa spámenn upplýsing- arinnar og tileinkaði sér skoðanir þeirra með misgóðum árangri. Mótsagnir enn. Rautt og svart En allt um það, árið 1828 gaf Stendahl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.