Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 12
12 - V'- SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 ¦ „Selfoss er hraðbraut þeirra sem ætla úr höfuðstaðnum til frægðar fjall- auiia. Hér stoppar lýðurínn í Fossnesti tU að fá sér eina með öllu, kannski í einar 10 mínútur, en ekki söguna meir. Þetta er kaldhæðnislega orðaður sannleikur", sagði ríthöfundurinn gamansami, Guðmundur Daníelsson, sem býr á Selfossi, í spjalli við blm. Tímans er hann var á ferðinni um Selfoss og nágrenni fyrir skemmstu. Guðmund þarf vart að kynna fyrir bókaormum fslands, hann er lands- þekktur rithöfundur og hefur nær reglu- lega sent frá sér skáldskap o.fl. alveg frá árinu 1933 er hann gaf út bókina: Ég heilsa þér ljóð. Guðmundur er fæddur 4. október 1910 og er því 72 ára. Samhliða ritstörfum hefur hann unnið við kennslu og auk þess verið skólastjóri víða. En árið 1973 sneri hann sér eingöngu að ritstörfum og hefur notið heiðurslauna listamanna frá árinu 1974. „Framámenn hér á Selfossi eru sýknt og heilagt að skrafa um að gera Selfoss að ferðamannabæ, ferðamennirnir gisti á hóteli og skoði það sem bærinn hefur upp á að bjóða, sem er þó varla heilsdagsverk. Kannski forngripasafnið, eða byggðasafn heitir það víst, og e.t.v. listasafnið. Varla meir að skoða", sagði Guðmundur og glotti. Hvenær fluttistu hingað til Selfoss, Guðmundur? „Það var árið 1968 sem ég kom hingað. Byggði mér þetta hús og skulda nú engum neitt. Það eru sjálfsagt fáir undir fertugu sem ekki skulda eitthvað hér á landinu, eins og staða þjóðarbúsins er. Já, hvert var ég kominn? Já, áður en ég kom hingað var ég búinn að vera 25 ár á Eyrarbakka sem kennari og síðar skólastjóri. Þegar hingað kom hóf ég kennslu við Gagnfræðaskóla Selfoss. Mér líkar alveg ágætlega á þessum kurteisa stað. Fólkið hér er friðsamt, maður hefur ró og næði til að sinna ritstörfum." sagði Guðmundur. Nú tók spjall okkar nýja stefnu, Bókmenntir, rithöfundaro.fl. varðaðalumraeðuefnið. „Það er merkilegt hvað bókmennta- fræðingum tekst að búa til skrýtin orð yfir bókmenntastefnur og bókmennta- stíl. Nú tala þeir um að ofurraunsæi sé vinsælt. Eiga þeir þá við verk rithöf- unda eins og t.d. Guðbergs Bergssonar sem mér finnst alveg frábær rithöfundur og þýðingar hans á s-amerískum skáld- skap kann ég vel að meta", sagði Guð- mundur. í hvaða dilk hafa bókmenntafræð- ingarnir dregið þig? „Ég held að þeim hafi bara ekki tekist andsnúin styrjöldum og hvers kyns stríði. Þjóðernishyggjan er ákaflega rík í þessum kvæðum. Þetta ætti að falla vel í kramið hjá öllum friðarhreyfingum. Mér finnst ákaflega skondið að velta því fyrir mér hvað þessir háu herrar í útlandinu eru yfirleitt að hugsa. Þeir eru með 19 tegundir gereyðingavopna á sínum lista en samt nægir ein tegundin til að þurrka út heiminn. Hvað á þá að gera við hinar 18 tegundirnar?", sagði skáldið. Það má geta þess að bók þessi kemur út í tilefni af 50 ára rithöfunda- afmæli Guðmundar í haust. En ekki ertu hættur að semja sjálfur? „Nei, nei, langt í frá. Meðan heilsan er jafn góð og hún er skrifa ég fram í sagði Guðmundur og skellihló sínum smitandi hlátri. „Ég hugsa lítið um peninga, kannski vegna þess að ég þarf þess ekki. Ef ég má aðeins minnast aftur á styrkina, þá er svo sem allt í lagi að styrkja efnilegu skáldin, en þegar þau eru kannski komin á sextugsaldurinn og ekki enn komnir inn á markaðinn, en halda áfram að gefa út eina bók á ári, þá á bara að láta þau sigla sinn fjó. Farvel Frans", sagði Guðmundur. Blm. komst ekki hjá því að líta augum fallegt píanó í stofunni. Spilar þú, Guðmundur? „Nei, það er varla hægt að kalla það spilamennsku. Annars var ég einu sinni „Erfitt að gera okkur skáldum tíl hæfis" — segir Guðmundur Daníelsson rithöfundur í viðtali um hitt og þetta það enn, þó ég hafi skrifað einar 40-50 bækur á rithöfundarferli mínum", svar- aði Guðmundur. Hvenær koma næst bækur út eftir þig Guðmundur? „Það koma tvær í haust, vinur minn. Önnur er viðtalsbók sem heitir Á góðra vina fundi, en hin en ljóðaþýðingar sem ég hef unnið í samvinnu við pólverja einn, góðan vin minn. Hann er málaséní, talar meira segja dálítið í íslensku; En Ijóðaþýðingarnar eru úr litlum málum eins og gelísku, Iappnesku og albönsku, svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru allt lítil málfélög í stóru málfélagi. Það er sam- eiginlegt með kvæðunum að þau eru rauðan dauðann. Það er nú ein bók sem ég hef lokið við sem er núna hjá útgefanda. Það eru þegar tveir búnir að hafna henni, vilja ekki gefa hana út. Bókin heitir Tólf tóna fuglinn og undir- titillinn er skophryggðar saga. Og ég er alveg sannfærður um að þetta sé mjög góð saga. Hvað stílinn varðar er hún kannski í ætt við Spítalasöguna mína. 1 Tólf tóna fuglinum er broddur og hún fjallar um mikilmennin og li'ka hina nafnlausu", sagði Guðmundur og hló góðlátlega. Nú fór Guðmundur allt í ein'u að tala um bókasafnið á Selfossi og greinilegt var að honum fannst lítið til þess koma. „Það eru eintómir reyfarar í því", sagði hann. „Veistu það að ég lá banalegu árið 1974 og var nærri dauður. Þá skrifaði ég Óratóríu '74. Á tímabili gekk meira að segja sú saga að ég væri hreinlega dauður. Matthías Johannessen sagði m. a.: „Nú er ég búinn að missa tvo bestu vini mína, Sigurð Nordal og Guðmund Daníelsson", sagði Guðmundur og var ekki laust við að honum væri skemmt er hann minntist þessa. Talið barst nú að styrkjum rithöfunda og einnig Bókmenntaverðlaunum For- seta íslands sem hafa fengið blaða- mönnum nóg að sýsla. „Mér finnst þessi styrkja stefna hrút- leiðileg og sjálfur hef ég aldrei fengið styrk, þó ég sé að vísu núna í heiðurs- launaflokki. í gamla daga fóru þeir bara á hausinn sem ekki seldu bækur sínar, svo einfalt var það.", sagði Guðmundur. En hvað finnst þér um bókmennta- verðlaunin hennar Vigdísar? „Þettavarnúmeirisprengjan.Þ.e.a.s. það var eins og sprengju væri varpað inn í hóp rithöfunda, mitt á milli hinna tveggja rithöfundarfélaga, Félags ísl. rithöfunda og rithöfundasambandsins. Hann verður varla öfundsverður sá sem verður lektor í eitt ár á launum. Já það er erfitt að gera skáldunum til hæfis", organisti. En það eru ekki margir sem vita það að tónlistin spilar stórt hlutverk í mínu lífi og ef einhverjir músíkantar koma hér í heimsókn, fæ ég þá til að leika á píanóið áður en þeir fara. Ég hlusta á alla tónlist, óperur Puccinis, djass o.fl. Ég hafði alltaf gaman af Bítlunum og ég hlusta á Mezzoforte og reyni yfirleitt að fylgjast með því sem-er að gerast í tónlistarheiminum", sagði Guðmundur. Og nú þótti ekki annað stætt en að spjallinu yrði hætt og blm. og Ijósmynd- ari kvöddu skáldið með virktum enda ekki annað við hæfi, slík var gestrisnin. -Jól

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.