Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 14
SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 1983 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ1983 Vetrargarðurinn þar var drukkiðog duflað ólæpUega Skipsbjöllunni var hringl um leið og slagsmálin byrjuðu ■ Einn þeirra garpa sem héldu uppi fjörinu á skemmtunum í Reykjavík á árum áður, já, og alveg fram á síðustu ár var Árni ísleifsson og hljomsveit hans og enginn kann betur að segja frá kvöldunum í gamla Þorscafe og gamla Röðli en hann. Árni býr nú austur á Egilsstöðum, en við vorum svo stálheppnir hér á Helgar-Tímanum við undirbúning þess- arar greinar, að Árni var á ferð í borginni. Nann er nefnilega að gefa út spánýja plötu, „Grimmt og blíttV þar sem eingöngu eru lög eftir hann sjalfan ogvið leyfum okkur að mæla með henni. Árni spjallaði við okkur um stund og með honum var einn dyggasti samherji hans í „hljómsveitabransanum," Bragi Einars- son, klarinettu og Saxafónleikari. „Ég byrjaði að spila með fyrstu hljóm- sveit Björns R. Einarssonar í Listamanna- .skálanum 1945-46, en hafði áðurdálít- ið verið að spila á skóladansleikjum og slíku,“ segir Árni, en hljóðfæri hans í þessum „bransa" voru alla tíð píanóið og víbrafónninn. „Tíminn sem ég spilaði í Listamannaskálanum varð ekki langur, því brátt lá leiðin upp í Breiðfirðinga- búð, þar sem ég spilaði í nokkur ár. Hljómsveitin var ógurlega vinsæl og það mátti víst segja að krakkarnir á þessum tíma eltu hljómsveitina. Aðeins einn tangó á miðnætti Þegar ég hætti með Birni R. fór ég að leika í Þórscafé með Svavari Gests en þá hafði Ragnar Jónsson tekiðvið staðnum. Þórscafé var þá á annarri hæðinni í Sveins Egilssonar-húsinu. Ég spilaði líka nokkuð á Röðli um þetta leyti, þ.e. fyrir 1950. Þá voru það einkum ræll, polki, marsuka og slíkir dansar sem mátti spila og tangó, sem þá var alveg nýr af nálinni, mátti aðeins heyrast einu sinni á kvöldi, þ.e. kl. 12. Dansstjórunum þótti hann víst of ósiðlegur, en á Röðli voru alltaf tveir dansstjórar og ég man að annar þeirra var Guðjón, faðir Péturs Guð- jónssonar, rakara. Mig minnir að hinn hafi verið Jónas Guðmundsson. Ég stofnaði mína eigin hljómsveit árið 1951 og það kom nú þannig til að ég var beðinn að koma til Vestmannaeyja og sjá um músikina í Sjálfstæðishúsinu þar, en þeir voru þá að keppa við Alþýðuhús- ið í Eyjum, sem Guðni Hermannsson ofl. höfðu verið að flikka upp á. Við spiluðum þarna tveir Eyjamenn og þrír Reykvíkingar og var hann Bragi hérna einn af þeim, en við vorum þarna í fjóra mánuði. Ekki var ég með eigin hljóm- sveit lengur í bili, því um vorið 1951 kem ég aftur til Reykjavíkur og við Bragi förum að leika með hljómsveit Þórarins Óskarssonar, ÞÓ, eins og hún var kölluð, í Listamannaskálanum. Þar var opið frá 9-1 á laugardagskvöldum og inngangurinn kostaði tíkall. Þetta voru fjörug böll. Nei, það var ekki mikið um drykkjuskap þarna, enda rak Ung- mennafélag Reykjavíkur Listamanna- skálaböllin.“ Gúttó — Rúnturinn „Já svo voru Templarar líka með í Gúttó sþilaði ég með Braga Hlíðberg og þar var alltaf spilaður „Lancier", sem tekur 20 mínútur að dansa. 1 þessum dansi eru miklar beygjur og sveigjur og ég man eftir gömlum manni sem spilaði þarna, Jóhannesi Jóhannessyni, sem tal- aði um hve beygjurnar hefðu verið ■ Bragi Einarsson með klarinettið í Mjólkurstöðinni veturinn 1948-49. böllin í Gúttó,“ segir Bragi. Ég spilaði þar um tíma árið 1952, en Gúttó var líklega elsti dansstaðurinn í Reykjavík og þar höfðu verið böll áratugum saman áður. Það má sjá að dansstaðirnir voru þarna mjög margir á litlu svæði, þ.e. Gúttó, Iðnó, Borgin, Oddfellowhúsið, Vonarstræti 4 - þar voru oft böll, - Listamannaskálinn, Sjálfstæðishúsið og Ingólfscafé. Göturnar voru líka fullar af fólki í miðbænum á þessum tíma og „rúntur- inn“ var upp á sitt besta, „litli rúnturinn" og „stóri rúnturinn," eins og það hét, en í „stórum rúnt“ var farið alla leið upp í Garðastræti. fallegri og mýkri í „Lanciernum" í gamla daga. Hvenær ég byrjaði að spila? Jú, látum okkur sjá. Ég hef þá verið aðeins 15 ára gamall, og það var í revýu sem móðir mín, Nína Sveinsdóttir, söng í. Ég spilaði líka á dansæfingum hjá Tage Möller um hríð á böllunum í Iðnó á laugardögum, en þau stóðu stundum til kl. 4 á nóttunni. Menn urðu nefnilega að halda áfram að spila meðan 10 pör voru á gólfinu. En ég var bráðum látinn hætta þarna, þótti óæskilegt vegna þess að ég var of ungur. Þetta hefur líklega verið 1945. Ég var þarna bæði með saxófón og klarinett. Ég spilaði svo nokkuð með hljómsveit Björns Böðvarssonar eftir Ámi og Bragi líta á myndir og rifja upp gamlar minningar. Nína og Friðrik, söngparið vinsæla. Það er sá ágæti útvarpsmaður Jónas Jónasson, sem hér tekur á móti þeim í afgreiðslu Flugfélags íslands 1958. þetta, var á ferðalögum með þeim og byrjaði svo að spila í hljómsveit Eyþórs Þorlákssonar í Mjólkurstöðinni 1948- 49.“ Aðeins hálfflöskur og heilflöskur Þeir Árni og Bragi muna vel eftir böllunum í Mjólkurstöðinni: „Þetta var ágætur salur, ákaflega langur og voru básar sitt hvorum megin. Helsti gallinn var sá að þarna var mjög lágt undir loft. Um skeið seldu þeir þama áfengi, en sá var hængur á að það voru aðeins hálfar eða heilar flöskur sem menn máttu kaupa. Samt voru þetta sómaböll og drykkjuskapurinn keyrði aldrei jafn mikið úr hófi og stundum kom fyrir í Vetrargarðinum." Salurinn var uppi undir þaki og leiðin upp var dálítið viðsjárverð, hátt stigahol með lágum handriðum. Það er mesta mildi að enginn skyldi nokkru sinni fara fram yfir handriðið, því auðvitað voru menn stundum dálítið puntaðir." Vetrargarðurinn Margir virðulegri borgarar muna eftir böllunum í Vetrargarðinum, en trúlega mundu allir ekki vera tilbúnir að segja frá „öllu sem skeði þar,“ eins og segir í slagaranum gamla. Árni og Bragi spil- ■ Gamli tíminr. kvaddur. Hér eru menn að búa sig undir að rífa Listamannaskálann árið 1968 í október. Undir þaki þessa húss var oft líf i tuskunum. ■ Hljómsveit Baldurs Kristjánssonar í Vetrargarðinum. Takið eftir skipsbjöllunni, sem hringt var þegar Ijör færðist í leikinn. Hljómsveitarmennimir eru þeir Karl Jónatansson, Jóhannes Eggertsson, Vilhjálmur Guðjónsson, Bragi Einarsson óg' Baldur Krístjánsson á bak við Braga. ■ Sigrún Ragnarsdóttir syngur með hljómsveitinni í Breiðfirðingabúð 1956. í hljómsveitinni eru þeir Vilhjálmur Guðjónsson, Þorsteinn Eiríksson (trommur), Rútur Hannesson og Ámi Isleifsson við píanóið. ■ HaUbjörg Bjarnadóttir „sló í gegn“ hvarsem hún kom fram á þessum árum. uðu í Vetrargarðinum og látum Árna byrja að segja frá: „Ég byrjaði að spila í Tivolí 1951-52 með tríói Jan Moravek. Þetta var góð æfing, því við spiluðum undir með hinum og þessum skemmtikröftum, sem er alltaf mikilsverð þjálfun. Þetta var ágætt „Tívolí," því þarna voru Parísar- hjól, bílabraut, tjörn með róðrarbátum, skotbakkar, speglasalur, draugahús, átt- fætlingur svonefndur og margt fleira. Margir góðir listamenn komu þarna. Vetrargarðurinn var byggður um leið og Tívolí að öðru leyti og framan af var þarna kaffisalur og stundum létt músik leikin fyrir gesti skemmtigarðsins. En svo var farið að halda þarna samkvæmi og í fyrstu stóð fyrir þeim danskur maður sem hét Dahlgaard. Hann hafði vínveitingaleyfi, en aðeins fyrir lokaðan hóp. Snemma held ég þó að talsvert hafi farið að leka út fyrir þann hring. Þegar Dahlgaard hætti, mun Helga Marteinsdóttir, veitingakona sem seinna rak Röðul hafa tekið við rekstrinum og ætli Vetrargarðurinn byrji ekki að starfa sem almennur skemmtistaður um 1953. Salurinn í Vetrargarðinum var á ýmsan hátt sérstakur, veggurinn sem sneri út að Tívolí var allur úr gleri, frá miðjum vegg og uppúr. Þama var mikið blómskrúð inni og setti það sinn svip á stemmning- una. í Vetrargarðinum var oft mikið sukk. Þar voru ekki vínveitingar, en margir höfðu með sér vín inn eigi að síður og drukku margir ótæpilega. Oft fannst okkur að húsráðendur hefðu ekki áhuga á að við spiluðum of mikið, vildu ef til vill að fólkið sæti lengur við borðin og keypti þess meira af öli, sem var dýrt þama. Við spiluðum alltaf þriggja laga syrpur. Eftir að Jan Moravek hætti tók hljómsveit Karls Jónatanssonar við og þá lengi hljómsveit Baldurs Kristjáns- Skipsbjallan táknaði slagsmál Hljómsveitin stóð uppi á háum palli í einskonar glerturni, sem var á bygging- unni og sáum við því alltaf mjög vel yfir salinn. Ofan við píanóið hékk skipsbjalla og kæmi til slagsmála var henni hringt. Þá komu dyraverðirnir samstundis, en þeirra á meðal var Sigurbjöm Eiríksson. Hann varð síðar umsvifamikill í veitinga- rekstri, eins og kunnugt er. Slagsmálin voru annars oftast utandyra. Oft urðu þau á milli þeirra sem voru að fara út og þeirra sem biðu fyrir utan, én lokað var kl. 11.30. Böllin stóðu til 2. Vetrargarðurinn var byggður á mýr- lendi og á síðustu dögum hans tók þess að verða vart að gólfið var farið að gefa sig. Það misseig og gekk í bylgjum, svo sjálfsagt hafa margir talið sig finna meira á sér en góðu hófi gegndi af þeim sökum. Ja, það var oft sukksamt í Vetrargarðin- um og best að hafa lágt um margt af því sem maður varð áhorfandi að þarna. Einu sinni fundum við svamppúða sem einhver af dömunum hafði stungið undir brjótahaldarann, til þess að sýnast blóm- legri. Við spiluðum í þrjú korter til þess að fá sem flesta á gólfið, en úr turninum vonuðum við að geta séð hver átti gripinn, - en það komst samt ekki upp! 40 ár í „bransanum“ Þeir Árni ísleifs og Bragi hafa leikið áratugum saman og eru þeir alls ekki hættir að spila enn. Árni ísleifs byrjaði næst með hljóm- sveit sína á Röðli við Laugaveg árið 1955 og þaðan lá leiðin í Þjóðleikhúskjallar- ann í eitt ár, þá í Breiðfirðingabúð, enn í Þjóðleikhúskjallarann og þá í Naustið, þar sem hann lék í tíu ár. Hann var með dixielandhljómsveit á Borginni í eitt ár og um skeið á Hótel Sögu, uns hann fluttist til Egilsstaða árið 1976. Hann er því búinn að vera 40 ár í „bransanum“ og við biðjum hann að bera ungu tónlistarmennina saman við þá gömlu, - sem einu sinni voru þeir ungu: „Þetta er tvímælalaust meiri hávaði núna. En mér finnst gott að unga kynslóðin meðal tónlistarmanna og áheyrenda er farin að spila jass aftur og meta hann. Það hefur verið mikið meira lagt upp úr söng á undanförnum árum en var. Áður skipti hljómsveitin sjálf alveg eins miklu máli. En sé á allt litið þá held ég að þeir ungu séu alveg jafn vitlausir og við vorum í gamla daga. Þeir gömlu litu okkur líka hornauga þá, Ég hef eignast marga góða félaga á þes;>um ferli og líka meðal þeirra yngstu. Uppi undir þaki á Mjólkurstöðinni voru Mjólkurstöðvarböllin haldin. Mjólkurstöðinni hittu herrarnir hina heittelskuðu og dömurnar draumaprinsinn Svavar Gests rifjar upp þá daga þegar Mjólkurstöðin, Listamannaskálinn og gamla Þórscafé voru „aðalstaðirnir” n Ja, ég byrjaði að spila á böll- unum í Mjólkurstóðinni veturinn 1945-46," segir Svavar Gests, þegar við hittum hann að máli í S.G., hljómplótum í Ármúla. „Þetta var fjögurra manna hljómsveit sem við vorum í Kristján Kristjánsson, Ró- bert Þórðarson og Kristján Hansson. Þetta voru ágætis böll. Það kom í Ijós þegar Mjólkurstöðin var byggð um 1945 að uppi undir þaki var ágætis salur, sem strax varð eftirsóttur af ýmsum félögum til skemmtanahalds, en það voru alla tíð einkum ýmis félög sem stóðu fyrir dans- leikjunum þarna. Þessir dansleikir voru gífurlega mikið sóttir. Þarna voru ekki vínveitingar, svo menn höfðu margir hverjir vín með sér inn, en ég sá þarna aldrei útúrdrukkið fólk, - þótt mikið væri drukkið eigi að síður. Trúlofanir Það er gaman að minnast þess hve mörg kynni tókust þarna á meðal fólks sem enduðu með trúlofun og giftingu og ég sé að mjög margir sem orðið hafa afar og ömmur á síðasta áratug kynntust upphaflega í Mjólkurstöðinni. Þar voru síðustu böllin haldin um 1952-53. Af mætum mönnum sem ég man eftir þarna eru m.a. Guðmundur J. Guð- ■ Svavar Gests lék á vibrafón í hljómsveit í samkomusal Mjólkurstödvarinnar fyrri hluta ársins 1949. ~

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.