Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 18

Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 18
18 mmm SUNNUDAGTJR 24. JÚLÍ 1983 20 ára: Adam er ung- ur og frískur. Borði hann vel og stundi heitsusamlegar íþrótt- ir ætti hann að eiga langa og góða ævi f ram- undan. Honum verður sjaldan hugsað til þess að hann muni einn góð- an veðurdag verða gamall og hrörlegur, ef hann lif ir. 30 ára: Adam hefur nú náð hátindi síns lík- amlega fullkomleika. En nú hefst hægt og hægt likamleg aftur- för. Fyrstu hrukkurnar koma á ennið, heyrnin dofnar og hann tekur að þreknast. 40 ára: Adam fer að verða var við ýmis merki þess að hann fer að verða miðaldra. Hann hef ur lækkað um 32 millimetra og hvert hár er nú tveimur þús- undustu mjórra en var. En brjóstkassinn og kviðurinn gildna. 50 ára: Adam finnur nú fyrir miklum breyt- ingum: Hárunum fækkar ört, röddin verður mjórri og hann stendur sig síður í ból- förum. Mittið er nú orðið talsvert gilt. 60 ára: Adam er nú nær tveimur senti- metrum lægri en hann var hæstur. Hann ger- ist andstuttur og á erf- itt með að greina mun ýmissa lita og hann finnur minna bragð af mat sínum. 70 ára: Nú er blóðrásin tekin að verða öllu hægari en fyrrum. Hann er orðinn heyrn- arsljórri og sjónin er ekki sú sem hún var. En hann ætti vel að geta orðið ellef u árum eldri, samkvæmt spá, fyrst hann á annað borð varð þetta gamall! Þannig vinnur Elli kerling á karlpeningnum Frá því á dögura syndafailsins hefur æfiskeið karlmannsins lengst úr 20 árum í 70 ár. En þessa lengdu ævi borgar hann með því að á hann herjar margvísleg hrörnun, og enginn veit hvers vegna ¦ Fórnardýr okkar f þessari grein er ákaflega algengur karimaður: Hann vlnnur á skrifstofu, fer stöku sinnum f fri, fær sér stöku sinnum í glas, en er annars ekki háður nein- um mjog alvariegum ástríðum. Þri - tugur er hann við bestu heilsu. En hann mun ekki ná méiri likamlegum fullkomleika. Frumumar hætta að endurnyja sig og ef naskiptin verða hægarí. Vefirhir harðna og tapa að- lögunarhæfileika. Á hverju ári héð- an í frá minnkai vinnuþrek þessá manns, sem við skulum kalla Adam, um eitt prósent. Sjötugur muii haiin hafa lækkað um einn og hálfan sentimeter og eyrun niunu hafa stækkað. Enginn getur komið í veg fyrir þessa þróun, — þótt enginn vití nákvæmlega um orsakir henna r. Til er rífgerð frá þvf um 1800 sem nefníst „Hermippus Redivivus - eöa sigur visindanna yfir elliarum og dauða, ásamt aðferð til þess að halda kröftunum lengur oskertuni Og álit sérfróðra manna á aðferð- inni." Í ritgerðinni kemur í Ijós að höfundarnir telja menn eldast er þeir anda frá sér - því þá tapi þeir lif sorkunni. Ráðið við þessu segjast þeir hafa furtdið á legsteini á gröf manns sem varð 115 ára gamall, en á legsteini n um stóð stutt og laggott: „Andardráttur ungra kvenna." Nú á dögum ráðleggja menn skokk. Skýrslur virðast núna benda til þess að þeir haf í mestar líf slíkurnar sem komnir eru af f oreldrum sem náðu háum aldri, stunda vinnu sem þeir hafa ánægju af, hafa næga peninga og eru kvæntir. Pipars vein- ar déyja fyrr, - með einni undan- tekningu: Prestar kaþólsku kirk- junnar ná háum aldrí og er svo að sjá sem skirlífið stuðli að því. En Adam getur veríð alveg rotegur þrátt f yrir allt og huggað Sig með þvi að hækkandi aldri fylgja ýmsir kostir: Sársaukaskynið minnkar eftir sextugt. Svitakirtlarnir hætta að starfa af sama krafti, þegar árin færast yfir. Það hefur engin skaðvænleg áhrif úr þessu, þótt menn séu fimm kíló- um byngri en töf lur segja tli um. Þegar 65 ára aldri er náð er hættan á dauða hjá þeim sem ekki reykja Qg mönnum sem reyk ja f hóf i hin sama. Auðvitað svo fremi að reykingamaðurínn nái 65 ára aldri! Fjarsýni sem fylgir hækkandi aldri getur læknað nærsýni frá yngri árum. Karlmenn halda ferskleika húðar- innar tfu árum lengur en konur, þar sem húð þeirra er f eitari. Kyngetan minnkar ekki svo mikið sem margir óttast. Sérstaklega er líklegt að karíar sem á yngri árum voru athafnamiklir í bolforum getj haldið sínu striki langt fram eftir aldri. t Heilbrigður maður, sem orðinn er sfötugur, á vissulega langtum meira sameiginlegt með þrítugum manni, en heilsubiluðum jafnaldra sinum. Pað eru fyrst og fremst slys og þungbær veikindi, sem slá á lífslík- urnar. Hafi menn á annað borð náð sjötfu ára aldri, eru verulegar líkur á að menn verði áttræðir. Allir viija verða gamlir, en enginn viii vera gamall. Snyrtivöruiðnaður- inn, heilsuræktarstöðvarnar og ginsengræktendur blómstra einmitt vegna vonar mannsins um eilif a æsku. En fróðir menn deila um það hvort hægt sé að lengja ævina neitt með þessum yngingarmeðulum. Sumir segja að um só að ræða sérstaka „klukku" í likamanum, sem ákveði hvenær hver frunta deyr. Aðrír segja að frumurnar deyi hægt og hægt. En þar til úr þessu fæst endanlega skoríð ætti Adam að gera allt sem hægt er til þess að gera f rumunum vistina í likama hans sem bærilegasta... Og hér eru nokk- ur góð ráð til þess: ÍÞRÓTTIR íþrottir: Apar i tilraunastofum minnkuðu verulega hættuna á hjarta- biiun ef þeir voru iátnir hiaupa hríngi í rimlahjóli jafrrt og þótt. Langar göngur gátu líka verið heilsusam- legar. En þótt svo væri að líkams- rækt lengdi ekki lífið, þá stælir hún vöðvana Og heldur blóðrásinni öflugri. SOL Sól: Flekkir sem koma á htíðina á elliarum aukast við útfjólubláa geisla og þvi er verjt aðfara gætilega þegar um sólböð er að ræða. Húðin er sterkust fyrír þar sem sólargeisl- ar skína sjaldan á hana, það er að segja á bakhluta mannsins. MATARÆÐI Mataræði: Þrátt f yrir mismunandi landkosti og þjóðhætti eru lífslíkur manna i Evrópu, Ameriku og i Japan álíka miklar. Rétt er að forðast feiti en borða pví meira af grænmeti, — en borða þó vel. TOBAK Tóbak: Pað ber að forðast eftir f öngum. LungU reykingamanns sem orðinn er þritugur eru mjög svipuð hmgum 45 ára gamals manns sem ekki reykir. ÁFENGI Áfengi: Skýrslurnar sýna að 50% bindindismanna og 50% ofdrykkju- manna deyja f yrr en þeir sem kunna sér hæf ilegt hóf i vindrykk ju. Neysla i hófi getur minnkað líkur á hjartabilunum. VÍTAMÍN Vítamín: Sé mataræðið gott ætti vítamínþorf inni að vera sjálfkrafa fullnægt. Pað er apótekarinn sem mest gagnið hefur af sölu vitamin- pillanna. En þótt Adam læri öll þessi ágætu ráð mun hann ekkl eilfflega verða gjaldgengur í hebni sem lofar og prísar æskuna. Hin marglofaða viska öldunganna er ekki eftir- spurða varan nú á dogum. Ef til yill er hún líka tómt hismi, - að spak- mæl i á borð við eftirf arandi slepp tu: Konurnar yngjast nú ekki heldur! Húðin Með lifnaðarháttum og viðurværi sínu er maðurinn sjálfur ábyrgur fyrir því á yngri árum hve skjótt hann verður hrukkóttur. Þegar árin faerast yfir koma hrukkurnar af sjálfu sér: Húðin tapar rakamagni sínu, missir teygjanleika og verður þunn og slöpp. Hún hangir utan á líkamanum eins og of stór nærföt. 30 ára: Fyrstu ennishrukkurnar. 40 ára: Rákir og „hláturshrukkur" myndast í kring um augu og munnvik. 50 ára: Andlistdrættirnir skerpast, vangarnir verða slappari. 60 ára: Pokar myndast undir augum vegna þreyfu í vefjum og rýrnandi fitulags undir húðinni á andlitinu. 70 ár: Hrukkur og elliflekkir myndast á öllu andlitinu. Augun Þegar árunum fjölgar harðnar auga- steinninn og það verður erfiðara að skoða hluti sem eru mjög nærri andlit- inu. Minna ljós berst í gegn um nethimn- una. Menn sjá illa í hálfbirtu og verða að nota leslampa. 30 ára: Skörp sjón. 50 ára: Menn sja vel í fjarlægð, en þurfa að nota lestrargleraugu. Skært Ijós veldur sárindum í augum og erfiðara verður að greina dýpt í hlutum. 60 ára: Gulur blær sem augun fá á síg veldur því að verra verður að greina á milli blárra og grænna lita. 70 ára: Sjónsviðið þrengist og nátt- blinda eykst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.