Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ1983 Líkamsstærd Þegar bakvöðvarnir taka að rýrna, svo og brjóskið í hryggnum, verður hæfileik- inn minni til þess að bera uppi þunga líkamans. Liðamótin liggja nú þéttar saman og maðurinn tekur að falla saman. Sem dæmi: 30 ára: 180 sentimetrar. 40 ára: 179,68 sentimetrar. 50 ára: 179,04 sentimetrar. 60 ára: 178.08 sentimetrar. 70 ára: 177.14 sentimetrar. Líkamsþunginn Þrátt fyrir að vöðvar og fleiri vefir rýrni, þá eykst ummál kviðarins með aldrinum, þar sem hraði efnaskiptanna minnkar um þrjú prósent á tíu árum. Þar af leiðir aukið fitumagn. Á elliárum kemur að því að vefjarýrnun verður meiri en fitusöfnunin og líkamsþunginn minnkar. Sem dæmi: 20 ára: 70 kíló (þar af 15% fita) 30 ára: 74 kíló 40 ára: 76 kíló 50 ára: 77 kíló 60 ára: 77 kíló 70 ára: 75 kíló (þar af 30% fita) Vöðvastyrkleiki Þrítugur er maðurinn kröftugastur og sterkastur. Sé hann 74 kíló eru 30 kíló vöðvar. Á næstu 40 árum mun hann missa fjögur kíló hér af. Bandvefur kemur í staðinn fyrir vöðvavefinn og spenna vöðvanna minnkar. Vöðvarnir í handleggnum minnka og léttast. 30 ára: hægri handleggur 37 kíló - vinstri handleggur 24 kíló 40 ára: hægri handleggur 36 kíló - vinstri handleggur 23 kíló 50 ára: hægri handleggur 34 kíló, - vinstri handleggur 21 kíló 60 ára: hægri handleggur 32 kíló - vinstri handleggur 18 kíló 70 ára: hægri handleggur 29 kíló - vinstri handleggur 16 kíló. Neglur Með aldrinum taka neglur á höndum og fótum að vaxa hægar. Vöxtur naglar þumalfingurs á viku: 20 ára: 0.94 millimetrar 30 ára: 0.83 millimetrar 40 ára: 0.80 millimetrar 50 ára: 0.77 millimetrar 60 ára: 0.71 millimetri 70 ára: 0.60 millimetrar Hárið Eftir því sem á ævina líður vaxa fleiri hár á líkamanum, - en því miður helst þar sem síst skyldi. Hárin taka að falla af höfði karlmannsins, en ný gægjast út úr eyrum og nösum. Hárprúðastir eru menn um tvítugt, en eT þeir eru orðnir sjötugir er höfuðhárið orðið þunnt og fírigert eins og á barni. Þvermál háranna á ýmsum æviskeiðum: 20 ára: 101 mikron 30 ára: 98 mikron 40 ára: 96 mikron 50 ára: 94 mikron 60 ára: 86 mikron 70 ára: 80 mikron Fitulagið Húðin verður feitari með aldrinum. Sem dæmi skulum við taka fitulagið neðan við herðablöðin. Þegar karlar eru um tvítugt er fitulagið þarna um 12 millimetra þykkt, og um 16 millimetra þykkt um fertugt. Jafnframt verður brjóstkassinn og mittið gildara. Dæmi um ummálsaukningu mittisins og brjóst- kassans: 20 ára: Mitti 84 sentimetrar. Brjóst- kassi 92 sentimetrar 30 ára: Mitti 92 sentimetrar. Brjóst- kassi 99 sentimetrar 40 ára: Mitti 99 sentimetrar. Brjóst- kassi 102 sentimetrar 50 ára: Mitti 102 sentimetrar. Brjóst- kassi: 104 sentimetrar. Þol Þegar hjarta, lungu og vöðvar slakna, hægist á súrefnisbrennslunni í líkaman- um. Sjötugur maður í góðu ásigkomulagi getur vissulega þreytt Maraþonhlaup, en hann er klukkustund lengur á leiðinni en ungur maður. Sé „framkvæmd vinna" á mínútu mæld í kílóum lítur dæmið svona út: 30 ára: 412 kíló 40 ára: 379 kíló 50 ára: 352 kíló 60 ára: 323 kíló 70 ára: 298 kíló Höfuðið Þar sem beinin í höfuðkúpunni gerast smám saman þykkari, þá eykst ummál höfuðsins um hálfan sentimetra á hverj- um tíu árum. Einnig tekur brjósk í líkamanum að vaxa og um sjötugsaldur er nefið 13 millimetrum lengra og eyrun 5 millimetrum lengri. Viðbrögð Þótt taugabrautirnar séu i góðu lagi fram eftir elliárum, þá sljóvgast við- brögðin, þar sem heilinn þarf nú lengri tíma til þess að vinna úr upplýsingum og gefa sínar skipanir. Tíminri sem það tekur að velja á milli tveggja takka sem látið er ýta á þegar ljós kviknar er eins og hér segir: 20 ára: 0.88 sekúndur. 50 ára: 0.90 sekúndur 60 ára: 0.92 sekúndur 70 ára: 0.95 sekúndur Munnur Þegar sjötugsaldri er náð er aðeins þriðjungur bragðlaukanna virkur. Þá hefur munnvatnsrennslið minnkað. Röddin er tekin að skjálfa, þar sem raddböndin verða stífari og raddhæðin lyftist um tvo tóna, frá C upp í E. Tennur Ekki er hætta á því að maðurinn slíti tönnum sínum til fulls, nema hann verði 200 ára gamall. Vandamálið er hins vegar að fá tennurnar til þess að tolla í munninum fram til sjötugs. Sjötugur maður hefur nefnilega tapað þriðjungi tanna sinna að jafnaði. Orsökin er því fremur sykurát og ófullnægjandi tann- hirða en slit. 30 ára: Tvær tennur hafa tapast 50 ára: Sjö tennur hafa tapast 60 ára: Átta tennur hafa tapast 70 ára: Tíu tennur hafa tapast Eyrun í raun réttri ætti ekki að vera þörf á mjög næmum stereógræjum mestan hluta ævinnar. Strax þegar menn eru orðnir tvítugir breytast hljóðbylgjur ofan við 20 þúsund Herz ekki lengur í taugaboð. Hljóðbylgjutíðni raddarinnar liggur undir 4 þúsund Herz. Því geta margir gamlir menn heyrt ágætlega, - ef þeir á annað borð hafa áhuga á því. 30 ára: Erfitt að heyra hljóð ofan við 15 þúsund Herz. Suð engisprettu. 50 ára: Erfitt að heyra hljóð ofan við 12 þúsund Herz. Hundsýlfur. 60 ára: Erfitt að heyra hljóð ofan við 10 þúsund Herz. Rauðbrystingur. 70 ára: Erfitt að heyra hljóð ofan við 10 þúsund Herz. Hæstu orgeltónar. Hjartað I hvíld lætur nærri að hjartað slái með alveg jöfnum slögum. En slögin verða veikari með aldrinum. Á efri árum dælir hjartað minna blóði út í æðakerfið en fyrr og við áreynslu er púlsinn ekki svo ör sem fyrr. Blóðmagnið sem hjartað dælir á hinum ýmsu æviskeiðum: 30 ára: 3.4 lítrar á mínútu 40 ára: 3.2 lítrar á mínútu 60 ára: 2.7 lítrar á mínútu 70 ára: 2.5 lítrar á mfnútu Lungun Þar sem vöðvar þeir sem annast hrey- fingar lungnanna slakna og vefirnir í brjóstkassanum harðna, geta menn smám saman dregið minna loft að sér. 30 ára: 5.6 lítrar 40 ára: 5.1 lítri 50 ára: 4.2 lítrar 60 ára: 3.3 lítrar 70 ára: 2.8 lítrar Kynlífið Sjötugur maður hefur annað fyrir stafni á nóttum en yngri maður og kynferðislegum dagdraumum fer fækk- andi. Sálræn áhrif og dvínanadi lífskraft- ur hafa þar þó meira að segja en hormónaáhrif. Getnaðarlimur karlsins er nú lengur að harðna og fullnæging fæst seint. Hápunktur sælunnar er líka tekinn að liggja neðar á línuritinu en fyrr. Stífur limur karlmannsins miðað við lárétta lfnu: 20 ára: 10 prósent ofan við lárétta Iínu 30 ára: 20 prósent ofan við lárétta línu 40 ára: Aðeins ofan við lárétta línu. 50 ára: Rétt neðan við lárétta línu. 70 ára: 25 prósent neðan við lárétta línu. Nýrun Nýru sjötíu ára manns sía ekki nema helming þess blóðmagns sem nýru í þrítugum manni hreinsa. Þá verða sjö- tugir menn að fara oftar að kasta af sér vatni en yngri menn, þar sem þvagblaðr- an hefur nú aðeins helming þess geymslu- þols sem var. Heilinn Heilinn rýrnar, þar sem milljónir fruma deyja í áranna rás. Hin ýmsu svæði heilans hrörna misjafnlega mikið, en einkum láta þær stöðvar sem stjórna svefni á sjá. Því sefur gamall maður um tveimur stundum skemur en ungur maður. Frammistaða í greindarprófi, þar sem viðmiðunareinkunn væri 100 mundi verða áþekk þessu. 20ára: 110 30ára: 111 40 ára: 106 50 ára: 100 60áTa: 93 70ára: 83 Liðamót Liðamótin stirðna með aldrinum, og æðarnar taka að kalka. Liðirnir verða stökkir og brot gróa hægar. Tiltölulega fáir karlar fá liðagigt, þótt þeir taki að þjást af æðaþrengslum, er þeir eru komnir yfir sextugt. Liðabrjóskið eyðist og vökvi safnast á milli liðanna. Hreyf- ingar verða hægari og stirðari. Þá gerast liðaböndin stífari og þau rifna fremur. (Þýtt - AM) Við erum ódýrari! Póstsendum um land allt HpGG Smiðjuvegi 14, sími 77152 '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.