Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 26

Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ1983 ¦ Isamu Morikawa er meðal fórnardýra geislunar í kjarnorkuverinu. Hann heldur ekki lengur höfði, nema með aðstoð þessa hjálparbúnaðar. ¦ Þegar smábóndinn Isamu Morikawa fékk ekki iengur lifað á því sem landskiki hans gaf af sér, réði hann sig sem verkamann í kjarnorkuverinu Tsuruga á japönsku eyjunni Honsjú. Þar var hann látinn berja ryð innan úr kjarnaof nunum, losa og herða skrúfur, hreinsa leiðslur og hreinsa upp geislavirkt vatn, sem streymt hafði út vegna leka. Enginn hafði gert honum grein fyrir hættunni sem í þessu var fólgin. Enginn sá um öryggismál þarna. Morikawa vann aðeins þrjá mánuði í kjarn- orkuverinu. Nokkrum árum síðar veiktist hann af blóðsjúkdómi. Allir limirnir bólgnuðu upp og sjúklingurinn gat ekki hreyft höfuðið, nema með þvúað útbúa upphengju til stuðn- ings fyrir hálsinn. Bæði hann og læknarnir eru á einu máli um það að þessi örkuml eigi rót sína að rekja til geislunar sem hann hefur orðið fyrir í kjarnorkuverinu. Wm Isamu Morikawa er að áliti vísinda- manna og andstæðinga kjarnorkuvera fórnardýr þess hirðuleysis sem Japanir eru alþekktir fyrir að sýna í umgengni við slíka hluti. Mörgum þykir skjóta skökku við þegar það land sem sjálft fékk að kenna á afleiðingum kjamorku- stríðs leggur nú ofurkipp á að koma upp eigin kjarnorkuverum og það án þess að gefa Iágmarksgætur að öryggi fólks, lffi þess, heilsu og umhverfi. Á tveimur stærstu eyjum Japans er nú búið að koma upp 24 rafmagnsverum eða helmingi fleiri en í V-Þýskalandi. Um það bil jafnmörg orkuver eru í byggingu og á teikniborðinu. Meðan æ fleiri efasemdir hafa vaknað á Vesturlöndum um hagkvæmni kjarn- orkunnar heldur stjórnin í Tókýó áfram að byggja kjarnorkuver. Efnahagsstór- veldi Japana er nefnilega fremur en nokkurt annað stærra iðnríki komið upp á innflutning á dýrri orku. Hin mikla framleiðsla og útflutningur krefst orku sem að 70% er aflað með olíuinnflutn- ingi. Markmiðið er að koma þessari tölu niður í 50% fyrir árið 1991. Því hefur verið unnið dag og nótt í Nippon-kjarna- ofnaverksmiðjunum frá því er olíu- kreppan skall á 1973-1974. Ekki bæta óhagkvæmar landfræðilegar aðstæður í Kjarnorkuvæðing Japana: Þar-1 1 11 M örlög dn- stakKngs ekki máli Japanir keppast nú við að reisa æ fleiri kjarnorkuver, Bilanatíðni er há og öryggismál í öngþveiti landinu sjálfu úr skák. Vegna fjalllendis- ins er mjög erfitt að finna iðjuverum stað. Því verður að koma kjarnaverun- um fyrir niðri við ströndina þar sem borgirnar eru. Þótt Japanir séu með- mæltir kjarnorkuvæðingu, þá líst þeim ekkert á að hafa kjarnakljúfana í grennd við sig. En til þess aðslá fólk út af laginu, þá er algengt að eigendur kjarnakljúf- anna múti bændum, sjómönnum, borg- arstjórum, sveitarstjórnum og öðrum með milljónasummum til þess að þagga niður mótmæli. Þannig lét fyrirtækið Toyhuku Denryoku sig ekki muna um að greiða 1200 milljónir ísl. króna fyrir samþykki fyrir byggingu kjarnorkuvers á Ojika-skaga í norðurhluta Japan. Fyrirtækið lét malbika vegi, leggja vatns- leiðslur, reisa volduga samkomusali og útvarpsturn, til þess að gera heimamenn ánægða. í þorpinu Koyatori var íbúun- um boðið til stórkostlegrar veislu og hverri fjölskyldu var gefið nýtt hús fyrir að haldasér saman. Gagnrýnisraddir sem ekki verður þaggað niður í með fémútum eru kveðn- ar niður af sterkum talsmönnum kjarn- orkuveranna á göngum þinghússins í Tokýó. Þegar vísindaleg athugun sýndi fram á að bygging Wakasava-kjarnorku- versins var hættuleg, þar sem verið átti að standa á eldfjallasvæði, stungu við- komandi yfirvöld skýrslunni undir stól. Þar með stendur verið ekki framar á hættusvæði. Vísindamaðurinn Jinzaburo Takagi, sem hafði numið við Max- Planck stofnunina í Heidelberg í kjarna- vísindum átti von á hinu versta þegar mikill jarðskjálfti varð á þessu svæði. „Enginn getur ábyrgst að kjarnaofnamir geti þolað slíkt hnjask," sagði hann. Þá er ekki síður hætta á því að minni jarðskjálftar, sem eru mjög algengir í Japan, geti ekki valdið margvíslegum bilunum á ofnunum. Gagnrýnisraddir benda ekki síst á það að mjög skorti á tæknilega þekkingu hjá starfsliðinu. Skrá um bilanir í „Kjarnorkuupplýs- inga-miðstöðinni" í Tokýó er löng. Um það bil 70 sinnum hefur það hent sl. 10 ár að alvarlegar bilanir hafa orðið í japönskum kjarnorkuverum. Sprungur og lekabilanir í leiðslum og þrýsti- krönum, bilanir í hólfum þeim sem geyma úranstengurnar og í hreinsikerf- um hafa átt sér stað. Vegna þess að þéttiskífur gáfu sig í kælikerfinu láku fleiri tonn af geislavirku vatni út um allt í verinu og út fyrir það. í Tsuruga kjarnorkuverinu einu sam- an hafa orðið meira en 30 bilanir og sú alvarlegasta fyrir tveimur árum. Vegna þess að krani hafði ekki Iokast í kælikerf- inu flæddu um 40 tonn af geislavirku vatni um bygginguna og eftir frárennslis- skurðum út í sjó. Starfsmenn urðu að ausa því sem inni var upp í plastfötur og var því einnig hellt í skurðinn. Eigend- urnir „Japan Atomic Power Co." reyndu vikum saman að leyna atvikinu, en einn starfsmannanna sagði frá og umfangs- mikil rannsókn var hafin. „Það sem gerðist í Tsuruga," sagði dagblaðið Jap- an Times, „er ekki slys, þar er afbrot." Áður höfðu sambærileg atvik gerst í fimm orkuverum öðrum, og í þrem dæmum hafði verið reynt að leyna atburðinum.. í kjarnorkuverinu Tak- ahama höfðu 80 tonn af kælivatni tapast út úr kælikerfinu. Þá varð vart við verulega mengun vegna geislavirkni í sjónum við ströndina. Fulltrúar heil- brigðisyfirvalda hafa líka staðfest veru- lega og hættulega geislamengun í flóanum sem Tsuruga kjarnorkuveríð stendur við. Þarna varð þegar að hætta öllum fiskveiðum. Það eru ekki bara hin meiri óhöpp sem ógna umhverfinu. Öll japönsk kjarnorkuver nota sjávarvatn í kælikerfi sín. Vegna þess að kælikerfin eru ekki nægilega þétt, er ekki loku fyrir það skotið að þetta vatn, sem er mjög geislavirkt, lendi í sjónum að nýju. Japanska blaðið „Gensuikin News" segir: „Þetta hefur sínar afleiðingar fyrír lífið í sjónum. í grennd við Fukushima- kjarnorkuverið hafa fundist fiskar, þar sem allur bolurinn var þakinn sárum. „Þar sem fólk svo borðar fisk af þessum slóðum fær það óhjákvæmilega sinn skerf af eitruninni. Menn þeir sem vinna í kjarnorkuver- unum eru fórnarlömb þeirra ófullkomnu aðstæðna sem ríkja í kjarnorkuverum Japana. Um það bil 40 þúsund menn eru stanslaust tilbúnir þegar á þeim þarf að halda til þess að annast viðgerðastörf í kjarnaofnunum og annað sem til fellur. Þessir „atómsígaunar," eins og þeir kallast, eru ráðnir og sagt upp störfum eftir þörfum, en þeir eru neðsta þrepið í ógnarháum stiga þess liðs sem þjónar í kring um kjarnorkuverin. Þeir vinna óþrifalegustu og áhættumestu störfin. Japönsku rafmagnsfyrirtækin láta venjulega stórfyrirtæki annast viðhald og eftirlit kjarnaofnanna, fyrirtæki eins og Hitachi, Toshiba eða Mitsubishi. Þessi fyrirtæki ráða undirverktaka, sem svo gera samninga við enn aðra aðila. Leikurinn berst loks niður til atvinnu- lausra fiskimanna og bænda. Kaupið er 80-100 krónur á tímann, en hin raun- verulegu laun taka milliliðirnir og stór- fyrirtækin. Þeirri óhæfu hvernig þessir verka- menn eru mergsognir og misnotaðir lýsir rithöfundurinn Kunio Horie í bók sinni „Atóm-sígauninn," en hann réðst til starfa sem verkamaður í þrem kjarn- orkuverum, til þess að kynna sér störf þessara manna og aðbúnað. Niður- stöður hans sýna að verkamennirnir eru sendir til allra hættulegustu starfanna og það án nokkurs fullnægjandi skjólfatn- aðar. Þar sem undirverktakarnir fengu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.