Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 27

Tíminn - 24.07.1983, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ1983 ■ Lögreglulið er hér komið á vettvang til þess að forða því að kjamorkuvopnaandsteðfaiga r geri ahlaup a vörubifreiðar sem flytja úraníum til kjarnaofnanna. mörkin sem Japanir setja eru 100 milli- rem á dag. Til þess að kosta læknishjálpina seldi Murai nú hús sitt og jarðarskika. Þegar hann hugðist láta undirverktakann sem vanalega samninga með mjög ströngum tímatakmörkunum, var þeim gjarnt að senda starfsmenn sína til afar hættulegra verka. Þeir hins vegar þorðu ekki að mögla af ótta við að missa starfann. Oft og iðulega, segir Horie, tóku verkamennirnir grímurnar af sér þegar hitinn var of mikill. Vegna hinnar miklu geislavirkni var mönnum ekki leyft að' vera við verkið nema tíu mfnútur í senn, en þessi tímamörk voru oftar en ekki virt að vettugi. Margir verkamannanna lifa við mikið andlegt álag og til dæmis lét kona eins þeirra eyða fóstri, vegna þess að hjónin óttuðust að barnið mundi fæðast van- skapað. Annar hengdi sig úti í skógi og kvaðst í bréfi sem hann Iét eftir sig þjást af ofskynjunum og höfuðverkjum og vildi ekki þurfa að fara inn í kjarnorku- verin að nýju. Horie og aðrir gagnrýnendur kjarn- orkuveranna telja upp fjölda dæma um það hvernig verkamennirnir hafa verið rændir heilsunni. Eitt dæmið er af bóndanum Kunio Murai sem unnið hafði þrjár vikur í einu kjarnorkuverinu. Með- al annars hafði hann unnið við að hreinsa upp geislavirkt vatn með tusku. Afleiðingarnar: Höfuðverkir, svefn- leysi, svimi, hitaköst, hár blóðþrýsting- ur, allt merki um blóðfrumudauða. Læknamir í kjarnorkuverinu virðast ekki hafa tekið eftir því að neitt væri athugavert við þá geislun sem hann hafði fengið í sig. Hins vegar komust Fæknar við háskólann í Osaka að því að bóndi þessi hafði fengið í sig geislun sem nam 590 millirem á klukkustund, en hættu- ■ Dauða fiska hefur rekið á land á strandsvæði sem mengað er orðið af geislun. Sums staðar hefur orðið að banna fiskveiðar algjörlega. ■ „Atómsígaunar" - en svo eru verkamenn i kjamorkuverum Japana nefndir, sjást hér vinna að hinum stórhættulegu störfum sínum í einu 24 kjamorkuvera Jpana. ráðið hafði hann til starfans svara til saka fyrir rétti, mútaði hann konu Murais með jafnvirði 60 þúsund ísl. króna. Taldi hún mann sinn á að láta málið niður falla þar með. Fréttamaðurinn Kenji Higuchi hefur rannsakað nokkra tugi svona mála og birt niðurstöður sínar í bók. Þar kemur fram að af þeim 200 þúsund verka- mönnum sem unnið hafa í kjarnorkuver- unum hafa nokkur þúsund beðið varan- legt heilsutjón. 300^100 verkamenn hafa dáið, sumir ekki nema 30-40 ára gamlir. Raforkufyrirtækin og ýmis yfirvöld reyna hvað þau geta að leyna samheng- inu milli þessarar vinnu og sjúkdóms pg dauðatilfella. Prófessor Takagi hjá „Plútóníum- rannsóknastofnuninni" í Japan segir að gnótt dæma sanni að umrædd slys hafa orðið vegna geislunar. Almenningur í Japan hefur ekki minnsta áhuga á þeim mönnum sem þannig hafa misst heilsuna. Þær 40 þúsundir manna og kvenna er enn lifa og beðið hafa örkuml vegna atóm- sprengjunnar sem varpað var á Hirosíma og Nagasaki, eru fyrst og fremst utan- veltu fólk í samfélaginu. Svipuð örlög hafa þeir hlotið sem veikst hafa vegna geislunar í kjarnorkuverunum. Undir- rótarinnar að þessu viðhorfi er að leita í japanska samfélagskerfinu: Einstak- lingurinn skiptir engu, en hópurinn, þjóðin, öllu. Samkvæmt þessu starfa ■ Aðstandendur eins „atómsigaunanna", sem lést af völdum gelslunar með mynd hans á milli sín. Öryggisgæsla yf irvalda er mest sýndarmenska. yfirvöldin. Af þeirra hálfu er varla um neitt eftirlit að ræða. Starfshættir þeirra eru að sögn viðskiptatímaritsins „Keisai Hyoron" áferðarfagur sjónleikur.: Til þess að fylgjast með öryggismálum eru settir „sérfróðir“ menn, sem mjög er vafa undirorpið hvort skynbragð hafa á eigin verksviði. Þeir samhæfa vinnuna sín í milli lítið sem ekkert en yfirvöldin skrifa athugasemdarlaust undir allt það sem frá þeim kemur. Japönsku kjarnorkuverin eru ákaflega illa rekin og geta því ekki afkastað nema helmingi þeirrar orkuframleiðslu sem til er ætlast. Jun Ui, prófessor við háskól- ann í Tókýó og forseti Vísindasambands Asíulanda segir: „í stað þess að bæta öryggið og reyna að auka framleiðnina, er hamast við að byggja fleiri kjarnorku- ver, sem sjálfkrafa skapa enn nýjar slysagildrur." Losun úrgangsefna er enn eitt óleystra vandamála. Ríkisstjórnin hefurenn ekki séð hvað hægt er að gera við þær 300 þúsund tunnur af geislavirkum úrgangs- efnum sem hlaðist hafa upp frá hinum 24 kjarnorkuverum. Geymarnir með þessu eru látnir standa úti undir berum himni og yfir þá er aðeins breiddur strigi. Sérfróðir menn telj a að árið 2000 verði þessar tunnur orðnar um 4 milljónir talsins. Til þess að tryggja örugga geymslu.þó ekki væri nema á hluta úrgangsefnanna vill stjórnin láta byggja risastóran geymi á einhverri lítilli eyju suður af ströndum Japans. Stærsta hlutann, þ.e. efni sem eru eitthvað minna geislavirk, er þó ætlunin að láta stökkva niður á botn Kyrrahafsins. Hafa menn augastað á þremur stöðum fjarri Japansströnd þar sem dýpi er um 6000 metrar. Japönsk yfirvöld halda því fram að slíkt yrði alls hættulaust og að þetta skuli aðeins vera tilraun. En íbúar eyja í Kyrrahafi taka þessum tíðindum ekki vel að vonum. Benda þeir á reynslu Banda- ríkjamanna, sem sökktu um 50 þúsund tunnum af geislavirkum úrgangi utan við strönd Kaliforníu og er staðfest að þar er hafsbotninn mjög mengaður vegna geislunar. íbúar Mikronesíu, Marianen og Bel- au-eyja óttast að verði þessu sökkt við bæjardyr þeirra muni það eyðileggja fiskimiðin þar og kippa fótum undan lífsbjörg þeirra. hafa þeir hafið kröft- uga mótmælaherför gegn fyrirætlun- um Japana. Landsstjórinn í Mikrónesíu hefur sagt: „Þjóð okkar hefur engan áhuga á að verða gerð að tiiraunakanín- um í tilraunum sem enginn veit hvað^ niðurstöður fást úr.“ —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.