Tíminn - 26.07.1983, Side 1

Tíminn - 26.07.1983, Side 1
Heyskaparhorfur nú slæmar á heildina litið — Sjá bls. 3 Þriðjudagur 26. júlí 1983 170. tölublað - 67. árgangur Sidumula 15 — Posthólf 370 Reykjavik — Rítstjorn 86300— Auglýsingar 18300— Afgreiðsla og askrift 86300 — Kvöldsimar 86387 og 86306 Misræmi við skattlagningu innlendra og erlendra manna: IÍTLENDINGAR BERA ÞRIDJUNGI HÆRRI SKATTA EN fSLENDINGAR FJÖLBREYTTARA OG BETRA BLAÐ! ■ Skattlagning á laun útlend- inga þeirra sem hingað koma til vinnu ■' frystihúsum víðs vegar um landið virðist í mörgum til- vikum vera hlutfallslega um þriðjungi hærri en skattar þeir sem heimamenn þurfa að borga og mun meiri verður munurinn sé um skólafólk að ræða. Samkvæmt upplýsingum Guðjóns E. Friðrikssonar hjá embætti ríkisskattstjóra eiga út- lendingar að skila framtali til skattstjóra viðkomandi umdæm- is fyrir brottför. Skattur þeirra er reiknaður þannig út að fundin eru út meðal mánaðarlaun þann tíma sem fólkið er hér á landi og þau síðan margfölduð með 12. Á þessi uppreiknuðu laun eru síðan reiknaðir skattar eftir þeim skattstiga sem í gildi er hverju sinni og útlendingarnir eiga síð- an að greiða af þeirri upphæð í hlutfalli við verutíma. Eftir t.d. 3ja mánaða vinnu greiðir það fjórðung (3/12) af heils árs sköttum. Sá er hins vegar munur á, að skattar íslendinga eru hverju sinni lagðir á tekjur næsta árs á undan, en hjá útlendingunum er lagt á tekjur sama árs. Miðað við undanfarin ár getur þetta þýtt um þriðjungi hærri skattálögur. í sumum tilvikum kvað Guðjón þetta þó geta mildast nokkuð þar sem útlendingarnir mega miða við þá mánuði og hluta úr mánuði sem þeir dvelja í land- inu. Hjá þeim sem t.d. kemur síðla janúar, vinnur febr., mars, apríl og maí og tekur sér síðan sumarleyfi hérlendis eitthvað fram í júní á því að reikna tekjurnar sem hálfs árs laun. Hjá þeim er vinnur hér skamman tíma getur því munað töluverðu hvort reiknað er með brottför rétt fyrir mánaðamót eða eftir þau. Guðjón kvað sömu álagning- arreglur gilda um erlent skóla- fólk sem hér vinnur yfir sumar- mánuðina. íslenskt skólafólk sem aðeins vinnur yfir sumarið sleppur hins vegar nánast við skattgreiðslur í flestum tilvikum. í störfum erlendis verða þau hins vegar að greiða skatta. _ HEI. SEX BÍLA ÁREKSTUR ■ Sex bflar lentu í árekstri á Miklubraut á móts við Stakka- hlíð í gær. Bflamir voru á leið vestur Miklubrautina þegar sá fremsti stansaði skyndilega og síðan lentu bílarnir hver aftan á öðrum. Einn maður var fluttur á sjúkrahús, en var ekki alvarlega slasaður. Einn bfllinn skemmdist það mikið að kranabfl þurfti til að koma honum á brott. - GSH VELTI STOLINNI BIFREIÐ á ■ Olvaður ökumaður slasaðist talsvert þegar hann velti stolinni bifreið í Fagradal í S.Múlasýslu aðfaranótt sunnudags. Maður- inn var fluttur um nóttina með flugvél á slysadeild Borgarspítal- ans í Reykjavík. Farþegi í bflnum slapp lítið meiddur. Að sögn lögreglunnar á Egils- stöðum var bflnum stolið frá Reyðarfirði fyrr um nóttina. Bfll- inn er talinn gerónýtur eftir velt- una. -GSH. ■ Uffe Ellemann-Jensen utanríkisráðherra Dana er nú í opinberri heimsókn hér á landi. í gær renndi hann fyrir lax í Elliðaám og hér sést hann við veiðamar ásamt aðstoðarmönnum. Sjá bls. 3 Tímamynd: Ámi Sæberg. Vöruskipta- jöfnuðurinn við útlönd: HAGSTÆÐUR UM 48 MILUÓNIR í JÚNÍ ■ „Ég vil vara við að draga stórar ályktanir um viðskipti við útlönd á einum mánuði. Þau em svo sveiflukennd að ekki þarf nema einn stóran oh'ufarm til að setja aUt úr skorðum. Hins vegar er alveg Ijóst, að með gengis- lækkunum ásamt minni ráð- stöfunartekjum, á sér stað sam- dráttur í innflutningi, sem sér- staklega kemur fram á bflum, heimihstækjum og ýmsu öðm,“ sagði Þórhallur Asgeirsson, ráð- uneytisstjóri í viðskiptaráðu- neyti, þegar hann var spurður hvort eitthvað væri öðm fremur sem þakka mætti hagstæðum vöruskiptajöfnuði þjóðarinnar í júnímánuði síðast Uðnum. Samkvæmt tölum Hagsto- funnar var útflutningur íslend- inga tæpum 48 milljónum króna verðmætari en innflutningur í júní. Frá áramótum til júníloka er vöruskipta jöfnuður hins vegar óhagstæður um tæpar 530 millj- ónir. Á sama tímabili í fyrra var jöfnuðurinn óhagstæður um rúmlega 1,3 milljarða, þar af 5,7 milljónir í júní. „Það verður að taka með í reikninginn að þarna er útflutn- ingur sem við höfum ekki enn fengið greiddan. Við höfum til dæmis ekki fengið greitt fyrir neina skreið sem farið hefur úr landi á þessu ári og þó éru tekjur af henni með í þessu dæmi - enda gert ráð fyrir að greiðslur berist,“ sagði Þórhallur. - Má reikna með að þróunin verði sú að útflutningur verði verðmætari en innflutningur á næstu mánuðum - eða að jöfnuð- ur náist? „Við verðum að vona að það takist að minnsta kosti að draga úr viðskiptahalla. Ég held líka að allir gangi út frá því að hann verði miklu minni í ár en í fyrra. Þar kemur til minni innflutning- ur og lægra olíuverð, en olíuverð skiptir okkur verulegu máli. Varðandi útflutning, þá höfum við ekki ástæðu til að ætla annað en hann gangi eðlilega fyrir sig - þótt auðvitað séu samdráttur í þorskveiðum, loðnu veiðibrestur og erfiðleikar við að fá skreiðina greidda mikil áföll," sagði Þórhallur, í sam- bandi við tölur um utanríkisvið- skipti er rétt að hafa í huga, að inn flutningsvörumar eru reikn- aðar á verði hér heima, en út- flutningstölurnar miðast við ferð frá útskipunarhöfn. Sem þýðir að gjaldeyristekjur af flutning- um, sem að sögn Þórhalls em verulegar, koma þama ekki fram, - Sjó

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.