Tíminn - 26.07.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.07.1983, Blaðsíða 3
„HEYSKAPARHORFUR SLÆM- ar nUA heiuhna uno” — segir Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri ■ „Heyskaparhorfur eru slæmar nú á heildina litið, vegna þess að orðið er áliðið sumars, en heyskapur skammt á veg kominn“, sagði Jónas Jónsson, bún- aðarmálastjóri, spurður þar að lútandi í gær. Jónas kvað þetta stafa af mörgum ástæðum. Sumrað hafi meira en mánuði síðar en í venjulegu ári. Gífurlegir kuldar hafi staðið allt fram í miðjan júní og jafnvel dæmi þess að snjóar hafi hindrað að menn haft komist um túnin til að bera á þau fyrr en kom fram í júlí, t.d. í Snæfjallahreppi og sums staðar á Ströndum. Vegna kuldanna hafi menn einnig beitt búfénaðinum lengur á túnin, sem seinkaði sprettu. Upp úr miðjum júní hafi hins vegar batnað um norðan- og austanvert landið og þar verið góð sprettutíð síðan. Par kvað Jónas því víða komið all sæmilegt gras og jafnvel ágætt. Þó sé þess að geta að alvarlegt kal sé á vissum svæðum t.d. í Þingeyjarsýslu og víðar. Júlí hafi hins vegar verið óskaplega kaldur og úrkomusamur um allt suðvest- an- og sunnanvert landið og spretta þar af leiðandi verið hæg - langt á eftir meðallagi. Svo miklar úrkomur hafi verið á sumum svæðum, t.d. á sunnan- verðu Snæfellsnesi, að það hafi háð mönnum þó þeir hafi ætlað að verka í votheyi. Þar hafi jafnvel sums staðar ekki verið hægt að sá í flög með eðlilegum hætti. „Það getur svo sem ræst úr þessu. Má segja að horfurnar með heyskap fari alveg eftir því sem gerist hér eftir. En það er auðvitað orðið mjög tvísýnt með nýtingu heyjanna, því það er orðið svo framorðið“, sagði Jónas. -HEI Uffe Ellemann-Jensen utanríkisrádherra Dana: Grænlendingum ber yfir rád yfir eigin auðlindum — samhliða því sem þeir fái aðgang að fríverslunar- mörkuðum Evrópu ■ „Ef ég segði að það væri eitthvað nýtt á döfinni í samskiptum íslands og Danmerkur þá hljómaði það eins og einhver snurða hefði verið á þræðinum. Mér er því ánægja að svara því neitandi, samskipti landa okkar eru óbreytt, jafn- góð og þau hafa verið um langa hríð,“ sagði danski utanrikisráðherrann, Uffe Ellemann-Jensen á blaðamannafundi á Hótel Sögu í gær en hann dvelst hér á landi í opinberri heimsókn þessa dagana. Danski utanríkisráðherrann gerði grein fyrir viðræðum sínum við Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra, sem fram fóru í gærmorgun. Kvaðst hann hafa gert Geir grein fyrir stöðu dönsku ríkisstjórnarinnar og stefnu hennar í utanríkis- og efnahagsmálum, svo og vandamálum tengdum Grænlandi. Hann sagði að ef fylgt hefði verið fram þeirri efnahagsstefnu sem áður var ríkjandi í Danmörku hefði það aðeins getað endað með stóráföllum. Hann taldi að danska þjóðin skildi að nauðsynlegt hefði verið að gera sársaukafullar ráðstafanir og að stjórninni myndi takast að knýja fram ýmsar breytingar í efnahagsmálum. Varðandi spurninguna um afstöðu dönsku ríkisstjórnarinnar til NATO og uppsetningar meðaldrægu kjarnorku- eldflauganna í Evrópu næsta vetur sagði Ellemann-Jensen að þar fylgdu Danir sömu stefnu og fyrri stjórn hefði markað. Hins vegar ylli það erfiðleikum að stjórn- arandstaðan vildi nú ekki að Danir stæðu við þær skuldbindingar sem þeir tóku á sig gagnvart NATO undir síðustu stjórn. Danska ríkisstjórnin styddi upp- setningu eldflauganna og teldi að ósveigjanleg afstaða Sovétmanna hefði ráðið því að ekkert samkomulag er t sjónmáli um afvopnun. Ellemann-Jensen sagði að danska ríkisstjórnin, sem og sú sem var við völd á undan henni, harmaði þá ákvörðun Grænlendinga að hafna aðild að EBE, en hún virti þessa ákvörðun enda hefði hún verið tekin í þjóðaratkvæðagreiðslu. Danir berðust fyrir því innan EBE að tryggja Grænlendingum fullan yfirráða- rétt yfir auðlindum sínum og jafnframt aðgang að fríverslunarmörkuðum Evrópu. Hann taldi að mikill árangur hefði náðst í þessari viðleitni, en helsta ágreiningsefnið væri krafa Vestur-Þjóð- verja og Breta til veiða við Grænland, samkvæmt áunnum hefðum. Á það myndu Danir aldrei geta fallist. Ellemann-Jensen kvaðst vonast til þess að þríhliða samningar gætu náðst milli íslands, Noregs og EBE um loðnu- veiðar við Jan Mayen. Umræður standa yfir um þau mál milli embættismanna og sagði Ellemann-Jensen ekki ástæðu til að ætla annað en þær bæru árangur. -JGK ■ UITe Ellemann-Jensen í veiðigallan- um á blaðamannafundi í gær, kominn beint af veiðum í Elliðaánum. Tímamynd Árni Sæberg Evrópumeistaramótið í bridge: fslendingar í 20. sæti — eftir 18-2 sigur yfir Luxemburg í 15. umferð ■ íslenska liðið á Evrópumótinu í brídge vann Luxemburg 18-2 í 15. um- ferð og var þá í 20. sæti með 112.5 stig. Frakkar eru nú langefstir á mótinu með 239 stig, en Italir eru komnir í annað sæti með 187 stig. í 10. umferð töpuðu íslendingar fyrir Belgum, 11-9 en þá voru Belgar í öðru sæti. Guðmundur og Þórarinn spiluðu allan leikinn en Jón og Sævar og Jón og Símon sinn hálfleikinn hvor. í 11. um- ferð töpuðu íslendingar 20-0 fyrir Ung- verjum og þann leik spiluðu Jón og Símon allan, en hin pörin skiptu meðsér verkum. í 12. umferðtöpuðu íslendingar síðan fyrir Sviss, 18-2 eftir að hafa verið 11 impum undir í hálfleik. Jón og Sævar spiluðu allan leikinn en hin pörin skiptu hálfleikjum. I 13. umferðinni kom síðan lang- þráður sigur yfir Líbanon, 19-1, og spiluðu Jón og Sævar og Guðmundur og Þórarinn allan leikinn. Líbanon hefur komið nokkuð á óvart á þessu móti, liðið vann t.d. Dani 15-5 í 11. umferðinni og , er nú í 11. sæti. í 14. umferð töpuðu íslendingar síðan naumlega fyrir Aust- urríki, 8,5-11. Þá fengu íslendingar hálft refsistig þegar Guðmundur Pétursson fyrirliði var tveim mínútum of seinn með uppstillingu í síðari hálfleik. Guðmund- ur og Þórarinn spiluðu allan leikinn en Jón og Sævar og Jón og Símon skiptu í hálfleik. í 15. umferð vann ísland síðan Lux- emburg 18-2. Jón og Sævar og Jón og Símon spiluðu allan leikinn. Að sögn Jóns Baldurssonar áttu Jón og Sævar góðan fyrri hálfeik meðan Jón og Símon voru ekki í essinu sínu, en í seinni hálfleiknum snérist dæmið við og Jón og Símon skoruðu látlaust. Af öðrum úrslitum má nefna að Frakkar unnu Þjóðverja 18-2 í 14. umferð. Jón sagði að Frakkarnir hefðu lagt bifreið sinni ólöglega fyrir utan spilahöllina meðan leikurinn við Þjóð- verja stóð yfir og þegar þeir ætluðu að brenna á brott hafði lögreglan fjarlægt ökutækið. Frakkarnir fóru þá fram á að greiða sektina með impum, en Þjóðverj- arnir voru tapsárir og tóku það ekki í mál. Pólverjar virðast vera heillum horfnir því þeir tapa nú hverjum leiknum á fætur öðrum. í 14. umferð töpuðu þeir 20-3 fyrirTyrkjum og 19-1 fyrir ítölum í 15. umferðinni. Þá unnu Frakkar íra 20-0 og Svíar töpuðu fyrir Bretum, 18-2 Staðan eftir 15 umferðir er sú að Frakkar hafa 239 stig, Ítalía 187, Belgar 185,5, Þjóðverjar 184 stig og Hollend- ingar 180,5. Norðmenn eru í 6.-7. sæti með 177,5, Svíar í 9. sæti með 169, Danir í 14. sæti með 148 stig, en Finnar eru neðstir með 76 stig. í gærkvöldi spilaði Island við Danmörku, en í dag er frídagur og þá verður farið í bátsferð á Rín. GSH. Sýndi helsta Mstolt sittM vid Hljóm- skálann ■ Tvær konur - frönsk og íslensk - kvörtuðu til lögreglunnar í gærkvöldi vegna manns er sýnt hafði af sér ósæmilega hegðun í Hljómskálagarð- inum í Reykjavík. Ekki kváðu þær manninn hafa sýnt sér ofbeldi, en þær vildu að reynt yrði að koma í veg fyrir að hann héldi áfram athæfi sínu og þá jafnvel við börn. Lögreglan sendi menn til að svipast um eftir náunganum í hverfinu, en þeim hafði ekki tekist að hafa hendur í hári hans síðla í gærkvöldi þrátt fyrir að konurnar gátu gefið af hon- um nokkuð góða lýsingu. Lögreglan taldi æskilegt að fólk láti hana vita'ef það verður vart við eitthvað svona- lagað. Ef t.d. faraldur kæmi upp, eins og stundum hafi gerst, sé gott að fólk láti vita og gefi lýsingu á viðkomandi þannig að lögrcglan geti þá betur áttað sig á hvort um sama manninn sé að ræða í mögum tilvik- um eða fleiri. , -HEI Nemar í flug- umferdarstjórn teknir í þjálfun f haust ■ Flugmálastjórn hefur ákveðið að taka nýja nema til þjálfunar í haust sem er ári fyrr en ætlað var. Er þessi ákvörðun tekin til þess að unnt verði að draga úr vinnuálagi flugumferðarstjóra. Til að tryggja nægilega mönnun við flugumferðarstjórn á Keflavíkurflugvelli og í Reykjavík verða skipulagðar bak- vaktir flugumferðarstjóra og greitt fyrir þær samkvæmt kjarasamningi aðila frá 5. nóvember 1982. - JGK Togarinn á Patreksfirdi enn stopp: Hráefnið dugir út þessa viku - en síðan stööv- ast rekstur frystihússins ■ „Ef ekki tekst að koma togaranum út á allra næstu dögum er fyrirsjáanlegt að öll vinnsla í frystihúsinu stöðvast fljótlega. Við höfum að vísu hráefni út þessa viku en þegar það þrýtur verður af litlu að taka, „sagði Jón Kristinsson, forstjóri Hraðfrystihússins á Patreks- firði, í samtali við blaðið í gær. Togari Hraðfrystihússins, Sigurey, hefur legið bundinn við bryggju í rúma viku og ekki fengið afgreidda olíu vegna fyrri skulda við olíufélögin. Einnig vant- ar eitthvað á að áhöfn togarans hafi fengið laun stn greidd, en þó hefur ekkert komið fram sem bendir til að hún muni stöðva skipið fáist olían afgreidd.“ Þeir hafa hingað til sýnt okkur skilning og verið mjög hjálplegir," sagði Jón Kristinsson. Hann sagði ennfremur, að málefni fyrirtækisins væru nú í skoðun hjá Framkvæmdastofnun ríkisins, í við- skiptabönkum og víðar. - Sjó

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.