Tíminn - 26.07.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.07.1983, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚtí 1983 5 fréttir „VIL VINNA AD KIRKJULEGRI ENDURREISN í SKALHOLTI” segir séra Ólafur Skúlason, nýr vígslubiskup í Skálholtsbiskupsdæmi ■ Séra Ólafur Skúlason, dómprófastur í Reykjavík og sóknarprestur í Bústaða- sókn, var á sunnudaginn settur inn í embætti vígslubiskups í Skálholtsdæmi við hátíðlega athöfn á hinum foma kirkjustað. Séra Sigurður Pálsson hefur látið af þessu virðulega embætti fyrir aldurs sakir. „Vígslubiskup er raunverulega stað- gengill biskups og vinnur þau verk sem biskup felur honum eða prestar og söfnuðir leita eftir hjá honum“, sagði séra Ólafur Skúlason í samtali við Tímann. „Samkvæmt lögum frá 1909 eru em- bætti vígslubiskupa tvö, annaö í Hóla- biskupsdæmi hinu forna og hitt í Skál- holtsbiskupsdæmi. í lögunum segir ein- göngu að verkefni vígslubiskups sé að vígja nýjan biskup íslands ef fráfarandi biskup getur ekki framkvæmt vígsluna. Hugmyndin var sú að þurfa ekki að senda biskup til vígslu til Danmerkur, og stofnun embættanna var því angi af sjálf- stæðisbaráttunni. Aftur á móti hefur hefð mótast um ýmis konar störf vtgslu- biskupa, sem ekki eru tiltekin sérstak- lega í lögunum", sagði Ólafur. Ólafur var spurður um tengsl em- bættisins við Skálholtsstað. „í sjálfri nafngift embættisins eru að mínu mati áréttuð mjög sterk tengsl við hinn forna biskupsstað. Vígslubiskup- inn í Skálholtsdæmi hefur jafnan litið svo á að hann væri sérstaklega tengdur Skálholti. Ég hef fullan hug á því að leitast við að verða þar að liði og að efla Félag far- stöövaeigenda: Fjarskipta- þjónusta um verslun- armanna- helgina ■ „Þjónusta okkar mæltist mjög vel fyrir í fyrra og það sýndi sig og sannaði að full þörf var á þessu“, sagði Jónas Bjarnason, framkvæmdastjóri Félags farstöðvaeigenda í samtali við Tímann, en félagið mun verða með ákveðið „þjónustuprógramm“ um verslunar- mannahelgina, sem er skammt undan. Á vegum félagsins, sem telur 8000 meðlimi, eru starfandi 90 FR radíó um land allt og verða þau í fullum gangi yfir verslunarmannahelgina. Þau fara öli í gang föstudaginn 29. júlí kl. 17.00 og verða í gangi til klukkan 23.00. Á laugardeginum, sunnudeginum og mánudeginum opna þau kl. 10 um morguninn og standa opin til klukkan 23.00. Þó mun sums staðar verða opið alveg til miðnættis. Hvert þessara radíóa er í sambandi við dekkjaverkstæði eða viðgerðar- verkstæði. í öllu falli vita þau um næsta verkstæði sem er opið. Einnig eru radíóin í sambandi við lögreglu og sjúkralið ef um slys eða önnur óhöpp er að ræða. Radíóin eru með upplýs- ingar um helstu tjaldstæði, leiðalýsingu fyrir ókunnuga, gististaði, opnunar- tíma kaupfélaga og margt fleira. „Planið er sem sagt að veita fólki alhliða fjarskiptaþjónustu yfir verslun- armannahelgina. Þar sem er mjög strjálbýlt erum við í félaginu með umboðsmenn, ætli þeir séu ekki um 30 um land allt. Annars eru meðlimir féíagsins í einum 23 FR deildum um land allt og eru þeir tilbúnir að veita alla þá fjarskipta-aðstoð og fyrir- greiðslu, sem kostur er á sé þess þörf“, sagði Jónas Bjarnason að lokum. -Jól. Gengid frá stofnun hlutafélags um fóðurverksmidju í Reykjahverfi: RÍKIÐ ER 75% EIGNARAÐILI það kirkjulega starf sem þar hefur farið fram.“ Muntu áfram gegna störfum sem sókn- arprestur i Bústöðum og embætti dóm- prófasts? „Ég hef ekki í hyggju að gegna hvorum tveggja þessara embætta. Ég verð áfram sóknarprestur í Bústaða- sókn, en ég hyggst láta af embætti dómprófasts. Nú stendur yfir endur- skoðun á lögum og reglugerðum um það embætti, sem Ármann Snævarr hæsta- réttardómari sér um, og ég bíð eftir því að sú endurskoðun sjái dagsins ljós og verði hrint í framkvæmd áður en ég segi af mér sem prófastur. Ég læt sem sagt af því starfi, en það verður ekki alveg á næstuni." Séra Ólafur Skúlason var að lokum spurður um það hvaða verkefnum hann hygðist einkum sinna í hinu nýja em- bætti vígslubiskups i Skálholtsdæmi. „Ef ég fæ að sinna því sem hugur minn stefnir til þá er mér tvennt efst í huga. í fyrra lagi að vinna að því að í Skálholti verði sem allra mest kirkjuleg endur- reisn. Lýðháskólinn þar býður upp á aðstöðu til alls konar fundahalda og námskeiða og sur.iarbúðirnar, sem þarna eru skammt frá, verða einnig meira og minna notaðar í þessum tilgangi. Ég vil að fólk geti komið þarna, dvalið á þessum forna helgistað og sótt þangað þor og styrk í sitt daglega starf. Skálholt gæti þá verið nokkurs konar aflstöð fyrir kirkjur og söfnuði landsins. í síðara lagi langar mig til að verða prestum og söfnuðum víðsvegar í bisk- upsdæminu að sem allra mestu liði. Ég þekki sjálfur hversu mikils virði það er að geta leitað til annarra um ýmsa fyrirgreiðslu, hjálp og upplýsingar, og minn hugur stendur mjög til þess“, sagði Ólafur Skúlason. _ gm. ■ Eftir vígslu séra Ólafs Skúlasonar til embættis vígslubiskups bera fimm ís- lendingar biskupsnafnbót. Þeir eru allir á þessari mynd sem Mats Wibe Lund tók á túninu við Skálholtskirkju eftir vígsl- una á sunnudaginn. Frá vinstri séra Sigurður Guðmundsson vígslubiskup í Hólabiskupsdæmi, séra Ólafur Skúlason vígslubiskup í Skáiholtsbiskupsdæmi, herra Pétur Sigurgeirsson biskup ís- lands,,dr. Sigurbjörn Einarsson biskup og séra Sigurður Pálsson biskup. ■ „Alþingi og ríkisstjórn íslands eru búnir að ákveða að taka þátt í byggingu og rekstri þessarar fóðurverksmiðju og em búnir að undirskrifa þann samning núna nýlega. Þar af leiðandi eru þeir búnir að staðfesta það að þeir ætb sér að halda áfram með þetta. Ekki geta þeir verið að þessu bara í plati. Þetta getur ekki verið neinn ræningjaleikur þar sem þeir geti bara allt í einu sagt „stikk frí“, sagði Stefán Skaftason, ráðunautur og jafnframt stjómarmaður í Saltvík h.f., hlutafélagi um fóðurverksmiðju í Reykjahverii í Suður-Þingeyjarsýslu, sem stofnað var fyrir u.þ.b. hálfum mánuði. I Ijósi yfirlýsinga fjármálaráð- herra nýlega um að hann væri andvígur þátttöku ríkisins í fyrirtækinu, var Stefán spurður hvort stjórnarmenn væra ekki smeykir um framhaldið. Við stofnun Saltvíkur h.f. var hlutafé ákveðið 16 millj. króna, þar af er hlutur ríkissjóðs 75%. Stefán kvað hlutaféð ekki hafa verið innheimt ennþá, en hluti þess verði innheimturfyrir 1. des. n.k. Áfjárlögum síðasta árs hafi verið 3 millj. kr. til þessa verkefnis. Umræður um tap á gras- kögglaverksmiðjum í landinu kvað hann mestu vitleysu. „Ég veit ekki betur en að hreinn hagnaður hafi verið á þrem stærstu verksmiðjunum í fyrra, líklega um 1,5 millj. kr. að meðaltali á hverja. Hins vegar á. þetta ekki að vera nein graskögglaverksmiðja, heldur er henni ætlað að nýta íslenskt hráefni sem nú er hent og innlenda orku sem nú rýkur út í andsrúmsloftið", sagði Stefán. Gunnlaugur Claessen, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu, sem jafnframt er stjórnarformaður í Saltvík h.f. fyrir hönd ríkissjóðs, var spurður um fyrir- hugaðar framkvæmdir. Hann kvað stjóm félagsins ekki hafa náð að koma saman enn sem komið er, m.a. vegna þess að sumir stjórnarmanna hafi verið erlendis, þannig að framhaldið hafi enn ekki verið mótað. Um kostnað við byggingu verk- smiðjunnar kvað hann einnig erfitt að segja, þar sem ekki liggi fyrir enn sem komið er hvers konar verksmiðju yrði stefnt að. Rætt hefur verið um gras- kögglaverksmiðju, en Gunnlaugur kvað fleiri kosti koma til greina varðandi fóðurvinnslu. M.a. hefur verið rætt um vinnslu úr slógi og jafnvel mysu. -HEI ■ Gunnar ■ Ragnar Breytingar hjá S.Í.S. ■ í frétt sem Sjávarafurðadeild SÍS lét frá sér fara fyrir skömmu, kemur fram að Magnús G. Friðgeirsson hefur látið af starfi sem sölustjóri Sjávaraf- urðadeildar SÍS fyrir skreið, mjöl og lýsi. Við starfi Magnúsar sem sölustjóri tók Ragnar Sigurjónsson, en hann hefur m.a. starfað í Skipadeild Sam- bandsins og Véladeild. Síðast liðin 3 ár hefur Ragnar verið deildarstjóri í umbúða og veiðarfæradeild Sjávaraf- urðadeildar. Við starfi Ragnars sem deildarstjóri í Umbúða- og veiðarfæradeild tekur Gunnar Gröndai. Gunnar hefur m.a. starfað hjá Innflutningsdeild Sam- bandsins og skrifstofu Sambandsins í Hamborg. -ÞB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.