Tíminn - 26.07.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.07.1983, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 26. JULI1983 ■ Angie Dickinson hlaut langhæstu einkunnina. ■ Bo Derek náði ekki eink- unninni 10 að þessu sinni. ■ Dolly Parton hlaut slæma útreið. Eldri konurn ar fá betri einkunn en þær yngri hjá vaxtar- sérfræðing- um! erlent yfirlit ■ Forsetar Contradoraríkjanna, sem hittust í Cancún í Mexíkó um fyrri helgi talið frá vinstri: Belisario Betancur, Columbía, Luis Herrera Campins, Venezúela, Miguel de la Madrid, Mexíkó, og Ricardo de la Espriella, Panama. Verður Ronald Reagan nei kvæðari en Fidel Castro? Beðið eftir svörum þeirra við áskorun Contradoraríkjanna ■ Angie Dickinson, 51 árs bandarísk leikkona, hefur ver- ið útnefnd sem heimsins líkams- fegursta kona. Þeir, sem felldu þennan úrskurð voru banda- rískir líffærafræðingar, sem voru á einu máli um það, að eldri konurnar skytu þeim yngri ref fyrir rass á þessu sviði! Engin kona fannst þeim þess verð að fá einkunnina 10, ekki einu sinni Bo Derek, sem Dudley Moore fannst eiga þá einkunn skilið í kvikmyndinni frægu. Það var sem sagt Angie, sem hlaut langhæstu einkunn- ina, 9, og meðfylgjandi umsögn: vel skapaðir fótleggir og mjaðmir, brjóst og herðar í góðu samræmi við líkamsbygg- inguna að öðru leyti. ■ 13 ára gömul pólsk stúlka býr yfir undraverðum eigin- leikum. Hún getur látið hluti fljúga og hún getur lesið hugs- anir annars fólks. í skólanum stendur hún sig allra manna best, því að henni er hægðar- leikur að sjá fyrirfram, hvaða spurningar muni verða bornar fram! Vísindamenn geta enga skýringu fundið á fyrírbærinu. breytta og góða dagskrá við allra hæfi. Útidansleikir verða föstu- dags-, laugardags- og sunnudags- kvöld og 4 hljómsveitir á tveim pöllum leika fyrir dansi. Eru það hljómsveitirnar, Kaktus, Deild 1, Kikk og Lotus. Fjölbreytt dagskrá verður á laugardegin- um. Eftir hádegi verða hljóm- leikar þessara fjögurra hljóm- sveita og á sama tíma verður leikjadagskrá í gangi annarsstað- ar á svæðinu. Þá verður valinn fulltrúi Suðurlands í Heims- meistarakeppnina í disco-dansi en úrslit þeirrar keppni verður síðar á árinu. Þá mun leikflokk- urinn Svart og Sykurlaust fara um svæðið með „karnival". Á sunnu- deginum verðum við með sér- staka hátíðardagskrá. Þar koma fram m.a. Magnús Þór Sig- mundsson, og Laddi og Jörund- ur. Svart og Sykurlaust verður með „karnival“ og tvær leiksýn- ingar og margt fleira er á dag- skránni. Auk þessa sem að fram- an er talið ætlum við að reyna að Breska leikkonan Jackie Bisset, 38 ára, varð í öðru sæti, ásamt Bo Derek, 27 ára. Það varð Bo að falli, að sér- fræðingarnir álitu hana of mjaðmamjóa miðað við aðra líkamsparta. I þriðja sæti voru svo tvær í eldri klassanum, Jane Fonda, 42 ára, og dansmærin Juliet Prowse, sem orðin er 47 ára, en hún var sögð hafa stórkost- lega fótleggi og stórkostlegan vöxt. Einhvers staðar nálægt neðstu sætum listans lentu tvær kunnar glæsikonur, þær Vict- oria Principal, 33 ára, og Dolly Parton, 36 ára, en dómurunum kom saman um að hún væri alltof barmmikil. Joasia Gajewska heitir þessi stúlka og býr í Czeladz í Pól- landi. Faðir hennar er pipu- lagningamaður og ekki hefur orðið vart við neina yfirskilvit- lega hæfileika í ættum hennar. Nú hefur Joasia verið boðið til Japan og á hún að sýna þar hvers hún er megnug í sjón- varpi. halda fyrsta íslandsmeistaramót- ið í „fris-bee“ kasti“, sagði Gunnar. „Heiðursgestur hátíðarinnar verður Jóhannes Sigmundsson, fyrrverandi formaður HSK og fyrrverandi stjórnarmaður í UMFÍ og NSU. Tjaldstæði eru góð og umhverfi er fallegt. 100 manns frá samböndunum verða þarna í sjálfboðavinnu við gæslu, afgreiðslu og fleira. Hreinlætis- aðstaða er til fyrirmyndar. Nú aðgöngumiðaverði er stillt í hóf, það kostar 800 kr. inn á svæðið fyrir öll kvöldin og ókeypis er inn fyrir börn 12 ára og yngri. í hópi þeirra sem að undirbúningi standa höfum við „kráku" eina og hefur hún lofað góðu veðri um verslunarmannahelgina", sagði Gunnar að lokum. Þess má geta að hátíð þessi er haldin í minningu Gauks Trand- ilssonar, er bjó á Stöng í Þjórs- árdal en honum bregður fyrir í þeirri góðu bók, Njálu. -Jól. VONIR um friðvænlegt ástand í Mið-Ameríku fara eftir því, hvernig Ronald Reagan forseti og Fidel Castro einræðis- herra bregðast við sáttatillögum Contradoraríkjanna. Verði viðbrögð þeirra Reag- ans og Castros jákvæð, benda miklar líkur til, að þjóðir Mið- Ameríku fái að jafna innbyrðis ágreining sinn sjálfar og hætt verði hvers konar meiriháttar íhlutun erlendra ríkja varðandi málefni þeirra. Á grundvelli þess gæti skapazt friðvænlegt ástand í þessum hluta heims. Haldi hins vegar Reagan og Castro áfram hemaðarlegri íhlut- un í Mið-Ameríku, mun ástand- ið halda áfram að versna. Styrj- aidir og hvers konar hörmungar geta fylgt í kjölfarið. Það er ekki ánægjulegt að þurfa að segja það, að hingað til virðast viðbrögðin hafa verið jákvæðari hjá Castro en Reagan, en varlega ber þó að treysta því, að Castro sé full alvara. Alveg eins er líklegt, að hann skáki í skjóli þess, að viðbrögð Reagans verði neikvæð í verki og því verði hægt að kenna honum um, ef sáttatilraunir Contradoraríkj- anna renna út í sandinn. Miklu skiptir nú, að vinaþjóðir og bandalagsþjóðir Bandaríkj- anna leggi hart að Bandaríkja- stjórn að fallast á sáttatillögur og milligöngu Contradoraríkjanna. Annars stefna Bandaríkin beint í sömu ófæruna í Mið-Ameríku og Rússar í Afganistan. Ómeng- uð heimsvaldastefna ræður þá gerðum þeirra. ÞJÓÐHÖFÐINGJAR Con- tradoraríkjanna komu saman til eins dags fundar um fyrri helgi, en ríkin, sem mynda Contrad- oraríkjahópinn, eru Mexíkó, Colombía, Venezúela og Pan- ama. Þetta var sjötti fundurinn, sem haldinn var á vegum þessara ríkja til að ræða um ástandið í Mið-Ameríku, og jafnframt fyrsti fundur þjóðhöfðingjanna. Það sýnir bezt hversu ástandið í Mið-Ameríku er nú litið alvar- legum augum. Upphaf þessara samtaka var það, að í september síðastliðn- um rituðu forsetar Mexíkó og Venezúela stjórnum Nicaragua og Hondúras bréf í tilefni af hinu ófriðvænlega ástandi , sem ríkt hefur á landamærum þeirra. ■ Kissinger. Forsetar Colombíu og Panama bættust síðar í hópinn. Utanríkisráðherrar þessara ríkja hittust svo á Contradora- eyju í Panama í janúarmánuði til að ræða frekar um þessi mál. Samtökin draga síðan nafn sitt af Contradoraeyjunni. f framhaldi af þessum fundi hafa umrædd ríki unnið að því bæði leynt og ljóst að koma á friðvænlegu ástandi í Mið-Amer- íku. Mikil áherzla hefur verið lögð á diplomatiskar leiðir eða viðræður við stjórnir annarra ríkja í þeim tilgangi að fá þær til stuðnings við sáttatilraunir Con- tradoraríkjanna. Jafnframt hafa Contradoraríkin sent frá sér op- inberar yfirlýsingar. j Merkust er sú, sem birt var leftir fund þjóðhöfðingjanna á dögunum. Þar beindu þeir máli sínu alveg sérstaklega til ríkis- stjórna Kúbu og Bandaríkjanna og skoruðu á þær að hætta hern- aðarlegum afskiptum sínum af málum Mið-Ameríku, m.a. með því að kalla heim alla hernaðar- lega ráðunauta þaðan. Þá var það áréttað, að hætt yrði öllum vopnasendingum þangað. Castro hefur látið í það skína, að hann væri tilbúinn að fallast á þetta, en engin slík viðbrögð hafa enn orðið af hálfu Reagans. Þvert á móti virðist hann leggja kapp á að fá þingið til að fallast á aukna hernaðaraðstoð við þær ríkisstjórnir í Mið-Ameríku, sem Bandaríkin telja sér hlið- hollar. Contradoraríkin leggja áherzlu á, að viðkomandi þjóðir fái sjálfar að jafna ágreiningsmál sín bæði inn á við og út á við. Þær hætti hver um sig öllum stuðningi við uppreisnaröfl í öðrum ríkjum Mið-Ameríku og hver einstök þjóð þar geti því jafnað innbyrð- is átök án erlendrar íhlutunar. Jafnframt hvetja Contradorarík- in til friðarsamninga milli Mið- Ameríkuríkjanna á þessum grundvelli. Contradoraríkin lýsa miklum áhyggjum vegna ástandsins á landamærum Nicaragua og Hondúras. Innan Hondúras við landa- mæri Nicaragua hafa skæruliða- sveitir, sem myndaðar eru af fylgismönnum Somoza fyrrv. einræðisherra í Nicaragua, búið um sig undanfarna mánuði og stefnt að því að gera innrás í Nicaragua. Stundum hafa þær gert minniháttar innrásir í Nicar- agua, eins og til að kanna jarð- veginn og undirbúa allsherjar- innrás. Skæruliðar þessir hafa fengið fjárstyrk frá Bandaríkjastjórn og þykir augljóst, að bandaríska leyniþjónustan, CIA, taki þátt í undirbúningi meiriháttar innrás- ar. Framkvæmdastjóri CIA, hef- ur lýst yfir því, að stjórn Nicarag- ua sé völt í sessi. Contradoraríkin óttast, að hér geti hafizt meiriháttar styrjöld þá og þegar, ef ekki sé strax gripið í taumana. Þau hvetja Hondúras og Nicaragua til að gera friðarsamning, sem feli í sér, að þau virði landamæri ríkj- anna og leyfi ekki starfsemi skæruliða, sem hyggi á innrás í hitt landið. Nicaraguastjórn hefur tekið þessu jákvætt, en stjórn Hondúr- as ekki, en hún er mjög háð Bandaríkjunum fjárhagslega. Nicaraguastjórn er réttilega talið það til foráttu, að einræðis- sinnaðir vinstri menn ráða nú mestu um stefnu hennar. Loforð um frjálsar kosningar, sem var gefið fyrir fjórum árum, þegar Somoza var steypt af stóli, hefur enn ekki verið efnt, en fyrirheit gefið um, að kosningar fari fram 1985. Alþjóðasamband jafnað- armanna og fleiri aðilar, sem eru stjórninni vinveittir, hafa skorað á hana að flýta kosningunum og láta þær ekki fara síðar fram en á næsta ári. ÞAÐ virðist ekki ætla að styrkja álit Reagans, að hann hefur nýlega skipað nefnd, sem á að gera tillögur um lausn á vandamálum Mið-Ameríku. Einkum hefur það sætt gagnrýni margra bandarískra blaða, að Kissinger hefur verið tilnefndur formaður nefndarinnar. Kissinger hefur á síðari árum mjög tapað áliti, en hann fær yfirleitt slæm eftirmæli sem utan- ríkisráðherra í bókum, sem hafa verið skrifaðar um valdaskeið þeirra Nixons. í augum Banda- ríkjamanna er hann „fallin stjarna". Nefnd þessi hlýtur því mjög þá dóma, að hún sé sett á laggfmar í blekkingaskyni. Með- an beðið sé eftir áliti hennar, sem geti dregizt í fleiri mánuði, verði haldið áfram óbreyttri stefnu, og sennilega muni nefnd- in svo komast að svipaðri niður- stöðu. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar Hagnýtir hæfileikar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.