Tíminn - 26.07.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.07.1983, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ1983 Útgefandl: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiöslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarlnsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaóur Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Siml: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Tengslin milli skóla og atvinnulífsins ■ Hér á landi hefur verið lögð veruleg áhersla á að ungt fólk fái að kynnast atvinnulífinu sem best á meðan það stundar skólanám. Mikill fjöldi skólanemenda hefur því leitað út á vinnumarkaðinn yfir sumartímann. Auk þess hafa sveitarfélög mörg efnt til sérstakra vinnuflokka skólafólks á þessum árstíma, þar sem unglingarnir fá að takast á við hagnýt störf. Ymsir eru þó þeirrar skoðunar, að bæta þurfi verulega tengslin á milli skólanna og atvinnulífsins í því skyni m.a. að auðvelda nemendum starfsval. Guðlaugur Þorvaldsson, ríkis- sáttasemjari, sem hefur mikla þekkingu á þessum málum, fjallaði einmitt um skort á skilningi milli skóla og atvinnulífs í athyglisverðu erindi, sem hann hélt á fundi Stjórnunarfélags íslands fyrr á þessu ári. í því sambandi benti hann m.a. á eftirfarandi atriði: „1. Skólafólk, sem kemur á vinnumarkaðinn í dag, er oft óharðnað fólk með minni starfsreynslu en áður var, enda störfin fjölbreyttari nú en áður. Mér hefur lengi fundist að verkstjórnarþættinum fyrir ungt fólk væri ábótavant, en slíkt er mjög skaðvænlegt fyrir fólkið og framleiðsluna. Verk- stjórum í dag er að nokkru leyti ætlað fyrra hlutverk foreldranna í uppeldi unga fólksins, þegar það hefur þátttöku í atvinnulífinu. Á fáum hvílir því meiri ábyrgð á því að tengja saman skóla og fyrirtæki. Góð menntun verkstjóra, hvort sem litið er til verkkunnáttu eða skilnings á sálarlífi unjgs fólks og líffræðilegum möguleikum þess, er því lykilatriði sem huga verður betur að. 2. Á sama hátt ofmetur ungt fólk líka oft kunnáttu sína, þegar skólanum sleppir, og það teiur sig ekki þurfa á leiðbeiningum að halda, allra síst frá lítt skólagengnu fólki, af því að reynsla manna er vanmetin á kostnað skólagöngu. Það er ekki síður mikilvægt að ganga til vinnu sem náms, er út í lífið kemur, en að ganga til náms sem vinnu í skóla. 3. Rannsóknir í þágu framleiðslunnar eru oft vanmetnar í fyrirtækjum, bæði þörf rannsókna í fyrirtækinu sjálfu og rannsóknir í skólum og stofnunum. Veiðimannaþjóðfélag frjálsra gæða, sem við lengi vel lifðum í, skýrir þetta að hluta. Meðal flestra nágrannaþjóða er löng hefð fyrir rannsóknar- starfsemi í fyrirtækjunum sjálfum, sem skipar þeim oftast feti framar íslenskum aðilum í ícapphlaupinu um markaðinn, þótt vissulega megi nefna undantekningar. 4. Það hefur lengi verið árátta hér á landi meðal ýmissa hópa skólafólks og menntamanna að forsmá framtakssemi og athafnamenn. Þetta er einn versti ljóðurinn á íslensku þjóðinni í dag. 5. Oft vill það brenna við að skólarnir bregðist seint við nýjungum og nýjum þörfum atvinnulífsins. Þess vegna er mikilvægt að fyrirtæki og félagasamtök, sem eru nær vettvangi vandans, kynni nýjungar fyrir fólki og annist þjálfun með námskeiðahaldi og veiti þannig skólunum nokkra samkeppni og aðhald. Að öllu samanlögðu skulum við þó ekki gleyma því, að samtvinnun náms og vinnu, launaðrar sem ólaunaðrar, hefur lengst af verið meiri hér en í nágrannalöndunum. Ég lít á þetta sem þjóðargæfu og vona að svo verði áfram, enda er flestum einstaklingum nauðsynlegt að tvinna þessa þætti saman, bæði frá fjárhagslegu, félagslegu og heilbrigðislegu sjónarmiði. Með því er annars vegar viðurkennd sú staðreynd, að menn eiga aldrei að hætta að afla sér þekkingar, og hins vegar lögð áhersla á, að ungt fólk taki tiltölulega snemma þátt í atvinnulífinu sem ábyrgir þjóðfél- agsþegnar. Sérstaða okkar að þessu leyti held ég að muni hjálpa okkur til þess að komast yfir ýmsa erfiða hjalla á næstu árum“, sagði Guðlaugur Þorvaldsson. Stefnt er að því af hálfu stjórnvalda að bæta tengslin á milli skólanna og atvinnulífsins. Ríkissáttasemjari hefur hér bent á nokkur atriði, sem þar hljóta að koma til skoðunar. Úrbætur í þessum efnum eru ekki aðeins æskilegar vegna þeirrar ungu kynslóðar, sem nú er að vaxa upp í landinu, heldur einnig til að leggja gruudvöliinn að aukinni og betri framleiðslu og framleiðni í atvinnulífi landsmanna. -ESJ skrifað og skrafað ■ Það var forvitnilegt að lesa viðtölin um verðstríð á milli myndbandaleiganna, sem birtust í Tímanum á laugardaginn. Þetta verðstríð, sem svo er kallað, er þannig til komið, að einn aðili hefur boðið myndsnældur og myndsegul- bandstæki til leigu á lægra verði en gengur og gerist. í frásögn Tímans segir, að Æ, þessi samkeppni! flestar leigurnar séu með svipað eða sama verð. Það kosti 70-90 krónur að leigja myndsnældu, eftir því hvort myndirnar eru textaðar eða ekki, og 300-350 krónur að leigja myndsegulbandstæki. Sjónvarpsbúðin hafi hins vegar tekið upp á þeim óskunda að bjóða 30 krónum lægri leigu á snældum og 150 krónum lægri leigu á tækjun- um. Og talsmenn annarra myndbandaleiga eru mjög reiðir. Myndbandaleigur þessar hafa sprottið upp nánast eins og gorkúlur á síðasta ári og þessu, og væntanlega munu lögmál markaðarins ráða miklu um það, hver þessara fyrirtækja lifa. Þessi starf- semi er algjörlega frjáls, án nokkurra verðlagsákvæða ’ eða kvaða á annan hátt. Þeg- ar þannig er í pottinn búið, skyldi maður ætla, að hér gæfist samkeppnismönnum gullið tækifæri til þess að láta nú markaðinn einu sinni ráða. En það er eitt að játa í orði trú á frjálsa samkeppni og markaðshyggju og annað að búa við hana þegar þeir eiga sjálfir í hlut. Þess vegna má lesa eftirfarandi haft eftir eiganda myndbandaleigu í höfuðborginni: „Gallinn er sá að það vant- ar alveg að allar vídeóleigur taki sig saman um verð. Það hefur verið reynt, en ekki tekist ennþá.“ Það á sem sagt að úirýmá samkeppninni. Gera sam- komulag um verð, sem ég hélt nú reyndar að væri ólög- legt. Hér er sýnilega verk að vinna fyrir frjálshyggjupost- ulana! Álviðræðurnar farnar af stað Viðræður íslenskra stjórn- valda og fulltrúa Alusuisse fóru fram í Reykjavík seinni. hluta síðustu viku, og var ákveðið að halda þeim áfram í næsta mánuði. Ljóst er af fréttum og við- ræðum að báðir aðilar eru reiðubúnir að ræða málin og reyna að ná samkomulagi. Það er auðvitað alltof snemmt að fullyrða nokkuð um, að samkomulag muni nást, en þó virðast óneitan- lega verulegar líkur á því. Af íslendinga hálfu hefur það verið Ijóst um nokkurra ára skeið, að meginatriðið er að fá fram verulega hækkun á verði því, sem íslenska álfélagið greiðir fyrir rafork- una. Þetta er alltof lágt og höfum við tapað miklu á þeim óhóflega drætti, sem orðið hefur á því að fá fram umtalsverða hækkun á raf- orkuverðinu. Af hálfu Alusuisse er auð- vitað áhugi á að fá eitthvað í staðinn. Þar er einkum talað um stækkun álversins og hugsanlegan nýjan meðeign- araðila að því. Vitað er að Alusuisse hefur mikinn áhuga á þessum tveimur at- riðum, og styrkir það að sjálfsögðu mjög samnings- stöðu okkar, sem annars byggir fyrst og fremst á því, að orkuverðið hefur verið VERÐSTRÍÐ ER í UPPSIGUNGU ■ Fyrirsögnin í Tímanum á laugardaginn. langt fyrir neðan öll sanngirn- ismörk um árabil. fslensku samninga- mennirnir munu vafalaust standa að þessum viðræðum af festu og ákveðni og meta alla þætti málsins mjög vand- lega. Fulltrúar erlendra auð- hringa eru engin lömb að leika sér við í samningamál- um. Það hefur reynsla margra þjóða sýnt. Það þarf því að sýna þeim fulla einurð, og ná þannig fram meginat- riðum, sem hagsmunir ís- lendinga krefjast. Samskiptin við landið f Degi á Akureyri var fjall- að um samskipti okkar við landið og nýtingu auðlind- anna í forystugrein, sem bar fyrirsögnina „Eyðendur auð- linda eða varðveitendur“. Þar segir m.a.: „I upphafi Laxdæla sögu segir frá orðaskiptum hins roskna höfðingja, Ketils flatnefs og sona hans, Björns hins austræna og Helga bjólu úti í Noregi á landnámsöld. Öllum þremur ægði ríkisaf- skiptastefna kerflskallsins, Haralds hárfagra, og yngri mcnnirnir virðast hafaverið eindregnir frjálshyggjumenn eins og vel þekktir eru nú á tímum. Þeir vildu til íslands fara, sögðu þar landkosti góða og þurfti ekki fé að kaupa, kölluðu vera hvalrétt mikinn og laxveiðar en flska- stöð öllum misserum. Kctill svarar: „í þá veiðistöð kem ég aldrei á gamals aldri.“ 'iðræðum við Alusuisse-menn lauk frá búskap heldur sjávarút- vegi. Þar á markmið veiði- mennskunnar enn betur við, enda hefur það alfarið ráðið gerðum okkar til þessa. „Lengi tekur sjórinn við,“ er gamalt orðtak, sem í munni okkar, þegna íslenska veiði- mannaþjóðfélagsins nú á tím- um gæti orðið: „Lengi gefur sjórinn af sér.“ Það gat gilt, meðan sótt var á litlumi fleytum með ófullkomin veiðarfæri. En sé slíkur hugs- unarháttur studdur nútíma fískiskipaflota og hinni aUt- sjáandi og öllu-náandi veiði- tækni hans, stenst hvorki við víðátta sjávarins né mergð fisksins. Afleiðingarnar hafa ekki látið á sér standa. Hrun norsk-íslenska sfldarstofns- ins er hið sígflda dæmi, sem verið hefur einskonar sið- ferðisgrundvöllur fiskifræð- i inga, þegar þeir kynna lélegt ástand loðnustofnsins og birta svartar skýrslur um þorskinn. Því miður hafa vísindi fiskifræðinga ekki enn þróast tU ströngustu nákvæmni raunvísindanna svo að efa- semdarmenn geta bent þar á einstaka misfeUur. Engu að síður höfum við ekki afsökun vanþekkingarinnar eins og forfeður okkar, sem eyddu hálfu gróðurlendi landsins. FuUljóst ætti að vcra, að ekki verður lengur framhaldið á braut veiðimennskunnar. Jarðarhnötturinn er tak- markaður heimur og gæði þau, sem hann geymir. En mörg þeirra endurnýjast, sé ni&urstöAu: Vilja miða orkuverð við heimsmarkaðsveri — en íslendingar vilja tafarlausa og skilyrðislausajiækkun I Fyrirsögn úr Morgunblaðinu á laugardaginn um álviðræðurnar. Þegar skoðuð eru í svipsýn samskipti okkar íslendinga í1 eUefu aldir við auðlindir lands og sjávar, virðast hug- myndir þeirra feðga um veiðistöðina hafa verið furðu lífsseigar allt til okkar daga. Almennt er gengið út frá því, að frá landnámi fram á síð- ustu áratugi hafa þrifist hér bændasamfélag. Það er ekki nema hálfur sannleikur, ef miðað er við ræktunarbúskap nágrannaþjóða. Að flestu leyti komu forfeður okkar fram við landið og auðlindir þess fremur sem veiðimenn en bændur. Tekið var það, sem tU náðist, uns skógurinn var eyddur og landið urið til auðnar. Þá varð að leita á nýjan stað til búsetu. Nú síðustu áratugina hefur bjargræði þjóöarinnar og blómleg lífskjör ekki komið ekki of nærri þeim gengið. Við höfum tryggt yfirráð okkar yfir einni slíkri auð- lind, fiskistofnunum hér við land. Ef við ætlum að tryggja sjálfum okkur og alkomend- um framtíð með efnalegu sjálfstæði næstu áratugina verðum við að koma fram sem varðveitendur auðlinda, ekki eyðendur. Spumingin er ekki um vit og kunnáttu, heldur vilja. Hann er allt sem þarf, til að gera það sem er rétt og nauðsynlegt.“ Þúsund milljóna gat Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, lætur gamminn geisa í helgarvið- tali í DV á laugardaginn. Þar kemur m.a. fram, hversu illa ríkissjóður er staddur um þessar mundir: „Við skulduðum Seðla- bankanum 1600-1700 millj- ónir þegar ríkisstjórnin tók við. Sú skuld stendur enn. Við getum ekki gert okkur vonir um að hún lækki fyrir áramót nema niður í svo sem milljarð, þúsund milljónir. En það er sú upphæð sem mun líklega verða hallinn á ríkissjóði eftir árið,“ segir Albert. Og síðar í viðtalinu: „Fyrrverandi ríkisstjóm reiknaði með 42% verðlags- hækkunum milli áranna 1982 og 1983. Horfumar em þær að hækkanirnar verði 87%. Og þær hefðu raunar orðið 104% ef við hefðum ekki gripið til ráðstafana í efna- hagsmálum. Auk þess vora stórgöt í vegalögum og varð- andi Lánasjóð námsmanna. Þetta setur auðvitað strik í reikninginn. Tekjur fjárlag- anna verða líklega um 15 milljarðar í stað 13, en gjöld- in nálægt 16 milljörðum í staðinn fyrir tæpa 13“. Og hvernig ætlar Albert svo að dekka þetta tap? „Fyrst um sinn er það eitt aðalverkefni mitt að keyra aUan kostnað í ríkisrekstrin- um niður. Það er staðið gegn öUum óskum um aukafjár- veitingar. Og ég læt kanna aUa hugsanlega möguleika til sparnaðar og frestunar á útgjöldum. Það er hins vegar ekki hægt að gerbreyta öUu í einu vetfangi. í næstu viku byrjar rikisstjórnin að ræða drög að stefnu komandi árs í launa- málum, gengismálum og öðrum höfuðþáttum í ríkis- og þjóðarbúskapnum. Við verðum að taka tiUit til stöðu mála nú í því sambandi. Úr- lausn vandans verður að dreifa á fleiri en þetta ár, það er alveg Ijóst. Einn liður í þessu er að ganga skipulega á aUt heila ríkiskerfið og leggja niður óþarfa starfsemi, sameina þar sem það á við og selja stofnanir og hluti ríkisins í fyrirtækjum“, segir Albert. Vafalaust verður mikið starf unnið á næstu mánuðum við að kanna ríkiskerfið og athuga hvað mætti spara. Það hefur verið gert stundum áður, og lítið komið út úr því nema skýrslur og nefndarálit. Kannski fer það öðruvísi núna. Við skulum sjá til. -ESJ ■ Albert: HaUinn á ríkissjóði um einn milljarður króna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.