Tíminn - 26.07.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.07.1983, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ1983 13 árnað heilla Þórarinn Sigurjónsson sextugur t’órarinn Sigurjónsson, alþingismaður í Laugardælum, er sextugur í dag. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum, en Mýrdælingur að ætt. Foreldrar hans, hjónin Sigurjón Árnason og Sigríður Kristjánsdóttir, höfðu flutt til Eyja árið 1922, en 1925 hefja þau búskap á föðurleifðSigurjóns, Pétursey í Mýrdal. Sigríður andaðist árið 1941, en Sigur- jón á ennþá heimili í Pétursey, kominn á tíræðisaldur. Sigurjón giftist aftur Steinunni Eyjólfsdóttur, sem nú er einn- 90 ára Eldjárn í dag er Sesselja Eldjám 90 ára. Hún er löngu landskunn fyrir mikil og merk störf í þágu slysavarna, en þau vann hún á Akureyri þar sem heimili hennar stóð, en það var lengst af í Brekkugötu 9. Þetta var einnig heimili fjölda ungra manna og kvenna um langt árabil, því að þær systur Ingibjörg og Sesselja, ráku þar greiðasölu og höfðu auk þess all- marga búandi, einkum skólafólk, og þessu stóra heimili stjómaði Sesselja af mikilli rausn og elskusemi. Margir komu og fóru án þess að greiða fyrir þjónustuna, en það skipti Sesselju engu máli, bara ef fólkinu hafði liðið vel ' meðan það dvaldi í hennar húsi, var hún ánægð. Áður en þetta var höfðu þær systur verið matráðskonur við heimavist Menntaskólans á Akureyri og einnig höfðu þær um tíma eins konar pensjónat í Rósinborg við Eyrarlandsveg, en það hús er nú horfið. Sesselja er yngst systkinanna frá Tjörn í Svarfaðardal, barna sr. Kristjáns E. Þórarinssonar og Petrínu Hjörleifsdótt- ur, og hún er sú eina úr systkinahópnum sem lifir. Hún ólst upp við mikið ástríki og eftirlæti, og hún segir sjálf að minning- in um hina miklu blíðu og ástúð, sem hún naut í foreldrahúsum, hafi verið eins og sól í öllu sínu langa lífi. Sella hefir alla tíð verið hrókur alls fagnaðar, hvar sem hún hefir verið. Hún er einhver kjarkmesta manneskja, sem ég hefi kynnst, yfirmáta bjartsýn og glöð. Hlýj- an frá henni er á við margar himinsólir og betri vinur er vandfundinn. Nú er hún sest að í Hrafnistu í Reykjavík og þar heklar hún fögur sjöl, sem hafa farið víða og hlýjað fólki í heimsborgum. Hún les og hlustar á sögur af snældum og hún er enn sami yndislegi gestgjafinn og forðum. Sesselja hefir ekki farið varhluta af sjúkdómum. Hún fékk berkla ung að árum og varð að dvelja á Vífilsstöðum og marga upp- skurði hefir hún gengið undir og síðast veikindi, sem tóku hana úr sambandi við ig látin, en Eyjólfur, sonur þeirra, tók við búskap á jörðinni af þeim. Dugnað- ur, hagsýni og snyrtimennska einkenndu búskap Sigurjóns, sem var vinsæll af öllum, sem til hans þekktu. Hann hefur nú verið kjörinn fyrsti heiðursborgari Dyrhólahrepps. Á þessu myndarheimili foreldra sinna elst Þórarinn upp og á þar heimili til ársins 1952. Á þeim árum fer hann á bændaskólann á Hvanneyri og einnig nokkuð til starfa utan heimilis, meðal annars á vertíð í Vestmannaeyjum. Árið 1952 verða þáttaskil í ævi Þórar- ins, þegar hann er ráðinn bústjóri að nýstofnuðu tilraunabúi Búnaðarsam- bands Suðurlands í Laugardælum, en til þess starfs er Þórarinn valinn vegna eindreginna meðmæla þeirra stjórnar- manna Búnaðarsambandsins, sem kynnzt höfðu atorku hans og dugnaði. Þar kynntust menn líka fljótt þessum hæfileikum hans og leið ekki á löngu þangað til leitað var til hans til að taka þátt í margvíslegum félagsmálastörfum. Eitt af fyrstu verkefnum hans á því sviði var að vera í fjárskiptanefnd Árnes- sýslu, þegar skipt var þar um fjárstofn og líflömb sótt norður í Norður-Þingeyjar- sýslu. Var þar bæði um að ræða skipu- lagningu á fjárkaupum og fjárflutningum og tók Þórarinn auk þess beinan þátt í flutningunum. , Það er ekki ætlunin að tíunda öll félagsmálastörf Þórarins. En um áratuga skeið hefur hann átt sæti í sýslunefnd Árnessýslu, verið formaður Kaupfélags Árnesinga og átt sæti í stjórn Sambands ísl. samvinnufélaga. Sama árið og Þórarinn flutti að Laug- ardælum kvæntist hann Ólöfu Haralds- dóttur frá Seyðisfirði. Börn þeirra eru Sigríður, sjúkraþjálfi, Haraldur, íþrótta- kennari, Kristín, hjúkrunarfræðingur og Ólafur, sem stundar nám í Fjölbrauta- skólanum á Selfossi. Árið 1974 verða aftur þáttaskil á starfsævi Þórarins, en þá er hann valinn til að skipa fyrsta sæti á framboðslista Framsóknarmanna í Suðurlandskjör- dæmi og kjörinn á Alþing þá um sumar- ið. Hefst þá náið samstarf okkar Þórar- ins, þar sem ég var þá valinn í annað sæti á listanum og hefur óbreytt skipan haldizt síðan. Með Þórarni er gott að starfa. í samstarfi njóta menn bjartsýni hans, árvekni og þrautseigju. Á Alþingi hefur hann setið í fjárveitinganefnd öll árin. Hann hefur lagt sig fram um að gæta þess, að á engan væri hallað og beitt sér fyrir fjölmörgum framfaramálum. Má þar t.d. nefna æskulýðs- og íþróttamál, enda hefur hann af sumum verið nefndur þingmaður Ungmennafélags íslands. Þá hefur Þórarinn átt sæti í stjórn Fram- kvæmdastofnunar ríkisins um nokkurra ára skeið. Á þessum tímamótum vil ég áma Þórarni allra heilla og leyfa mér að þakka honum hans mikla starf í þágu Sunnlendinga. Það hefur mörgum reynzt vel að leita til Þórarins og þar fer hann ekki í manngreinarálit, hvorki vegna stjórnmálaskoðana eða af öðrum ástæð- um. Það er honum svo eiginlegt að vilja hvers manns vanda leysa. Ég vil flytja Þórarni mínar bestu þakkir fyrir okkar nána samstarf, sem ég get ekki betra kosið. Og ég vil jafnframt þakka þær ágætu móttökur, sem ég fæ jafnan á heimili þeirra hjóna, þar sem ætíð stendur mér opið hús og mun svo vera um aðra, því að margir hafa átt erindi til Þórarins, fyrst á meðan hann var bústjóri og stðan eftir að hann varð alþingismaður. Það er því erilsamt húsmóðurstarf Ólafar, því að sjaldnast er mikill fyrirvari að því að gestir koma. Síðan þarf oft að bregða fljótt við og fara með Þórarni, þegar skyldustörf hans kalla. Ég vil því leyfa mér að færa þeim hjónum beztu þakkir, ekki aðeins fyrir hönd Framsóknarmanna á Suðurlandi, heldur Sunnlendinga allra og flytja þeim beztu ámaðaróskir. Jón Helgason umheiminn og daglegt líf um margra vikna skeið. En upp úr öllu rís Sella oftast sterkari en áður og trúaðri á lífið. Hún fór til Kanada á 75 ára afmælinu sínu handleggsbrotin og með handlegg- inn í gipsi, og hún fór norður núna til þess að halda upp á 90 ára afmælið með lasið hné og því léleg til göngu, en hún lætur ekkert aftra sér og það er hugurinn, sem ber hana, ekki bara hálfa leið, heldur alla. Sella er mikill sáttasemjari og hún er líka sálusorgari, það munu áreiðanlega fieiri hafa reynt en ég. Þegar sorgin hefir sótt hana sjálfa heim, ber hún harm sinn með reisn og í hljóði. Afmælisbarnið hefir verið undirritaðri meira virði en orð fái lýst, allt frá bernskudögum, er hún og Ingibjörg heimsóttu foreldra mína á Flateyri, öll árin á Akureyri var hún tryggðartröllið og hjálparhellan, alltaf heil og hlý. Síðan hún kom til Reykjavíkur höfum við, haft mikið og gott samband, og alltaf fer ég ríkari af þeim fundum, hvort heldur er í síma eða samveru. Sesselja er geysifróð um gamla tíma, kann mikið af ljóðum og aragrúa af sögum og segir óvenju skemmtilega frá. Hún er mjög trúuð kona og bænheit - trúir á mátt bænarinnar og finnst hún hafa nóg að gera hér í heimi, því að „það eru svo margir, sem þarf að biðja fyrir“ segir hún. Það er ekki lítið yndisleg' og engin smáræðis fegurð, sem felst í slíku lífsviðhorfi, þegar sól tekur að lækka á lofti. Ég veit að hún verður umvafin kær- leika og hlýju á afmælisdaginn, en gesta- móttaka er hjá slysavarnakonum í húsi þeirra á Akureyri til heiðurs henni, sem stofnaði deildina og gaf henni áratuga starf af lífi sínu. Úr mínu húsi streyma þakklátar hugsanir norður yfir fjöllin, en mest þakka ég skaparanum fyrir að hafa átt hana að vini jafn lengi og raun ber vitni. Anna Snorradóttir. Auglýsing fiábönkum og sparisjóðum um skuldbreytingarlán í samræmi við samkomulag við ríkisstjórnina hafa bankar og sparisjóðir ákveðið að gefa þeim kost á skuldbreytingarláni, sem stofnað hafa til skuldar við þessar stofnanir vegna byggingar eða kaupa á eigin húsnæði í fyrsta sinn undanfarin 2-3 ár. Skulu þeir lántakendur, sem vilja hagnýta sér þetta, snúa sér til þeirrar afgreiðslu banka eða sparisjóða, sem þeir eiga viðskipti við og gera þar grein fyrir skuldum sínum og óskum á þar til gerðu eyðublaði. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst n.k. Samband íslenskra viðskiptabanka Samband íslenskra sparisjóða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.