Tíminn - 28.07.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.07.1983, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ1983 ■ Það var þröngt setinn bekkurinn í bátnum hans Hafsteins Sveinssonar en hann sá um það að selflytja nemendur Vinnuskólans út í Viðey í gær. Tímamyndir: Ari Vinnuskóli Reykja- víkur lýkur starfsemi sinni á þessu ári: ■ Strákar úr Laugardalshóp Vinnuskólans sögðust hafa verið það hógværir þegar TF. Gró kom með matföngin að þeir gleymdust þegar pylsunum var úthlutað. Þeir voru hinir hressustu þrátt fyrir það. ■ Jón Þ. Eggertsson kennari við flot- bryggjuna í Viðey. ■ Vinnuskóli Reykjavíkur endaði starfsemi sína með því að bjóða nemend- um sínum í hópferð til Viðeyjar í gær. Um 800 unglingar á aldrinum 14-15 ára notfærðu sér þetta boð og var byrjað að flytja hópinn út í Viðey um kl. 8.30 um morguninn á tveim bátum og því var lokið um kl. 11.00. Tímamenn brugðu sér út í Viðey í gær og ræddu þar við Hjálmar Guðmundsson skólastjóra Vinnuskólans og Jón Þ. Egg- ertsson kennara. Þeim bar saman um að þetta hefði verið skemmtileg ferð og tekist vel enda var veðrið mjög gott til tilbreytingar. Veðurguðirnir hafa ekki beint leikið við nemendur Vinnuskólans í sumar og því var ánægjulegt hvað vel tókst til í þessari ferð. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Vinnuskólinn fer í svona lokahófsferð og mikill undirbúningur liggur að baki hennar. Þórður Þorbjarnarson borgar- yerkfræðingur tók á móti hópnum við komuna til Viðeyjar og þakkaði fyrir vel unnin störf í sumar. Lýður Björnsson fylgdi krökkunum síðan um eyjuna og sagði sögu hennar. Síðan skemmtu krakkarnir sér við fótbolta, reiptog og aðra leiki og dönsuðu og sungu. f hádeginu kom þyrlan Gró með pylsur og svaladrykk út í Viðey og krökkunum var síðan útdeilt matföngum í sömu röð og þeir komu til eyjarinnar. Það var góður andi yfir hópnum í Viðey og allir voru hinir hressustu þó einstaka kvartaði yfir því að pylsurnar hefðu ekki verið góðar. En hvað er það á milli vina. GSH ■ Hjálmar Guðmundsson skólastjóri Vinnuskólans. Skattar í Vestmannaeyjum: Frystihúsin fjögur eru í efstu sætunum ■ Heildarálagning opinberra gjalda í Vestmannaeyjum 1983 nemur röskum 131,5 milljónum króna, sem er 40,7% hækkun frá árinu 1982. Þar af eru heildargjöld einstaklinga tæplega 108,7 milljónir króna, sem er 41,2% hækkun milli ára, álagning á lögaðila tæpar 22,5 millj. króna, sem er 39% hækkun milli ára og álagning á börn 271.715 krónur sem er aðeins 7,32% hækkun frá fyrra Gjaldhæstu einstaklingar í Vestmanna eyjum eru: 1. Kristján Karlsson, heild sali 566 þús., 2. Björn ívar Karlsson, læknir 399 þús., 3. Óskar Kristinsson, útgerðarmaður 374 þús., 4. Einar Valur Bjarnason, læknir 312 þús. og 5. Haf- steinn Sigurðsson, útgerðarmaður 294 þús. krónur. Frysihúsin fjögur og fiskimjölsverk- smiðjan skipa 5 efstu sætin á gjaldalista fyrirtækja í Vestmannaeyjum: 1. Vinnslustöðin 2.052 þús. kr., 2. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja 1.958 þús., 3. Fiskiðjan 1.696 þús., 4. ísfélag Vestmannaeyja 1.667 þús. og 5. Fiski- mjölsverksmiðjan h.f. 1.072 þús. krónur. ENDAÐI MED LOKAHÓFI 800 UNGUNGA í VIÐEY Fóðurvörudeild Sambandsins: Kannar kaup á kjarnfóðri frá Svfþjóð ■ Innflutningsdeild Sambandsins kannar nú hagkvæmni innflutnings kjamfóðurs frá Svíþjóð. Á undanförn- um árum hefur nálega eingöngu verið um að ræða innflutning á fóðri frá Danmörku, en vegna gin og klaufaveik- istilfellisins sem þar kom upp á þessu ári, varð um tíma að útvcga kjarnfóður frá öðrum löndum. Innflutningsdeild Sambandsins snéri sér þá til sænsks fyrirtækis í Falkenberg í Suður-Svíþjóð sem ber heitið Hallands Lantmán og könnuðu kaup þaðan. Mjög fljótt var brugðist við þessari málaleitan Sambandsins og afgreiddu þeir hingað umbeðið magn af kjarnfóðri með aðeins tveggja vikna fyrirvara. Fyrir skömmu komu svo hingað tveir fulltrúar þessa fyrirtækis á vegum Sambandsins, og voru í viðræðum við þá kannaðir mögu- leikar á frekari kaupum kjarnfóðurs. Fulltrúar þessir heita Bertil Björk, sem er aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækis- ins og Pár-Gunnar Áháll fóðurfræðing- ur. Að sögn Svíanna framleiðir fyrirtækið um 300.000 tonn af kjarnfóðri árlega og fer öll framleiðsla fram undir ströngu gæðaeftirliti. Ef af viðskiptum þessa fyrirtækis og Sambandsins verður, gæti orðið um að ræða innflutning upp á 15-20 þúsund tonn árlega, cn útflutning- ur þessa sænska fyrirtækis ntun ekki hafa verið mikill fram að'þessu. Þann 14. júlí s.l. heimsóttu Svíarnir Kaupfélag Borgnesinga í Borgarnesi og Bændaskólann að Hvanneyri ásamt Arn- óri Valgeirssyni deildarstjóra fóðurvöru- deildar Sambandsins og Arndísi Péturs- dóttur fóðurfræðingi deildarinnar. í þeirri ferð kynntu þeir sér íslenskan landbúnað, rekstur hans og hvernig fóðursölumálum er hér háttað. Einnig heimsóttu þeir Rannsóknarstofnun land- búnaðarins að Keldnaholti og kvnntu sér starfsemina þar, auk þess sem þeir áttu viðræöur við ráðunauta og fleiri, til þess að fá sem gleggsta mynd af óskum íslendinga hvað varðar kjarnfóður. Einnig kynntu þeir sér opinberar reglur sem gilda um kjarnfóður sem leyft er að flytja hingað til landsins -ÞB ■ _Frá fundi með Svíunum sem hingað komu til að kynna sænskar fóðurvörur. Frá ’ vinstri: Pár-Gunnar Áháll, fóðurfræðingur, Bertil Björk framkvæmdastjóri og Amór Valgeirsson deildarstjóri fóðurvörudeildar SÍS. Tímamynd Ámi Sæberg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.