Tíminn - 28.07.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.07.1983, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ1983 fréttir Skemmd smurkæfa innköllud hjá SS: ,4KVBIIN mistök í FRAMLEIÐSLU” ■ Sláturfélag Suðurlands auglýsti í gær að fólk sem hefði undir höndum dósir af smurkæfu, framleiðsludagur 22. júlí sl. væri beðið að skila þeim inn en hætta mun hafa verið á matareitrun ef innihalds þeirra væri neytt. „Það urðu ákveðin mistök í fram- leiðslu hjá okkur f sambandi við kæl- ingu á vörunni og síðan náðum við ekki að stöðva allt áður en það fór út hjá okkur á mánudaginn", sagði Jón S. Friðjónsson framleiðsiustjóri hjá SS í samtali við Tímann, en hér mun aðeins vera um 8-9 dósir að ræða. „Við auglýstum því að við vildum tryggja að enginn meiddist af þessu, eða réttara sagt yrði fyrir matareitrun. Skattar í Austurlandsumdæmi: T ekjuskattur einstaklinga hækkar um 40% ■ Heildarálagning opin- berra gjalda á einstaklinga í Austurlandsumdæmi 1983 nemur samtals rúm- um 258,8 milljónum króna, sem þýðir 49,02% hækkun brúttó, en 43,78% nettó. Álagður tekjuskattur einstaklinga nemur samtals 121 milljón kr., sem er 40,79% hækkun frá fyrra ári brúttó, en að frádregnum barnabótum og slíku verður hækkunin ekki nema 29,4% nettó, þ.e. það sem inn kemur. Utsvör einstaklinga nema samtals tæpum 115,4 milljónum króna, sem er hækkun upp á 54,38%. Eignaskattar einstaklinga nema 4.129 þús. krónum, sem er 95,06% hækkun frá fyrra ári. Heildarálagning á lögaðila á Austur- landi 1983 nemur rúmum 57 milljónum króna, sem er61,21% hækkun milli ára. Skattstjóri tók vara við að taka þær tölur of bókstaflega á þessum árstíma, þar sem nokkuð sé um áætlanir sem geti skekkt myndina. Hæstu gjaldendurnir í hópí einstak- linga á Austurlandi eru: 1. Jónas Sigur- bergsson, verktaki á Höfn um 775 þús. kr., 2. Eggert Brekkan læknir Nes- kaupstað 398 þús., 3. Þröstur Júlíusson, verktaki Fáskrúðsfirði 328 þús., 4. Guðmundur Sveinsson, læknir Seyðis- firði 321 þús., 5. Jens Magnússon, læknir Vopnafirði 297 þús. og 6. Ragnar Ó. Steinarsson tannlæknir á Egilsstöðum 292 þús. krónur. Gjaldhæstu félögin á Austurlandi í ár eru: 1. Síldarvinnslan h.f. Neskaupstað 4.275 þús. kr., 2. Kaupfélag A-Skaft- fellinga á Höfn 3.953 þús., 3. Kaupfélag Héraðsbúa á Egilsstöðum 2.756 þús., 4. Hraðfrystihús Eskifjarðar 2.030 þús. og 5. Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar 1.933 þús. krónur. Ekkert þessara félaga borg- ar tekjuskatt árið 1983. -HEI veiðihornið umsjón: Friðrik Indriðason Fengu 85 laxa á 2 dögum í Grímsá ■ Laxveiðin í Grímsá í Borgarfirði hefur verið mjög góð það sem af er þessu sumri, þannig fengust þar 85 laxar á 8 stengur á 2 dögum nýlega og gerist það varla betur í öðrum ám. Alls eru nú komnir á land tæplega * sjöhundruð laxar úr ánni en á öllu veiðitímabilinu í fyrra veiddust þar einungis rúmir 800 laxar. Stærsti laxinn sem komið hefur úr ánni er 22 pund, hann er raunar lifandi enn því hann var veiddur á flugu, af bandaríkjamanni, og settur f ker enda ætlunin að nota hann, og aðra stórlaxa sem fást úr ánni, til undaneldis. Gott í Miðfjarðara Veiðin í Miðfjarðará hefur sömu- leiðis verið góð það sem af er sumrinu. Þannig fengust úr ánni 104 laxar í síðustu viku en þá hófu útlendingar veiðar í ánni. Vikuna þar áður höfðu aðeins fengist 20 laxar úr ánni. Alls eru komnir á land 355 laxar úr Miðfjarðará og er það aðeins skárra en á sama tíma í fyrra. Laxinn er ekki mjög stór, sá stærsti sem komið hefur 16 pund en yfirleitt er þetta lax af millistærð sem kemur upp 6-10 pund. Gott veiðiveður er nú við ána, þung- búið og svolítil rigning. Dauft í Laxá í Aðaldal Dauf veiði hefur verið í Laxá í Aðaldal á þessu sumri. Þannig fengust aðeins 3 laxar úr ánni í gærdag og þar af enginn úr besta veiðisvæðinu eða svokölluðu 1. svæði. Alls eru konir úr ánni 481 lax sem er mun verra en á sama tíma í fyrra er alls komu úr ánni um 1100 laxar en aðeins mánuður er eftir af veiðitímabilinu. Menn eru ekki á eitt sáttir um skýringar á þessu en sjór hefur verið mjög kaldur fyrir norðan og mikið vatn hefur verið í ánni vegna leysinga. -FRI Viðbrögð okkar cru kannski meiri en ástæða er til en það er betra en að einhver fái matareitrun. t>að á ekki að vera nein veruleg hætta á ferðum", sagði Jón. Fólk sem hefur svona dósir undir höndum er sem sagt beðið um að skila þeim til SS. - FRI. veltur í Kömbum ■ Bíll valt efst í Kömbum um kl. 20.30 á þriðjudagskvöld. Bíllinn fór nokkrar veltur eftir malarkantinum og ökumaður bílsins skrámaðist nokkuð. Hann var fluttur á slysadeild en var ekki alvarlega meiddur. Að sögn lög- reglunnar á Selfossi er ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur en fyrr um kvöldið hafði hann valdið smávægi- legum árekstri í Kópavogi og stungið af frá slysstað. -GSH. Fyrsta skóflustungan að Fjöl- brautaskóla Suðurlands tekin: „Áframhaldandi samstarf allra sýsl na á Suðurlandi ■ Fyrsta skóflustungan hefur verið tek- in að byggingu 1. áfanga Fjölbrauta- skólahússins á Selfossi og vann það verk Heimir Pálsson, fráfarandi rektor en hann hefur starfað við framhaldsdeildina þar undanfarin tvö ár. „Það sem hér um ræðir er áframhald- andi samvinna allra sýslnaá Suðurlandi á þessu sviði, en hún hófst með byggingu verknámshúss hér á Selfossi 1978“ sagði Hjörtur Þórarinsson formaður skóla- nefndar í samtali við Tímann er við spurðum hann um byggingu þessa 1. áfanga. „Gerður var samningur við mennta- málaráðuneytið um stofnun fjölbrauta - skóla hér á Selfossi árið 1981, en í ár var svo gerður samstarfssamningur við allar sýslurnar um að þær kæmu inn í stofnun og rekstur skólans þannig að nú standa um 15 þúsund manns á bakvið hann“, sagði Hjörtur. Þessi fyrsti áfangi er 2.970 m' að stærð, hugsaður sem blandað kennslu- rými og er kostnaður við hann í dag áætlaður um 63 milljónir króna. Bygging hans mun dreifast á tvö ár, eða þrjú fjárlagaár. Annar áfangi hússins er svo 2.424 m' að stærð. Hvað þýðingu þessa skóla varðaði sagði Hjörtur að menn vonuðu að með tilkomu hans mundu fólksflutningar úr héruðunum minnka og fólk frekar setjast að í meira mæli en verið hefur...„hér hefur að vt'su verið starfræktur mennta- skóli á Laugarvatni, en þar eru aðeins 25 heimavistarpláss laus á hverju ári og sá skóli ennfremur ætlaður fyrir allt ff ■ Heimir Pálsson, fráfarandi rektor Fjölbrautaskólans á Selfossi tekur fyrstu skóflustunguna að hinu nýja skólahúsi. landið", sagði Hjörtur. Framhaldsdeildir eru nú á Suðurlandi á Skógum, við héraðsskólann á Laugar- vatni og jafnvel kæmi Hvolsvöllur einnig inn í dæmið fyrir utan deildirnar í Vestmannaeyjum sem eru sér. Arkitekt hins nýja húss er dr. Maggi Jónsson, verkfræðingar Verkfræðiskrif- stofu Benedikts Bogasonar, Fjölhönnun og Verkfræðiskrifstofa Suðurlands. Nýr rektor hefur verið ráðinn Þór Vigfússon. -FRI. Á börnin fyrir yerslunarmannahelgina Mikið úrval af sumarfatnaði Jogging- gallar Sumar- kjólar og pils Stutterma- bolir Náttkjólar og sloppar Sendumí póstkröfu Einnig ótrúlega hagstætt verð í tilboðs- körfum okkar finnska LÆKJARGÖTU 2 SÍMI 22201 SÉRVERSLUN MEÐ FINNSKAN BARNAFATNAÐ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.