Tíminn - 28.07.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.07.1983, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjórl: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Skrífstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atii Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur i Magnússon, Helður Helgadóttir, Jón Guðnl Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýslngar: Síðumúla 15, Reykjavfk. Slml: 86300. Auglýslngasími 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86306. Verð f iausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Heimilin og opin- beru fyrirtækin ■ Eins og sagt hefur verið frá hér í blaðinu og öðrum fjölmiðlum, fjallar ríkisstjórnin nú um miklar hækkunar- kröfur allmargra opinberra fyrirtækja. Svo miklar eru þessar kröfur, að verðbólgan myndi taka mikið stökk, ef á þær væri fallizt. Opinberlega hefur ekki verið gerð grein fyrir því, hvað valdi þessari miklu kröfugerð. Af því, sem hlerazt hefur, mætti ætla að það stafi jöfnum höndum af ógætilegri fjárfestingu og vafasamri stjórn, svo og hækkun dollarans. Það er ósiður, að almenningur, sem á að borga brúsann, skuli ekki fá skilmerkilega greinargerð um orsakir þess, þegar slíkar hækkunarkröfur eru gerðar. Dæmið er nú sett þannig upp, að um tvennt sé að velja. Annað er að fallast á hækkunarkröfurnar til fulls. Hitt er að taka erlent lán. Mönnum virðist ekki detta í hug, að Seðlabankinn geti veitt einhverja úrlausn í bili, eins og hann veitir ríkissjóði. Fljótt á litið kann mönnum að þykja eðlilegra að fallast á kröfurnar en að safna skuldum. Pá sleppa menn að gera sér grein fyrir því, hverjir það séu, sem eiga að borga reikninginn. Fað eru heimilin í landinu að miklu eða mestu leyti. Hver er svo staða þeirra til að rísa undir stórhækkuðum orku- og hitunarkostnaði? Staða fjölmargra þeirra er nú þannig, að þau verða að safna skuldum, ef byrðarnar eru auknar. Kaupbætur hafa verið stórskertar í þeim tilgangi að ná niður verðbólgunni. Verðhækkanir hafa samt orðið miklar, m.a. vegna gengislækkunar og vegna þess, að hækkanir, sem höíðu safnazt saman síðustu mánuði fyrir stjórnarskiptin, hafa fyrst komið inn í útsöluverðiðeftir þau, sbr. búvöruverðið. Undir þeim kringumstæðum, sem nú eru, er það neyðarúrræði, sem ætti eftir að hefna sín, að auka byrði heimilanna svo nokkru nemi. Opinberu fyrirtækin verða því að dreifa álögunum, sem þau telja sig þurfa að fá, yfir lengri tíma, þótt það kosti einhverja skuldasöfnun í bili. Þessari stefnu fylgir ríkisstjórnin líka hvað ríkissjóð varðar. Það verður mikill halli á rekstri hans á þessu ári. Ríkisstjórnin kýs heldur að hafa halla en að leggja á meiri skatta. Hún hefur meira að segja lækkað nokkra skatta, þótt því fylgi skuldasöfnun á þessu ári. Verðbólgunni verður ekki náð niður öðru vísi en að því fylgi aukin byrði og jafnvel skuldasöfnun í bili fyrir marga aðila. Heimilin hafa þegar tekið sitt, ríkið sjálft hefur tekið sitt, en opinberu fyrirtækin verða að gera það einnig. Byrðarnar, sem fylgja niðurfærslu verðbólgunnar, verða að dreifast yfir lengri tíma. Það er ekki hægt að leggja þær á allar í einu. Það gæti leitt til hreinnar upplausnar og gert illt verra. Söguskekkja ■ Það er slæm söguskekkja, sem stundum hefur sézt í blöðum, að barátta íslendinga fyrir 200 mílna landhelgi hafi hafizt í júlí 1973, þegar birt var áskorun í Mbl. frá nokkrum mönnum um að lýst yrði yfir því, að íslendingar myndu berjast fyrir 200 mílna fiskveiðilögsögu á væntan- legri hafréttarráðstefnu. Fyrir frumkvæði þáverandi ríkisstjórnar voru íslending- ar áður búnir að lýsa yfir þessari stefnu sinni á alþjóðlegum vettvangi. Peir gerðu það bæði í málflutningi og með tillögugerð í undirbúningsnefnd hafréttarráðstefnunnar. Fimmtíumenningarnir, sem skrifuðu undir umrædda yfirlýsingu, gerðu því ekki annað en að árétta þá stefnu, sem þáverandi ríkisstjórn var þegar búin að marka á alþjóðlegum vettvangi. Með þessu er ekki verið að gera lítið úr áskorun fimmtíumenninganna. Hún var góður stuðningur við þá stefnu, sem þegar var búið að marka. - Þ.|». Htttmm FIMMTUDAGUR 28. JÚLÍ1983 skrifað og skraffað ' ■ •• 1 ÞJöðhagsstofnun kynnlr rlklsstfórn ný drög að þjóðhag ■VERÐBÓLGUHRAÐIK Iniður FYRIR 30% IN KOMINNl 1 ARSLOKl ■ Fyrirsögn í Tímanum í gær, þar sem kynnt var nýjasta spá Þjóöhagsstofnunar um verðbólguhraðann í lok ársins. Verðbólguspá, mótmæli og óskir um frekara samráð ■ Verkalýðsfélögin hafa að undanfömu verið að segja kjarasamningum sínum lausum jafnframt því sem samþykkt hafa verið ályktan- ir um kjara- og efnahagsmál- in. Sagt hefur verið frá þess- um samþykktum í fjölmiðl- um og eru þær því almenningi kunnar. í þessum samþykktum verkalýðsfélaganna hefur ansi oft kveðið við einn og sama tóninn; fordæmingu á aðgerðum núverandi ríkis- stjómar, en minna fjallað um það sem meiru máli skiptir þó fyrir launafólk eins og alla aðra landsmenn, þ.e. hvernig skynsamlegt samstarf getur 1 tekist á milli stjórnvalda og launþegahreyfinganna um aðgerðir til að tryggja lífskjör fólksins í landinu og bæta kjör þess á komandi árum. Stundum hefur þó í sam- þykktum verkalýðsfélaganna verið vikið að þessu og er það ánægjulegt. Nýjasta dæmið um þetta er samþykkt sem ,gerð var einróma á fundi í Verkalýðsfélagi Borgarness á þriðjudagskvöldið. Hún er svohljóðandi: „Fundur haldinn í Verka- lýðsfélagi Borgarness 26.07.1983, telur að óðaverð-. bólgan sem geisar, stefni lífs- kjörum og atvinnuöryggi al- þýðu manna í hættu, því er nauðsynlegt að þjóðarsam- staða náist um cfnahags-og atvinnumálastefnu, sem miði að því að draga úr verðbólgu án þess að til atvinnuleysis komi. Meinið verður ekki læknað til langframa með því að skerða kaupmátt láglauna- fólks, nc heldur mcð því að virða ekki samningsrétt. Fundurinn hvetur til þess, að nú þegar verði teknar upp viðræður stjórnvalda og verkalýðshreyfingar, sem miði að endurskoðun bráða- birgðalaganna þannig að samningsréttur verði frjáls. Jafnframt verði hafið raun- hæft samráð stjórnvalda og verkalýðshreyfingar um mótun efnahags-og atvinnu- stefnu til lengri tíma. Höfuð- áhersla verði lögð á að full atvinna haldist. Dregið verði úr verðbólgu. Gerðar ráð- stafanir til að bæta láglauna- fólki þá miklu kjaraskerö- ingu, sem það hefur orðið fyrir. Verðhækkanir verði stöðvaðar eða úr þeim dregið, sem frekast er unnt næstu mánuði. Fundurinn telur að efnahagsvandinn verði aldrei leystur til fram- búðar nema með góðu sam- starfi við samtök launa- fólks,“ í þessari samþykkt er tekið á kjarna málsins og hvatt til þess að raunhæft samráð stjórnvalda og verkalýðs- hreyfingarinnar komist á um mótun efnahags- og atvinnu- stefnu til lengri tíma. Þetta er einmitt það, sem Steingrímur Hermannsson, forsætisráð- herra, hefur stefnt að - og reyndar þegar hafið með fyrsta samráðsfundi sínum með aðilum vinnumarkaðar- ins. Það hafa hins vegar ekki allir verkalýðsforingjar tekið þeim tilraunum til samráðs sem skyldi, en vonandi sjá þeir að sér og átta sig á því, að með slíku samráði er væn- legast að ná þeim árangri sem þjóðinni allri er fyrir bestu og tryggja að hann verði varanlegur. Verkalýðs- félag Borgarness á því lof skilið fyrir að hafa svo tví- mælalaust bent á þá braut, sem æskilegt er að farin verði ef hafa á þjóðarhagsmuni að leiðarljósi. Verðbolgu- hraðinn 30% um aramotin? Það þarf enginn að fara í grafgötur með það, að þær fórnir, sem landsmenn hafa þurft að færa að undanförnu til að ná niður verðbólgunni og koma í veg fyrir fjöldaat- vinnuleysi, eru þungbærar. Þjóðin er hins vegar tvímæla- laust reiðubúin að bera þess- ar byrðar ef tvennt er alveg Ijóst. Annars vegar að byrð- unum sé réttlátlega skipt, og hins vegar að þessar fórnir beri tilætlaðan árangur. Vafalaust verða menn seint sammála um, hvort byrðunum hefur verið eða verður réttlátlega skipt, þótt vissulega hafi verið gerðar ýmsar tilraunir til þess að þeir, sem minna mega sín, beri minnstu byrðarnar. Um hitt atriðið, hvort tilætlaður árangur næst eða ekki, ættu hins vegar að verða minni deilur, Það kemur einfald- lega í Ijós á sínum tíma þegar sérfræðingar Þjóðhagsstofn- unar gera dæmið upp tölu- lega og niðurstaðan liggur fyrir. Eins og skýrt var frá t' Tímanum í gær, gera nýjustu spár Þjóðhagsstofnunar ráð fyrir að verðbólguhraðinn verði kominn niður fyrir 30% um áramótin. Þegar slíkur verðbólguhraði er borinn saman við þau hátt á annað hundrað prósent, sem verð- bólgan hefði stefnt í ef ekkert hefði verið að gert í lok mafmánaðar, er auðvitað augljóst mál, að hér yrði um mjög mikilsverðan árangur að ræða, ef þessi spá rætist. .Þá myndu allir landsmenn sjá, að fórnirnar hefðu borið árangur. Það mun hafa verið Harold Wilson, sá slungni breski stjórnmálamaður, sem eitt sinn sagði, að vika væri langur tími í stjórnmálum. Til áramótanna eru fimm mánuðir, og margt getur gerst á þeim tíma, sem breytir spám Þjóðhagsstofnunar. Mestu skiptir þar vafalaust hvort stjórnvöld fá frið til þess að sýna þennan árangur í verki, og hvort nægileg samstaða verður innan stjórnarliðsins. í sumum stjórnarandstöðublöðum er sífellt verið að reyna að efna til deilna og ófriðar milli stjórnaraðilanna, sem til- heyra jú mjög ólíkum stjórn- málaflokkum og eiga því um margt erfitt með að starfa saman. En auðvitað mega menn ekki láta slíkt bera sig út af þeirri leið sem mörkuð hefur verið og sem fylgja verður þar til árangurinn ligg- ur fyrir. Og það er engin ástæða til að ætla annað en að sá sé einbeittur ásetningur forsætisráðherra og annarra þeirra, sem fara með ráð- herraembætti - hversu erfitt sem það kann stundum að vera að standa fast á hinni mörkuðu stefnu. Það er ein- mitt á slíkum stundum sem reynir á manndóm stjórn- málamanna. Stjórnvöld og vísitalan Eitt af því, sem einkennt hefur sögu vísitölukerfisins hér á landi, er að ríkisstjórnir á hverjum tíma, hvernig svo sem þær hafa verið samsettar pólitískt, hafa meira og minna krukkað í vísitöluna, eins og það hefur verið kallað. Nýlega birtist í Félagstíð- indum Starfsmannafélags ríkisstofnana, sem er lang- stærst aðildarfélaga BSRB, tafla sem birt er hér á síð- unni. Þar er nákvæmlega tí- undað hvernig stjórnvöld hafa skert verðbætur á laun allt frá því í maí 1979 fram til maí 1983 þegar vísitölubind- ingin var afnumin um tíma. Þetta yfirlit sýnir glögglega, að oft hefur verið rækilega krukkað í vísitöluna og það af minna tilefni en á síðast- liðnu vori, þegar minnkandi þjóðartekjur og óðaverð- bólga ógnuðu atvinnuöryggi landsmanna. Þessar staðreyndir væri öllum hollt að hafa í huga þegar vandlætingarsvipan er reidd sem hæst til lofts. -ESJ. Skerðing verðbóta á laun skv. „Ólafslögum" Lög nr. 13 frá 10. apr. 1979) Önnur skerðing og verðbætur alls Maí Ág. Nóv. Febr. Maí Ág. Nóv. Febr. Maí Ág- Nóv. Febr. Maí Ág. Nóv. Febr. Maí 1979 1979 1979 1980 1980 1980 1980 1981 1981 1981 1981 1982 1982 1982 1982 1983 1983 framfœrsluvisitölu % 12,38 [13,57 15,86 9,13 13,23 10,12 10,86 14,32 8,02 8,96 9,92 9,72 10,87 11,79 17,51 15,15 23,38 Frá dregst: % a) Búvörufrádráttur 0,58 0,96 0,91 0,98 0,61 0,83 0,69 1,32 0,86 0,51 0,60 0,99 0,45 1,32 b) Hækkun tóbaks og áfengis — 0,81 0,52 0,63 0,72 0,61 0,18 0,89 0,75 0,52 0,54 0,61 0,39 0,70 c) Jafngildi viðbótarfjár- veitingar til hækkunar olíustyrks 0,40 0,81 — — 0,20 — — — d) Frádráttur v/rýmunar viðskiptakjara (eða viðbót) 2,63 1,82 1,22 0,85 — 0,11 0,47 +0,84 0,60 +0,49 0,25 0,48 +0,43 +0,63 Frádráttur alls skv. Ólafslögum 3,61 4,40 2,65 2,46 1,53 1,55 1,34 1,37 2,21 0,54 1,39 2,08 0,41 1,39 Annar frádráttur: 7,00 2,90 7,71 13,99 Verðótahækkun 9,22 launa % 11,40 9,17 13,21 6,67 11,70 8,57 9,52 5,95 8,10 8,92 9,92 7,51 10,33 7,50 7,72 14,74 8,00 1. I mai 1979 voru verðbótahakkanir misháar - frá 11.40% fyrir þá lagra launuðu en 9.22% fyrir launþega með meðallaun og hærri. 2. I febrúar 1981 er krukkað i kaupið með sérstökum bráðabirgðalögum en i kjölfar þess kcmu 3 verðbótatimabil - mai 1981 , ágúst 1981 og róv 1981 meó fullri og óskertri framfærsluvisitölu. 3. I ágúst 1982 og nóv. 1982 er enn krukkað i verðbæturnar meó bráóabirgðalögum. 4. I mai 1983 er kcmin ný rikisstjórn sem ekkert hefur lasrt og gerir enn betur i krukkinu: 13. 99% kjaraskerðing. 5. I 14 skifti virka ákvæði Ölafs - laga til skerðingar en 4 sinnum virkaði viðskiptakjaravisitalan til rBáckunar. ■ Þessi tafla og meðfylgjandi skýringar birtust í síðasta tölublaði Félagstíðinda Starfsmannafélags ríkisstofnana, og sýnir glögglega, að skerðing launa með lagaboði er ekki nýtt fyrirbrigði hér á landi - það hefur frekar verið regla en undantekning undanfarin ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.