Tíminn - 28.07.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.07.1983, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 28. JULÍ1983 FIMMTUDAGUR 28. JÚLI1983 umsjón: Samúel Örn Erlingsson ■ Sigurður Pétursson íslandsmeistari fór fyrstur meistaraflokksmanna af stað í gær, og sló bara vel kappinn, var fyrstur eftir 18 holur. Tímamynd: Róbert. Sigurður P. er fyrstur ■ Sigurður Pétursson GR, íslandsmeist- ari hefur forystu í meistaraflokki karla á íslandsmótinu í golfi eftir fyrsta dag. Sigurður lék í gær 18 holur á 75 höggum í Grafarholtinu, en þrír garpar fylgja hon- um eftir fast, Sigurður Sigurðsson GS, Gylfi Garðarsson GV og Ragnar Óláfsson GR, allir með 77 högg. Einn dagur er eftir í 1., 2. og 3. flokki karla. í 1. flokki hafa forystu Sigurjón R. Gíslason GK og Stefán Unnarsson GR með 239 högg, en Ólafur Skúlason GR hefur240. í 2. flokki stendur best Guðbrandur Sigurbergson GK með 255 högg, en Gunnar Árnason GR og Pétur Pétursson GOS hafa 265 högg hvor. í 3. flokki hefur forystu Elías Kristjánsson GS með 278 högg. Keppni er lokið í öldungaflokki, lauk í fyrradag. Þar voru aðeins leiknar 36 hólur. Sigurvegari án forgjafar varð Haf- steinn Þorgeirsson GK á 165 höggum, annar Jóhann Eyjólfsson GR á 174 og þriðju til fjórðu Svan Friðgeirsson GR og Eiríkur Smith GK á 175. Þeir leika bráðabana á föstudag. í keppni með forgjöf verður leikinn bráðabani um I. og 3. sæti á föstudag og laugardag, Kári Elísson GR og Ingólfur Helgason GR eru efstir með 146 högg nettó, og Ástráður Þórðarson og Arnkell Guðmundsson GR eru þriðju með 147 högg. Útimótid íhandbolta inni: Sumarmót HSÍ 11.-14. águst ■ Ákveðið hefur verið að halda útimót Handknattlcikssambands Islands inni í ár. Ástæðan er sú að slysahætta í handbolta eykst mjög við að leika á malbiki úti, miðað við að leika við eðlilegar aðstæður innanhúss. Mótið í suniar heitir því sumar- mót' HSÍ, og verður haldið 11.-14. ágúst í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnar- firði. Landsliðsnefnd kvenna sér um mótið. Landsliðsnefnd kvenna hjá HSÍ tók að sér að halda sumarmótið fyrir meistara- fiokk karla, meistaraflokk kvenna og annan flokk. Þátttökutilkynningar eiga að berast eftirtöldum fyrir3. ágúst næstkom- andi: Arnþrúði Karlsdóttur formanni landsliðsnefndar kvenna í síma 54716, eða Þórði Sigurðssyni ritara HSÍ í síma 72156 cða 71290. Norðurlöndin—Bandaríkin í Stokkhólmi: IEINAR FEKK VERÐLftUN NORÐURLANDARAÐsfl — fyrir besta og óvæntasta afrekid í keppninni ■ Einar Vilhjálmsson fékk verðlaun Norðurlandaráðs fyrir afrek sitt í spjót- kastinu i fyrradag, en verðlaunin voru afhent í gær. Verðlaunin í kvennaflokki fékk sænska stúlkan Ann-Louise Skog- lund fyrir góðan árangur sinn í 400 metra grindahlaupi. Norðurlandaráð veitti verðlaun fyrir besta og/eða óvæntasta afrekið á mótinu í hvorum flokki. Einar þótti vinna besta afrek Norðurlandabúa í karlaflokki, og var eins og áður hefur reyndar komið fram, aðalstjarnan á leikunum. Afrek sænsku stúlkunnar Skoglund þótti einnig alveg afbragð, hún hljóp 400 metra grind á 55,36 sekúndum, og sló þar við bestu bandarísku stúlkunni um rúma sekúndu. Einar Vilhjálmsson má því vel við una, og íslendingar geta verið stoltir af honum. ÞÓRDÍS VARÐ í ÞRIÐJA SÆTI Oddur hljóp vel í 4x400 en Vésteinn átti slæman dag ■ Þórdís Gísladóttir frjálsíþróttakona úr IR stóð sig mjög vel í gær í keppni Norðurlandanna og Bandaríkjanna frjálsum íþróttum í Stokkhólmi. Þórdís var að vísu aðeins frá sínu besta, en náði þó þriðja sæti, á eftir tveimur bandarísk- um keppendum. Þórdís stökk 1,83 metra, Louise Ritter Bandaríkjunum sigraði, stökk 1,96 metra, önnur varð Pam Spenc- er Bandaríkjunum með 1,91 metra og Þórdís þriðja. Finnska stúlkan Minna Vehmasto, sem á best 1,91 metra varð fjórða. Vésteini Hafsteinssyni gekk illa á mót- inu í gær. Hann virkaði fremur tauga- óstyrkur, cnda keppni Norðurlanda og Bandaríkjanna fyrsta meiriháttar mótið sem hann keppir á. Vésteinn varð fimmti í kringlukastinu, kastaði 54,26 metra, og átti fjögur köst ógild. Bandaríkjamaður- inn Art Burns sigraði í kringlukastinu, kastaði 67,18 metra, annar varð Mac Wilkins með 66, 18, Norðmaðurinn Knut Hjeltnes varð þriðji, og og gamla kempan Ricky Bruch frá Svíþjóð varð fjórði með 61.50 metra - vel af sér vikið hjá þeim gamla. Oddur Sigurðsson hljóp mjög vel í 4x400 metra boðhlaupi. Hann hljóp ann- an sprett.tók við þegar Bandaríkjamenn höfðu náð 10 metra forskoti, hljóp á móti bandaríska meistaranum og dró vel á hann. Oddur fékk millitímann 46 sekúnd- ur sléttar, sem er mjög gott. Þriðja sprett Bandaríkjamannanna tók svo sá frægi Skarphéðinn hlutskarpastur ■ Héraðssambandið Skarphéðinn sigr- aði í stigakeppni félaga í Meistaramóti Islands í frjálsum íþróttum 14 ára og yngri. Skarphéðinn hlaut 100 stig, Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands varð í öðru sæti með 92,5 stig og FH í þriðja sæti með 76 stig. Eitt sveinamet var sett í hástökki, Þröstur Ingvarsson USAH stökk 1,52 metra. Þá voru sett met í boðhlaupum. Keppendur voru 350 talsins, en keppt var á Laugardalsvelli um síðustu helgi. kappi Edwin Moses, og var þá ekki að sökum að spyrja. Bandaríkjamenn sigruðu Norðurlöndin í stigakeppni mótsins, bæði í karla og : kvennagreinum. Ekki náði Tíminn ná- kvæmum stigaútreikningi í gær, en sigur Bandaríkjamannanna var öruggur. ■ Einar Vilhjálmsson. íslandsmet hans og góður sigur, 90,66 metrar þótti besta n afrek í karlaflokki á mótinu í Stokkhólmi, þar sem kepptu lið Norðurlandanna og ■ Bandaríkjanna. Tímamynd: Árni Sæberg. Svisslendingur sigraði í Kópavogi ■ Það var Svisslendingur sem sigraði á fyrsta tennismóti sumarsins hér á landi, en það var Dunlop mótið sem haldið var í Kópavogi um síðustu helgi<Svisslendingur- inn, Christian Staud, sigraði Kristján Baldvinsson í úrslitaleik 6-3 og 6-0. í kvennaflokki sigraði Guðný Eiríksdóttir ; Elísabetu Jóhannesdóttur 6-2 og 6-0 úrslitum í Vallargerðinu. Mótið var haldiðgg í besta veðri, sem er eins konar vörumerki» tennismóta hér á landi. Aldursflokkameistaramótid í sundi: Ægiskrakkar unnu — HSK í öðru sæti Þýsk-íslenska og KDSf: Verðlaun fyrir fallegasta markið ■ Þýsk-íslenska verslunarfélagið hf. hef- ur í samvinnu við knattspyrnudómarasam- bandið ákveðið að veita verðlaun fyrir ■ Þetta er úrið sem veitt verður í verðlaun fyrir fallegasta markið. fallegasta markið sem skorað verður í 1. deild karla á íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar. Þýsk-íslenska ætlar að gefa þeim sem skorar fallegasta markið Seiko-armbands- úr, eitt þeirra sjaldgæfu úra sem framleidd voru fyrir síðustu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu. Úrin eru með sérstakri áletr- un FIFA, alþjóðaknattspyrnusambands- ins og fengu dómararnir sem dæmdu í HM ’82 slík úr. Þýsk-íslenska fékk nokkur svona úr, og eitt þeirra verður veitt í verðíaun fyrír fallegasta markið. En hvernig er hægt að velja fallegasta markið? Jú, knattspyrnudómarasamband- ið ætlar að hjálpa til við það. Dómarar munu veita umsögn um mörkin sem skoruð eru í leikjum sem þeir dæma, eða sjá sem áhorfendur, og verður reynt að velja samkvæmt því. Aldrei geta allir orðið sammála, því mönnum þykir æ sinn fugl fagur, en þetta er nýbreytni sem lífgar upp á, og gaman að fylgjast með hvernig dómurum tekst upp... ■ Það var mikið synt í Vestmannaeyjum um síðustu helgi, á aldursflokka- meistaramóti Islands í sundi. Keppendur á mótinu voru um 320 og keppni hörð, bæði í einstökum greinum og svo í stigakeppni félaga. 15 félög sendu kepp- endur á vettvang og voru mörg ágæt afrek unnin á mótinu. Eitt Islandsmet féll, það var Kolbrún Ylfa Gissurardóttir HSK sem setti íslandsmet í 50 metra baksundi meyja, synti á 37,3 sekúndum. Úrslit á mótinu urður þessi: Stigakeppni félaga: Ægir............................187 stig HSK.............................154 stig SH..............................101 stig j' UMFB ......................... 79 stig UMFN ........................... 77 stig Vestri.......................... 52 stig Ármann.......................... 43 stig í A ............................ 43 stig Óðinn........................... 37 stig ÚÍA............................. 22 stig ÍBV ........................... 17 stig KR.............................. 12 stig KS............................... 6 stig USAH ............................ 4 stig USVH............................. 0 stig Sigurvegarar í einstökum greinum urðu þessir. 400 m skriðsund pilta Ólafur Einarsson Ægi 4:33,1 200 m fjórsund drengja • Jóhann Samsonarson SH 2:41,1 50 m skriðsund svcina Hannes Sigurðsson UMFB 31,25 50 m bringusund meyja Jóhanna Benediktsd. HSK 40,14 100 m skríðsund stúlkna Guðrún Fema Ágústsd. Ægi 1:02,74 200 m bringusund pilta Eðvarð Þ, Eðvarðsson UMFN 2:35,56 100 m skríðsund telpna Bryndís Ólafsdóttir HSK 100 m baksund drengja 1:07,01 Jóhann Samsonarson 1:15,82 100 m baksund stúlkna Guðrún Fema Ágústsd. Ægi 1:16,29 50 m baksund sveina Svavar Þ. Guðmundsson Óðinn 37,48 50 m flugsund meyja Kolbrún Ylfa Gissurard. HSK 37,65 100 m flugsund pilta Eðvarð Þ. Eðvarðsson UMFN 1:06,16 100 m flugsund telpna Bryndís Ólafsdóttir HSK 1:13,39 100 m bringusund drengja Finnbjörn Finnbjörnsson Ægi 1:21,27 Hola í höggi dugði varia ■ Jón Þór Gunnarsson á Akureyri fór holu i höggi í undankeppni í ,olíubikarn- um“ á Jaðarsvellinum í gær. „Olíubikar- inn er holukeppni, og var Jón Þór að keppa við Pál Pálsson. Þeir kappar voru jafnir þegar 18. og síðasta holan var eftir, en þar átti Páll 1 í forgjöf. Jón Þór notaði „vedge“-járn og hitti í fyrsta höggi, en þá gat Páll jafnað með því að fara holuna í tveimur höggum. Litlu munaði hjá Páli, kúlan fór beint yfir holuna, og stoppaði ebium og hálfum metra frá holunni. Það dugði Páli ekki, hann fór holuna á þremur höggum. Jón Þór vann því á högginu góða, og er þar með orðinn einn „Ein- herja“. gk-/SOE 200 m fjórsund stúlkna Guðrún Fema Ágústsd. Ægi 4x100 m fjórsund pilta Sveit Ægis 4x100 m skríðsund telpna Sveit HSK 400 m skríðsund stúlkna Guðrún Fema Ágústsd. Ægi 200 m Ijórsund telpna Bryndís Ólafsdóttir HSK 50 m skriðsund meyja Jóhanna Benediktsd. HSK 50 m bringusund sveina Hannes Sigurðsson UMFB 100 m skríðsund pilta Eðvarð Þ. Eðvarðsson UMFN 200 m bringusund stúlkna Guðrún Fema Ágústsd. Ægi. 100 m skriðsund drengja Ingólfur Arnarson Vestra 100 m baksund telpna Bryndís Ólafsdóttir HSK 100 m baksund pilta Eðvarð Þ. Eðvarðsson UMFS 50 m baksund meyja Kolbrún Ylfa Gissurard. HSK 50 m flugsund sveina Svavar Þ. Guðmundss. Óðinn 100 m flugsund stúlkna Sigurlaug Guðmundsd. ÍA 100 m flugsund drengja Símon Þ. Jónsson UMFB 100 m bringusund telpna Bryndís Ólafsd. HSK 200 m fjórsund pilta Eðvarð Þ. Eðvarðsson UMFN 4x100 m fjórsund stúlkna Sveit HSK 4x100 m skriðsund drengja 'Sveit Ægis Fréttir úr heimspressunni. Berlinske Tidende SUNNY Eyðir minna en CITROEN 2 CY og samt sneggri og hrað- skreiðari en BMW. Hinn þekkti bflamaður Finn Knudstup á Berlinske Tidende varð mjög hrifínn af NISSA SUNNY. Hann skrifaði: „Sunny getur við fyrstu sýn litið út fyrir að vera hefðbundinn bíll en hin háþróaða tœkni og ná- kvœmni í framleiðslu kemur manni sannarlega á óvart. Pú kemst lengra á hverjum bensínlítra á Sunny en á Citroen 2 CV. Engu að síður er Nissan Sunny sneggri og hraðskreiðari en BMW 315. Og ekki er Sunny dýr. í stuttu máli þrjú atriði sem eiga eftir að gera Sunny að stórvinsœlum bíl - bíl sem veitir manni meiri og meiri ánægju við hvern kílómetra. “ Citroen 2 CV (Citroen braggi) kostar ca. kr. 250.000. Samkvæmt upplýsingum umboðsins er hann ekki fluttur inn. Hann er of dýr miðað við aðra bfla í sama verðflokki. BMW 315 kostar kr. 365.500, Hann er 2ja dyra. NISSAN SUNN^ 1500 5 gíra 4ra dyra, framhjóladrifinn með allskyns aukabúnaði s.s. útvarpi, klukku, snúningshraðamæli, skott og bensínloki sem hægt er að opna úr ökumannssæti o.m.fl. kostar aðeins kr. 269.000. Munið bílasýningar okkar um helgar kl. 2-5. Tökum allar gerðir eldri bifreiða upp í nýjar NISSAIM LANG-LANG MEST FYRIR PENINGANA INGVAR HELGASON s,m,3356o SÝNINGARSALURINN/RAUÐAGERÐI AUGLYSIÐ í TÍMANUM r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.